Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 7 Öryggishags- munir íslands Þótt furðulegt kunni að virðast er Tlmanum, mál- gagni utanrlkisráðherra, ekki Ijóst I hverju öryggis- hagsmunir fslands eru fólgnir og það þvælist ber- sýnilega mjög fyrir skrif- urum Tlmans að átta sig á þeim grundvallarmun, sem er á öryggismálum okkar og landhelgismál- um. Þegar rætt er um að tryggja þurfi öryggi lands og þjóðar er átt við að gera þurfi ráð- stafanir til þess að við höldum þvl frelsi og þvl sjálfstæði, sem fullvalda þjóð> sem við öðluðumst hinn 17. júnl 1944 eftir aldalanga baráttu við er- lenda yfirstjórn I tslenzk- um málefnum. Sérhver sjálfstæð þjóð I veröldinni hefur talið sér nauðsyn- legt að tryggja með ein- hverjum hætti. að frelsi þegna hennar og sjálf- stæði verði ekki skert en skerðingin er I þvl fólgin, að sjálfsákvörðunarréttur viðkomandi þjóðar er tak- markaður með einhverj- um hætti. Við höfum gert tvenns konar ráðstafanir til að tryggja frelsi okkar, sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarrétt. Annars vegar með aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu. Hins vegar með varnar- samningnum við Banda- rlkin. Við höfum gerzt að- ilar að þessu bandalagi og tekið upp samstarf við Bandarlkin um vamir landsins vegna þess, að við höfum talið, eins og allar aðrar frjálsar þjóðir I Evrópu, að öryggi okkar þ.e. frelsi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti. sé ógnað af hervaldi Sovét- rlkjanna. Við höfum séð, hvernig Sovétrlkin hafa beitt þessu hervaldi til þess að skerða sjálfs- ákvörðunarrétt annarra þjóða I Evrópu og viljum ekki fara sömu leið sjálfir. Þetta eru þeir hagsmunir, sem nefndir eru öryggis- hagsmunir. Barátta um auðlindir Landhelgisdeilan við Breta er barátta um auð- lindir. Við teljum þessar auðlindir okkar eign. Þess vegna höfum við helgað okkur þær. Allar aðrar þjóðir en Bretar hafa við- urkennt yfirráð okkar yfir þessum auðlindum I raun, en engin þjóð hefur viður- kennt útfærslu okkar lagalega. Á þessu tvennu er mikill munur. Um leið og við færðum út I 200 sjómflur gerðum við okkur Ijóst, að enda þótt út- færslan væri I samræmi við þróun alþjóðaréttar á þessu sviði var hún ekki I samræmi við alþjóðalög. Sendimenn okkar eru hins vegar að vinna að þvl á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna að þar verði samþykkt alþjóða- lög, sem tryggi hagsmuni okkar en engir vita það betur en við sjálfir. að sllk alþjóðalög hafa enn ekki verið samþykkt. Þessi barátta um auðlindir skiptir höfuðmáli fyrir okkur en við megum samt ekki láta hana blinda okk- ur svo mjög, að við lýsum okkur reiðubúna til þess að fórna öryggishagsmun- um okkar hennar vegna. Við björgum ekki þorskn- um með þvl. Framsóknar- flokkurinn og Nato Framsóknarf lokkurinn hefur alltaf verið tvlskipt- ur I afstöðunni til aðildar okkar að Atlantshafs- bandalaginu og dvalar varnarliðsins hér á landi. Þau öfl innan Framsókn- arflokksins. sem hafa stutt þessa stefnu I örygg- ismálum, hafa þó jafnan orðið yfirsterkari að lok- um. Alfreð Þorsteinsson hefur hingað til verið tal- inn I þeim hópi. Vera má, að hann horfi til annarra átta nú. Tækifærissinnnar eru I öllum flokkum. Stöð- uglyndi og stefnufesta virðast orðnir fátlðir eigin- leikar I fari þeirra, sem hafa afskipti af stjómmál- um. En þess mættu þeir minnast, sem virðast freistast til að hlaupa und- an merkjum, að tækifær- issinnar hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá is- lenzkum kjósendum. Sú sannfæring þjóðarinnar, að sjálfstæði hennar og frelsi sé bezt tryggt eins og nú er ástatt I heimin- um með aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og vamarsamningi við Bandarikin hefur hvað eft- ir annað komið sterklega fram I kosningum en aldrei þó eins og I undir- skriftasöfnun Varins lands veturinn 1974 og kosn- ingasigri Sjálfstæðis- flokksins þá um sumarið. Þegar þjóðin varð þess vör, að vinstri flokkarnir hygðust fóma öryggis- hagsmunum hennar á alt- ari innbyrðis samninga- makks tók hún til sinna ráða og það eftirminni- lega. Framsóknarflokkur- inn ætti ekki að gleyma þvl. Og dauðateygjur brezka togaraflotans á ís- landsmiðum breyta hér engu um. iffleóöur á morgun Guðspjall fyrsta sunnudags ( föstu: Matteus 4, 1—11. Frelst- ing Jesú. Fjólublár, sem er litur iórunar og yfirbótar, er einkennislitur föstunnar. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar DÓMKIRKJAN Æskulýðs- messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Föstumessa kl. 2 siðd., Litanían sungin. Séra Þórir Stephensen. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Pétur Maack stud. theol. predikar. Ungmenni aðstoða við guðþjónustuna. