Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 14
X4r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Atímum Viðreisnar- stjórnarinnar var haf- in markviss viðleitni í þá átt að byggja upp orku- frekan iðnað með þátttöku erlends fjármagns í því skyni að auka fjölhæfni at- vinnuveganna og draga úr þeim áhrifum, sem sveiflur í sjávarútvegi óhjákvæmi- lega hafa á efnahagslíf okk- ar. Fyrsta skrefið til upp- byggingar orkufreks stór- iðnaðar var að sjálfsögðu álverið í Straumsvík. Um álsamninginn voru háöar harðar deilur og ein megin- röksemd andstæðinga hans var sú, að hinn erlendi aðili mundi beita fjármagns- valdi sínu til þess að halda launum starfsmanna niðri og stuðla þar með að því, að Island yrði „láglauna- svæði“. Óneitanlega er dálítið broslegt að rifja þessar röksemdir upp, ekki sízt vegnaþess, að álverið í Straumsvík hefur ekki ver- ið gagnrýnt fyrir að greiða of lágt kaup, heldur þvert á móti fyrir að búa starfs- fólki sínu svo hagstæð kjör, að það hafi sprengt upp vinnumarkaðinn og neytt aðra til að bjóða betur en geta íslenzkra atvinnuvega leyfir. Rökin fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi eru næsta augljós. Orkan, sem býr í fallvötn- um landsins, er önnur mesta auðlind, sem við höf- um yfir aó ráða. Þessa orku getum við ekki nýtt þjóð- inni til hagsældar nema við höfum markað fyrir hana. Þessi rök eru svo sterk og óvefengjanleg, að vinstri stjórnin, sem skipuð var flokkum, sem ýmist voru andvígir álsamningnum eóa höfðu allt á hornum sér í sambandi við hann, hóf viðræður við bandarískt fyrirtæki um samvinnu um byggingu málmblendiverk- smiðju í Hvalfirði, sem kaupa mundi orku frá nýrri stórvirkjun við Sig- öldu. Þegar vinstri stjórnin fór frá höfðu samningar að vísu ekki verið undirritaðir en undirbúningur var svo langt á veg kominn, að segja má, að 10 árum eftir deiluna miklu um álsamninginn sé komin nokkuð víðtæk samstaða um þá aðferð að byggja upp stórvirkjanir í tengsl- um við stóriðnað, sem sett- ur er upp með einum eða öðrum hætti í samvinnu við erlenda aðila. Þetta er rifjað upp nú vegna þess, að við stöndum að mörgu leyti í svipuðum sporum í dag og við gerð- um, þegar samið var um byggingu álversins í Straumsvík. Þá höfðu menn um skeið trúað því, að síldin hefði alltaf verið til staðar í sjónum en að ný tækni hefði gert kleift að auka síldaraflann svo mjög. Á árinu 1967 hófst hins vegar hrun síldveið- anna og landsmönnum varð ljósari en ella nauð- syn þess að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu og renna fleiri stoóum undir efnahagslífið. Á síðustu ár- um höfum vió varið mikl- um fjármunum til upp- byggingar skuttogaraflot- ans, en stöndum skyndi- lega frammi fyrir því, að þorskstofninn er ofveidd- ur. Að vísu er þar væntan- lega um tímabundið ástand að ræða og þess verður ekki langt að bíða, að við sitjum einir að fiskafla á Islandsmiöum. Engu að síð- ur er bágborið ástand fisk- stofnanna hvatning til þess að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var meö byggingu álversins og samningi síðar um málm- blendiverksmiðju í Hval- firði, þ.e. að byggja stór- virkjanir í tengslum við stóriðnað og nýta þar með orku fallvatnanna. Núverandi ríkisstjórn hefur nú þegar komið framkvæmdum við málm- blendiverksmiðju í Hval- firði af stað og sl. miðviku- dag gerði Gunnar Thorodd- sen, iðnaðarráðherra, Al- þingi grein fyrir þeim rannsóknum, sem fram hafa farið á hugsanlegri sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Hér er um mál að ræða, sem á sér langan aðdraganda og gefur nokkra hugmynd um, hversu langur undir- búningstími er að upp- byggingu stóriðjuvera. Rannsóknir á hagkvæmni saltverksmiðju eða sjó- efnavinnslu á Reykja- nesi hófust nefni- lega á miðju viðreisn- artímabilinu um svipað leyti og álsamningurinn var gerður. Síðan hefur verið unnið að þessum rannsóknum