Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 15

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 15 r _ Utvegur Breta heimtar aðstoð London, 25. marz AP. Reuter. ASSOCIATED Fisheries, sem kallar sig stærstu togaraútgerð Evrópu, krafðist þess í dag að Fred Peart, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Breta, markaði heilsteypta stefnu í sjávarútvegsmáium. Útgerðin segir að vegna stefnu- leysis stjórnarinnar hafi orðið að leggja mörgum togurum á skömmum tíma, mörgum hafnar- mannvirkjum verið lokað fvrir fullt og allt, margir verkamenn misst atvinnuna og þjóðin orðið fyrir miklu fjárhagst jóni. Tap Associated Fisheries á síðasta fjárhagsári sem lauk 30. september í fyrra nam 2.026.000 (668.5 milljónum ísl. kr.) áður en skattar höfðu verið frádregnir en veltan var rúmlega 77 milljón pund (25.4 milljarðar isl.kr.). „Við erum óðum að nálgast það stig að getu okkar til að ná bata verða þröngar skorður sett- ar. . .“ sagði formaður útgerðar- fyrirtækisins, P.M. Tapscott. „Ef við verðum að leggja fleiri skipum og skerða þar með veiði- getu okkar til frambúðar. Til verður að koma alger og róttæk breyting áöllum fiskiskipaflotan- um sem stundar veiðar fjarri heimamiðum...“ Hluthafarnir hvöttu Peart fiski- málaráðherra til að veita „tafar- lausa aðstoð til að binda enda á tortimingu fiskiðnaðarins þar til langtíma ákvarðanir hefðu verið teknar." Uppfinningamaður í Bretlandi Segir banka skulda sér 170 milljarða VELSKUR kaupsýslumaður, Ric- hard Williams að nafni, hefur lýst yfir þvi að hann telji að brezkir bankar skuldi honum um það bil 500 inillj. sterlingspunda eða um 170 milljarða króna að minnsta kosti og segir að upphæð- in gæti verið hærri ef grannt sé skoðað. Williams sem fann upp og hannaði farskrártölvu þá sem British Airways notar, segir að hann hafi einnig fundið upp kerfi til að lesa á númeraðar ávísanir með tölvu, en það hefði í för með sér að svar fæst jafnóðum frá viðkomandi innstæðubanka um hvort innstæðasé á reikningnum. Hann segir að ekki sé ósann- gjarnt að hann fái í sinn hlut eitt pens fyrir hvert ávísanaeyðublað og út frá þvi hefur hann reiknað út töluna 500 milljónir sterlings- punda. Hann sagði aðspurður að hann sæktist út af fyrir sig ekki eftir peningunum sem slikum heldur þyrfti hann að fá almenna og greidda viðurkenningu fyrir þessari uppfinningu sinni. Hann kvaðst hafa í mörg ár fylgst náið Grænlending- ar hafa áhyggj- ur af veiðum V-Þjóðverja Kaupmannahöfn, 25. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Lars Olsen. FORSVARSMENN hinnar Konunglegu Grænlandsverzlunar í Godtháb á Grænlandi óttast að þorskastríðið við Island hafi al- varlegar afleiðingar fyrir fisk- veiðar á Grænlandsmiðum. Hefur verið óskað eftir því við togara Grænlandsverzlunarinnar að þeir hafi auga með hinum stóru vest- ur-þýzku togurum sem eru á miðunum vestur af Godtháb. Er mál manna að þar fari fram ung- fiskveiðar í stórum stíl. Vestur- Þjóðverjar hafa byrjað veiðar þarna eftir að veiðitakmarkanirn- ar við Island tóku gildi. Togararn- ir sem eru tiu til tólf talsins eru þrjú-fjögur þúsund tonn og eru byggðir til vinnslu fiskmjöls. Ungþorsk má nýta í því augna- miði. Danska fiskimálaráðuneytió mun nú reifa málið við vestur- þýzk