Morgunblaðið - 26.03.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976
7
Fréttaflutning-
ur ríkis-
fjölmiðla
Til fréttaflutnings ríkis-
fjolmiðlanna, hljóðvarps
og sjónvarps, eru gerðar
þær eindregnu kröfur, að
fréttir þeirra séu óhlut-
drægar og þar sé ollum
aðilum og skoðunum gert
jafnhátt undir höfði. Þetta
hefur tekizt misjafnlega
hjá fréttastofum hljóð-
varps og sjónvarps en
stundum keyrir svo úr
hófi, að ekki verður hjá
því komizt að gera at-
hugasemdir og krefjast
skýringa. í kvöldfréttum
hljóðvarps s.l. þriðjudags-
kvöld var skýrt frá úrslit-
um stjórnarkjörs i
Stúdentafélagi Háskóla
íslands. Síðar í kvöld-
fréttatímanum var lesin
svohljóðandi „frétt":
„Það var sagt frá því í
fréttum, að Kjartan
Gunnarsson hefði verið
kosinn formaður I
Stúdentafélagi Háskóla
íslands. VAFI LEIKUR Á,
HVORT KOSNINGIN SEM
FRAM FÓR Á FUNDINUM
í FÉLAGINU í DAG SÉ
LÖGM/ET, ÞAR SEM
FUNDURINN LEYSTIST
UPP VEGNA SVIPTINGA
MILLI HÆGRI OG
VINSTRI MANNA." Nú
hefði ekkert verið við það
að athuga, að hljóðvarp
hefði birt athugasemd um
þetta efni frá aðila, sem
málið snerti eins og t.d.
frá fyrrverandi formanni
Stúdentafélagsins, sem
telur sig enn vera for-
mann. En fréttastofa
hljóðvarps hefur með
ofangreindri frétt tekið
það á sínar herðar að
staðhæfa, í eigin nafni og
á eigin ábyrgð, að „vafi"
leiki á því, hvort kosning-
in hafi verið lögmæt.
Þetta er auðvitað fáheyrð
framkoma af hálfu frétta-
stofu hljóðvarps, brot á
þeim almennu reglum,
sem hljóta að gilda um
óhlutdrægni í frétta-
flutningi hljóðvarps og
vísbending um, að á
skorti nægilega sterka
stjórn á fréttaflutningi
hljóðvarps. Það er þvi
eðlilegt, að formaður
Stúdentafélags Háskóla
íslands hefur sent frétta-
stjóra hljóðvarps bréf, þar
sem hann krefst skýringa
á þessum vinnubrögðum
og staðhæfingum frétta-
stofu hljóðvarps en i bréf-
inu segir Kjartan
Gunnarsson m.a: „Af
þessum sökum vil ég fara
þess á leit við yður, að þér
greinið heimildarmann
þessarar rangfærslu, sem
lesin var i fréttatíma, sem
frétt og að þér gefið skýr-
ingu á því, hvers vegna
ekki var leitað öruggari
heimilda. .
Þess er að vænta, að
skýringar verði gefnar og
að yfirstjórn Rikisútvarps-
ins geri ráðstafanir til, að
fréttastofa hljóðvarps
haldi sig innan þess
starfsramma, sem henni
er ætlaður en láti vera að
skipa sér i dómarasæti um
það, hvað er rétt og hvað
er rangt í málefnum
stúdenta sem annarra.
Annað dæmi
Annað dæmi um sér-
kennilegan fréttaflutning
hljóðvarps, þar sem aug-
Ijóslega gætir ríkrar til-
hneigingar til þess að
koma á framfæri skoðun,
að þvi er virðist frétta-
mannsins, í frétt, má taka
úr morgunfréttum í gær-
morgun. í fréttatima kl.
