Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976
27
Sembaltón-
leikar í dag
A, háskólatónleikum í Félags-
stofnun stúdenta sem hefjast kl.
17 f dag leika EHn Guðmunds-
dóttir og Helga Ingólfsdóttir tón-
list fyrir tvo sembala eftir Bach,
Couperin, Krebs, Tomkins og
Carlton. Verkin eru öll samin á
16. og 17. öld.
Þess skal getið
sem vel er gert
Siglufirði 5. marz.
1 DAG hafa menn frá vegagerð-
inni verið að saltbera Skriðurnar
og var fyllilega tími til kominn.
Eins og menn muna fór bíll þarna
út af fyrir skömmu vegna hálku
og mjög mikil hálka var á vegin-
um I morgun.
Er þetta vafalsut miklu ódýrari
og betri ráðstöfun en senda veg-
hefil alla leið frá Sauðárkrók til
að rífa upp Skriðurnar. Vona
Siglfirðingar að sams konar fram-
kvæmda verði að vænta í framtíð-
inni þegar klaki sezt í Skriðurnar.
Stálvíkin var að koma inn eftir
stutta útiveru með 40 tonn af
fiski. Hún landaði um daginn i
Færeyjum og hefur verið stutt á
veiðum.
—m.j.
PAS-nefnd
stofnuð
AKVEÐIÐ hefur verið að stofna
stuðningsnefnd við baráttu verka-
lvðsstéttar Portúgals, Angóla og
Spánar. Fundur til undirbúnings
stofnun nefndarinnar (PAS-
nefndar) hefur verið boðaður að
Laugavegi 53A, Sunnudaginn 7.
marz klukkan 3.
r
Agreiningur inn-
an stjómarinnar?
Osló, 5. marz. NTB.
EINAR Agústsson, utanrikisráð-
herra lslands, endurtók f viðtali
við Oslóarblaðið Dagbladet að það
væri persónuleg skoðun sfn, að
fslenzka rfkisstjórnin myndi
krefjast þess að Bandarfkjamenn
drægju herlið sitt á burtu frá
tslandi og ef það ekki kæmi að
gagni f sambandi við afstöðu
NATO til fiskveiðideilu Breta og
Islendinga mundu Islendingar
hætta þátttöku f NATO.
Haft er eftir stjórnmálafrétta-
riturum í Reykjavík, að þeir leggi
nú stöðugt meira upp úr um-
mælum utanríkisráðherrans og
lögð er áherzla á að staða Einars
hafi styrkst ' innan rikisstjórn-
arinnar og meðal þjóðarinnar frá
því að þorskastríðið hófst og hann
sé nú æ oftar nefndur sem næsti
forsætisráðherra Islands.
— Stal
Framhald af bls. 28
800 þúsund krónur. Þá hefur
pilturinn einnig viðurkennt
innbrot í hús eitt í Túnunum, þar
sem hann stal hljómflutnings-
tækjum að verðmæti vel á annað
hundrað þúsund krónur.
Þýfið fannst heima hjá pilti og
var það litt eða ekkert hreýft.
Pilturinn hefur áður komið við
sögu lögreglunnar.
— Eftirmaður
Framhald af bls. 1
Brezhnev, er hann lætur af störf-
um, en hann er nú 71 árs. Roman-
ov, sem eins og fyrr segir er 53
ára, er yngstur þeirra, sem sæti
eiga í ráðinu. Frami hans innan
flokksins hefur verið fremur
skjótur, hann hefur t.d. átt sæti í
miðstjórn flokksins i 10 ár og að-
eins verið varamaður f stjórn-
málaráðinu í 3 ár. Romanov er
bóndasonur og hann lauk námi i
skipasmíðum er hann var 40 ára.
Hann vakti fyrst opinbera
athygli, er hann árið 1970 var
gerður að aðalritara flokks-
deildarinnar í Leningrad, sem er
sú næst stærsta í landinu.
1 ræðu sinni á flokksþinginu
lagði Romanov áherzlu á aukna
verkmenntun á Leningradsvæð-
inu og var ræða hans að sögn
stjórnmálafréttaritara mjög hóg-
vær og hann forðaðist t.d. alveg
fjálgleg lofsyrði um Brezhnev,
sem einkenndu ræður margra
fulltrúa. Hann var einn af for-
setum þingsins.