stjórnvöld, en tekið er fram að ekki er um að ræða ólöglegar veiðar, þar sem veiðarnar eru stundaðar á alþjóðlegum haf- svæðum. með ávísunum sem látnar séu fara i gegnum það kerfi sem hann hafi átt hugmyndina að. Hann hafi sent viðkomandi bönkum réttmæta reikninga fyrir vikið en þar sem þeir hafi ekki verið greiddir hafi hann gefið út stefnu fyrir brot á höfundalögum gegn Lloyds banka og verður málið tek- Framhald á bls. 18 Ingmar Bergman Hœtt við málshöfðun á hendur Bergman Stokkhólmi, 25. marz. Reuter. AKVEÐIÐ hefur verið að ekki skuli höfða mál á hendur sænska leikstjóranum Ingmar Bergman vegna skattamála, að því er saksóknarinn i málinu sagði í dag. Bergman var tekinn til yfirheyrslu i janúarlok og inntur eftir skýringum á greiðslum til hans að upphæð um 523 þúsund sænskum krón- um, sem talið er að honum hafi verið greiddar árið 1970 af Per- sona films, en það hefur aðset- ur i Sviss. Bergman var grunað- ur um að hafa engan skatt greitt af fénu. Sérfræðingar í skattamálum munu halda áfram að kanna skattamál leikstjórans, en ástæðan fyrir því að ákæran á hendur honum var niður felld var að sögn saksóknarans i mál- inu, að engin ástæða væri til að ætla að saknæmar forsendur væru fyrir hendi. Ingmar Bergman var að æfa Dauðadans Strindbergs við Konunglega ieikhúsið í Stokk- hólmi, þegai- tveir lögreglu- menn, óeinkennisklæddir, komu á vettvangog lásu honum ákæruna um skattsvik og fóru siðan á braut með hann. Þremur dögum siðar var hann lagður inn á sjúkrahús og sögðu vinir hans að hann hefði fengið taugaáfall vegna harkalegra að- fara lögreglunnar. Hann fór ekki af sjúkrahúsinu fyrr en í síðustu viku. Ford: Washington, 25. marz. NTB. AP. GERALD Ford Bandarikjaforseti fór þess á leit við þingið í gær- kvöldi að veitt yrði 135 milljón dollara fjárveiting tii að hægt yrði að bólusetja alla borgara Bandarikjanna við inflúensuvfr- us — svínavírusi svokölluðum — sem stungið hefur sér niður í herstöð í New Jersey í Bandarfkj- unum og mun vera sams konar vfrus og spánska veikin, sem geis- aði árin 1918 —1919 og kostaði um 20 milljónir manna Hfið. Ford kvaddi til fundar við sig 27 visindamenn til að ræða þetta mál og að þeim viðræðum loknum lagði hann beiðni sína fyrir þing- ið. Hvatti hann til að bólusetning- in verði framkvæmd i september og október í haust, og að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að koma i veg fyrir faraldur, en ekki er talin yfirvofandi hætta á að svo stöddu, að slikur faraldur brjótist út. 1 spönsku veikinni lézt um hálf milljón manna i Bandarikjunum. I AP-fréttum segir að það myndi kosta bandarisku stjórnina um það bil 100—140 millj. dollara að framleiða nægilegt bóluefni og koma því í hendur lækna fyrir haustið. Lyfjaframleiðslufyrir- tæki hafa lagt mjög hart að heil- brigðisyfirvöldum að gefa svar um hvað væri ætlunin að gera, þar sem mjög yrði þá að auka framleiðsluna. Nú framleiða fyr- irtækin um 20 millj. skammta bóluefnis árlega sem notað er gegn almennri innflúensu en það bóluefni er gersamlega gagns- laust gegn svinavírusi. Þá bárust þær fréttir frá Lond- on að þar munu heilbrigðisyfir- völd fylgjast mjög gaumgæfilega með framvindu mála, og er ekki óliklegt að kunngerður verði ein- hvers konar ráðstafanir i Bret- landi til að