Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 Minning: --7----- Astvaldur Einarsson rafmagnseftirtitsmaður Ástvaldur Einarsson var fædd- ur á Steinavöllum í Flókadal í Vestur-Fljótum í Skagafirði 5. október 1886. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 27. febr. s.I. og verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju i dag, laug- ardaginn 6. mars. Foreldrar hans voru Einar Baldvinsson og Anna Jónsdóttir, sem bjuggu þar með stóran barna- hóp. Var Ástvaldur eitt af tíu systkinum sem til fullorðins ára komust. Ölst hann upp i foreldrahúsum, en eins og nærri má geta fór hann snemma að vinna után heimilis og fór ungur til sjós, m.a. á hákarla- skip. Þegar hugur þroskaðist og hönd fékk löngun til að takast á við fjölbreyttari verkefni en hin ein- angraða sveit bauð upp á lá leið Astvaldar eins og margra ungra manna til Siglufjarðar. Vann hann þar við ýmis störf en hjá Asgeiri Gjarnasyni, fyrrverandi rafveitustjóra í Siglufirði, lærði hann rafvirkjastörf, sem urðu hans ævistarf. Ásgeir rak þá raftækjavinnu- stofu og voru þeir bræður Ast- valdur og Lúther báðir i læri á sama tima. Sveinspróf tók Ast- valdur 30. jan. 1937 og meistara- bréf 23. jan. 1943. Hvað olli því að Astvaldur lagði fyrir sig þessa iðngrein veit ég ekki, en trúlega hefur hvatt hann til þess mágur hans, Jón Guðnnlaugsson, raf- stöðvarstjóri, sem sá einnig um kerfi rafveitunnar. Jón var giftur Sigurjónu Einarsdóttur og áttu þeir bræður athvarf hjá þeim. Ástvaldur rak raftækjavinnu- stofu í félagi við JóhanniJóhann- esson í allmörg ár eða til ársins 1949, er hann réðst til Rafveitu Siglufjarðar sem eftirlitsmaður raflagna. I því starfi var hann fastráðinn til ársins 1968, en raf- veitan naut starfskrafta hans fram á s.l. ár, sem fólst m.a. í skýrslugerð og eftirliti með spjaldskrám. Starf hans sem eftir- litsmaður raflagna í Siglufirði á þessu timabili er um margt mót- andi í ágætu samstarfi við Raf- magnseftirlit rikisins, sem hann var jafnframt trúnaðarmaður fyr- ir á staðnum. Á þessum árum eru mjög mikil umsvif i Siglufirði bæði er viðkemur síldarsöltun og bræðslu og aukinni útgerð. Reyndi mjög á ákveðna skapgerð Astvalds til þess að sjá svo um að allur búnaður með raflögnum væri með þeim hætti að ekki staf- aði hætta af. Tel ég hiklaust að honum megi mikið þakka að enga eldsvoða er hægt að rekja til íkveiknunar frá rafmagni, einsog var þó mikil hætta á s.br. að allir sildarbraggar fylltust af fólki og rafmagn notað bæði til upphitun- ar og eldunar. Einnig var Skeiðs- fossvirkjun stækkuð á þessu tima- bili eða 1953, og fylgdi því einnig aukning og stækkun dreifikerfis- ins í Siglufirði, sem hann tók þátt í að skipuleggja með Ásgeiri Bjarnasyni rafveitustjóra. Mér er einnig kunnugt um að samstarf hans og Tryggva Sigurbjarnason- ar fyrrverandi rafveitustjóra var með ágætum. Eftir að ég tók við rekstri Raf- veitu Siglufjarðar var Ástvaldur aðeins fastráðinn í tvö ár sökum aldursákvæða, hinsvegar beitti ég mér fyrir því að rafveitan gæti notið starfskrafta hans áfram og t Maðurinn minn JÓN M. SIGURÐSSON Nesjavöllum lézt i Vifilstaðaspitala aðfaranótt 5 marz Fyrir hönd vandamanna Guðbjorg Guðsteinsdóttir t 2 þessa mánaðar lézt í sjúkrahúsi I Kaupmannahöfn systir okkar, FRÚ ANNA HELGE HERMANNSDÓTTIR Fyrir hönd vandamanna, Herbrog K. Hermannsdóttir, Kristján Hermannsson. var svo, þar til á s.l. ári, að hann hætti vegna sjúkleika. Trúverð- ugri og traustari starfsmanns get ég vart hugsað mér og aldrei brá skugga á samstarf okkar. Astvaldur tók nokkurn þátt í félagsmálum og hygg ég að Iðnað- armannafélag Siglufjarðar hafi verið honum kærast, en hann var í stjórn þess í fjölmörg ár, og