Morgunblaðið - 21.03.1976, Side 2

Morgunblaðið - 21.03.1976, Side 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 Hótelbygging á Ólafsfirði — Verönd í suðrænum „K(. vonast til að geta hafizt handa við bygginKU hótels hér á Olafsfirði í sumar," sagði Trausti Magnússon veitingamaður á Olafsfirði, en hann hefur rekið hótel vfir sumartimann á Olafs- firði og mötuneyti árið um kring. „Það vantar orðið tilfinnanlega hótel hér árið um kring, því út- gerðin og annað hér kallar á það,“ sagði Trausti. Búíð er að úthluta lóð undir hótelið á falh.'gum stað og þar er reiknað með Ö00 fm byggingu með 11 tveggja manna herbergj- um og baði ojí snyrtingu í hverju herbergi, matsal fyrir 60—70 manns og einnig sagði Tryggvi að á teikningunni, sem er frá Teikni- stofunni Oðinstorjji, væri jjert ráð stíl að sumarlagi fyrir útiverönd sem verður hituð upp með afrennslisvatni frá hita- veitunni. „Þar ætla éj; að reyna rekstur utan dyra að sumarlagi, svipað og var á Hressingarskál- anum - i gamla daga," sagði Trausti, ,,en það verður byggt skýli í kring um veröndina." Traustí kvaðst vonast til að geta tekið hótelið í notkun sumarið 1977, en hann er búinn að sækja um lánafyrirgreiðslu til Byggða- sjóðs og Ferðamálaráðs og hefur fengið jákvæðar undirtektir. Þá reiknar hann einnig með að annast yfir veturinn mötuneyti fyrir skólabörn í hótelinu, en bæjaryfirvöld í Olafsfirði hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga að sögn Trausta. Vilja heilsurækt- arhús á Akureyri HJONIN Úlfur Ragnarsson lækn- ir og Asta Guóvarðardóttir hafa sótt um það til bæjarráðs Akur- evrar að fá að reisa viðbvggingu vestur úr núverandi iþróttahúss- byggingaj við Laugagötu fvrir yogaskólann og þar hvggjast þau skapa aðstöðu til vogaiðkana. Leitað hefur verið álits íþrótta- ráðs Akurevrar og skipulags- nefndar á beiðninni, en þau hjón hafa enn ekki fengið svar frá bæjarvfirvöldum. Stærð viðbyggingarinnar, sem þau hjón vilja reisa, er 12x24 metrar. Asta Guðvarðardóttir Hótel- og veitinga- skólinn kynntur í dag NKMKNDUR Hóteí- og veitinga- skóla Islands munu í dag, sunnu- dag. halda sýningu til kynningar á starfsemi skólans, m.a. verður sýndur undirbúningur og fram- reiðsla á ýmsum mat og dreift uppskriftum. Nemarnír bjóða alla velkomna og er aðgangur á sýninguna ókeypis. Helgi Jónsson. sagði í viðtali við Mbl. i gær, að meiningin væri að koma á fót nokkurs konar heilsurækt, yoga- skóla og i sambandi við það eiga að vera gufuböð, vatnsböð, ljósa- böð og nuddaðstaða. Sagði hún að gengið hefði illa að fá heppilegt húsnæði fyrir þessa starfsemi. „Var okkur síðan bent á þennan möguleika að ekki hefði verið lokið við að byggja íþróttahúsið og stæði þvi hluti af lóðinni eftir ónotaður." I sambandi víð þessa byggingu er svo ætlunin að reka yogaskól- ann. Hann hefur verið rekinn á Akureyri i vetur í ófullkomnu leiguhúsnæði og sagði Asta Guðvarðardóttir að Akureyringar hefðu gífurlegan áhuga á þeirri starfsemi. Hefur þáttt'aka farið yfir 100 manns, þegar flestir hafa stundað yogann. Allt stendur og fellur með því, hvert svar þau hjónin fá frá bæjaryfirvöldum. Ljóðakvöld á Kjarvals- stöðum LJÓÐAKVÖLD með tón- listarívafi verður haldið á Kjarvalsstöðum í kvöld og hefst það klukkan 22. Þar munu koma fram þrjú brezk Ijóðskáld, sem lesa munu úr eigin verkum. Á þessari kvöldskemmtun munu einnig mörg íslenzk Ijóðskáld lesa úr verkum sínum og tónlistarflokkur- inn Diabolis in Musica mun leika undir frumsam- in verk. Níræður í dag en stundar samt vinnu (írindavík 20. mar/_ NIRÆÐUR er í dag, sunnudag, Helgi Jónsson frá Hraunskoti í Þórkötlustaðahverfi, nú til heimilis að Mánagerðí 7 í Grinda- vík. Helgi er annar elzti karl- maður í Grindavík. Helgi er við beztu heilsu og vinnur alla daga við að fella net og sjá um veiðar- færi fyrir hraðfrystihús Þórkötlu- staíta. Má vart á milli sjá hver er njeiri strákurinn Helgi. eða hinir ynlð'i félagar hans á , níit^v.jirK: stæðinu. Helgi lætur engan bil- bug á sér finna og tjáði tíðinda- manni blaðsins að hann ætlaði sér að stunda vinnu enn um hríð ef heilsan leyfði. Helgi stundaði sjó á sínum yngri árum og var lengi formaður á bátum frá Grindavik. Helgi verður heima á afmælisdaginn ög tekur á móti vinum og stórum hópi afkomenda. .. .. *•-., oVv<yu",»r« Sandfell og Albert sjást hér fara út sundið I Grindavlk