Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 19 oo Folterung:Nein Menschenrechte:la Amnesty internationai a gerdist llka ...» Bílstjórinn á rúmstokknum Sjötugur einkabilstjóri 87 ára gamallar breskrar greifynju, sem lést ( fyrra. hefur orðið uppvis að þvi a8 stela tveimur fágætum málverkum úr svefnherbergi húsmóður sinnar, ramba með þau til Sothebys ( London og fá þó þar til þess a8 selja þau á uppboSi fyrir sem svarar 30 milljónum króna. Hann leyndi þjófnaSinum meS þvi að hengja eftirlik- ingar af málverkunum upp i staSinn, og varð enginn var vi8 hrekkinn I nokkra mánuði. Þeim hjé Sothebys sag8i hann hins vegar a8 hann væri doktor me8 meiru og hefSu listaverkin lengi verið i eigu fjölskyldu hans. Dómarann reyndi sá gamli siSan a8 sannfæra um a8 hann hefBi veriS annaS og meira en bilstjóri greifaynjunnar og hefSi enda löngum setiS á rúmstokknum hennar þar sem hún kallaSi hann „elskuna sina" og annaS eftir þvi. En allt kom fyrir ekki. Tvö ár, sagBi dómarinn. Hermennska og hugsjónir Amnesty International hefur opinberlega vakiB athygli á þvi, a8 þó a8 30 ár séu a8 visu Ii8in siSan grisk stjómvöld létu lifláta ungan meSlim i sértrúarflokki fyrir að neita að gegna herþjónustu, þá komi þau ennþá fram af óvenjulegri harðneskju vi8 þá borgara, sem af trúarástæðum neita að bera vopn. Þetta hefur einkum bitnað á Vottum Jehóva. sem eru ennþá dæmdir til fangelsisvistar ( hálft fimmta ár fyrir að vera trúir þessari hugsjón sinni. Þess eru auk þess dæmi að sömu mennimir séu teknir æ eftir æ, þ.e. skikkaðir enn á ný til herþjónustu um leiS og þeir hafa afplánað fangelsisdóminn og þá handteknir og fangelsaðir á nýjan leik þegar þeir neita enn að hlýða. — Það ber leiðtogum grísk-kaþólsku kirkjunnar heldur ófagurt vitni, að þeir sýnast frá öndverðu hafa verið I farar- broddi þeirra Grikkja sem hafa lagt Vitnin i einelti. Þannig var það að undirlagi kirkjunnar núna árið 1971 að herforingjastjórnin lýsti yfir opinberlega að samtökin væri ekki trúfélag. Þar sem borgaraleg vfgsla er ekki viðurkennd með Grikkjum, þýddi þessi ákvörðun I rauninni að öll hjónabönd sem Vottamir höfðu stofnað til voru „ógild" og böm þeirra þar með öll orðin „óskilgetin". Bretinn „efnagreindur” Af fjandmönnum okkar Bretum er það tiðast. að millum fer ennþá fækkandi meðal þeirra. Sextiu og fimm þúsund þeirra höfðu samt 3,350.000 eða betur i laun á sfðasta skattaári og af þessari tölu voru raunar 7.700 með 7.000,000 eða þaðan af meira. Einungis einn af hverjum fimmtiu hálaunamönnum breskum er hinsvegar kvenmaður, þriðjungur þeirra tekjuháu er kominn yfir fimmtugt og 85 af hundraði hafa háskólapróf af einhverju tagi. — i könnuninni kom ennfremur fram að efnafólkið heldur sig enn sem fyrr f London og Suðaustur- Englandi. Þar býr helmingi fleira efnafólk en ætti að vera miðað við mannf jölda annarsstaðar i landinu. Cunhal ogt hið andkommúníska klám Eftir að portúalski herinn hafði steypt kúgunarstjórn Marcello Caetano raið vfir landið l einni svipan mikil frjálsræðisalda, eins og kunnugt er, sem hafði bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Einn liður i þessu nýja frelsi fólst i þvi að leyft var að selja harðasta klám fyrir opnum tjöldum á strætum Lissabon. En nú er gullöld klámseljenda og klámneytenda fyrír bf. Rikisstjómin hefur samþykkt reglur sem kveða svo á um að sorprit og klám megi aðeins selja i sérstökum verzlunum og þá aðeins til fullorðinna. Þá hyggst stjórnin