bai hann hag þess ávallt mjög fyrir brjósti. I hans hlut komu störf í iðnráði Siglufjarðar svo og próf- nefndum rafvirkja og kom einnig fram i þeim störfum hans ein- staka samviskusemi. Siglfirðingar minnast hans nú með þökk fyrir dygga þjónustu. Eg veit að ég mæli fyrir munn samstarfsmanna hans hjá Rafveitu Siglufjarðar að við kveðjum hann með söknuði. Eftirlifandi konu hans og öðr- um ástvinum sendi ég og fjöl- skylda mín hugheilar samúðar- kveðjur. Sverrir Sveinsson. rafveitustjóri. Afmælis- °g minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. + Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur við fráfall eiginmarms mlns og foður okkar JÓHANNS G. BJÖRNSONAR Reynihllð, Garðabæ Ásta G. Björnson Gunnar J. Björnson Heiga Gestsdóttir Guðrún J. Krantz Everett W. Krantz GuSmundurJ. Björnson GuSrún L. Kristinsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BERGÞÓRU KRISTINSDÓTTUR, Grettisgötu 84. Þorkell Ásmundsson. Ásmundur K. Þorkelsson Hrafnhildur Kristinsdóttir Ellen Þorkelsdóttir Gunnar B. Kristinsson Kristín E. Þorkelsdóttir Kristján B. Samúelsson Helga f. Þorkelsdóttir, GuSmundur H. Haraldsson GuSmundur V. Þorkelsson Jóna S. SigurSardóttir GuSbjörg A. Þorkelsdóttir Páll Guðjónsson og barnaböm. + Dóttir okkar INGIBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR Grettisgötu 33 B, Reykjavfk andaðist af slysförum 3 marz slðastliðinn. Ágústa GuSmundssóttir GuSlaugur DavfSsson + Eiginkona mln UNA HALLGRÍMSDÓTTIR Frá Hrafnabjörgum Leifsgötu 8 verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju f dag laugardaginn 6. marz kl. 2. Þorkell Einarsson. — Alþingi Framhald af bls. 12 árum til framleiðslu á flöskum, en sá iðnaður lagðist niður. Tusk- ur hafa eitthvað verið nýttar en þó að óverulegu leyti. Framleiðsla á rúðugleri byrjaði hér fyrir nokkrum árum. Meiningin var að endurvinna gler í þeirri verksmiðju, þótt reiknað yrði með innfluttu hráefni að verulegum hluta. Tilraunir til endurvinnsluiðnaðar, sem hér hefur verið minnst á heppnuðust ekki eins og vonir stóðu til. En siðan hefur margt breytzt i framleiðslutækni og verðlagi. Gæti því verið grundvöllur fyrir arðbærum endurvinnsluiðnaði hér á landi nú við breyttar forsendur, þótt það hafi naumast verið fyrir 2 áratugum eða meira.Nauðsynlegt er að byggja á þeirri reynslu sem fengin er. Nýta verður fyllstu tækniþekkingu og hagræðingu í rekstri til þess að vel megi fara. Með endurvinnslu í huga verður að halda til haga öllu sem nýtilegt er og til fellur. Vinnsla úr sorpi Athugun sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum sýnir, að sorp úr heimahúsum inniheldur eftirtalin efni: Pappír......................59% Blikk, stál og ál ..........16% Gler ....................... 6% Plast ...................... 6% Og annað ................. 13% Þetta ásamt öðru sem til fellur er tiltölulega dýrt hráefni. Talið er að a.m.k. 500 kg af ofangreindum efnum i sorpi falli til á mann yfir árið. Fer ekki á milli mála að miklum verðmætum er á glæ kastað meðan endurvinnslu er ekki hrint af stað til þess að nýta úrgangsefnin. Auk þess sem hér hefir verið nefnt, eru mikil verðmæti í ýmsu öðru sem kastað er t.d. i sláturhúsum og vinnslustöðvum. Má m.a. nefna horn, bein og innyfli, sem ekki eru enn að fullu nýtt. Ur hornum og beinum er unnin verðmæt framleiðsla erlendis. Er vissulega ástæða til þess að gera fullnaðarathugun á því máli hér á landi. Pappírinn cr fyrirferð- armestur i sorpinu. Virðist það vera verðugt verkefni að hefja endurvinnslu á umbúðapappír og pappa. Islendingar eiga ekki trjávið til pappírsgerðar eins og Svíar sem endurvinna þó blaðapappir og annan pappírsúrgang. Urgangspappir er verðmætt