Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 21 fclk í fréttum Karl Stegger veður í nekt + Danski leikarinn Karl Stegg- er er svo sem enginn Robert Redford, en engu að siður veður hann f fallegum og kvik- nöktum konum i nýjustu rúm- stokksmyndinni Hott, hott á rúmstokknum. Ekki færri en fjórar berur sækja að honum f einu f myndinni. Og hvernig skyldi leikaranum falla hlut- verkið? „Hiutverkið í rúmstokks- myndinni er fyrir mér eins og hvert annað starf engu sfður en önnur mfn hlutverk, og ég tek atriðunum með nöktu stúlkunum með köldu jafnaðar- geði (mynd?)“ segir Stegger. Hann má þó f þessu sambandi þola strfðni Konu sinnar Rikke, og fjölskyldan gerir létt gaman að hlutverkum hans f rúmstokksmyndunum. „Konan tekur þessu með heimspekilegri rósemi, en getur náttúrlega ekki stillt sig um að vera svolftið hótfyndin, þegar hún sér myndir af mér f þessum bera félagsskap, “ segir Stegger. Um þessar mundir leikur hann með Louis Miehe- Renard f Hvidovreleikhúsinu f „The Sunshine Boys“ og hefur fengið mjög góða dóma og við- tökur. Karl Stegger við vinnu sfna f Hott, hott á rúmstokknum. „Ég tek þessu með köldu jafnaðargeði, en konan mfn strfðir mér svolftið.“ Karl Stegger og Rikka konan hans. BO BB & BO Ví)7-/2«' 5*&H0N C> ■■■ + Rosi Mittermaier er engan veginn eina fþróttakonan, sem farið hefur heim með tvö gull og eitt silfur af vetrarólympfu- leikum, en fáar hafa átt í jafn rfkum mæli hug og hjarta keppinauta sinna eins og þessi vestur-þýzka stúlka. „Enginn átti það frekar skilið að vinna sigur,“ sagði eitt af frönsku blöðunum. Það var alls ekki búist við þvf fyrir fram, að Rosi gengi svona vel f Innsbruck. Þessari 25 ára gömlu gull- stúlku hafa nú borizt himinhá tilboð um að auglýsa skfða- búnað, en Rosi hefur algerlega vfsað á bug þeim möguleika að gera sér mat úr velgengni sinni á Ólympíuleikunum. „Eg stend á mfnum tveimur skfðum,“ segir hún, „þannig vil ég hafa það, og ég nýt þess rfkulega. “ Skyldi hún enn verða á fullri ferð f Lake Placid eftir fjögur ár? + Elizabeth Taylor er ekki gleymin á gamla vini þrátt fyr- ir andstreymi sitt margvfslegt. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Michael Wilding, hefur látið hafa það eftir sér, að hún hafi verið honum betri en enginn eftir að hann missti eiginkonu sfna, leikkonuna Margaret Leighton, fyrir fimm vikum sfðan. Elizabeth Taylor og Michael Wilding voru gift f fimm ár og eiga tvö börn saman. — Observer Framhald af bfs. 14 Höfðu samsærismennirnir einkum varið tima sinum til þess að þrefa um heraga, neiðurskveðjur og þess háttar. Þó höfðu þeir gefið sér tíma til að brugga raðagerðir um of- beldisverk. Höfðu þeir m.a. áætlanir á prjónunum um að taka heilar borgir herskildi, um að ráðast á kjarnorkubækistöð Bandaríkjamanna og um að stofna riddaralið i Hálöndun- um. Verjandi hópsins lét svo um mælt, að hann hefði litið annað til saka unnið en að belgjasig út af lofti. Sumir stuðningsmenn SNP eru þeirrar skoðunar að Tartan- herinn hafi það einkum að markmiði að gera flokknum skráveifu, þegar hann er nú kominn á það stig að geta orðið öðrum flokkum skeinuhættur Telja þeir jafnvel, að herinn sé að einhverju leyti á snærum alþjóðlegra