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. SéraGarðar Svavarsson. FlLADELFlUKIRKJAN. Safn- aðarguðþjónusta kl. 2 siðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. ARBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Æskulýðsguðþjón- usta í skólanum kl. 2 siðd. Ungt fólk aðstoðar. Helgileikur fluttur. Kvöldvaka Æskulýðs- félagsins á sama stað kl. 8.30 síðd. Fjölbreytt dagskrá. Allt safnaðarfólk er velkomið. Séra Guðmundur Þorsteinsson. KIRKJA ÓHAÐA SAFNAÐ- ARINS. Messa kl. 2 síðd. Kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju í Kirkjubæ eftir messu. Séra Emil Björnsson. ENSK messa verður i Háskóla- kapellunni kl. 12 á hádegi. LANGHOLT'SPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Árelíus Nielsson. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Ræðu- efni: Þú átt brýnt erindi að leysa i dag, ef það er mikil- vægara en það sem Kristur á við þig. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Óskastundin kl. 4 Sfðd. Sig. Haukur. Sóknar- nefndin. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS, Landakoti, Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Asprestakall. Guðþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 2 síðd. Séra Árelíus Níels- son. GRENSASKIRKJA. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Æskulýðs- messa kl. 2 síðd. Gunnar J. Gunnarsson stud. theol. prédikar. Fermingarbörn eru beðin að koma til messunnar. — Biblíulestur verður I safn- aðarheimilinu n.k. þriðjudags- kvöld kl. 8.30 Séra Halldór S. Gröndal. AÐVENTKIRKJAN Reykjavík. Guðþjónusta kl. 5 síðd. Sigurð- ur Bjarnason prédikar. FELLA- OG HÓLASÓKN. Barnasamkoma kl. 11 árd. i Fellaskóla. Æskulýðsmessa I skólanum kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartarson hjAlpræðisherinn. Klukkan 11 ár helgunarsam- koma kl. 2 siðd. sunnudaga- skóli. Kl. 8.30 hjálpræðissam- koma. Kapt. Daniel Óskarsson. HATEIGSKIRKJA. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Séra Arngrimur Jónsson. Messa kl. 2 síðd. Dr. Jakob Jónsson messar. Séra Jón Þorvarðsson. Síðdegis- guðþjónusta kl. 5 siðd. Séra Arngrimur Jónsson. ELLI- OG HJUKRUNAR- HEIMILIÐ Grund. Guðþjón- usta kl. 10 árd. Séra Lárus Hall- dórsson messar. SELTJARNARNESSÓKN. Guðþjónusta í félagsheimilinú á Seltjarnarnesi kl. 11 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. HALLGRlMSKIRKJA Æsku- lýðsmessa kl. 11 á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og æskulýðsstarfsemi þjóð- kirkjunnar. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Fjöl- skyldumessa kl. 2 siðd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Mánu- dags- og þriðjudagskvöld kl. 6 kvöldbænir, lesið úr Passíu- sálmunum. Messa kl. 15.30 Sig- urður Þ. Árnason guðfræði- nemi og Oddur Albertsson menntaskólanemi tala. Skóla- prestur þjonar fyrir altari, — altarisganga. Kirkjukaffi eftir messu I umsjá Kristilegrar skólastarfsemi og kristilegs stúdentafélags. FRlKIRKJAN f Reykjavfk. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Æskulýðsmessa kl. 2 síðd. í Breiðholtsskóla. Ungt fólk að- stoðar og syngur. Séra Lárus Halldórsson. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Ungmenni aðstoða og æskulýðskór syngur. Séra Guð- mundur Óskar Olafsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Ungt fólk aðstoðar við messuflutning. Séra Ólafur Skúlason. LAGAFELLSKIRKJA Æsku- lýðsguðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson. KARSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma I Kársnesskóla kl. 11 árd. Messa i Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Guðni Þór Ólafsson guðfræðinemi prédik- ar. Séra Árni Pálsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma I Vighólaskóla kl. 11 árd. Æskulýðsguðþjón- usta I Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Séra Þorbergur Kristjáns- son. GARÐAKIRKJA Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriks- son. FRlKIRKJAN 1 HAFNAR- FIRÐI Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Hilmar Baldursson kennari Framhald á bls. 25 Sinfóníuhljómsveit íslands Fjölskyldutónleikar í HÁSKÓLABÍÓI í DAG KL. 14. Á efnisskránni eru þessi verk: HÁTÍÐ DÝRANNA eftir Saint-Saéns, Lagasyrpa úr WEST SIDE STORY eftir Bernstein. RITVÉLIN eftir Leroy Anderson, og ennfremur LÍNA LANGSOKKUR. Kynnirer KJARTAN RAGNARSSON LEIKARI. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. eru nú aftur fyrirliggj- andi. Verð kr. 35.202,— með sölu- skatti. Innifalið í verði: hjðl, kaplar, hjálmur, tengur og tengidós. Flestir vara- hlutir fyrirliggjandi. Ennfremur fyrirliggj- andi: suðuvettlingar kr. 659.—, suðu- svuntur kr. 2.400.—, ermahlífar kr. 1.661.— Bandarísku 225-amp. rafsuðuvélarnar Mikið úrval af slípi- og skuðarskífum á hag- stæðu verði. Iðnaðarvörur Kleppsveg 150, Reykjavík Pósthólf 4040, sími 86375 SKÓBÆR Póstsendum. Laugavegi 49, sími 2 27 55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.