Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 1
57. tbl. 63. árg.
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mitterand enn
spáð sigrínum
Paris, 13. marz Reuter
Sósíalistaflokki Francois Mitter-
and er spáð sigri i siðari hluta
bæjar- og sveitarst jðrna-
kosninganna í Frakklandi á
morgun.
Samkvæmt síðustu skoðana-
könnunum er flokkurinn stærsti
stjórnmálaflokkur Frakklands og
fengi 30% atkvæða ef þing-
kosningar væru haldnar nú.
Sósíalistar og kommúnistar
fengju til samans 54% atkvæða
og þar með meirihluta á þingi.
Við þetta hefur mikilvægi
bæjar- og sveitastjórna-
kosninganna aukizt og bæði
Mitterand, Valery Giscard
d’Estaing forseti og kommúnista-
foringinn Georges Marchais telja
þær mikilsverða bendingu um úr-
slit þingkosninganna sem fara
fram 1978.
Vinstrisinnar hafa reynt að
gera kosningarnar að stórmáli og
sameinast nú um einn frambjóð-
anda á hverjum stað, en kosið er
til 939 bæjar- og sveitarstjórna.
Sósíalistar höfðu forystuna í fyrri
lotu kosninganna og fengu 26.5%
atkvæða og búizt er við að fylgi
þeirra aukist á morgun, einkum
þar sem þeir fá hjálp frá
kommúnistum.
Stuðningsmenn stjórnarinnar
sameinast einnig um einn fram-
bjóðanda í hverju kjördæmi, en
Sprengjuárás á
sovétsendiráð
Vientiane, 13. mars. Reuter
TEIMUR handsprengjum var
varpað inn á lóð sovézka sendi-
ráðsins í Vientiane í gær og
fjórir Rússar særðust, þar af
tvær konur. Arásin fylgir f
kjölfar daglegra frétta um
skæruliðaárásir og bardaga f
ýmsum hlutum Laos.
Kysone Phomvihan forsætis-
ráðherra kallaði stjórn sina til
fundar um ástandið og öryggis-
þjónustan i Vientiane hóf
rannsókn á árásinni á sovézka
sendiráðið. Rússarnir voru að
spila borðtennis þegar árásin
varð gerð.
Flugumiðum hefur verið
dreift í skólum, opinberum
byggingum og á fleiri stöðum
og veggspjöld hafa víða verið
hengd upp þannig að um sam-
Framhald á bls. 47
jafnvel Michel Poniatowski
innanríkisráðherra spáir vinstri-
mönnum sigri. Hann telur að þeir
fái 390 sæti, stjórnarsinnar 270 og
aðrir afganginn.
Vinstrimenn spá því að þeir fái
539 sæti og þar af fái sósíalistar
323, kommúnistar 170 og vinstri-
sinnaðir bandamenn þeirra46.
HIN NÝTRtlLOFUÐU — Karl
Gústaf Svíakonungur og
unnusta hans, Silvia Sommer-
lath, á blaðamannafundi i
konungshöllinni i Stokkhólmi í
gær, ásamt Labradorhundin-
um Ali. Á fundinum sögðu þau
að brúðkaupið yrði haldið ein-
hvern tíma fyrir mitt sumar og
er talið að 12. eða 19. júní verði
fyrir valinu. Giftingin mun
fara fram í Stora Kyrkan,
hinni gömlu kirkju konungs-
ættarinnar nærri konungs-
höllinni.
Símamynd AP
Ahdab hershöfðingi:
Þingið velji
nýjan forseta
Beirút. l^. man—Reuter.
YFIRMAÐUR Líbanonshers á
Beirútsvæðinu, Aziz al-Ahdab
hershöfðingi, sagði í dag að litið
væri svo á að Suleiman Franjieh
forseti hefði sagt af sér og hvatti
hann þing landsins til að velja
nýjan forseta. Þetta var nlunda
yfirlýsing hershöfðingjans frá
því hann lýsti vfir herlögum á
fimmtudag og virtist hún enn
auka á ringulreiðina í stjórnmál-
um Libanons, þvi Franjieh hefur
hingað til virt að vettugi kröfurn-
ar um að hann segi af sér.
1 gærkvöldi sagði útvarpsstöðin
sem styður forsetann að heiftar-
legir bardagar hefðu brotizt út
nærri Zgharta, fæðingarborg for-
setans, milli kristinna stuðnings-
manna hans og Múhameðstrúa-
manna sem búa í grenndinni.
