Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 48
\l (il.VSlV.ASIMINN KK: 22480 JWorötinI>Tní>ií> SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 Búvöru- verð um helgina? GUNNAR Guðbjartsson, for- maitur Stéttarsambands bænda, sagðist búast við því, að lokið vrði útreikninKum á verði lantí- búnaðarafurða f dafí. Guijnar sagðist ekki geta sagt, hve hækkun búvaranna yrði mikil, þar sem niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði hreyttust og enn hefði heild- sdluverð ekki verið retknað út. Finnfremur kvað hann ekki búið að taka ákvörðun u>n smásölu- álagninguna. sem breyttist vegna þess að heildsöluverð hækkar meira vegna- skerðingar á niður- greiðslum. I fyrradag var aðeins til smjör i landinu, sem nam hálfs dags neyzlu, 10 tonn. Var skammtaö 1 kg á mann tíl þeirra, sem komu og keyptu í Osta- og smjörsölunni. Engin ákvörð- un hefur verið tekin um hvað skuli gert til úrlxita á þessu ástandi. Gunnar kvað mundu verða fjallað um málið eftir helg- inaog myndi þá fást hrein afstaða ríkisstjórnarinnar í málinu, en hún hefur látið i ljós tregðu á að leyfa innflutning á smjöri fráSví- þjóð og Danmórku. Flugfélagið Víkingur: Söfnunin 70 millj. AÐSTANDENDUR Flugfélagsins Víkings h.f. höfðu í gærdag safnað um 69 til 70 milljónum króna, þ.e. þeir sjálfir, starfs- menn Air Viking höfðu safnað 39 til 40 milljónum, en þeir 30 menn, sem einnig höfðu bundizt samtökum og gengið síðan til liðs við starfsfólkið, hafa lofað um 30 milljónum króna. Arngrímur Jóhannsson, for- maður stjórnar Flugfélagsins Víkings, sagði í viðtali við Mbl., að ljóst væri nú að því 100 milljón króna takmarki yrði auðveidlega náð, þar sem frétzt hefði þegar af hlutafjársöfnunum útí á landi, þar sem verulegar upphæðir hefðu safnazt. A þriðjudag verða opnuð tilboð í flugvélakost Air Vikíngs hjá skiptaráðandanum og er búizt við að þá muni flug- vélarnar losna út úr þrotabúinu. Arngrímur Jóhannsson sagði í gær, að félagið myndi ekki bjóða í flugvélakostinn, heldur myndu lánadrottnar þrotabúsins gera það og myndi Flugfélagið Vík- ingur síðan hefja samningavið- ræður við þá um kaup á flug- vélunum. Tveir af stærstu krófu- höfunum í þrotabúið, Olíufélagið h.f. og Reginn h.f., sem er eign Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, eru þegar orðnir hluthafar í Flugfélaginu Víkingi h.f. Ljósmynd Friðþjófur Samkomulag um veiðar Færeyinga: 17.000 tonn á línu - þ ar af 8.000 tonn af þorski SAMKOMULAG hefur tek- izt við Færeyinga um línu- veiðar þeirra innan 200 mílna fiskveiðiiögsögu ts- iands og kemur samkomu- lagið í stað þess, sem féll úr gildi hinn 13. nóvember 1975. Ársafii Færeyinga getur samkvæmt sam- komulaginu orðið allt að 17 þúsund lestir, þar af 8 þúsund lestir af þorski. í fyrra samkomulagi var gert ráð fyrir 20 þúsund lestum, en þar voru engin ákvæði um þorskafla. Samkvæmt fréttatil- kynningu, sem Mbl. barst í gær frá utanríkisráðu- neytinu hefur endanleg undirritun enn ekki far- » ið fram, en hún verð- ur einhvern næstu daga. Rætt um verkföll á Austfjörðum EKKI