og nú er svo komið, aö ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um saltverk- smiðju á Reykjanesi. Skv. frv. þessu er stefnt að því að stofna hlutafélag, sem á að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverk- smiðju á Reykjanesi og byggja tilraunverksmiðju í því skyni. Gert er ráð fyrir, að saltverksmiðjan fram- leiði fisksalt og fínsalt og fleiri efni. Sérstök ástæða er til að fagna þessu frumvarpi. Það sýnir, að núverandi ríkisstjórn stefnir ótrauð að því að halda áfram upp- byggingu stóriðju í téngsl- um við stórvirkjanir. Nú er rætt um byggingu Hraun- eyjafossvirkjunar og rætt er um nýja stórvirkjun á Norðurlandi. Ljóst er, að markaður er ekki til hér innanlands nema að tak- mörkuðu leyti fyrir þá orku, sem framleidd veröur frá þessum tveimur virkjunum, hvað þá ef Kröfluvirkjun verður að veruleika, sem engan veg- inn er ljóst enn sem komið er. Þess vegna þarf að hefjast handa um könnun á nýjum tækifærum til stór- iðju í tengslum við þessar virkjanir. Um þá megin- reglu er almenn samstaða svo lengi sem gætt er nauðsynlegra mengunar- varna í sambandi við stóriðnað. Ef við Islendingar eigum að geta fylgt öðrum þjóðum eftir í lífskjörum á næstu árum og áratugum verðum við að hagnýta þær auðlindir sem landið hefur upp á að bjóða. Þær eru fyrst og fremst fiskur og orka. Fiskur og orka THE OBSERVER THE OBSERVER Otít THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Skozkir þjóðernis- sinnarhafa í hótunum vegna olíuleiðslu Glasgow NU LÍÐUR að þvf, að Elísabet Bretadrottning vígi olíuleiðsl- una miklu, sem leiða mun olíu frá botni Norðursjávar frá Skotlandi til Englands. Eru menn nú orðnir uggandi um, að öfgamenn úr hópi skozkra þjóð- ernissinna muni nota það tæki- jfæri til að efna til hryðjuverka. Leiðsla þessi liggur 130 mílna vegalengd frá austurströnd Aberdeenshire að oliuhreins- unarstöð British Petroleum við Grangemouth nálægt Stir- ling. Hún mun dæla árlega 20 milljónum tonna af olíu inn í brezka efnahagskerfið, sem er í harla bágbornu ástandi um þessar mundir. Lfta má á þessa miklu blóð- gjöf sem efnahagslega björgunaraðgerð fyrir Bretland f heild, og vonast menn til að hún muni bæta verulega stöðu brezks iðnaðar, sem er f senn fjárvana og veitir ótölulegum fjölda atvinnu.. Lýðræðislegir skozkir þjóð- ernissinnar líta hins vegar til- komu leiðslunnar öðrum aug- um, og segja, að hér sé um að ræða rán á skozkum auðlindum. Snauðasta hérað Bretlands sé hér með svipt sínum réttmæta þjóðarauði og honum veitt þess í stað til blómlegra iðnaðar- héraða á Mið- og Suð-Austur Englandi. Flokkur þjóðernis- sinna berst fyrir auknu stjórnarfarslegu og efnahags- legu sjálfstæði Skotlands, og f síðustu þingkosningum hlaut hann 30% atkvæða f Skotlandi. Flokkur þjóðernissinna, SNP, á ekkert skylt við örlítinn hóp öfgamanna, sem efnt hafa til aðgerða og skemmdarverka og menn óttast að muni láta til sin taka, þegar Ieiðslan verður opnuð. Að sjálfsögðu er unnt að gæta endastöðvanna tveggja og um það bil tuttugu ofanjarðar- stöðva, en leiðslan sjálf, sem liggur skammt undir yfirborði jarðar og ógerningur er að hafa stöðugt eftirlit með, gæti hæg- lega orðið fyrir barðinu á skemmdarverkamönnum. Undanfarnar vikur hafa mörg sprengjutilræði verið gerð í Skotlandi, og í langflest- um tilvikum hefur verið um að ræða heimatilbúnar sprengjur. Þær hafa m.a. verið sprengdar við Edinborgarhöll, endur- varpsstöð BBC og tvívegis hafa sprengjur sprungið við leiðsl- una. Dularfull samtök, svo- kallaður Tartanher, hafa haft samband við skrifstofur dag- blaða og lýst ábyrgðinni á til- ræðum þessum á hendur sér. Nafnið er upphaflega runnið frá aðstoðarritstjóra dagblaðs- ins Daily Record í Glasgow, sem sló því fram í háðungarskyni. Sfðan hefur það verið notað sem samheiti yfir sundurleita hópa hermdarverkamanna. Forystumenn SNP hafa óttazt, að aðgerðir