Áreiðanlegar heimildir hermdu
að leiðtogar hers og stjórnmála-
flokka sætu á fundum til að reyna
Framhald á bls. 47
Nýjar deilur í hafréttarmálum í uppsiglingn innan EBE?
Irar krefjast nú allt að
400 mílna auðlindalögsögu
London, 13. marz — Reuter
IRSKA lýðveldið hyggst gera til-
kall til auðlindaleitar á mikilvæg-
um svæðum á Norðvestur-
Atlantshafi, sem að því er virðist
ná m.a. yfir nokkur svæði sem
brczka rikisstjórnin hefur þegar
gert tilkall til. Irska ríkisst jórnin
sagði í gærkvöldi að hún ætli að
krefjast lögsögu á grundvelli al-
þjóðalaga á svæði sem nær fram á
brún landgrunnsins, — um 400
Nær m.a. yfir svæði sem Bret-
ar hafa þegar gert tilkall til
milur vestur af strönd Irlands.
Hingað til hefur hæsta efnahags-
lögsögukrafan aðeins verið 200
mílur. Talið er að þessi vfirlýsing
sé gefin nú til að styrkja stöðu
irsku stjórnarinnar fvrir fund
hafréttarráðstefnunnar sem hefst
á mánudag í New York, en sem
kunnugt er hefur EBE markað
200 milna stefnu i hafréttarmál-
um með 12 milna einkalögsögu
aðildarríkjanna. Bæði Irar og
Bretar eru í EBE.
1 yfirlýsingunni, sem iðnaðar-
og viðskiptaráðherra landsins,
Justin Keating gaf út i London í
gærkvöldi segir, að svæðið sem
tilkall er gert til nái yfir Rockall
— klettinn. Rockall er lítill grá-
móskulegur og óbyggður klettur
sem Bretar gerðu tilkall til árið
1971 og ríkin tvö hafa þegar deilt
i nokkur ár um hver eigi leitar-
réttinn umhverfis Rockall. Irar
viðurkenna ekki að eignarréttur
Framhald á bls. 47
Hér er Alessandra Piovesana, sú
eina sem komst af þegar svifkláf-
urinn féll til jarðar við Cavalese á
Italiu. Hún er mikið slösuð en þó
ekki I lifshættu. En hinir 42, sem
voru í kláfnum, töpuðu þarna all-
ir lifinu. AP-mynd.
Árangursrík lyf
gegn krabba-
meini í brjósti
TILRAUNIR með þrjú Ivf hafa
verulega aukið batahorfur
kvenna sein þjást af krabba-
meini í brjósti að sögn banda-
ríska vikuritsins Newsweek.
Tilraununum st jórnaði ítalsk-
ur visindamaður, Gianni
Bonadonna frá Milano, sem
naut stuðnings bandarísku
krabbameinsstofnunarinnar.
Þær voru gerðar á 386 konum
þar sem sjúkdómurinn hafði
breiðzt út um líkamann eftir
skurðaðgerð við brjóstkrabba á
háu stigi.
Bonnadonna hagaði til-
raununum þannig að hann
veitti helmingi kvennanna
enga meðferð en gaf hinum
þrjú þekkt lyf sem hafa verið
notuð gegn krabbameini, cyclo-
phosphamide, methotrexate og
fluorouracil eðaCMF.
Eftir 27 mánuði höfðu 24 af
hundraði kvennanna í fyrri
hópnum aftur fengið krabba-
mein en aðeins 5.3% kvenn-
anna i seinni hópnum.
Bonnadonna telur að enn sé
ekki hægt að tala um lækningu
þar sem enn hafa ekki fengizt
nógu mikil reynsla af lyfjun-
um, en niðurstöður hans eru
taldar mjög uppörvandi. At-
hygli vekur að lyfin virðast
hafa mest áhrif á þær konur
sem eru i mestri hættu á að fá
aftur krabbamein eftir skurð-
aðgerð.
Að'visu fylgja lyfjunum upp-
köst og önnur óþægindi eins og
öðrum lyfjum gegn krabba-
meini og nokkurt hárlos varð
hjá helmingi sjúklinganna. Al-
varlegra var að hvítum blóðsell-
um fækkaði. Þrátt fyrir þetta
eru visindamenn ánægðir með
árangurinn og telja hann lofa
góðu.
Talið er að árlega veikist
89.000 konur af brjóstkrabba-
Dr. Bonadonna
Sjúklingur
sprautaður
með „CMF“
meini í Bandaríkjunum og á
hverju ári deyja um 33.000 af
þessum sjúkdómi. Tíðni dauðs-
falla af brjóstkrabbabeini
hefur lítið breytzt í hálfa öld.