Alþýðublaðið - 27.09.1958, Qupperneq 1
XXXIX. árg.
Laugardagur 27. sept. 1958
219. tbl.
Rœða utanríkisráðherra á allsherjarþinginu:
Á MQRGUN sunnudag verður haldnir þrír fundir á
vegum Alþýðuflokksins. Af þeim verða tveir almennir
fundir á Keyðarfirði kl. 4 e. h. í félagsheimiiinu þar og
félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði um kvöldið kl.
9. Kæðumenn á þessum fundum verða Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra og Benedikt Gröndal alþingismað
ur.
Þá verður og haídinn fundur með Alþýðuflokks
fólki í Árnessýslu í samkomusal Kaupfélagsins á Sel
fossi kk 2 e. h. á morgun, sunnudag. Framsögumenn á
þeim fundi verða beir Emil Jónsson formaður Alþýðu
flokksins og Helgi Sæmundsson ritstjóri.
Vopnavaldi hefur aldrei áður verið beitf gegn þjóð,
sem færði út fiskveiðilandhelgi
ALÞÝÐUBLAÐINU barst . gærkveldi í heild ræða utan-
ríkisráðherra, er hann flutti á allslierjarþinginu um landhelgis
málin. í lok ræðunnar kvaðst utanríkisráðherra vilja leggja á-
herzlu á., að bað væri krafa ríkisstjórnar sinnar, að þegar í
stað yrði hætt hernaðaraðgerðum á fslandsmiðum. En slíkum
aðgerðum hefur aldrei áður verið beitt gegn neinu ríki, sem
hefur einhliða fært út lögsögn sína yfir strandveiðum, sagð
Guðmundur. Beitingu vopnavalds í skiptmn þjóða vcrður af
hætta (the gun point diplomacy must come to an end), voru
lokaorð utanríkisráðherra.
Pekmg og Taipeh, föstudag.
(NT'B-Aí'P).
,,'NÝJA KÍNA“, fréttastofa
kínverskra kommúnista vísaði
í dag á bug tillögu Bandaríkja-
manna um vopnahlé ó Formósu
sundi og lét í ljós, að sendiherra
viðræðurnar í Varsjá væru
komnar á erfitt stig. Er þetta
hið fyrsta ,sem fréttastofan hef
ur látið frá sér fara úm við-
ræðurnar. Segir í fréttinni, að
Bandaríkjamenn séu að reyna
að komast burtu frá meginatr-
iðum málsins Og hafa gott af
hinum almenna stríðsótta. Þá
mótmælir fréttastofan þeirri
staðhæfingu Bandaríkjamanna,
að kínverska „alþýðulýðveldið“
sé að koma fram rétti sínum á
sínu eigin landssvæði. Átökin
herra þjóðernissinna, að um-
við Formósusund nú séu fram-
hald borgarastyrjaldarinnar.
í Taipeh sagði utanríkisráð-
ræður á allshsrjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna um ástandið
við Formósusund væru tilgangs
lausar nema því aðeins, að að-
ildarríkin væru íús t.l sameig-
inlegra átaka gegn árásarmönn
unum.
HAFNAKBANN ROFIÐ.
Flutningaskip þjóðernissinna
rufu í dag hafnarbann kommún
isía á Quemoy í fyrsta sinn í
fjóra daga. Þau nutu verndar
amerískra herskipa. Rúmlega
100 tonn af birgðum voru sett
á land úr 18 skipum, þrátt fyr-
Framhald á 8. síðu.
Ræða utanríkisráðherra var
löng og ýtarleg. 1 fyrri hluta
ræðunnar vék hann að ýmsum
alþjóðlegum málum eins og af-
vopnunarmálinu, málum nálæg
ari Autsurlanda, stofnun her-
liðs á vegum SÞ, o. s. frv. Þá
minntist ráðherrann á málcfni
Alsír og Kýpur sérstaklega og
lýsti fylgi íslands við sjálfsá-
kvörðunarrétt íbúanna í þess-
um löndum. Ennfremur ræddi
hann um kynþáttamálin í S.-
Afríku og lýsti fylgi íslands við
sjálfsákvörðunarrétt íbúanna í
þessum löndum, án tillits til
iitarháttar. í síðari hluta ræð-
unnar ræddi hann aðallega um
landhelgismái íslands í sam-
bandi við 59. dagsskrármálið,
sem fjallar um, að kölluð verði
saman ný ráðstefna um réttar-
reglur á hafinu.
Ráðherrann sagði m. a. orð-
rétt:
„Meðan viðræður stóðu yfir
á síðastliðnu sumri milli íslands
og grannþjóða þess, var lögð á
það áherzla af öllum aðilum,
engu síður þeim sem mótmæltu
hinni nýju reglugerð um fisk-
veiðilandhelgi íslands, að mjög
mikilvægt væri að forðast alla
alvarlega árekstra.
Ríkisstjórn íslands vill nota
þetta tækifæri til að þakka
þeim ríkisstjórnum er hafa far-
ið að samkvæmt þessu og var-
að fiskiskip frá viðkomandi
löndum við að stunda veiðar
innan fiskveiðilandhelgi ís-
lands. Aðeins ein ríkisstjórn,
ríkisstjórn Bretlands, kaus að
fara aðra leið og hefur hvatt
brezka togara til þess að veiða
innan tólf mílna markanna og
hefur sent fleiri herskip þangað
til þess að verja ólöglegar veið-
ar togaranna og re'yna að
þvinga ríkisstjórn íslands með
ofbeldi til þess að fallast á sjón
armið Breta í þessum efnum.
Þessu hefur íslenzka ríkis-
stjórnin mótmælt og ég árétia
þessi mótmæli hér. Ég vil í
þessu sambandi vekja athygl'
á því að eitt af stórveldum Évr-
ópu, Sovétríkin, er búið að hafa
tólf mílna landhelgi um al1
langt skeið án þess að Bretar
hafi sent herskip þangað til að
gæta hagsmuna sinna sam,-
kvæmt meintum alþjéðalögum
og þetta eins á þeim tíma þeg-
ar ekkert samkomulag var á
Framhald á 5. síðu.
Guðmundur I. Guðmundsson
utanríkisráðherra
Sagði forsætisráðherra í útvarps-
ræðu í gærkveldi
HEBMANN JÓNASSON, for
sætisráðherra flutti útvarps-
ræðu í fréttaauka útvarpsins í
gærkveldi. Ræddi hann atburði
þá er gerðust í fyrradag út af
Patrcksfirði.
Ráðherrann sagði, að hinn.
sjúki brezki maður, er tundur-
spiilirinn hefði flutt til Patreks
fjarðar, hefði verið svo mikið
veikur, að ekki hefði verið tal-
ið þorandi að flytja hann aftur
um borð í brezka togarann. Því
hefði hann lalið rétt að leyfa
herskipinu að flytja manninn í
land.
Um hitt atriði málsins, hvorf.
nota átti tækifærið til þess að
taka togarann meðan herskipið
Framhald á 5. síðu.
Togaralöndun
AFLI togaranna er góður
þessa dagana út af Labrador.
Þeir fylla sig þar á skömmum
tíma, meðan brezku togar-
arnir skafa botninn hér við
land.