Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 TONLEIKAR yngri deildar Tónlistarskólans I Reykjavík verða haldnir f Austurbæjarbfói á morgun og hefjast kl. 2.30. Þar munu koma fram 19 ungir tónlistarmcnn og flytja verk meistara frá ýmsum tfmum. Hefjast viðræður við B.S.R.B. á ný? VIÐRÆÐUR milli samninga- nefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og samningancfnd- ar rikisins um samningsréttar- málin og nyjan kjarasamning fvr- ir opinbera starfsmenn hafa legið niðri um tíma, en í gær stóðu vonir til að viðra-ðum vrði haldið áfram, að því er Haraldur Stein- þórsson framkv.stj. BSRB sagði. Tímann, sem liðið hefur^ hefur BSRB notað til þess að halda fundi um samningsmálin víða um land. Allir þessir fundir sam- þvkkja ályktanirnar og hafa nokkrar þegar hir/.t í. fréttum Morgunblaðsins. Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðarkaupstaðar var haldinn síðastliðinn miðvikudag. Fundurinn harmaði þann aftur- kipp, sem komið hefur í samn- ingsréttarmálið og skorar á ríkis- stjórnina að standa við þær tilliig- ur sem samninganefnd fjármála- ráðuneytisins hefur lagt fram. Jafnframt krefst fundurinn þess að tekið verði tillit til ábendinga BSRB um endurskoðunarrétt að- alkjarasamnings. Siðan segir i Alyktuninni: „Til að forðast þær hörmulegu afleiðingar sem kunna Guðmundur teflir við 7 stórmeistara MORGUNBLAÐID hefur áður skýrt frá þvi að Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari muni í næsta mánuði tefla á mjög sterku móti i Las Palmas, en á þessu móti tefldi Friðrik Olafsson tvö undanfarin ár. Nú hafa borizt fregnir af því við hverja Guðmundur teflir á mót- inu ög keppa þar auk hans sjö stórmeistarar, nokkrir alþjóðlegir meistarar og titillausir skákmenn eða alls 16. Stórmeistararnir eru: Geller, Sovétríkjunum, Porthisch Ungverjalandi, Larsen Dan- mörku, Hubner V-Þýzkalandi, Byrne Bandaríkjunum, Georghiu Rúmeníu og Tseshkovsky Sovét- ríkjunuin. Minningarathöfn um Þorstein M. Jónsson Akureyri. 25 mar/. 1 DAG fór fraiií í gagnfræðaskól- anum á Akureyri minningarat- höfn um Þor : in M. Jónsson fyrrverandi skólastjéra. Athöfnin hófst með alme; num söng, en síð- an fiutti Sverrir Pálsson skóla- stjóri minnir airæðu. Viðstaddir athöfnina. au' "i menda og kenn- ara skólans. voru fyrrverandi samstarfsmenn Þorsteins, er látið hafa af störfum si. t:ir að leiða af því, ef samkomufag næst ekki fyrir næstkomandi mánaðamót, þá leggur fundurinn rika áherzlu á, að hinn naumi tímí, sem til stefnu er verði notað- ur til hins itrasta." Þá hefur einnig borizt ályktun frá fundi kennara i Kópavogi og Kjósarsýslu, sem haldinn var að Hótel Esju hinn 22. marz. Fund- urinn krefst þess að opinberir starfsmenn fái undanbragðalaust sama samningsrétt og sömu að- stöðu til að semja um kjör sin og aðrir launþegar í landinu og verði fe'lld úr gildi núverandi ákvæði um Kjaradóm. Lýsir fundurinn fyllstu andúð sinni og andstöðu gegn því athæfi stjórnvalda — eins og það er orðað — að bregða ta>ti fyrir þær tilraunir til sam- komulags um þessi mál, sem virt- ust ve! á veg komnar. Fundurinn skorar á stjórn BSRB að beita sér fyrir hverjum þeim aðgerðum, sem líklegastar kunna að vera til að koma þessum sjálfsögðu mann- réttindum opinberra starfsmanna í höfn og heitir i því sambandi á öflugan stuðning allra stéttarfé- laga kennara. Loks hefur borizt ályktun fund- ar opinberra starfsmanna á Akur- eyri sem haldinn var á vegum BSRB og Starfsmannafélags Akureyrar. Lýsti fundurinn stuöningi við stefnu og störf BSRB í samningsréttarmáli opin- berra starfsmanna og undrast þau vinnubrögð rikisstjórnar að falla frá áður framkomnum tillögum samninganefndar sinnar í þessu máli. Telur fundurinn BSRB hafa sýnt fullan samningsvilja í máli þessu og tekid fullt tillit til örygg- isþjónustu og heilsugæzlu i þvi sambandi. Fundurínn skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína og vinda bráðan bug að samningum, bæði um samnings- rétt og kjaramál opinberra starfs- manna Komi ekki fram viðun- andi viðbrögð — segir í alyktun- inni — i þcssum efnum, hlýtur BSRB að íhuga vel öll úrræði til að knýja á um úrslit. I