Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 13 Óbreytt 1 Coventry Coventry, 5. marz. Keuter. ^ VERKAMANNAFLOKKURINN hélt þingsæti sínu í Coventry og þar með eins atkvæðis meirihluta sínum í Neðri málstofunni í aukakosningunni í kjördæminu í gær. Nýi þingmaðurinn, Geoffrey Robinson, hlaut 17.118 atkvæði, 3.694 atkvæði fram yfir frambjóð- anda Ihaldsflokksins, Jonathan Guiness. Efnt var til aukakosninganna vegna fráfalls fyrrverandi þing- manns kjördæmisins, Maurice Edelaman, sem fékk 7.488 atkvæði umfram frambjóðanda Ihaldsflokksins i þingkosningun- um i október 1974. 635 þingmenn eiga sæti i Neðri málstofunni og þau skiptast þann- ig: Verkamannaflokkurinn 318, íhaldsflokkurinn 275, Frjálslynd- ir 13 og aðrir 27. Þar við bætast tvö auð íhaldsþingsæti sem kosið verður um á fimmtudag i næstu viku. Lewiston, brezkur tundurduflaslæðari. Bretar nota meðal annars tundurduflaslæðara til að verja fiskimið sfn. Bretar undirbúa vörzlu 200 mílna ÞAR SEM Bretar virðast vera að átta sig á því að 200 mílna reglan muni sigra og hyggja sjálfir á útfærslu í 200 mílur eru þeir farnir að huga að vörzlu landhelgi sinnar. Við það hafa vaknað efasemdir um hvort þau skip sem þeir nota í því skyni séu heppi- leg. Varzlan er í höndum flota 360 lesta tundurduflaslæðara og tundurduflaleitara og þar af hafa niu verið sérstaklega út- búnir til að leysa þetta verkefni af hendi. Við þennan flota verður bætt fjórum litlum varð- skipum — Kingfisher, Petrel, Cygnet og Sandpiper — sem ganga undir heitinu fuglaskip- in. Þar við bætast fimm nýir svo- kallaðir Jura-bátar sem verða teknir í notkun á næsta ári. Aðalverkefni þeirra verður verndun olíuborpalla en þeim verður einnig ætlað að vernda brezk fiskimið. Jura-skipin eru skirð eftir brezkum eyjum og eru í raun réttri vopnaðir togarar, 1250' lestir, sterkbyggðir og því hent ug til gæzlustarfa á Norðursjó og á fjarlægari hafsvæðum. Á það hefur verið lögð áherzla að búa þau góðum fjarskiptatækj- um, þannig að auðvelt verður að kalla á hjálp ef þörf krefur. Hins vegar er ganghraði skip- anna mest 16 hnútar eða minni en margra fiskiskipa sem þeim verður ætlað að stugga við. Þau verða því sein í svifum og þar að auki verður engin aðstaða í þeim fyrir þyrlur af sparnaðar- ástæðum og það hefur verið gagnrýnt innan brezka sjóhers- ins og utan hans. Kostnaður við smíði hvers skips er þegar kominn upp í 2.750.000 pund. Dráttarbátur flotans, HMS Reward, hefur verið settur i að gæta olfuborpalla þar til Jura- skipin koma til skjalanna og nýlega var hann 32 klukku- stundir að komast til staðar sem hann var kallaður á. Á það er bent að Reward líkist að ýmsu leyti Jura-skipunum. Á það er bent að réttast væri að Bretar efldu strandgæzlu Framhald á bls. 27 Óttast árásir á lestarvagna London, 5. marz. Reuter. LUNDtJNABÚAR eru viðbúnir nýrri tegund árása írskra skæruliða eftir sprengingu í járnbrautarlest og tvær aðrar sprengingar í höfuðborginni. Skæruliðarnir hafa þar með í fyrsta skipti ráðizt gegn opinber- um samgöngum og lögreglan ótt- ast að mikið mannfall geti orðið ef skæruliðamir sem báru ábyrgð á verknaðinum verða ekki hand- teknir áður en þeir gera aðra til- raun. Sprengjan var fjögur kíló og sprakk örfáum mínútum eftir að 600 farþegar höfðu farið úr lest- inni i einni stærstu járnbrautar- stöð Lundúna Tvær hálfs kílóa sprengjur sprungu síðar í miðborginni en aðeins einn slasaðist. Hins vegar særðust átta farþegar í lest sem ók fram hjá tómu lestinni þegar sprengjan í henni sprakk. Mjög auðvelt er að koma fyrir sprengjum í járnbrautarlestum og strætisvögnum og manntjón getur orðið gífurlegt svo að lög- reglan er áhyggjufull. Hún hefur beðið farþega að fylgjast vel með pökkum og pinklum sem eru skildir eftir. Nú hafa 11 sprengjuárásir