tókst í gær að halda fund vegna verkfallsmálanna á Austfjörð- um, þar sem Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusambands Austur- lands, komst ekki til Revkjavfkur vegna þess að ekki var flogið. Samkvæmt upplýsingum Torfa Hjartarsonar, sáttasemjara, mun verða rætt við Sigfinn í dag, en Torfi vildi ekki kalla það fund, þótt rætt væri við einn mann — Sigfinn. Astæður fyrir því að Sigfinnur er kvaddur til Reykjavikur er ástandið fyrir au.stan, en þar eru I nú sjómannaverkföll. Samn- ingarnir sem undirritaðir voru hinn 1. marz, hafa ekki, verið bornir undir atkvæði eystra — aðeins Hornfirðingar hafa til- kynnt að þeir muni eftir helgi greiða atkvæði um samkomulagið og hafa þeir því aflýst verkföll- um, sem koma áttu til fram- kvæmda 23. marz. Annars staðar hófust verkföll 17. og 18. marz. Framhald á bls. 47 Samkvæmt nýja sam- komulaginu eru saltfisk- togurum Færeyinga bannaðar veiðar innar 200 mílna, en áður hafa 2 togarar haft leyfi til slíkra veiða. Ekki er tilgreint í samkomulaginu til hve langs tíma það gildir, en það er uppsegjanlegt með 6 mánaða fyrirvara. \l (.KYSINGASÍMINN ER: 22480 |fl«rí(mit>tflíiit> Loðnan: Aflinn 316þús. lestir HEILDARLOÐNUAFLINN á ver- tlðinni var á hádegi í gær orðinn 316,500 lestir. Bátarnir hafa undanfarna daga verið að veiða í Faxaflóa og er aflanum að mestu landað í Faxaflóahöfnum. Sigurð- ur RE er aflahæsti báturinn, hefur fengið 12.500 lestir. I öðru sæti er Guðmundur RE með 11.300 lestir, Grindvíkingur GK er með 9.200 lestir, Börkur NK með 8.500 lestir, Eldborg GK með 8.300 lestir og Hilmir SU með 8.200 lestir. Rétt fyrir miðnætti i fyrrinótt tilkynnti Sigurður nær fullfermi af loðnu, 900 lestir. Frá miðnætti i fyrrinótt til hádegis í gær til- kynntu 12 skip afla samtals 2900 lestir. Álftafell var með 100 lestir, Vonin 200, Rauðsey 420, Ljósfari 150, Súlan 500, Magnús260, Flosi 80, Grindvíkingur 450, Bjarni Ólafsson 350, Keflvíkingur 230, Huginn 110 og Arsæll 50 lestir. RcJegt á miðunum RÓLEGT var á miðunum austur af landinu í gær. Þar voru 22 brezkir togarar að veiðum á svæð- inu norðaustur af Hvalbak og að svæði austnorðaustur af Glett- inganesi. 11 verndarskip gættu togaranna, þannig að hvert verndarskip þurfti ekki að gæta nema tveggja togara. Tveir togarar voru að veiðum austur af Langanesi. Varðskipin voru á þessum slóð- um, en um borð í þeim gætti nokkuð inflúensutilfella. Fá mikið loðnu- magn í trollin Siglufirði 20. marz. FRÉTTIR hafa borizt af því að togararnir hafi fengið mikið loðnumagn f vörpurnar við Reykjafjarðarál. Hafa þeir fengið allt að 6 tonn í hali, sem bendir til að þarna sé töluvert af loðnu. Dagný var að koma inn með 115—120 lestir af góðum fiski, þar af voru 40 tonn f stærsta flokki, yfir 70 sm fiskur og er slíkt afar sjald- gæft. 1 nótt komu hingað ung- menni frá Revkjavík til að taka þátt í unglingamóti f bad- minton. Ekki var flogið hingað í gær, og brugðu ungmennin þá á það ráð að taka rútu hingað norður. Mótið hefst í dag. — m.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.