8.15 var lesin frétt um
ferð tveggja skipherra
Landhelgisgæzlunnar til
Þýzkalands. í frétt þessari
sagði síðan: „Bandariska
utanríkisráðuneytið hefur
engu svarað beiðni íslend-
inga um skip til land-
helgisgæzlu ÞÓTT LIÐIÐ
SÉ HÁTT Á AÐRA VIKU
SÍÐAN HENNI VAR KOM-
IÐ Á FRAMFÆRI " Það
fer ekki á milli mála, að
ásetningur fréttamanns er
að koma þeirri skoðun að
hjá útvarpshlutsendum,
að það sé ámælisvert, að
Bandarikjastjórn skuli
ekki hafa svarað þessari
beiðni. Nú geta menn haft
sinar skoðanir á þvi, en
kjarni málsins er sá, að
það er ekki hlutverk
fréttastofu Rikisútvarps-
ins að láta í Ijós skoð-
anir á málum í fréttum
eins og augljóslega er
gert í ofangreindri
setningu. Hér gætir
enn ríkrar tilhneiging-
ar til þess að fara út
fyrir þann ramma, sem
fréttastofunni ber að
halda fréttaskrifum sínum
í. Og sannleikurinn er sá,
að þótt ekki sé enn um að
ræða reglubundna mis-
notkun aðstöðu, en hins
vegar bersýnilega til-
hneigingu til þess, er hér
um svo alvarlegt mál að
ræða, að yfirstjórn Ríkis-
útvarpsins hlýtur að taka i
taumana og gera ráðstaf-
anir til þess, að slíkt
endurtaki sig ekki. Það er
svo önnur saga, þótt
Morgunblaðið hyggist
ekki taka upp skoðan-
askipti við þá fréttamenn
Rikisútvarpsins, sem hér
eiga hlut að máli og yfir-
menn þeirra, að væntan-
lega þekkja íslendingar
það af eigin raun, að
stjórnvöld taka sinn tima i
að taka ákvarðanir og eru
bandarisk stjórnvöld ekk
ert einsdæmi um það.
Þannig lögðu dagblöðin
inn til verðlagsyfirvalda
beiðni um hækkun á
áskriftargjaldi blaða á
föstudag í sl. viku. Af ein-
hverjum ástæðum var sú
beiðni ekki tekin fyrir á
fundi verðlagsnefndar sl.
miðvikudag og er þess þá
að vænta, að hún verði
afgreidd i siðasta lagi á
fundi verðlagsnefndar
n.k. miðvikudag. En þá
vill svo til að það mun
hafa tekið verðlagsnefnd
og viðskiptaráðuneytið
„hátt á aðra viku" að af-
greiða svo einfalt mál.
TJTSOLU-
MARKAÐURINN
sem hefur vakiö
sem hefur vakiö
veröskuldaöa
athygli er aö
LAUGAVEG.
66
Ennþá er hægt aö
gera stórkostleg ■![ A "
kaup á þessum
markaöi yyOpk. s
Hreint út sagt
ótrúleg verð fyrir /
1. flokks vörur
Látiö ekki happ
úr hendi sleppa,
því markaðurinn
heidur áfram í stuttan K
tíma í viöbót í | .
Laugavegi 66, sími 28155
Til leigu
kjötvinsluaðstaða
Um 130 ferm. vinnsluaðstaða er til
leigu nú þegar. Fyrir hendi er jafnframt
aðstaða til reykinga, góður frystiklefi
og kælir eru til staðar auk ýmissa
vinnslustækja.
Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 1. april
merkt ,,Kjötvinnsla — 2416"
litla f ranska
TRÖLLIÐ
SIMCA 1100 sendibíllinn hefur
sannað ágæti sitt á íslandi.
Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur
eignast litla TRÖLLIÐ, sem flytur
a. m. k. 500 kg í ferð. SIMCA 1100 VF2,
er einn eftirsóttasti sendibíll Evrópu.
Af útbúnaði SIMCA 1100 má nefna:
Framhjóladrif, styrkta dempara, öryggis-|
pönnur undir gírkassa, vél og bensín-
geymi, og annan búnað fyrir slæma vegi.
Tryggið atvinnuöryggið — kaupið litla franska TRÖLLIÐ.
\\fnkull Hff.
Afmælishátíð
Skíðaskólans
íKerlingar- !
fjöllum
15 ára afmælis skólans verður minnst með
sameiginlegu borðhaldi, Kerlingarfjallasöngv-
um, skemmtiatriðum og dansi að Hótel Borg 2. :
apríl kl. 1 9:30.
Miðar fást nú þegar hjá Zoéga, Hafnarstræti 5. I
Allir nemendur skólans, fyrr og síðar, velkomnir j
meðan húsrúm leyfir.