Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
Eiginkona min,
andaðist 1 2 marz
TORFHILDUR JÓNSDÓTTIR,
BólstaSarhlIS 8.
Bergþór Ólafsson.
SOFFfA FREYGERÐUR ÞORVALDSDÓTTIR,
fv. IjósmóBir, Hrafnistu
er andaðist i Borgarsjúkrahúsinu. 6 marz verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju. mánudaginn 1 5. marz kl. 3
Aðstandendur
Maðurinn minn. +
STEINN ÁRNASON,
bifvélavirki.
Hjarðarhaga 64,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 15 marz kl
13 30
F.h. vandamanna, Guðrún R. Guðmundsdóttir.
Útför móður okkar
KRISTENSU JENSEN
Álfheimum 56
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 6. mars klukkan 1 5.
Torfey Steinsdóttir
Kristján Steinsson
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
ARNÓR ÞORVARÐARSON
frá Jófríðarstöðum
Hringbraut 55 Hafnarfirði
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16 marz kl. 2
e h
Sólveig Sigurðardóttir
börn, tengdabörn og barnaborn
+
Jarðarför
STEFÁNS GUÐNASONAR
frá Karlsskála
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 6 þ m kl 1 3.30.
Sigrlður Guðmundsdóttir og synir.
+
Eiginmaður minn og faðir
KRISTJÁN ÓSKAR GUÐMUNDSSON
verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni þriðjudaginn 16 marz kl. 13 30
e h Blóm vinsamlega afþökkuð
Kristfn Jónsdóttir,
Sigurjón Kristjánsson.
+ Þökkum innilega öllum þeim sem með samúð og vinarhug heiðruðu
miriningu móður okkar
EMMU JÓNSDÓTTUR
við andlát hennar og útför
Ástrlður Jakobsdóttir Jóhann Jakobsson
Jón Jakobsson Bjöm Jakobsson
+
Við þökkum af alhug öllum hinum mörgu nær og fjær sem auðsýndu
okkur vináttu og samúð við fráfall og útför
FINNBOGA GUÐMUNDSSONAR,
Bárugötu 18, Akranesi
Guð blessi ykkur öll
GuSrún DiSriksdóttir
Guðmundur Finnbogason, Svava Finnbogadóttir.
Roswitha Finnbogason, Hróðmar Hjartarson
A U S i á
Magnús Sœvar Við-
arsson — Minning
Fæddur 2. desember 1953.
Dáinn 7. marz 1976
Á morgun verður Magnús
Sævar Viðarsson jarðaður frá
Siglufjarðarkirkju. Hann fædd-
ist 2. 12. ’53 á Siglufirði, sonur
Kolbrúnar Eggertsdóttur og
Viðars Magnússonar, elstur
fimm systkina og eini sonurinn.
Þegar ég, sem þessar línur rita,
minnist frænda míns, verður
mér efst í huga sú hlédrægni og
viðkvæmni, sem ávallt fylgdi
honum. Meðan hann var smá-
drengur umgekkst ég hann
mikið, en svo liðu árin og við
hittumst þá sjaldnar. Að lok-
inni skólagöngu gerði Magnús
sjómennsku að aðalstarfi sínu
og stundaði hana jafnan frá
Siglufirði. En gömul kynni
rifjuðust upp, er hann fyrir
tveimur árum kom til Ólafsvík-
ur og gerðist skipverji á bát hjá
manninum minum, og var þá í
heimili hjá okkur þann tima
Hann var ekki smádrengur
lengur heldur ungur, glæsi-
legur maður og sérstakt snyrti-
menni. En viðmótið og bliðan
sú sama og fyrr. Við áttum
stundum tal saman og ræddi
hann þá oft um litlu systur sín-
ar, Þóru og Rut, með sömu um-
hyggju og væri hann faðir
þeirra Þær missa nú mikið við
fráfall hans. Kolbrún, móðir
hans, sem hefur orðið fyrir
miklu mótlæti, sér nú á eftir
þeim, er hún gat mest stuðst
við. En nú sem fyrr er hún sú
duglega og sterka. Af stuttri
ævi verður ekki sögð stór saga
og okkur, sem eftir stöndum,
finnst forlögin hafa gripið hér
inn i fyrr en skyldi. En þau
verða ékki umflúin. Elsku
Steinn Ámason bif-
vélavirki -Minning
Á MORGUN hinn 13. þ.m. fer
fram frá Fossvogskapellu útför
iiteins Árnasonar bifvélavirkja,
til heimilis að Hjarðarhaga 64.
Steinn var Eyrbekkingur, sonur
hjónanna Kristínar Halldórsdótt-
ur og Árna Helgasonar í Akri.
Árni er þekktur formaður á Eyr-
arbakka og víðar, fyrir farsæla
sjósókn um áratugi og býr enn í
Akri 91 árs að aldri.
Steinn vár fæddur 26. mars
1923 hann ólst upp á Eyrarbakka
og mun þar í æsku hafa bundist
þeim tryggðum við sæ og sjávar-
útveg er héldust æ siðan, þó æfi-
störf hans yrðu önnur. Hann fer
ungur til náms í bifvélavirkjun á
Selfossi og fær meistarabréf í
þeirri grein 1953. Steinn giftist
eftirlifandi konu sinni Guðrúnu
Rögnu Guðmundsdóttur 24. nóv.
