Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 3

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 3
MORGL'XBLAÐIÐ. FÖSTL’DAGL R 26. MARZ 1976 3 Hvað segja menn um yfirlýsingu Solzhenitsyns: Y firlýsingin sýn- ir, hve málið vek- ur mikla athygli meðalþeirra sem frelsi unna MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til nokkurra manna til þess að spyrja þá um við- brögð þeirra við forsíðufrétt Mbl. i gær, þar sem skýrt var frá ummælum Alex- anders Solzhenitsyns — hins rússneska rithöfundar, er viðtal var haft við BBC í fyrrakvöld. Þar sagði Solzhenitsyn Bretum til syndanna og tók m.a. breytni þeirra gagnvart Íslendingum sem dæmi um niðurlægingu þeirra á alþjóðavettvangi. Svör mannanna, sem leitað var til, fara hér á eftir, en tekið skal fram að ætlunin var að ræða við fleiri, en þvi miður náðist ekki til allra sem blaðið hafði hug á að ræða við, þar á meðal dómsmála- ráðherra og yfirmann land- helgisgæzlunnar, Ólaf Jóhannesson. HALLDÓR LAXNESS rit höfundur sagði, er hann var spurður um yfirlýsingu Alex- anders Solzhenitsyn, að hann tæki undir þessa yfir- lýsingu hins rússneska rithöf- undar. Hann sagðist þó ekki endilega gera það, vegna þess að þar væri Solzhenit- syn, sem hlut ætti að máli, en hins vegar sagði Halldór að allir heiðarlegir menn, hvar sem væru í heiminum, hlytu að skrifa undir slíka yfirlýsingu. Það segði sig sjálft. Þá var Halldór Laxness spurður hvort hann teldi þessa yfirlýsingu mikilvæga fyrir málstað íslands. Hann sagðist ekkert geta um það sagt. GYLFI Þ. GÍSLASON alþingismaður sagði er hann var spurður sömu spurninga. Ilalldór Laxncvs IVIatthlas Bjarnason Cvlfi Þ. (ífslason Maj;nús Torfi Olafsson ,,Ég tel þessi ummæli, sem höfð eru eftir Solzhenitsyn úr viðtali hans við brezka út- varpið vera stórkostlega at- hyglisverð og fagna því mjög að hann hefur augsýnilega skilning á réttmæti islenzks málstaðar í fiskveiðideilunni við Breta. Ég efast ekki um að þau munu hafa áhrif í Bretlandi og víðar, slíks álits, sem hann nýtur sem einn af helztu andans mönnum sam- tiðar okkar Mér finnst ýmislegt annað sem hann sagði i þessu við- tali og hefur raunar sagt og skrifað i önnur skipti um nauðsyn breyttra lifsviðhorfa og breytts lifsgæðamats i vestrænum löndum vera mjög athyglisvert. Ég held að sú skoðun hans sé rétt, að þau gæði, sem lýðræðið og frelsi á að færa okkur, séu i nokkurri hættu, ef við höld- um ekki betur vöku okkar á ýmsum sviðum en við höfum gert og gerum." MATTHÍAS BJARNA SON sjávarútvegsráðherra sagði er Morgunblaðið bar spurningarnar undir hann: ,,Ég tel alveg tvímælalaust þessa yfirlýsingu rithöfundar- ins mikilvæga fyrir málstað íslands. Hún sýnir hve mikla athygli landhelgismálið vek- ur meðal allra þeirra, sem frelsi unna. Er það mjög áberandi, hvernig brezka ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir framkomu sína gagnvart ís- lendingum Maður verður meir var við það með hverjum degi sem liður að þeim fjölgar og ekki sizt meðal Breta sjálfra, sem telja það til skammar fyrir sina ríkisstjórn að ráðast á þennan hátt gegn vopnlausri þjóð Þó hefur tekið út yfir allt er Bretar tóku þá ákvörðun, að veiða mestallan fisk, sem þeir sækja hingað á íslands- mið, á friðuðum svæðum. Skilur það jafnvel eftir meiri sárindi en sjálf herskipaihlut- unin." MAGNÚS TORFI ÓLAGSSON alþingismaður