Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 25 EINS OG IMÉR SÝNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON ÞAÐ er svosem meinlaust þö að breskir ribbaldar, sem fela sig bak við blaða- mannsheitið, sæki okkur heim eins og þeir gerðu í febrúar ’68, þegar Hulltog- arinn Ross Cleveland fórst fyrir vestan og einungis einn af áhöfninni komst af, hvað þótti að vonum frétt- næmt úti á Bretlandseyj- um. Eins og menn muna kannski, aflaði eitt brezku blaðanna sér þá einskonar einkaréttar á hinum lífseiga sjómanni og gerði hingað út her manns að þurrausa hann fyrir þókn- un. Sú heimsókn varð mörgum minnisstæð hér heima fyrir framkomu þessara bresku gesta Þeir óðu hér um eins og berserkir og bjuggust til að lemja þá menn sem reyndu að komast í námunda við „einkafrétt” þeirra, og þeir tóku nánast hús á fólk- inu á sjúkrahúsinu á Isa- firði þar sem sjómaðurinn var vistaður, og birtust myndir af þessum ófrýni- legu vinnubrögðum hér í íslensku blöðunum. Svona sendingar (endur- tek ég) þurfa svosem ekki að halda fyrir okkur vöku, þó að ýmsum hafi að vísu þótt þarna um árið sem stjórnvöld okkar sýndu umræddum mönnum full- mikið umburðarlyndi. Þeir höguðu sér þannig eins og þeir þættust hafnir hér yfir lög og rétt, og hefði mátt minna þá á það i Hér hafði komið gestur fullri vinsemd hvar þeir voru staddir, jafnvel þó að þeir hefðu fyrir bragðið orðið að deila „einkarétti" sínum á aumingja sjóaran- um með háttprúðari blaða- mönnum. En þetta var lær- dómsrík gestakoma allt um það, og þeir meiddu hér engan að ráði ef ég man rétt þó að ekki vantaði til- burðina: þeir voru svona eins og nýstárlegar jarðýt- ur sem hleypt er á flag með heimafólkið hólpið í skikkanlegri fjarlægð. Hitt er leiðara, þegar svokölluð „betri blöð“ Breta gera út á okkur skriffinna, sem eru með nefið hér ofan í hverjum koppi og kirnu, og vinda sér við svo búið heim á sinn bás og gösla þar sam- an svo rætinni endaleysu um grandalausa gestgjafa sína að draugfullur durtur með geðveiki í báðum ætt- um hefði ekki staðið sig betur — eða verr raunar. Eg hef í huga náunga á borð við Alan þann Smith, sem skrifar í blaðið The Guardian og hnýtti saman í það myndskreytta grein um okkur fyrir réttum tveimur vikum þar sem hann lætur svo sem hann sé að lýsa fyrir löndum sín- um ásjónu okkar Is- lendinga fullum sem ófull- um — og einkanlega þó fullum eins og nærri má geta. Hér er inngangur þess- arar ritsmíðar sem sýnir okkur raunar að maðurinn er jafn fáfróður og hann er óvandaður, jafn illa lesinn og hann er illa lyntur: „Þegar Eiríkur rauði og Ketill flatnefur og hvað þeir hétu nú allir sigldu umhverfis Island í leit að landspildu sem þeir gætu helgað sér, þá var það sið- venja að þeir vörpuðu stólum sínum, drykkjar- ílátum og stundum jafnvel klæðum sínum fyrir borð. Hvar svo sem þetta rak svo á fjörur þar áttu þeir að hleypa fagnandi á land og renna saman við frum- byggjana: reisa búðir og búa sig undjr að fjölga mannkyninu. Þau eru hreint ekkert ósvipuð þessu enn í dag, laugar- dagskvöldin á barnum á Hótel Sögu.