Hækkun Ustinovs kom hins
vegar ekki á óvart, þar sem hann
hefur verið varamaður í ráðinu i
20 ár. Hann hefur starfað innan
sovézku ríkisstjórnarinnar síðan
1941, yfirleitt sem yfirmaður
vopnaframleiðslu landsins. Hann
er fyrsti varaforsætisráðherra
landsins nú. Hann var kjörinn i
miðstjórnina 1952. Kosning hans
nú er talinn ábending um að þeir
stjórnmálaráðsmenn, sem vilja
auknar fjárveitingar til hermála,
hafi fengið vilja sinum fram-
gengt, enda lagði Brezhnev á það
áherzlu í setningarræðu sinni, að
herir landsins skyldu fá allt sem
sem nauðsynlegt væri talið til
þess að þeir gætu uppfyllt skyld-
ur sínar gagnvart þjóðinni.
Anastas Mikoyan lét nú opin-
berlega af störfum innan flokks-
ins og var ekki kjörinn aftur i
miðstjórnina, þar sem hann átti
sæti I hálfa öld. Hann er nú átt-
ræður og einn af kunnustu stjórn-
málamönnum Sovétrikjanna.
Hann hóf störf sem viðskiptaráð-
herra í stjórn Stalins 1926, en lét
af opinberum störfum 1965, eftir
að hafa verið forseti landsins um
hálfs annars árs skeið.
— Loðna
Framhald af bls. 28
Alftafell 230, Húnaröst 260,
Huginn 400, Loftur Baldvinsson
500, Hilmir KE 130, Dagfari 260,
Gullberg 400, Harpa 330, Náttfari
260, Albert 300, Sæunn 170, Kap
11 50, Eldborg 540, Kristbjörg
200, Ísleifur 260, Arnarnes 220 og
Höfrungur III 250.
— Leitað eftir...
Framhald af bls. 28
bréf f gær, en hann bjóst fastlega
við þvf að þetta erindi dómsmála-
ráðuneytisins yrði sent áfram
fljótlega upp úr helginni.
Dómsmálaráðuneytið sendi í
gær frá sér fréttatilkynningu um
þetta mál og önnur sem varða
Landhelgisgæzluna og fer hún orð-
rétt hér á eftir:
„Skilað hefur verið til rfkis-
stjórnarinnar bráðabirgðagreinar-
gerð um athugun á æskilegustu
ráðstöfunum til eflingar Land-
helgisgæzlunni. Leitað hefir verið
álits nokkurra skipherra um
hverjar ráðstafanir þeir teldu
helzt koma til greina og aflað
hefur verið ýmissa gagna, einkum
um hraðgeng skip, til upplýsingar
um æskilegustu úrræði. Hafa skip-
herrarnir, að því er hraðgeng skip
varðar, einkum haft augastað á 2
gerðum, af bandarískum gæzlu-
skipum af „Asheville“-gerð og
rússneskum smáfreigátum af
„Mirka“-gerð. Hefir dómsmála-
ráóuneytið þegar óskað þess í
bréfi til utanríkisráðuneytisins að
þeirri málaleitun verði beint form-
lega til Bandaríkjastjórnar að lát-
in verði í té skip af fyrrnefndu
gerðinni eða önnur samsvarandi.
Er vitnað til ákvæðis í viðauka frá
1974 við varnarsamning við
Bandarfkin þessari málaleitun til
stuðnings. — Athugun hefur verið
gerð á kostnaði við rekstur Land-
helgisgæzlunnar nú undanfarið,
og er ljóst, að kostnaður, þegar við
núverandi aðstæður, mun fara
verulega fram úr fjárveitingum
fjárlaga og mun verða leitað við-
ræðna á næstu dögum við alþingis-
menn úr viðkomandi nefndum
þingsins, um mögulegar fjáröfi-
unarleiðir. Frekari viðræður verða
við skipherra og flugstjórnarmenn
nú um helgina. Frekari athugun-
um á mögulegri tækjaöflun mun
haldið áfram, m.a. með milligöngu
utanríkisráðuneytisins. Upplýst
skal að í pöntun er meðalstór þyrla
sem hæf er til notkunar frá varð-
skipunum. Er vænzt afgreiðslu á
henni á næstu vikum."