verið gerðar í London síðan Frank Stagg úr Irska lýðveldishernum (IRA) lézt af völdum hungur- verkfalls i siðasta mánuði og IRA hótaði að hefna hans. Sovézk íhlutun í Rhódesíu næst? Kemur röðin næst að Rhódesíu: hermenn alþýðuhreyfingarinnar í Angola búnir sovézkum vopnum. KÚBANSKIR hermenn og sovézkir skriðdrekar af gerðinni T-34 eru komnir til hafnarborgarinnar Beira í Mozambique samkvæmt vestrænum leyniþjónustu- heimildum og þar með hafa aukizt líkur á því að Rússar aðstoði skæruliða blökkumanna í Rhódesíu í baráttu þeirra gegn stjórn hvíta minnihlutans. Samkvæmt þessum heimildum halda Rússar áfram að senda aðstoð til Angola og hún virðist meiri en nýja stjórnin hefur þörf fyrir og því er trúlegt að hluti aðstoðar- innar fari til rhódesískra skæruliða sem hafa bæki- stöðvar handan landa- mæranna í Mozambique. Talið er að Rússar hafi boðizt til að veita rhódes- ískum skæruliðum víð- tæka aðstoð. Blökkumenn segja að skæru- liðarnir séu 13.000 til 20.000 talsins og hafi langflestir bæki- stöðvar í Mozambique. Hins vegar herma vestrænar leyni- þjónustuheimildir að um 1.000 „sæmilega velþjálfaðir" skæru- liðar berjist i Rhódesiu eða hafi bækistöðvar i Mozambique skammt frá landamærunum og að verið sé að þjálfa i mesta lagi 5.000 til viðbótar, aðallega með hjálp kinverskra leiðbeinenda. Skæruliðarnir hafa nægar birgðir léttra vopna, nær ein- göngu frá Kína. Skæruliðarnir hafa verið sameinaðir í Frelsisher Zim- babwe (Rhódesiu), ZLA, og lúta stjórn herstjórnar sem er skipuð níu fulltrúum flokksins ZAPU og jafnmörgum fulltrú- um flokksins ZANU. Valda- mestu mennirnir i herstjórn- inni eru Nongo úr Zanu og Mangena úr ZAPU. Alltaf hefur verið talið að ZANU njóti stuðnings Kinverja og ZAPU Rússa. Áður en ZLA var komið á fót réð ZANU yfir öflugri liðssveit- um, sem voru aðallega þjálf- aðar í Tanzaníu með hjálp kín- verskra leiðbeinenda og höfðu að leiðarljósi kenningar Kin- verja um að skæruliðar yrðu að treysta á sig sjálfa. Þar sem liðsmenn ZLA eru aðallega vopnaðir léttum vopn- um eru þeir taldir auðveld bráð hvitra rhódesiskra hermanna. Eyðilögð brú í Angóla eftir stríðið. Samora Machel forseti Mozambique. ekki sizt þar sem þeir hafa nóg af flugvélum og þyrlum. Mikið mannfall hefur orðið i liði ZLA og það staðfestir þetta. Því er talið að ZLA muni krefjast loft- varnaeldflauga og þá verður að fá Kúbumenn til að beitaþeim. Ekkert bendir til þess að skæruliðar frá Rhódesíu njóti þjálfunar Rússa i Mozambique, en fyrrverandi skæruliðar ZAPU hafa verið þjálfaðir i Sovétríkjunum. Talið er að stjórnir Tanzaníu og Mozambique vilji að for- ingjar ZLA taki við stjórn sjálf- stæðisbaráttunnar af núver- andi leiðtogum. Oft hefur verið sagt frá tilraunum skæruliða til að steypa af stóli leiðtogunum Muzorewa biskup, Chikerema og séra Sithole. Fjórði leiðtog- inn, Mugabe, nýtur lítils trausts þar sem Kenneth Kaunda Zambíuforseti hefur gagnrýnt hann harðlega. Því vakti athygli að Muzo- rewa biskup og Chikerema voru við hlið Samora Machel forseta í Maputo, höfuðborg Mozambique, þegar hann til- kynnti um lokun landamær- anna. Muzorewa biskup nýtur mikils stuðnings i Rhódesiu og óliklegt er að honum verði steypt af stóli þótt skæruliðar séu honum andsnúnir. Talið er að ákveðið hafi verið að loka landamærunum eftir fund forsetanna Machel i Mozambique, Kaunda i Zambíu, Julius Nyerere í Tanzaníu og Seretse Khama i Botswana i hafnarbænum Quelimana fyrir þremur vikum. Talið er að ein þeirra leiða sem þeir ræddu til lausnar Rhódesiumálinu hafi verið beiðni um hernaðaraðstoð Rússa og Kúbumanna eftir sigra þeirra i Angola. Þó getur verið að Kaunda sé því and- vigur þar sem hann hefur harð- lega fordæmt íhlutun þeirra i Angola.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.