“ Svona hljómar þá start- skotið í þessari fræðslu- grein um íslenskt þjóðlíf, svona lýsir blaðamaður upphafi okkar í hinu æru- kæra stórblaði • The Guardian: Eiríkur rauði og Ketill flatnefur (og allir hinir) stóðu i stafni knarra sinna og horfðu á landið risa úr sæ — og byrjuðu þarmeð umsvifalaust að reyta af sér spjarirnar! Alan kallinn Smith víkur þá sögu sinni að nætur- lífinu hér i höfuðborginni og þó sérdeilis hjá þeim á Hótel Sögu. Hann segir að vísu ekki berum orðum að viðskiptavinirnir á þeim slóðum „fjölgi mann- kyninu" þar inni í sjálfu húsinu -— og þó: „Það er ódrukkinn maður sem þeir hafa í nánd við lyfturnar þarna, sem lítur eftir því að of margir úr bendunni frammi þvælist ekki inn í herbergin annars staðar i hótelinu." Smith gerði að auki al- veg dýrðlega uppgötvun fyrir utan hótelin okkar Reykvíkinga, nefnilega að „dyravörðurinn hleypir mönnum ekki inn með flöskur í vösunum, en ef þannig liggur á honum er hann svo sem tjlleiðilegur að líta eftir þessum flösk- um, sem gestirnir skilja þá eftir úti i snjónum? Og endahnúturinn: „Þær fylgja húsveggnum i snyrtilegri röð eins og mjólkurflöskur ...“ Þá eru það bíóin hér í Reykjavík, því að fyrri partur hugleiðinga hins breska gests má heita ein- ungis tileinkaður skemmt- analífi okkar Islendinga — með tilhlýðilegum glósum. Bíóin (glottir Smith) eins og hirða molana sem hrjóta af borðum Kanans úti i hraunbreiðunni: „A Vell- inum eru flestar myndir sýndar áður en settur er á þær íslenskur texti og þær eru teknar til sýni'nga i kvikmyndahúsum Reyk- víkinga — eininga— eða flekahúsum." A Vellinum eru raunar „flestir hlutir ódýrari en í Reykjavik — og naumast ekkert er til i Reykjavík sem er ekki tals- Framhald á bls. 47 Reykjavíkurbréfi. En Sameinuðu þjóðirnar tóku ekki svo vel mála- leitan okkar, þegar við lögðum ásiglingar Bretanna innan fjögurra mllna landhelgi okkar fyrir Öryggisráðið á sínum tíma, að ástæða sé til að vænta nokkurs stuðnings úr þeirri átt. Ýmsir hafa reynt að beina bröndum sínum að Atlantshafs- bandalaginu vegna þorskastríðs- ins og er það auðvitað fáránlegt með tilliti til þess, að við eigum ekki í neinum útistöðum við Atlantshafsbandalagið, heldur Breta eina eins og kunnugt er. Bretar eiga að vísu aðild að Atlantshafsbandalaginu eins og við, en vitað er að Atlantshafs- bandalagslöndin hafa samúð með málstað Islendinga og fram- kvæmdastjóri bandalagsins og ýmsir forystumenn bandalags- þjóðanna hafa gert ítrekaðar til- raunir til að koma vitinu fyrir Breta, en fram að þessu án árangurs. Samt sem áður er enginn vafi á því að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu hefur reynzt okkur mesti styrkurinn í baráttunni við brezku fiskiþjóf- ana á Islandsmiðum. Þeir vita að þeir njóta ekki stuðnings frá Atlantshafsbandalaginu. Samt sem áður reynaýmsir Islendingar að beina spjótum sínum að banda- laginu vegna fiskveiðideilunnar við Breta og er það lítt skiljanleg afstaða með tilliti til þess, að Atlantshafsbandalagið var ekki stofnað í því skyni að berjast við Breta, eina af aðildarþjóðunum, heldur til þess að hefta útbreiðslu Sovét-kommúnismans og verja lýðræði i aðildarrikjunum fyrir þrýstingi Sovétríkjanna — eða sósialimperialistanna eins og Kín- verjar (helztu bandamenn okkar í hafréttarmálum og vinir að þvi leyti meðal annars) — kalla þá réttilega — og hefur það tekizt í þeim löndum sem aðild eiga að bandalaginu. Það er líka athyglis- vert að Kínverjar styðja NATO bak við tjöldin. Enda þótt þorskastriðið varði framtíð íslenzku þjóðarinnar og líf okkar sé undir þvi komið, að vel takist til, megum við ekki gleyma hinu, að það tekur enda, eins og önnur þorskastrið, og það áður en langt um líður, því að þróunin í heiminum hnígur öll í sömu átt og málstaður Islands. En þá mun ógnin frá sósíalimperíal- istunum áreiðanlega ekki vera liðin hjá, svo að nauðsynlegt er að halda vel á sjálfstæðismálum þjóðarinnar og tryggja áfram aðild að varnarsamtökum