svaraði spurningu blaðsins: ,,Það er hverju orði sannara hjá Solzhenitsyn, að beiting flotavalds á íslands- miðum er atferli, sem verður metið brezkum stjórnvöldum til minnkunar i bráð og lengd. Hræddur er ég samt um að meira þurfi til, að brezka stjórnin sjái að sér í þessu efni, en ummæli hins rússneska útlagaskálds i út- varpsviðtali í London Til að mynda hefur mér flogið i hug að það gæti ráðið töluverðu um afstöðu brezkrar rikis- stjórnar i landhelgisdeilunni, hvort það verður heldur Michael Foot eða James Callaghan, sem tekur við for- sætisráðherraembætti af Wil- son að viku liðinni." H-moll messunni hafnað á listahátíð Pólýfónkórinn æfir nú H-moll messu Bachs af full- um krafti fyrir tónleika um páskana, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar en í kórnum eru um 145 söngvarar. Tónleikarnir verða í Háskólabíói 15. og 16. aprfl. Hljómsveitin sem Ieika mun með kórnum er skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit tslands og einnig munu nokkrir hljóðfæraleikarar erlendis frá koma til liðs fyrir flutning þessa kunna verks Bachs sem margir telja hátind tónlistar hans. Konscrtmeistari verður Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari. Pólýfónkórnum boðið að flytja verkið á Ítalíu Pólýfónkórinn á æfingu f Vogaskóla. Pólýfónkórinn bauö listahá- tíð í Reykjavík að flytja H-moll messuna án þóknunar til kórs- ins og var þá jafnframt miðað við að heimskunnir erlendir söngvarar kæmu til liðs við kór- inn. Listahátfðin hefur hins vegar hafnað boði Pólýfónkórs- ins á þeirri forsendu að stefna hátíðarinnar sé sú að flytja jafnan nýtt og ferskt efni eins og segir í bréfi frá fram- kvæmdastjórn hátiðarinnar og þvi væri endurflutningur á H- moll messunni brot á fyrri stefnu L.H. Hins vegar hefur Pólýfón- kórnum verið boðið að flytja H-moll messuna á ttalíu í sumar í nokkrum stórborgum Italíu á tónlistarhátíðum þar og hugleiðir kórinn nú það boð. Við ræddum við Ingólf Guð- brandsson söngstjóra um vætnanlegan flutning Pólýfón- kórsins á H-moll messunni og spurðum hann fyrst hvað hann vildi segja um þessa afstöðu listahátíðar. ,,Við sem erum í Polýfón- kórnum teljum að listahátið sé mikilsvert framtak til eflingar listastarfsemi í landinu sé skyn- samlega að hátiðinni staðið,“ sagði Ingólfur," en fyrst og fremst þarf að miða hana við að efla íslenzka liststarfsemi, þannig aö hún verði islenzk hátíð, en ekki einungis borin uppi af erlendum stórstjörnum. Með þátttöku í listahátiðinni fæst viðmiðun við hið beztaá alþjóðavettvangi og það á þvi að brýna íslenzkt listafólk til dáða og meiri kröfu i túlkun sinni, en það verður náttúru- lega ekki ef islenzkt listafólk er látið sitja úti i kuldanum. Annað verk en H-moll mess- una tel ég ekki hæfa betur til flutnings á tónlistarhátíð, þvi hátíðlegra verk verður naumast fundið, enda allur búningur verksins með sérstökum hátíðar- og glæsibrag frá hendi höfundar. Ég vitna i Halldór Laxness þar sem hann i Brekkukotsannál lætur Garðar Hólm segja: „Ef sannað verður með náttúrufræði eða sagnfræði, éða jafnvel fyrir rétti, að upp- risan sé ekki nema miðlúngi vel vitnisföst, — ætlarðu þá að hafna H-mol! messunni? Viltu loka Péturskirkjunni af þvi það hafi komið uppúr dúrnum að hún er jarteikn rángra lifsskoð- Kramhald á hls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.