— Áburður
Framhald a.f bls. 28
spurðist fyrir um hvað liði
þeirri verðákvörðun.
Hjá Guðmundi kom fram
að horfur eru á að % lækk-
un á áburði erlendis frá vegi
upp á móti kostnaðarhækkun
áburðar hérlendis og tapi því,
sem Áburðarverksmiðjan
hefur orðið fyrir vegna gengis-
sigs. Hins vegar hefði ekki
verið tekin ákvörðun um,
hvort áburður yrði áfram
greiddur niður í þeim mæli,
sem var á siðastliðnu ári, en þá
var varið 750 milljónum króna
til niðurgreiðslna á áburðar-
verðinu. Sagði Guðmundur að
ef þessi niðurgreiðsla yrði
felld niður yrði áburður að
hækka um 40% og hann tók
einnig fram að niðurgreiðslur
á áburði hefðu verið teknar
upp að tillögu nefndar, sem
skipuð var til að kanna áhrif
áburðarverðshækkunarinnar í
fyrra og það hefði verið tillaga
nefndarinnar að niðurgreiðsl-
urnar yrðu lækkaðar í áföng-
um á þremur árum.
— Air Viking
Framhald af bls. 2
Unnsteinn sagði, að í gær hefði
verið veitt leyfi fyrir því að flug-
vél Air Vikings flygi með farþega
ferðaskrifstofunnar Sunnu til
Kanaríeyja og tæki þar 170 far-
þegatil baka. Sagði Unnsteinn, að
aðeins yrði veitt leyfi fyrir þessu
eina flugi. Hefði það fyrst og
fremst verið gert með það í huga,
að farþegar þeir, sem dvelja ytra,
yrðu ekki vegalausir.
— Pundið
Framhald af bls. 1
að bankinn hafi gert þetta
fyrir ríkisstjórn Nígeríu, sem
hafi viljað minnka peninga-
eign sina í pundum. Pundið
var skráð á 4.03 dollara i lok
heimsstyrjaldarinnar, það var
fellt niður í 2.80 dollara 1949
og síðan í 2.40 dollara 1967.
Það var síðan hækkað í 2.60
dollara 1971, eins og fyrr segir.
— Bretar
Framhald af bls. 13
sína svo að sjóherinn gæti
einbeitt sér að alvarlegri verk-
efnum. Þar með mundi
borgaralegt löggæzlulið fást við
veiðiþjófa og minni hætta yrði
á tilfinningaþrungnum
árekstrum eins og á tslands-
miðum sem Bretar segja að ts-
lendingar hafi reynt að hafa af
sálrænan ávinning.
En þar sem þetta hefði
kostnaðarauka í för með sér er
talið víst að sjóherinn sjái um
þetta starf eins og hingað til.j
Því er þess krafizt að hann fái
rétt skip til starfsins í stað
þeirra sem nú séu notuð og séu
undarlegt samansafn og
óheppileg. Eins og nú sé ástatt
verói brezku varðskipin að
kalla á hjálp eða koma of seint
á vettvang.
— fþróttir
Framhald af bls. 26
landsliðið er frægt fyrir að standa
sig einna bezt þegar við minnstu
er búizt af því, og víst er að
enginn á von á að heyra hagstæð
úrslit frá Júgóslaviu á morgun.
Hafi hins vegar náðst upp bæri-
legur baráttuandi og kraftur í lið-
inu, má gera þær kröfur til þess
að það fái ekki slæma útreið hjá
júgóslavnesku meisturunum, og
það er það bezta sem hægt er að
gera sér vonir um.
— Spariskírteini
Framhald af bls. 2
þeim og verðbætur, eru skatt-
frjáls og framtalsfrjáls á sama
hátt og sparifé. Þau skulu skráð á
nafn, með nafnnúmeri eiganda.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
fást hjá söluaðilum, sem eru sem
fyrr bankar, sparisjóðir og nokkr-
ir verðbréfasalar í Reykjavik.