framleiða bóluefni við virusi þessum. Norska gæzlan styrkt Ósló. 25. marz. NTB. NORSKA stjórnin hefur sam- þykkt að landvarnaráðuneytið taki á leigu fjóra stóra togara eða nótaskip, ef til víll verksmiðju- skip til eftirlitsstarfa til að efla gæzlu norsku íiskveiðilögsögunn- ar að sögn Rolf Hansen land- varnaráðherra i viðtali við Arbeiderbladet. Ráðuneytið stefnir að þvi að taka skipin á leigu frá 7. janúar 1977 vegna útfærslu norsku fisk- veiðiiögsögu nn ar. Hann sagði að skipin yrðu not- uð til eftirlitsstarfa þar til ný gæzluskip hefðu verið smiðuð, sennilega á árunum 1980—85. Skipin verða búin léttum vopn- um. ViD fjárveitingu til bólu- efnis gegn svínavírusi Chicago Tribune: Þvermóðska Breta leiðir af sér átök 1 BANDARlSKA blaðinu Chicago Tribune birtist fvrir stuttu for- ystugrein um landhelgisdeilu Is- lendinga og Breta. Þar segir m.a. „Fiskveiðideilan milli lslands og Bretlands er komin á alvarlegt stig. Islendingar hafa rofið stjórnmálasamband við Breta — og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist milii tveggja aðildarþjóða Atlantshafbandalagsins í 26 ára sögu þess. Þetta er ógnun ekki aðeins við bandalagið. heldur einnig gagnvart öryggi Banda- ríkjanna og Evrópu sem eiga mik- ið undir hinni þýðingarmiklu stöð I Keflavík, en í því kemur fram aðalframlag Islands til Atl- antshafsbandalagsins. tslending- ar stigu þetta örlagaríka skref vegna þess að Bretar neituðu að samþvkkja einhliða útfærslu is- lendinga í 200 mílur í sl. október- mánuði." Sfðan segir að brezka utanríkisráðunevtið hafi skýrt frá að ósveigjanleiki Breta bvgg- ist m.a. á þeim atriðum að tsland hafi brotið f bága við samþvkkt Alþjóðadómstólsins f Haag með því að færa út einhliða. „Þetta er satt,“ segir blaðið, „en lslending- ar hafa hoðist til að leita eftir samkomulagi um deiluna á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í New York.“ Þá segir blaðið að Bretar hafi um langa hríð veitt á miðunum við lsland,“ og það er ein af ástæðunum fyrir þvf að þorskstofninn ogýmsir aðrir fisk- stofnar hafa rýrnað svo mjög.“ Þá bendir blaðið á að i Bret- landi séu um milljón verkamenn Framhald á bls. 14 Misjöfn viðbrögð við reiðilestri Solzhenitsyns: Hugsjón hans er að verða þráhyggja London, 25. marz. Reuter. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. UMMÆLI Alexanders Solzhenitsyns um Breta í sjón- varpsviðtalinu i gærkvöldi fengu misjafnar undirtektir í brezkum blöðum f morgun og einkenndust yfirleitt af hneykslan eða sárindum. I forystugrein Daily Mirror segir: Alexander Solzhenitsyn er maður með háa hugsjón sem er að verða þráhyggja. Hann lýsir Bretlandi svo að það standi neðar en Úganda og Rúmenía Atlantshafsbandalag- ið sé spilaborg. Vesturlönd séu í rústum. Hvað er það sem þessi rússneski milljónamæringur- inn býst við af okkur? Vill hann allsherjar herkvaðningu og hervæðingu? Vill hann frelsis- strið til að frelsa þjóðir Tékkóslóvakiu og Ungverja- lands frá sovézkum yfirráðum? Er hann þeirrar skoðunar að Bretland, Frakkland og Italia ættu að banna kommúnista- flokka sina? Bjóst hann við að sjá bandariska hermenn á harðahlaupum um Angola? Solzhenitsyn er orðinn spámað- Framhald á bls. 14 Solzhenitsvn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.