skattleggja klám aukalega. Bæði hægri- og vinstri flokk- arnir höfðu litið klámið á götum höfuð- borgarinnar illum augum — ekki sizt eftir að á þvi fór að bera i teiknimyndasögum fyrir börn. Um sfðustu helgi gerði t.a.m. Alvaro Cunhal, leiðtogi Kommúnistaflokksins (myndin). harða hrlðað klámbylgjunni og kvað hana tilraun kapitalista til að grafa undan stjómmálavitund æskulýðsins. Sjúkdómsgreining: óœskileg hugsun Hér i dálkinum var siðastliðinn sunnudag sagt nokkuð frá viðbrögð- um Sovétmanna við þaim ásökunum að þeir læstu andófsmenn inni á geðveikrahælum og kærðu sig kollótta um hvort þeir ættu þar heima eða ekki. Tlmarit sovéska rithöfundasambandsins fór hinum hörðustu orðum um þennan „óhróður" og lýsti hann runninn undan rifjum óvandaðra áróðurssmanna sem vildu spilla fyrir sambúð austurs og vesturs. Nú hafa þrír breskir sálfræðingar apdmælt þessum fuilyrðing- um sem ósönnum og vitna meðal annars i þvi sambandi til reynslu sovétborgarans Victors Fainberg, sem þoldi innilokun á geðveikrahæli i Leningrad áður en hann fékk leyfi til að flytjast til ísrael. — Sálfræðingarnir segja Orðrétt: Við viljum að það komi fram að við höfum ásamt ýmsum öðrum breskum sérfræðingum rannsakað Fainberg og kannað geðrænt heilsufar hans. „Óhróðurinn". . . styðst þvi miður við visindalegar staðreyndir. Þvi fer fjarri að Victor Fainberg sé geðsjúkur og enginn breskur sálfræðingur hefur talið hann það. Við erum sammála niðurstöðum hinna sovésku „starfsbræðra" okkar við sérdeild sjúkrahússins í Leningrad, sem tjáðu Victor Fainberg hrein- skilnislega: „Skoðanir þinar eru það eina sem að þér amar." Sitt lítið af hverju Það er kannski ástæðulaust að lita á það sem fyrirboða, en menn hafa rekið augun I það, að á nýju myntinni spænsku, sem slegin var til heiðurs Juan Carlos, Iftur hans hátign einarðlega til vinstri. Á myntinni, sem Franco sálugi var á, starði einræðisherrann aftur á móti af jafnmikilli festu til hægri . . . Washington Post upplýsir að Banda- rikjastjórn hafi komið sér upp „vara- birgðum" af dollurum, sem nemi þúsundum milljóna dala, til þess að endurnýja þá peninga sem vænta mætti að færu forgörðum i hugsanlegri atómstyrjöld . . . Krakkarnir i þorpinu Westgate-in-Weardale i Englandi munu i ár einungis eiga sætustu endurminn- ingar um John Bostock bónda, sem dó þar I grenndinni fyrir skemmstu. Hann arfleiddi þau að nærri 35 þúsundum króna til kaupa á ársbirgðum af súkkulaði . . . Eitt það fyrsta sem konurnar gerðu á hinni alþjóðlegu kvennaráðstefnu um glæpamál, sem nú er lokið I Briissel, var að útrýma öllum karlmönnum, sem þar voru mættir til leiks sem blaðamenn og Ijósmyndarar. Astæða: meint misrétti sem konur væru beittar i þessum atvinnugreinum. HEIMSSTYRJÖLDIN 250 mílur kostuðu 24 þús. mannslíf I SEINNA stríðinu létu Japanir striðsfanga leggja járnbraut frá Thailandi til Burma. Tók það u.þ.b. eitt ár. Vinnuskilyrði voru herfileg. Létu margir stríðsfangarnir lífið, en þeir, sem af komust biðu þess aldrei bætur. Varð járnbraut þessi alræmd í sögum; hún liggur m.a. um brúna yfir Kwaifljótið, sem menn munu kannast við. Ekki alls fyrir löngu fóru nokkrir gamlir stríðs- fangar að skoða járnbrautina, sem þeir höfðu lagt þarna við miklar hörmungar. Þeir könnuð- ust fljótt við staðinn, er þangað kom. Gróðurinn á bökkum Kwai er enn jafnþéttur og forðum og moskitóflugur eru enn á kreiki. Þó er margt breytt. Þar, sem áður var illfær skógur eru nú hrís- grjónaakrar