— Hvað felst...
Framhald af bls. 3
hafa en lífeyri. Akveðið þak
hefur verið í gildi á öðrum tekj-
um lífeyrisþega. Hefur það ver-
ið rúmlega 3.000 krónur, en
hefur nú með samkomulaginu
verið hækkað í 10.000 krónur.
Fyrir hverjar 1.000 krónur, sem
þessar aukatekjur fara fram yf-
ir 10.000 krónur, lækkar tekju-
tryggingin um550 krónur.
Ástæða er til þess að benda
lífeyrisþegum á að margir
þeirra, sem átt hafa réttindi í
lifeyrissjóðum, þótt þeir upp-
haflega hafi ekki fallið undir
ákvæði laganna frá 1971, gætu
nú átt réttindi til uppbótar á
lifeyri sinn. í slíkum tilfellum
geta lífeyrisþegar lítt annað
gert en að hafa samband við
lífeyrissjóði sína og athuga
stöðu sína gagnvart þessu nýja
B ráð ab irgðasam komu 1 agi.
Að lokum skulu hér tilfærð
tvö dæmi, þar sem engar tekjur
eru aðrar en lífeyrisréttindi.
— Aðstoð við
Framhald af bls. 2
an neyðarsjóð Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar. Er í því skyni
stefnt að því að koma upp öfl-
ugu styrktarmannakerfi, þar
sem styrktarmenn legðu af
mörkum t.d. ársfjórðungslega
eitthvert brot af tekjum sínum
til Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar. Ársfjórðungslega munu
þessir styrktarmenn síðan fá
sent fréttabréf þar sem minnzt
verður á verkefni líðandi
stundar.
Það er von allra þeirra, sem
að framkvæmd þessarar fórnar-
viku standa, að ná megi al-
mennri samstöðu í landinu til
hjálpar þroskaheftum börnum.
Reynt verður að kynna málefni
þeirra i fjölmiðlum á breiðum
grundvelli og landsmenn hvatt-
ir til að láta hug sinn til þessara
barna í ljós með framlögum f
landssöfnunina og minnir
Hjálparstofnun kirkjunnar í
því skyni á gíróreikning 20.000.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur í mörg ár beðið um lið-
sinni landsmanna til hvers
kyns neyðarverkefna Hér er á
ferðinni málefni sem ætti að
standa öllum Islendingum nær
en mörg önnur.
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 5
þeirra, ef lokast fyrir þau við-
skipti. Borgarstjórn telur eðlilegt,
að það verði að koma til mats við
hver einstök kaup, hvort beina
eigi viðskiptum tíl Bretlands.
Borgarstjórn visar því frá fram-
kominni tillögu.“
Markús Örn Antonsson mælti
með frávísunartillögunni og taldi
Sigurjón Pétursson ekki sjálfum
sér samkvæman við þennan til-
löguflutning, þvi að nýverið hefði
ferðaskrifstofa Sigurjóns gengizt
fyrir mikilli auglýsingaherferð
þar sem mjög var hvatt til þess að
almenningur sækti Breta heim.
Auglýstar hefðu verið skreppitúr-
ar til Glasgow og helgarferðir til
Bretlands, svo eitthvað væri
nefnt. (Sigurjón Pétursson á sæti
í stjórn Landsýnar og Alþýðuor-
lofs).
Björgvin Guðmundsson mælti
gegn tillögu Sigurjóns og Alfreðs.
Taldi hann viðskiptabann Reykja-
vikurborgar ekkert hafa að segja
í landhelgismálinu og í sama
streng tóku Albert Guðmundsson
og Magnús L. Sveinsson. Albert
taldi tilganginn með tillögunni
fyrst og fremst þann að gera rikis-
stjórninni erfiðara fyrir um lausn
landhelgismálsins, en auk þess
væri tillagan vanhugsuð og til
þess fallin að skaða hagsmuni
Reykjavíkurborgar.
Það kom fram í máli Sigurjóns
Péturssonar síðar i umræðunum,
að honum hafði verið ljóst frá
upphafi að tillagan yrði felld.