þessara hópa muni verða til þess að draga úr vaxandi kjörfylgi flokksins, eins og hefur gerzt meðal að- skilnaðarsinna á Norður- Irlandi. En hingað til hefur sem betur fer fátt verið sam- eiginlegt með skozkum og írsk- um hryðjuverkamönnum, enda eftir Laurence Marks jarðvegurinn gerólíkur. Söfnuðir mótmælenda og kaþólikka búa saman í sátt og samlyndi og stuðningur við SNP eða andstaða gegn þeim fer á engan hátt eftir trúarlegri afstöðu Skota. Ennfremur virð- ist hvergi votta fyrir stuðningi við hryðjuverkamennina meðal almennings. Öfgasamtök þjóðernissinna í Skotlandi hafa valið sér glæsi- leg nöfn, svo sem „herir“ og ,Tlokkar“ og „fylkingar“ sem ætluð eru til að leyna þeirri staðreynd, að þau telja aðeins örfáa einstaklinga hver um sig. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar mun Tartan-herinn aðeins hafa á að skipa 10—15 liðsmönnum. Nöfnin eiga einnig að leyna þeirri staðreynd, að á bak við þau búa ekki skipulagðar félagsheildir, heldur brot og brotabrot, sem eiga í sffelldum erjum og klofningi. öfgasinnarnir greinast í tvo rneginhópa. Annars vegar eru þeir, sem sækja fyrirmyndir sínar til löngu liðinna alda, og vilja halda f heiðri ýmsar skozk- ar siðvenjur, svo sem sekkja- pípublástur, mannamót í Há- löndunum o.fl. Hins vegar eru menn, sem miða vilja við annað hetjutfmabil í sögu Skotlands, þ.e. baráttu skozku verkalýðs- hreyfingarinnar á kreppuárun- um. í fyrri hópnum má nefna Landamæraættflokkinn og Jakobítahreyfinguna, en úr síð- ari hópnum má nefna Skozka lýðveldisherinn og Verka- mannaflokk Skotlands. Svip- aðra tilhneiginga gætir einnig í SNP, þótt f miklu minna mæli sé, en ef Skotar fengju sjálf- stæði, gætu þær hæglega leitt til klofnings innan flokksins f hægri og vinstri flokksbrot. Skozkir þjóðernissinnar hafa annað yeifið látið á sér bera með ýmiss konar mótmælaað- gerðum um nokkurt árabil. Ár- ið 1950 rændu skozkir stúdent- ar steininum fræga „Stone of Scone", sem brezkir þjóð- höfðingjar standa á við krýningarathafnir og er kom- inn frá Skotlandi. Fannst steinninn fljótlega aftur, en skömmu eftir krýningu drottningarinnar tóku skozkir þjóðernissinnar til við að sprengja upp póstkassa á göt- um úti. Tilgangur þessara að- gerða var að fá ríkisstjórnina til að fjarlægja af kössunum merkið E 11R, þvi . otiana og England sameinuðust ekki fyrr en eftir lát Elfsabetar I. Englandsdrottningar, þannig að Skotar telja núverandi drottningu vera Elísabetu I. Skotadrottningu. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þetta gerðist. ört vaxandi skæruliðastarfsemi í borgum hefur gefið öfgafullum þjóðernissinnum byr undir báða vængi, og ennfremur mun þeim hafa hitnað mjög í hamsi við tilkomu hinnar miklu olíu- leiðslu á sama tfma og Skotar eiga við mikinn efnahagsvanda að stríða. Á ráðstefnu SNP í Perth f september sl. var stofnaður „Her bráðabirgðabyltingar- stjórnar Skotlands" og áttu þar í hlut nokkrir byltingarmenn og sérvitringar. Stofnuðu þeir leynilegt herráð þjóðernis- sinna, sem átti að leggjá á ráðin um aðgerðir, þegar Norður- sjávarolíunni yrði hleypt á, árið 1975. Her bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar vildi fá tveggja ára umþóttunartíma, er skyldi varið til þess að koma á fót skipulögðum samtökum á borð við IRA og þjálfa menn til hryðjuverkastarfsemi. Nokkrir menn úr Tartan-hernum vildu hins vegar hefjast handa strax. Nokkrir félagar í her bráaða- birgðabyltingarstjórnarinnar voru leiddir fyrir rétt f maí- mánuði sl. og voru sekir fundn- ir um gerð samsæris. Við réttar- höldin kom fram hvers eðlis samtök þeirra eru, hin furðu- legasta blanda af gamanóperu og hrollvekju. Einn forsprakki hópsins hafði gengið í lið með skozkum þjóðernissinnum eftir að hafa fengizt við kukl og galdratilraunir í Englandi, þar sem hann var upp runninn. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.