og sykur- reyrs- og ávaxtaekrur. Hafði einn striðsfanginn orð á því, að hér hefði helviti á jörðu breytzt í himnariki. A þessum sömu slóðum höfðu hann og félag hans stritað 12 tima á dag í steikjandi hita og steypirigningum til skiptis. Járnbrautin hefur oft verið nefnd „Dauðabraut- in“, en opinbert nafn hennar er Taimenbraut. Hún er meira en 250 mílur á lengd. Enn er talsvert eftir af henni og meðal þess Kwaibrúin. Um þá brú var gerð fræg kvikmynd. Sögðu stríðsfangarnir gömlu um þá mynd að hún væri „hreinn þvættingur". 24 þúsund stríðsfangar létu lífið áður en Dauða- brautin tók enda. Eru 16 þúsund þeirra grafnir i Thailandi. Þetta voru Bretar, Hollendingar og Astralíumenn, mestan part. En það fórst líka ara- grúi manna frá Thailandi, Malaja og Burma. Þeir verða trúlega aldrei taldir. Þessir menn dóu ýmist af erfiði, kóleru, malaríu, næringarskorti eða blóð- kreppusótt. Þeir, sem af komust, voru örkumla að meira eða minna leyti. Flestir stríðsfangarnir höfðu lent hjá Japönum þegar Singapore féll árið 1942. Sá hópur manna, sem af komst á merkilega og mikla reynslu sameiginlega, og hefur hún varla liðið nokkrum þeirra úr minni. „Þetta er mjög fámennur og sérstakur klúbbur," sagði einn, „og engir nýir félagar verða teknir I hann.“ Þessi klúbbur sameinast ekki sizt í hatri á Japönum. Það er ekki langt síðan gamall túlkur Japana frátimum Dauðabrautarinnar lét i ljós þá ósk að fyrrverandi stríðsfangar og fangaverðir mæltu sér mót við Kwaibrúna og leiddust yfir hana til merkis um, að þeir væru sáttir. Það verður liklega bið á þess- um hjartnæmu sátta- fundum, ef dæma má eft- ir viðbrögðum striðsfang- anna fyrrverandi, sem skoðuðu brautina nú fyr- ir stuttu. Þeir eru, vægast sagt, ekki elskir að Ja- pönum. Einn hafði verið við réttarhöldin, sem sett voru yfir japönsku vörð- unum. Þar voru margir varðanna dæmdir til dauða. Samt segir heim- ildarmaður minn, að rétt- arhöldin hafi verið skrípaleikur. Hann kvaðst hafa hitt aðeins einn sæmilegan mann í hópi allra fanga- varðanna við Taimenbrautina. Það má bæta því við, að þá er gömlu stríðsfangarnir komu að Kwai- brúnni voru þar fyrir nokkrir japanskir sjónvarps- menn. Varð að fjarlægja þá. Fyrr vildu gestirnir ekki út úr hópferðabílnum. Svo var heiftin mikil. Eitthvað voru menn mildari i lund eftir sjö daga dvöl í Thailandi. Hirtu allir einhverja minjagripi; voru það helzt ryðgaðir járnteinar úr Taimenbraut- inni. Svo dreifðist hópurinn og héldu sumir áfram ferðinni til Singapore en aðrir til Norður- Thailands. En þótt heimamenn gerðu margt til að dreifa huga gömlu stríðsfanganna munu minning- arnar yfirleitt hafa haldið þeim síðarnefndu við efnið. Að minnsta kosti luku flestir upp einum munni um það, að ekki hefðu þeir geð i sér til að hitta Japani og sættast við þá. Og tók eiginkona eins þannig til orða: „Það væri móðgun við minn- ingu þeirra, sem féllu.“ _ BRIAN EADS. Einn var „sæmilegur“, segir einn strfðsfanginn um japönsku hermennina. HJÁLPARSTARF Á SlÐUSTU öld var Afrlku skipt upp i hjálendur stór- velda og stóð svo fram á þessa öld. Þegar Afríkuríkin fóru að heimta sjálfstæði sitt aftur varð það von margra, að þau gætu setið hjá eftirleiðis i deilum stórveldanna. Sú von rættist ekki. Enn leika stórveldin hráskinnsleik sinn á afrískri grund, þótt leikreglur séu breyttar frá því sem var. Atkvæðamestir hafa verið Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Kinverjar og jafnvel