Morgunblaðið - 14.03.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
13
kölluð er Refaveiðar. Er refur-
inn í þessu tilfelli sendir sem
skátar eiga að finna með
þeim tækjum sem þeir hafa.
Erlendis eru víða nokkuð
öflugar deildir skáta sem
nefnast Skátastarf fatlaðra.
Felst hún í aðstoð við fatlað
fólk og á að auðvelda því að
taka þátt í félagsstörfum
skáta og annarra. Slík starf-
semi hefst hér á landi innan
skamms.
Skátar halda mörg nám-
skeið til þjálfunar, fróðleiks
og undirbúnings fyrir hin
ýmsu störf skátahreyfingar-
innar. Sem dæmi má nefna
námskeið í hjálp í viðlögum,
fundatækni, flokksforingja-
námskeið, sveitarforingja-
námskeið, leiklistarnámskeið
og kennsla I notkun áttavita.
Fjölgunin innan skáta-
hreyfingarinnar hefur verið
lítil undanfarin ár ef tillit er
tekið til fjölgunar I Reykjavík.
Þar liggja eflaust margar or-
sakir að baki en sennilega
eru húsnæðismálin þyngst á
metunum. Segja má að öll
félög séu yfirfull og hefur
komið fram sá vilji félagsfor-
ingja að fækka heldur í
félögunum til að skapa betri
starfsaðstöðu fyrir þá sem
eftir sitja.
Samkvæmt lögum Skáta-
sambands Reykjavikur eru
verkefnin að vinna að eflingu
skátastarfs í Reykjavík, að
skipta borgarlandinu í starfs-
svæði milli skátafélaganna
og annarra starfseininga
skáta í Reykjavík, að annast
Steinþór Ingvarsson.
sameiginleg skátamálefni þ.á
m. fjármál, að annast sam-
starf við borgarstjórn og aðra
opinbera aðila og að vera
málsvari félaganna í sam-
eiginlegum málum þeirra
gagnvart stjórn Bandalags ís-
lenzkra skáta.
Skátasamband Reykja-
víkur á fjóra skála, tvo á
Hellisheiði, einn i Lækjar-
botnum og einn við Hafra-
vatrt. Allir þessir skálar eru i
umsjá félaganna sem sjá um
rekstur þeirra og viðhald.
Samkvæmt ársskýrslum
skátafélaganna i Reykjavik
fyrir síðastliðið starfsár unnu
skátar í 453.810 starfs-
stundir á árinu. Er það að
nokkru leyti áætlaður fjöldi
starfsstunda en þó varlega.
Alla vega er Ijóst að skáta-
starfið er bæði fjölbreytt og
mjög mikið.
Á. H.
Skátafélagið Garðbúar
hefur húsnæði í Háagerði.
Starfandi skátar um
sfðustu áramót voru 362 og
héldu þeir samtals 980
fundi. Alls 64 félagar tóku
þátt f sjö mismunandi
námskeiðum.
I húsnæði Garðbúa hitt-
um við Þorstein Sigurðs-
son félagsforingja og
ræddum við hann um
starfsemi félagsins.
— Sá hópur sem hér
starfar er allt frá 9 ára
aldri til fimmtugs. Mest er
náttúrulega á aldrinum
9—15 ára og eru flestir
félagarnir á þeim aldri.
— Félagar hafa verið
mjög virkir sem kemur
fram i góðri fundarsókn og
lausn á alls konar verkefn-
um, dagsferðum og öðru
slíku og útilegum og móts-
ferðum á sumrin. Hver
félagi mætir trúlega að
meðaltali tvisvar í viku til
starfseminnar.
— Vetrarstarfið felst f
fundum og skálaferðum en
sumarstarfið í tjaldúti-
legum og mótum. Dags-
ferðir eru oft á veturna og
boðið er upp á fjöldann
allan af námskeiðum.
— Húsnæðið er raunar
allt of lítið og verðum við
þvf stundum að leita
annað. Hér ættu að vera
um 250 manns.
— Sfðast liðið sumar
fóru milli 25 og 30 manns
frá okkur á Nordjamb f
Noregi. Sfðan vorum við
sjálfir með félagsmót á
Ulfljðtsvatni sem sóttu um
200 manns. Einnig tókum
við þátt í mótum hérna f
nágrenninu.
— Ég er ekki í nokkrum
vafa um að svona félags-
legt starf er mjög gagn-
legt. Annars værum við
ekki hér. Uppeldislegt og
félagslegt gildi starfsins er
mjög mikið. Hér lærir fólk
að umgangast aðra f sam-
félaginu og starfa í félags-
skap. Það kemur fram með
tíð og tfma hvað það er sem
við höfum raunverulega
lært.
„Félag-
arnir
mjög
virkir”
Eldhúsinnréttingin
og heimilistækin
allt frá
Electrolux
Eldhúsinnrétting úraski. Litir: Blábæsuð, grænbæsuð, Ijós
Fura: Ljós eða bæsuð
blá, rauðgræn, brún.
Lökkuð orange hvít, gul,
græn og brún.
Einnig fást skápar
í svefnherbergin, baðherbergin, forstofuna o.fl.
Komið með teikningu af húsinu og við gerum tilboð í
innréttinguna yður að kostnaðarlausu.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Sérstök kjör veitt þeim, sem kaupa bæði innréttingar og
heimilistæki.
Vörumarkaðurinn hl.
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2
Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-11 3