því sam- bandi bendii fundurínn á skoð- anakönnun BSRB frá siðastliðnu hausti, sem visbendingu um vilja félagsmanna í þessum efnum. — Pólýfónkórinn Framhald af bls. 3 ana og mundi koma mönnum að betri notum sem hestarétt?" Þrátt fyrir þessa afstöðu listahátíðar verður verkið flutt um páskana og fólki gefst þá kostur á að kanna sjálft hvort verkið hefði verið boðlegt á listahátíö eða ekki. Hins vegar má geta þess að nú hugleiðir kórinn boð um að flytja H-moll messuna í nokkr- um stórborgum ítalíu í sumar í staðinn, en það eru borgirnar Feneyjar, Florenz, Trieste, Udine og Milanó." Pólýfónkórinn hefur orðið talsverða þjálfun í að koma fram á erlendum tónlistarhátíð- um eins og kunnugt er og þegar í fyrstu utanlandsferð sinni árið 1961 var kórinn fenginn til að syngja við opnum Cam- bridge musik festival og hlaut lofsamlega dóma. Hann fór einnig með góð ummæli í vega- nesti því um svipað leyti hafði Bodan Woditcsko lýst því yfir að hann teldi kórinn vel til þess 1 fallinn að koma fram á erlend- um tónlistarhátiðum. Þá var Pólýfónkórinn valinn til þess árið 1965 að syngja við opnun hinnar stóru sönghátíðar Europa Cantat i Belgiu að við- stöddum 5000 áheyrendum. — Meiri verð- hækkanir..................... Framhald af bls. 32 ríkisstjórnin hefur horfið frá nauðsynlegu aðhaldi i verðlags- málum jafnskjótt og kjara- samningar höfðu tekizt. Ennfremur telur hún stórlega vítavert að verðhækkanirnar eru yfirleitt miklum mun meiri en spár Þjóðhagsstofnunar og Hag- stofu Islands gerðu ráð fyrir meðan kjarasamningar stóðu yfir, en þær spár voru að verulegu leyti forsenda samninganna. Miðstjórnin telur þá stefnu ríkisstjórnarinnar í verðlagsmál- um, sem verðhækkana ákvarðanirnar sýna, vera beina árás á lífskjör almennings og auk þess háskalega fyrir efnahags- þróunina i heild. Krefst mið- stjórnin þvi þess, að þessar ákvarðanir verði endurskoðaðar þegar í stað og upp verði tekin virk aðhaldsstefna í verðlags- málunum." — Neitafréttum Framhald af bls. 1 væri hvort nokkur þessara hug- myndayrði reynd. llmmæli Frydenlunds Jafnframt sagði Knut Fryden- lund, utanrikisráðherra Norð- manna í viðtali við Bergens Tidende í dag að Norðmenn hefðu sagt að þeir mundu gera „allt sem þeir gætu" til þess að stuðla að því að lausn fyndist. „En ég hef það á tilfinning- unní," sagði Frydenlund, „að þetta sé deila sem Islendingar séu þjálfaðir í að meðhöndla og að utanaðkomandi ríki geti því að- eins lagt eitthvað að mörkum að íslendingar telji það þjóna nokkr- um tilgangi." „En menn geta ekki upp á sitt eindæmi blandað sér í deiluna," sagði F’rydenlund. — Ný reglugerð Framhald af bls. 2 kolmunna skal vera 16 mm. Þetta ákvæði er nýtt og sett til sam- ræmis við samþykkt Norðaustur- Atlantshafsnefndarinnar. II. KLÆÐING BOTNVÖRPU OG FLOTVÖRPU. Reglur þær, um klæðningu varpna, sem hér verður gerð grein fyrir, eru settartil samræm- is við samþykkt Norðaustur- Atlantshafsnefndarinnar og taka gildi 1. apríl n.k. Botnvörpu og fiotvörpu er að- eins heimilt að klæða með eftir- greindum hætti: a) festa má undir botnvörpu og flotvörpu segldúk, net eða annaó efni í þvi skyni að forða eða draga úr sliti, þó þannig, að þessir slit- varar eða hlifar séu aðeins festar að framan og á hliðunum við pok- ann. b) festa má við poka botnvörpu og flotvörpu netbút úr sama efni og pokinn er gerður úr. Möskvar netbútsins skulu rúmlega helm- ingi stærri en möskvar pokans, og skal netbúturinn festur við pok- ann að framan, á hliðunum og aftan þannig, að hver möskvi net- bútsins falli saman við fjóra möskva pokans. Er hér um svo- nefnda „pólska klæðningu" að ræða. c) við veiöar á rækju, spærlingi, loðnu og kolmunna er heimilt að nota styrktarpoka úr sverara garni en pokinn er sjálfur gerður úr. Lágmarksmöskvastærð slíks styrktarpoka skal vera 80 mm. — Hattersley Framhald af bls. 1 Hann sagði að einnig væri ljóst að Bretar mundu ekki sætta sig við þá 12 mílna einka- lögsögu sem Efnahagsbanda- lagið hefur stungið upp á. Hann sagði að brezka stjórn- in mundi gera það sem i henn- ar valdi stæði til að tryggja lögsögu sem yrði einhvers staðar þar á milli. — Franjieh