I gærmorgun. Það er fast sótt þótt brimi. Ljósm. Guófinnur. Víða slæmar gæftir hjá vertíðarbátunum: Stórþorskur á Eyja- miðum [ Upp í 50 tonn eftir 2 lagnír~| „ÞAÐ hefur sýnt sig að það er afli þegar gefur á sjó,“ sagði Stefán Runólfsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar I Evjum I samtali við Morgunblaðið I gær þegar við inntum fregna af aflabrögðum hjá Evjabátum. „Hins vegar,“ sagði Stefán, „er það góðs viti að aflinn hjá netabátunum er svo til eingöngu stór og góður þorskur og hann fiskast vlða, hæði austan og vestan Evja og jafnvel við Drangana þar sem undanfarin ár hefur verið fremur sviðin jörð. Aflinn hjá bátunum hefur verið allt upp í 50 tonn eftir tvær lagnir, en hæstu bátarnir eru Þörunn Sveinsdóttir og Surtsey. Þórunn er nú búin að landa 300 tonnum. Vinna hefur verið stöðug hér f fiskvinnsluhúsunum, unnið alla daga vikunnar að jafnaði og kvöldvinna að auki. Menn vona bara að tíðin fari að gefa frið.“ Morgunblaðið kannaði afla- brögð víðar um land. Egill Jónasson frystihússtjóri á Hornafirði sagði að þar hefði afli verið lítill og ógæftir miklar. „Ótíðin hefur hreint verið með eindæmum," sagði Egill. Hann sagði að bátarnir hefðu aldrei þessu vant komizt á sjó tvo daga í röð í síðustu viku. Var vitjað um netin seinni daginn og aflinn hörmu- legur, mest 4 tonn í 8 trossur. Oft hafa netin legið 4—5 daga í sjó áður en hægt hefur verið að vitja þeírra og hefur aflinn þá verið 160—170 lestir hjá 12 bátum. Heildaraflinn á vertíð- inni er 900 tonn á móti 1300 á sama tíma í fyrra. „Ennþá eru eftir einn og hálfur mánuður af vertíðinni og menn hér eru ekki búnir að gefa upp alla von,“ sagði Egill að lokum. „Þetta virðist ekki ætla að verða jafngott og undanfarin ár,“ sagði Helgi Kristjánsson fréttaritari okkar í Ólafsvik. Hann sagði að mjög stórstreymt hefði verið að undanförnu og það stórlega dregið úr afla því netin lægju illa í sjó og fiskuðu ekki. „En nú er að draga úr straumnum og þá ætti að fara að fiskast ef einhver fiskur er í sjónum. Næsta vika ætti að ráða úrslitum um vertíðina," sagði Helgi. Hæsti dagsafli er nú 20 tonn og hæstu bátar eru aðeins búnir að fá um 270 tonn á vertíðinni. „Þetta er búið að vera heldur dauft hjá okkur að undan- förnu," sagði Daníel Haralds- son á viktinni í Grindavfk. Eins og annars staðar hafa ógæftir verið miklar. Heildaraflinn var um miðjan mánuðinn orðinn 2946 lestir i 553 sjóferðum en var í fyrra 3572 lestir í 654 sjóferðum. Þarna spila verkföll og slæm tíð inní. Ennþá vantar mannskap á suma bátana, að sögn Daníels. Langflestir Grindavíkurbáta róa með net. í Sandgerði var aflinn um miðjan mánuðinn um 200 lestum meiri en i fyrra, að sögn Jóns Júliussonar viktarmanns og fréttaritara Mbl. Ber þess að geta, að bátar byrjuðu almennt fyrr á vertíðinni en i fyrra. Gæftir hafa verið stirðar en afli verið þokkalegur þegar gefið hefur, komizt mest í 40 tonn. Fiskeriið er jafnara en í fyrra og einstakir bátar skera sig ekki eins úr með aflamagn og i fyrra. Bergþór er kominn með mestan afla, 365 þúsund lestir. Isafirði 20. marz. Togararnir hafa verið að landa hér að undanförnu og hefur aflínn hjá þeim verið ágætur upp á síðkastið. Heldur hefur aflinn þó verið lakari síðustu daga, en mestur hefur aflinn verið um 150 tonn á viku. A Vestfjarðamiðum hefur rannsóknaskip verið að undan- förnu til þess að leita að loðnu og gera kannanir þar að* lút- andi. Línubátarnir hafa verið með sæmilegan afla 5—6 tonn f róðri. Þá hefur rækjuveiðin gengið vel núna, en um páska munu bátarnir stoppa. 1 frystihúsunum er mikil vinna, oft um helgar og á kvöld- in, en nú er hafin verkun á skreið og farið að hengja hana upp í trönur þannig að það er reglulega vertíðarlegt um að lit- Þingeyjarsýsla: Sveitabæir fá sjálfvirkan síma Húsavfk 20. mar/„ ÞESSA dagana er verið að tengja fjölda sveitabæja f Þingeyjar- sýslu við hið sjálfvirka símakerfi landsins. Þegar hefur verið tekin j notkun sjálfvirk .íimstöð í Reykjahlíð og við hana tengdir Revkjahlíðarbæirnir, Kísiiþorpið og Krafla. Sjálfvirkar stöðvar er verið að opna að Breiðumýri, Staðarhóli og Reyn, sva að ftestir bæir í Reykjadal, Aðaldal og Revkjahverfi komast I sjálfvirkt sfmasamband á næstu dögum eða vikum. Hér er alltaf sama.blíðan dag eftir dag. — Fn-iniriiari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.