hráefni sem þarf að nýta hér á landi ekki síður en í Svíþjóð og öðrum þjóðlöndum. I alþjóðlegu riti er frá því skýrt að eitt tonn af góðum pappír jafngildi 15 grænum trjám, 30 ára gömlum eða 0,4 ha. af skógi. Þetta virðist vera ótrúlegt þegar um það er lesið. En það mun eigi að síður vera sannleikur enda sagt frá því í alþióðlegu riti. Það er á við mörg tré og stóran skóg, allur sá pappír sem fer árlega til ónýtis hér á landi. Hundruð tonna falla til hér. Síðan tillaga á þskj. 294 sem nú er til umræðu var lögð fram hafa margir komið að máli við mig, og talið að með tillöguflutningnum sé vakin athygli á nauðsynlegu og mikilvægu máli. Áhugamaður um iðnað, sem einnig er uppfyndingarmaður, hefir skrifað mér um endurvinnslumálma og segir hannm.a.: „Hér á landi falla til tugir og hundruð tonna af góðum málmi, eir, stál, kopar, blý, sink, ál, hvítmálmur. Ég undirritaður hefi nokkur síðari árin rannsakað möguleika verksmiðjuiðnaðar hér úr þessum málmum og verður því ekki gerð veruleg skil að þessu Sinni, enda aðrar hliðar þessara mála mikið rannsóknarefni. Eitt af því sem ég hefi i athugun er framleiðsla rafmagnsvíra úr úrgangi. Hér á landi eru tvær verksmiðjur, sem liklega gætu annast þetta og myndu tækjakaup sem bæta þyrfti við aðra þeirra nema 4—5 millj. kr. Við þetta myndu sparast tugir milljóna króna i gjaldeyri og auk þess skapaðist mikil atvinna. Þessa athugun mína gæti ég lagt fram eftir nokkra vikna frekari rannsókn. Benda má ennfremur á hliðstæða nýtingu annarra málma. S.l. þrjú ár hefi ég gert tilraunir með varahluta í bíla úr blýi. Þessum tilraunum lýk ég eftir nokkrar vikur. Ég hefi kynnt mér sölu á þessu erlendis og allt það sem þarf til þess að framleiðslan sé samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ég reikna með því að geta þannig flutt út blý, sem fullkomlega samkeppnis- hæfa vöru, enda er hér um „patent" að ræða.“ Borgarstjórn mælir með samþykkt Þetta er stuttur kafli úr bréfi áhugamannsins, sem vill gera allt sem í hans valdi stendur til þess að nýta þau verðmæti sem fyrir hendi eru til hagsældar fyrir þjóðina. Borgarstjórn Reykjavikur gerði svofellda ályktun shlj. á fundi borgarstjórnar 19. fyrra mánaðar: „Borgarstjórn beinir þeim tilmælum til Alþingis að samþykkja tillögu til þingsályktunar frá Ingólfi Jónssyni um endurvinnsluiðnað, jafnframt beinir borgarstjórn þeim tilmælum til rikisstjórnarinnar að hraðað verði þeirri athugun, sem tillagan gerir ráð fyrir og að Reykjavikurborg gefist kostur á að fylgjast með athuguninni." Það er ánægjulegt, að borgarstjórn Reykjavíkur virðist hafa góðan skilning á því málefni sem hér um ræðir. Eðlilegt, að Iðnþróunar- stofnuninni verði falin athugun Herra forseti. Það er nauðsynlegt að rannsaka til hlítar, það sem hér hefur verið drepið á. Safna þarf skýrslum um það, sem árlega fellur til af þeim efnum, sem helst koma til greina í endurvinnslu. Gera þarf áætlun um stofn og reksturskostnað fyrir endurvinnsluverksmiðjur og gera sér fulla grein fyrir því hvaða vonir má binda við þennan nýja iðnað. Með tillögu þeirri, til þingsályktunar, sem hér um ræðir er lagt til að ríkisstjórnin láti fram fara ítarlega athugun á því hvort tiltækilegt sé að hefja endurvinnsluiðnað hér á landi. Virðist vera eðlilegt að fela Iðnþróunarstofnun Islands að framkvæma umrædda athugun, fremur en að skipa sérstaka nefnd í því skyni. Að lokum vil ég leggja til, að umræðu um tillöguna verði frestað. En þar sem gera verður ráð fyrir að athugun sú, sem tillagan gerir ráð fyrir að fram fari geti haft nokkurn kostnað f för með sér, legg ég til að málinu verði vísað til fjárveitinganefndar. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.