Frávísunartillaga borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins var að
lokum samþykkt gegn atkvæðum
Kristjáns Benediktssonar, Þor-
björns Broddasonar, Öddu Báru
Sigfúsdóttur og flutningsmanna.
— Verkfallið
á Akranesi
Framhald af bls. 2
sjálfsögðu mjög vitavert að verk-
fallskonur hindri á ólögmætan
hátt félagsmenn félags, sem
samningar hafa tekist við, í að
rækja störf sín.
Lögbannsaðgerðum við þessum
ólögmætu vérkfallsaðgerðum
hefir hins vegar ekki enn verið
beitt. Frekari greinargerð verður
birt, ef þurfa þykir.
I nefndri grein kemur einnig
fram, að verkakonur á Akranesi
fari fram á, að uppsögn verði
ávallt miðuð við siðasta dag
hverrar vinnuviku. 1 tilefni af
því, taka undirrituð samtök fram
eftirfarandi:
M.a vegna óljósra ákvæða í
fyrri kauptryggingarsamningi,
var gripið til tiðari uppsagna á
ýmsum stöðum en æskilegt var,
þegar hráefni var af skornum
skammti. Gekk það jafnvel svo
langt, að beitt var vikulegum
uppsögnum i einstaka tilfellum,
þannig að kauptryggingarsamn-
ingur komst ekki fullkomlega i
gildi nema e.t.v. hluta úr viku.
I tengslum við þá samnings-
gerð, sem lá að baki endurnýj-
uðum kauptryggingarsamn-
ingum, var leitað skilnings stjórn-
ar atvinnuleysistryggingasjóðs
m.a á uppsagnarákvæðum fyrri
samninga A grundvelli þess
skilnings tókust siðan samningar
um skýrari reglur, sem m.a.
tryggja það, að þegar samningur
tekur gildi á ný eftir að honum
hefur verið sagt upp, getur hann
aldrei fallið úr gildi vegna upp-
sagnar fyrr en eftir minnst 7
sólarhringa, og trvggir hann
þannig réttarstöðu verkakvenna
mun betur en fyrri samningar.
Verkakvennafélagið á Akranesi
fer hins vegar fram á að fyrra
fyrirkomulag samninga verði
tekið upp, þ.e. sagt verði upp
miðað við vikuskipti, þ.e. fyrir-
komulag, er reyndist valda tiðum
uppsögnum á fyrra samnings-
timabili, og auk þess hefur félagið
farið fram á, að kauptryggingar-
samningurinn virki aftur fyrir
sig, þ.e. á tímabili, sem hann er úr
gildi vegna uppsagnar.
Með kauptryggingarsamn-
ingum i fiskiðnaði er verið að
reyna að nálgast það mikla vanda-
mál að tryggja, svo sem kostur er,
fasta vinnu þrátt fyrir að hrá-
efnisöflun, eins og öllum islend-
ingum mun kunnugt, getur verið
stopul á ýmsum timabilum og
ýmsum stöðum á landinu. Kaup-
tryggingarsamningurinn hefur
stuðlað verulega að festu i þessu
sambandi og það leiðir af sjálfu
sér að þegar náðst hefur heildar-
samningur varðandi þessi vand-
meðförnu málefni við Verka-
mannasamband Islands og þar
með á landsmælikvarða, þá er
ekki réttlátt að fámennur hópur
verkakvenna geti með valdbeit-
ingu knúið fram viðbætur og
önnur kjör fyrir sig. Samtök
vinnuveitenda myndu sannarlega
ekki styðja hóp vinnuveitenda
eins og t.d. á Akranesi i þvi að
neita að veita verkafólki á
staðnum kjarabætur, sem heildar-
kjarasamningar hefðu gert ráð
fyrir gagnvart öðru verkafölki í
landinu, hliðstæðar kröfur varð-
andi samræmingu verður að gera
til kvennadeildar Verkalýðsfélags
Akraness.
Vinnuveitendasamband tslands,
Barði Friðriksson.
Vinnumálasamband
samvinnufélaganna,
Júlíus Kr. Valdimarsson.