vest- rænna lýðræðisþjóða, ekki síður en bræðraþjóðir okkar, Danir og Norðmenn. Þetta skilja flestir Is- lendingar eins og bezt sést á þvf að þeir sem á sinum tíma settu hindranir við Keflavíkurflugvöll til að beina athygli manna að þorskastriðinu við Breta lýstu yfir þvi, að þeir væru stuðnings- menn Atlantshafsbandalagsins og aðildar Islands að þvi. Það er athyglisvert að jafnvel Þjóðviljinn skýiði frá því mið- vikudaginn 4. febrúar síðastliðinn að forystumaður ítalskra komm- únista, Enrico Berlinguer, ítrek- aði það, þegar hann vildi komast í ríkisstjórn með kristilegum demó- krötum ekki alls fyrir löngu „að flokkur hans (þ.e. ítalski komm- únistaflokkurinn) mundi ekki krefjast þess að ítalía færi úr NATO. Slíkt mundi draga úr áhrifum „detente”, að hans mati. (Detente eða slökun spennu hefur að vísu nú þegar gengið sér til húðar eins og bent hefur verið á hér í blaðinu, og er Kernaðar- íhlutun Rússa og Kúbumanna í Angóla m.a. augljóst merki þess). En sem sagt: leiðtogi ítalskra kommúnista lýsir óhikað yfir þvi, að Atlantshafsbandalag- ið stuðli að detente i heiminum, þ.e. slökun spennu og friðsam- legri sambúð, eftirlæti Krúsjeffs og arftaka hans. Slík yfirlýsing er harla athyglisverð, svo ekki sé meira sagt, og raunar stórmerki- legur vitnisburður um mikil- vægi Atlantshafsbandalagsins. Kommúnistar á tslandi ættu að draga réttar ályktanir af yfir- lýsingu italska kommúnistaleið- togans, en hún kemur heim og saman við þær yfirlýsingar sem kínverskir kommúnistar hafa gef- ið um mikilvægi Atlantshafs- bandalagsins til að stöðva út- þenslustefnu sovézkra kommún- ista. i). 1) Þegar ftalskir kommúnistar komust ekki f stjóm kvað við nokkuð annan tón hjá þeim f garð NATO, enda tækifærissinnar eins og félagar þeirra hér. A blaðamannafundi sinum i Kaupmannahöfn sagði Geir Hall- grímsson m.a.: að fulltrúi Islands mundi sitja fundi NATO og bætti við að islendingar litu á NATO sem mikilvægan vettvang til að koma sjónarmiðum sinum á fram- færi og vinna þeim áhrif. Um það hvort Atlantshafsbandalagið gæti aðstoðað Islendinga sagði Geir Hallgrímsson að NATO gæti ekki gefið Bretum skipanir. Það væri bandalag 15 sjálfstæðra þjóða, Skemmdirnar á YARMOUTH eftir ásiglinguna á Baldur. sem ekki þurfa að taka við skip- unum frá þvi og einmitt þess vegnaværu Islendingar aðilar. Þá er einnig ástæða til þess að benda á að annar helzti forystu- maður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, sagði i samtali við danska útvarpið, þegar hann var spurður um afstöðu Alþýðu- fiokksins til Atlantshafsbanda- lagsins og varnarsamstarfsins við Bandarikin: „Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafi stutt aðild Is- lands að NATO og varnarsam- starfið við Bandarikin, og er það óbreytt." Gylfi Þ. Gíslason var spurður nánar um þessi ummæli og bætti hann því þá við, að danski fréttamaðurinn hefði því næst spurt, hvort hann teldi, að deilan við Breta gæti haft i för með sér breytingu á afstöðu Is- lands til NATO og varnarsam- starfsins við Bandaríkin. „Kvað ég það ólíklegt, því hér væri um tvö algerlega óskyld mál að ræða,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason. Þetta hefur hann ítrekað síðar, enda hefur hann talað af meiri ábyrgðartilfinningu um öryggis- mál Islands en ýmsir þeir, sem nú láta mest að sér kveða. Menn ættu að fara varlega í að fordæma NATO vegna þorska- stríðsins og taka heldur mið af þeim tilvitnuðu orðum, sem hér hefur verið bent á. Bægslagang- urinn hér á landi undanfarnar vikur