1951. Guðrún var þá ekkja eftir
fyrri mann sinn, er hún hafði
misst, og tók Steinn að sér tvo
syni hennar, þá Guðmund og
Magnús Mássyni og gekk þeim í
föðurstað. Guðrún og Steinn eign-
uðust tvo syni, þá Árna skrifstofu-
mann hjá Happadrætti Háskólans
og Theódór Þór, sem nú stundar
nám í Myndlista- og handiðaskóla
Islands.
1 litlu vinaiegu timburhúsi á
Kaplaskjólsvegi 2 bjó þessi fjöl-
skylda framtil ársins 1970. Þar
stundaði Steinn iðn sina i vinnu-
skúr, sem hann kom sér upp í því
augnamiði að geta verið sem mest
heima og sinn eigin herra, því það
mun hafa látið best. Snemma á
þessum árum mun Steinn hafa
kennt þess að hann gekk ekki
heill til skógar, enda ef til vill
aldrei likamlega hraustur. Mun
margt hafa þar lagst á eitt að
heilsan bilaði, ekki síst langur og
oft óreglulegur vinnutími. Menn
komu ekki síður seint um kvöld
en að morgni, með smábilanir á
bilunum sínum, því hjá Steini var
+
Móðir okkar og tengdamóðir
RAGHHEIÐUR HELGADÓTTIR,
lést á Sólvangi 10. þ.m.
Guðrún Ólafsdóttir. Gunnlaugur Óskarsson.
Rlkharður Kristjánsson.
+
Þökkum innilega auðsýndan vinarhug og samúð vegna fráfalls
ÁSTVALDAR EINARSSONAR,
rafmagnseftirlitsmanns
frí Siglufirði,
Emella Gunnarsdóttir,
Pállna S. Dúadóttir,
Jóhann G. Landmark.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
RÖGNU HALLDÓRSDÓTTUR
Norðurbrún 1.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Landakotsspitala
Ellert Ámason
Sigrún Ellertsdóttir, Guðlaugur Jóhannesson,
Sigurþór Ellertsson, Sigurborg Bragadóttir.
tiiXiiiitiniix og barnaborn.
frændi, þessi fáu kveðjuorð eru
ekki allt, sem ég vildi segja, en
litil þakklætisvottur fyrir þær
björtu og góðu minningar sem
ég á um þig. Ég bið Guð að
styrkja foreldra hans og systur
og aðra aðstandendur i þeirra
miklu sorg.
Blessuð sé minning þín.
Frænka.
allt á sama stað, fagmaðurinn og
verkstæðið. En hin smáu viðvik,
geta oft verið býsna mörg hand-
tök. Það var því ekki einsdæmi að
Steinn fyndist „úti í skúr“ þó
komið væri miðnætti. Hann mun
því oft hafa unnið meira af viija
en mætti og þurft að herða sig
upp til að standa við verk sem var
lofað. Þannig liðu árin og urðu
meir og meir barátta við heilsu-
leysi sem segja má að hafi verið
upp á lif og dauða i heilan áratug
eða meir. Urslita barátta stóð svo
frá því snemma í nóvember og
þar til sunnudaginn 7. mars s.l. að
sá er alltaf sigrar í þeirri hríð,
dauðinn, greiddi liknarhöggið.
Steinn var dagfarsprútt snyrti-
menni, dulur tilfinningamaður og
góður drengur. Hann hafði yndi
af tónlist ekki síst yfir veigum
meðal vina sinna, en jafnvel það
leyfði heilsan ekki. Við hann á ef
til vill það sem Einar Ben. segir:
„Vér berum oft létt einsog líntraf
hvað aðrir sjá þó leynist helsins
eyðandi rót oss i sinni".
Steins verður ekki minnst nema
um leið sé getið sérstaklega hans
ágætu konu. Þó að hún muni allra
sýst vilja að sér sé hampað, þá er
ómögulegt annað en að geta um
þá fórnfýsi og sálarstyrk sem hún
hefur sýnt í sambandi við veikindi
manns síns. Guðrún mun nú mega
að ég hygg, bæði teljast mæðu- og
gæfukona. Ég leyfi mér ekki að
tíunda atburði langt til baka, hitt
er nóg, að fyrr í sömu viku og
maður hennar deyr, hendir það
reiðarslag Eyrbekkinga að þaðan
ferstbáturmeð allri áhöfn. Á þess-
um bát var bróðursonur Guðrún-
ar. Um leið og öllum aðstandend-
um þeirra er fórust er vottuð
dýpsta samúð, skulu Guðrúnu
færðar innilegustu þakkir frá
systkinum og vinum fyrir allan
hennar stóra þátt í lífi Steins
Árnasonar.
Að síðustu hverfa hugir okkar
og sameinast heima á Eyrarbakka
hjá pabba, afa og langafa, Árna í
Akri og biðja honum styrks og
Guðsfriðar, þegar hann nú horfir
á eftir öðrum syni sinum leggja á
djúpið.
Kristján Magnússon
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á ( mið-
vikudagsblaði, að berast I slð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með grcinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera 1 sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera véiritaðar og með góðu
lfnubili.
1!J