olíuauðhringa og sigli undir fölsku flaggi. Þetta byggja þeir m.a. á því, að síðasta sprengjutilræði hersins var gert skömmu eftir auka- kosningar I Edinborg, þar sem SNP hafði sópað til sin atkvæðum Verkamannaflokks- ins og hlotið 48% greiddra atkvæða, og segja þeir að raun- verulegir þjóðernissinnar hljóti að gera sér ljósa grein fyrir því, hversu heimskulegt sé að efna til ofbeldisverka á þessu stigi. Enginn hefur hins vegar getað fært sönnur á þessa kenningu. Marxistar og Skozki lýðveldisklúbburinn, sem hafa kynnt sér rækilega alþjóðlegar samsærisleikreglur, hafa látið þá skoðun uppi, að þeir hefðu álitið í fyrstu, að Tartan herinn væri að villa á sér heimildir, en eftir nánari kynni af hópnum hefðu þeir komizt að raun um, að hér væri um að ræða ósvikna þjóðernissinna. En eftir réttar- höldin í maí sl. þar sem fram kom, að Tartanherinn var i ein- hvers konar slagtogi við Amin Ugandaforseta, er erfitt að dæma um eðli samtakanna af líkum einum saman. Enn- fremur verður sú staðreynd að teljast furðuleg, að enginn hefur verið tekinn til fanga eftir öll sprengjutilræðin, sem Tartanherinn kveðst ábyrgur fyrir, enda þótt öryggislög- reglan hafi hert mjög allt eftir lit með starfsemi öfgasamtaka I Skotlandi. Ennfremur héfur starfsemi Tartanhersins haft áhrif á ýms- um sviðum þjóðlifsins. Fyrir skömmu voru þrír unglingar á aldrinum 15—17 ára ákærðir fyrir að hafa orðið valdir að sprengingu i jarðgöngum á Clyde-veginum og á járn- brautarspori. Tartanherinn hefur firrt sig allri ábyrgð á þessu tiltæki og segja fulltrúar hans, að þeir hafi engar áætlanir um að stofna lífi fólks í hættu. En að undanförnu hefur breiðzt út i Skotlandi þekking á gerð heimatilbúinna sprengja með venjulegu klukkugangverki. Sagt er að Tartan-herinn hafi látið dreifa fjórblöðungi með leiðbeining- um um gerð 16 punda sprengja. Hefur lögreglan haft hendur í hári unglinga er vopnaðir voru gosdrykkjaflöskum með frum- stæðum sprengiefnum. Framtiðarstarfsemi ofbeldis- sinnaðra stjórnmáalahópa i S- kotlandi mun mjög vera undir þvi komin, hvort rikisstjórnin gerir ráðstafanir til að stemma stigu við þessari þróun. Gert er ráð fyrir, að hún muni leggja fram tillögur i þessum efnum innan tiðar, en fréttir herma, að skoðanir innan hennar séu skiptar um það hvernig taka beri á vandamálinu. Margir Skotar eru uggandi um, að tiltölulega skaðlítil starfsemi Tartan-hersins geti þróazt út í stórhættuleg of- beldisverk ef ekki verði gerðar viðhlitandi ráðstafanir af opin- berri hálfu. Sætaferðir á verða í dag frá eftirtöldum stöðum BÍLL I B.S.Í. kl. 13:00 Söebechverzlun kl. 13:10 Verzl. Halli Þór Árbæjarhverfi kl. 1 3:20. Sundlaugarkl. 13:15 Langholtsskóli kl. 1 3:20 Fellahellir kl. 13:30 Neðra Breiðholt BP Benzinstöð kl. 1 3:35. UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI V/H RI N GBRAUT REYKJAVÍK - ICELAND SlMl/TEL: 22300 Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1 960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæm- inu, sem enn skulda söluskatt fyrir október, nóvember og desember 1975, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. mars 1976 Sigurjón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.