og mánuði með allskyns delluyfirlýsingum og kröfum um að Islendingar segi sig úr Atlants- hafsbandalaginu og loki varnar- stöðinni í Keflavik beinist að sjálfsögðu að röngum aðila. Við eigum að beina geirum okkar að andstæðingnum, þ.e. Bretum, en ekki þeim sem reynt hafa að styðja við bakið á okkur. Eða hvað segja menn um tilraunir F'ryden- lunds, utanríkisráðherra Noregs, til að koma á sáttum í fiskveiði- deilunni? Norska stjórnin hefur gert itrekaðar tilraunir til að finna lausn á fiskveiðideilunni, þó að sú viðleitni hafi ekki bor- ið árangur. Við eigum frá fornu fari hauk í horni og góða vini, þar sem Norðmenn eru, eins og öllum Islendingum er kunnugt, þvi að engin þjóð stendur okkur nær en Norðmenn. Eða V-Þjóðverjar, annað NATO- ríki, sem hefur ekki setið auðum höndum og margreynt að hafa áhrif á Breta t'l góðs. Schmidt kanslari hefur sjálfur rætt fisk- veiðideiluna við Wilson. Eigum við að slita stjórnmálasambandi við Noreg og V-Þýzkaland vegna þess að stjórnum þessara ríkja hefur ekki enn frekar en NATO tekizt að koma brezku herskip- unum út fyrir 200 mílna fiskveiði- lögsöguna? Með tilliti til þeirra „raka“, sem notuð hafa verið til að æsa menn upp gegn Atlants- hafsbandalaginu, ætti það auðvit- að að vera sjálfgert, — að refsa V-Þjóðverjum og Norðmönnum, svo dæmi séu tekin, fyrir skilning á málstað okkar og tilraunir til að koma Bretum út úr fiskveiðilög- sögunni með því að slita stjórn- málasambandi við þá(!), Eða hvað segja menn um Norðurlandaráð? Þrátt fyrir góð- an vilja hefur Norðurlandaráði ekki tekizt að koma Bretum út úr 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar. Góður hugur í okkar garð er okkur mikill styrkur, en betur má, ef duga skal. 2) Ef sömu „rök“ eða forsendur ættu að vera viðmiðun í afstöðu okkar til Norðurlandaráðs og sumir krefjast að ráða eigi af- stöðu okkar til Atlantshafsbanda- lagsins, ættum við ekki að tvínóna við það að slíta öllu sambandi við Norðurlönd og Norðurlandaráð. Að sjálfsögðu dettur engum óvit- lausum manni slíkt í hug. Við þökkum þvert á móti þánn vinar- hug og þann siðferðilega styrk sem við höfum fengið á þingi Norðurlandaráðs. Þar eigum við vini i raun, ekki síður en hjá Atlantshafsbandalaginu. Með þessa vini okkar að bakhjarli munum við að sjálfsögðu vinna þorskastriðið nú eins og áður. Til þess verðum við að þreyja þorr- ann, láta ekki taka okkur á taug- um, sýna þolgaaði og þrautseigju — en það eru þau vopnin, sem bezt hafa bitið í þeim átökum sem við höfum þurft að eiga i víð brezku arðræningjana á Islands- miðum undanfarin ár. Ograð sjálf- sögðu bindum við miklar vonir við næstu lotu hafréttarráðstefnu S.Þ., sem nú er að hefjast í New York. Lok síðustu lotu í Genf lof- uðu góðu fyrir málstað Islands. Aukinn vopnabúnaður eða ís- lenzkur flotastyrkur mun ekki ráða neinum úrslitum. Við vinnum ekki sigur nteð valdbeit- ingu, þegar við ofurefli er að etja. Ekki einu sinni með tilstyrk S.Þ., sem þvi miður eru of oft undir tvöfalt siðgæði seldar. (Það borg- ar sig ekki einu sinni að segja sig úr þeim, þótt þær hafi ekki komið Bretum út úr fiskveiðilögsögu okkar). En þróunin i heiminum, réttlætið og siðferðisstyrkur litill- ar þjóöar sem berst fyrir lifi sinu, munu nú eins og áður ráða úrslit- um. Þess vegna sigrum við. 2) Þcss má ;;t'1.1 af> haKsmunir tslamts hafa alls okki farið saman við haMsnuini t.d. Svla l)ana á hafrétlarráðstefnunni ou hafa þoir hari/.t Kt’Kn nkkar sjónarniiðum þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.