Morgunblaðið - 26.03.1976, Side 5

Morgunblaðið - 26.03.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 5 Landsýn og Urval hefja samvinnu Feröaskrifstofurnar Landsýn h.f. og Urval h.f. undirrituðu í gær samning þar sem ákveðið er að efna til samvinnu um ferðir til Júgóslaviu. Mallorca og Ibiza. Þessi nýbreytni f samvinnu tveggja eða fleiri ferðaskrifstofa um einn eða fleiri staði er tilraun ferðaskrifstofanna til að gefa fleiri möguleika við val á ferðum segir í fréttatilkynningu sem af- hent var á blaðamannafundi þeirra í gær. Þá hafa ferðaskrif- stofurnar ákveðið að efnatil sam- starfs um ferðir til Norðurlanda og verða vikulegar ferðir til Kaupmannahafnar, Osló og Stokkhólms, en þessar ferðir er Heita vatnið ekkert ódýrara á Nesinu ÞAÐ ER algjör misskilningur að íhúar á Seltjarnarnesi borgi lægra verð fyrir hitaveituvatnið en ibúar í Reykjavfk, sagði Jón H. Björnsson hitaveitustjóri á Sel- tjarnarnesi þegar Morgunbiaðið spurði hann hvort Seltirningar fengju ódýrara vatn en Revkvik- ingar. Að sögn Jóns hefur þessi mis- skiiningur komið upp undanfarið. Sá væri munurinn á, að á Sel- tjarnarnesi væri vatnið selt með jöfnunargjaldi, þannig að íbúðar- eigandi borgaði sama verð fyrir vatnið í júlí og desember, þó svo að mikill munur væri á vatnsnotk- un þessara mánaða. Hjá Hitaveitu Reykjavikur borgaði fólk hins vegar eftir vatnsnotkun hvers mánaðar. einnig hægt að tengja ferðum til Helsinki. I þessari samvjnnu verða farnar 6 ferðir til Júgóslaviu (Portoroz), 15 ferðir verða farnar til Malorca og 4 til Ibiza sem er eyja sunnanvert við Mallorca og er ný af nálinni á íslenzkum ferðamarkaði. Samningar hafa tekist við Flugleiðir um ferðirnar og er beint flug á alla þessa staði. Með slikri samvinnu ferðaskrif- stofanna ætti að nást betri sæta- nýting í flugvélunum. Til Júgóslavíu verður flogið til Ljublijana, höfuðborgar Slóveniu sem er vestast 7 lýðvelda Júgóslaviu. I Portoroz er einka- baðströnd fyrir hvert hótel, sund- laug og hressingarmiðstöð þar sem gestir geta fengið alls kyns meðferð. Þá verður einnig i Portoroz sérstök skrifstofa þar sem starfa mun starfsfólk frá Islandi og Slóveniu. Á Mallorca og Ibiza verða einnig sérstakar skrifstofur rekn- ar af ferðaskrifstofunum þar sem fslenzkir starfskraftar munu veita ferðamönnum, fyrirgreiðslu og þjónustu, selja skoðunarferðir o.f 1. Einnig hafa ferðaskrifstofurnar Landsýn og Urval í hyggju að efna til vikulegra ferða til London allt árið en undirbúning- ur þeirra ferða er skemmra á veg kominn. Þessar ferðaskrifstofur stefna þó á enn frekari samvinnu. Þá hefur ferðaskrifstofan Land- sýn ákveðið að veita meðlimum verkalýðsfélaganna svokallaðan Alþýðuorlofsafslátt af sólarlanda- ferðum og gildir það einnig fyrir fjölskyldur þeirra. ljósm. Mbl. Ol.K.Mag. Frá blaðamannafundi (Jrvals og Landsýnar í gær. T.f.v. Kjartan Helgason, framkvæmdastjóri Landsýnar, Óskar Hallgrfmsson formaður Landsýnar og Alþýðuorlofs, Vartýr Hákonarson, stjórnarmaður hjá Urval, og Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri Urvals. Jörðin — fimmta fjölfræðibók AB ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Jörðin og er hún fimmta bókin f flokki fjölfræði- bóka AB. Höfundur er Idrisyn Oliver Evans en hinar fjölmörgu myndir og teikningar bókarinnar eru eftir John Smith. Bókin er 160 blaðsfður. Þýðandi er Árni Böðvarsson, en ritstjóri bóka- flokksins er Örnólfur Thorlacius. Þýðandinn skrifar stuttan for- mála fyrir bókinni, sem skiptist i eftirtalda kafla: Forsaga og forn- öld, Miðaldir og endurreisnartím- inn, Jarðfræðin slítur barnsskón- um, Rannsóknir og ferðir, Eðli og myndun bergs, Framfarir í stjörnufræði, Jarðlagafræði og steingervingar, Jarðfræðin verð- ur vísindi, Framfarir i náttúruvís- indum, Jörðin nú á timum, Nöfn og atviksorð og Rit um skyld efni. Setningu annaðist PrentstofaG. Benediktssonar en bókin var prentuð og bundin hjá Arnaldo Mondadori Officine Grafiche i Verona á ftalíu. I flokki fjölfræðibóka AB hafa áður komið út Fánar að fornu og nýju, Uppruni mannkyns, Forn- leifafræði og Rafmagnið. Sjötta bókin í fjölfræðiflokknum verður Plönturikið. BORGARINN • •• í ollri sinni nekt -10 UM K0HT0RISTS- HRTlUtEG KÚGUNARVEL -3 STEVPUIVIÓT KOMiyiUN- FöKK 7 ISMANS Borgarinn — Nýtt blað UT er komið í Revkjavik nýtt blað og ber það heitið Borgarinn. Blaðinu er dreift i Menntaskólan- um í Revkjavík, Menntaskólan- um við Hamrahlfð, Menntaskól- anum við Tjörnina, Verslunar- Framhald á bls. 14 Vio höf um ykkur í sigti HKH-CAUBRl J6AHS TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS sH AUSTURSTRÆTI22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBOROI 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.