Bretar, Frakkar, Belgar og Portúgalir. Flestar þessara þjóða hafa lengi átt hagsmuna að gæta í Afríku. Þó ekki Kínverjar. Höfðu Kínverjar og Afriku- menn ekkert samband í 500 ár og eru ekki nema fáein ár frá því að sá þráður var aftur upp tekinn. Hafa Kinverjar verið athafnasamir í Afriku upp frá þvi, reist mikil mannvirki i mörgum ríkjunum og lánað geysilegar fúlgur fjár. Eru nú kinverskar sendinefndir í flestöllum Afríku- rikjum að athuga hvernig Kínverjar geti næst orðið að gagni. Mikið orð hefur farið af aðstoð Kínverja við Afrikumenn. En næsta lítið er samt um hana vitað og þó minna um stefnuna, sem Kínverjar hafa fylgt í hjálpar- starfinu. Kinverjar hafa haldið hópinn stranglega i framkvæmd- um sínum í Afríku. Hafa þeir unnið öll verk sjálfir og lítt blandað geði við heimamenn. Hefur verið sagt, að Kin- verjar skildu engin menningarummerki, eftir sig i Framhald á bls. 36 HERNAÐURHHHHHHHI ýmislegt, sem honum var hulið en hann kann að vilja ráðast á. A hinn bóginn getur verið gott fyrir árásarmann að kunna að bregða fyrir sig þoku. Þá er það vist, að í verulegum fellibyljum og hvirfil- byljum er meiri kraftur en leysist úr læðingi i kjarnorkuspreng- ingu. Væri þessari feikna orku beint i rétta farvegi gæti hún hæglega ráðið úrslitum í orrust- um, að minnsta kosti þeim, sem háðar væru á hefðbundinn hátt að öðru leyti. Þá eru flóðbylgjur ekki heldur amalegar. Mætti áreiðanlega gera meó þeim meiri hernaðarkraftaverk en áður hefðu sézt. Það er ískyggilegt, að menn skuli hafa hugsað fyrir þessum hernaðaraðferðum. Að sama skapi er ánægjulegt, að einhverjir skuli reyna að koma í veg fyrir það, að þeim verði beitt. Því miður er ekki víst, að þær friðar- tilraunir takist. Það gæti farið á svipaðan veg og fór með kjarnork- una. Það skiptir litlu þótt sam- þykkt sé, að ekki megi nota kjarn- orku í hernaði en aðeins í frið- samlegum tilgangi. Allt eftirlit með því er hið erfiðasta og getur Framhald á bls. 36 Fara þeir nú að „hagræða” veðrinu? SOVÉTMENN og Bandaríkja- menn hafa beitt sér fyrir þvi undanfarið, að herveldin i heim- inum samþykktu það að nota ekki náttúruöfl i hernaði. Hafa vonir jafnvel staðið til þess, að það yrði samþykkt á þessu ári. A þessari öld hefur verið unnið að þvi af mikilli einbeitni að finna upp vopn, sem gætu örugg- lega eytt öllu lífi á jörðinni. Verður ekki annað sagt en tölu- vert hafi áunnizt í því efni. Yrðu þau kjarnorkuvopn drjúg, sem nú þegar eru í vopnabúrunum. Þó er gott til þess að vita, að ekki er víst, að setja þurfi allt traust á þau. Opnazt hafa nýjar leiðír. Hér er átt við „notkun náttúruaflanna í hernaðarskyni". Kann svo að fara, að takist loks að binda enda á þennan heim með því að hag- ræða veðri og vindum dálítið skynsamlega. En hjá þvi segjast Kannski það þurfi engar kúlur næst. Bandarikjamenn og Sovétmenn vilja komast. I hernaði með náttúruöflum er ýmislegt hægt að gera Hefur verið saminn listi yfir helztu hugsanlegar aðferðir og eru þær taldar sjö. Það er i fyrsta lagi hægt að eyða skýjum og þoku. I öðru lagi er hægt að búa til ský og þoku. Þá er hægt að koma af staó hagléljum. Það má koma af stað stormum. Það má koma á hrið og rigningu. Það má „kveikja i“ eld- fjöllum. Og loks er hægt að svíða gróður. Vökulir áhugamenn um hernað munu strax sjá, hvert gagn má verða að þessum stórbrotnu töfra- brögðum. Sá, sem eyðir þoku, sér Þeir kunna lagið á því — Kínverjarnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.