Framhald af bls. 1 kvöld að sögn útvarps vinstri- manna. Palestínski skæruliðaleið- toginn Yasser Arafat er á för- um til Damaskus ásamt sendi- nefnd að sögn Beirút- útvarpsins. Verið getur að hann reyni að miðla málum í deilum sem hafa risið milli Junblatt og Sýrlendinga og stuðla þannig að samkomulagi umvopnahlé. Arafat tók þátt í fundi sem Junblatt hélt með öðrum palestfnskum leiðtogum og leiðtogum vinstrimanna en sagði áður en hann hófst að hann hafnaði vopnahléi. Hann sagði að menn sem flýðu eins og Franjieh ættu ekki von á góðu. Flokkur falangista sagði í kvöld að 17.000 manns hefðu boðizt til að ganga í flokkinn. Ef það er rétt mun félagatalan um það bil tvöfaldast. -- Sprengjuhótun Framhald af bls. 1 vegna hringinganna og afhenti önnur „geysihörð mótmæli" í dag. Þar sém varað var við því að hótanirnar gætu haft alvarleg áhrif á sambúð ríkjanna. Rússar hafa sjálfir fjórum sinnum mót- mælt atburðum í New York íþess- um mánuði, meðal annars árás leyniskyttu á aðsetur sovézku sendinefndarinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum og sprengingu í skrifstofum ríkisflugfélagsins Aeroflot. Mótmæli voru einnig af- hent i Sovézka sendiráðinu í Washington í dag. I mótmælum sínum í gær kvaðst bandaríska sendiráðið þegar hafa harmað atburðina í New York en bætti því við að það teldi ekki atburðina i Moskvu „jákvætt svar". Sendiráðið sagði enn fremur í orðsendingu sinni að um 50 starfsmenn þess hefðu verið áreittir með símhringingum frá fólki sem kallaði sig „nágranna" eða „verkamann" og að þessar hringingar væru ekki óskipulagð- ar. Nöfn útlendinga eru ekki skráð í símaskrá Moskvu og upplýsinga er ekki hægt að afla um símanúm- er þeirra. Stundum hefur verið hringt í diplómata í þann mund sem þeir hafa komið heim til sin og það virðist gefa til kynna að nákvæmlega sé fylgzt með ferðum þeirra Maðurinn sem varaði við sprengingunni í dag hringdi sex mínútur eftir 12 og spurði eftir „yfirmanni" á lýtalausri ensku. Honum var gefið samband við landgönguliða sem var á verði á sjöundu hæð þar sem Walter Stoessel sendiherra og aðrir hátt- settir starfsmenn hafa skrifstof- ur. Maðurinn sagði að tveggja kilóa sprengja mundi springa kl. 12.27 á jarðhæðinni. Um 50 starfsmenn á neðstu hæðunum þar á meðal rússneskir, og börn úr leikskóla í kjallaran- um voru flutt úr byggingunni í varúðarskyni. — Segir banka Framhald af bls. 15 ið fyrir innan tíðar. Krafa Will- iams á hendur Lloyds er ekki nema eitt þúsund sterlingspund, en gæti gefið ákveðið fordæmi ef hún verður tekin til greina og hefur hann þá í hyggju að ráðast fram gegn öðrum bönkum. Williams er fyrrverandi banka- starfsmaður og gaf út bók árið 1954 sem hét „The Electronic Off- ice“ og segir hann að i þessari bók lýsi hann merkjakerfi því sem brezkir bankar hafi síðar tekið upp. Hann hefur ekki sótt um einkaleyfi og segir ástæðuna fyrir þvi vera að slíkt sé aðeins veitt til sautján ára en hann vilji fá full- an höfundarrétt og hafi öll gögn i höndunum til að sanna mál sitt. — Jenkins Framhald af bls. 1 urinn og þjóðin vildu skjótt svar við því hver yrði næsti forsætis- ráðherra og hann vildi ekki draga keppnina á langinn. Healey gefur kost á sér í annarri atkvæðagreiðslunni en búizt er við að Callaghan fái mest- allt fylgi Jenkins. Þorri hófsamra flokksmanna virðast vilja stöðva Foot og eini maðurinn sem virðist geta það er Callaghan sem talið er að mundi fylgja svipaðri stefnu og Wilson. Stuðningsmenn Foots voru sigri hrósandi eftir úrslitin í dag og einn þeirra, Arthur Latham, sagði: „Foot fær atkvæði Benns og hefur einnig sýnt að hann get- ur tryggt sér stuðning utan raða hins vinstrisinnaða Tribune-hóps, sem venjulega nýtur stuðnings 70 þingmanna. Sumir eru i nokkrum vafa um hvort úrslit fást í annarri at- kvæðagreiðslu þar sem Healey heldur áfram, en þar með fengju Bretar ekki forsætisráðherra fyrr en 5. apríl þegar fjárlög verða lögð fram. Healey gæti virzt yngri og djarfari leiðtogi en Callaghan og vinsældir hans hafa aukizt i Bretlandi þótt vinstrimenn séu hatrammir andstæðingar hans þar sem hann er harður í horn að taka. Þó er almennt álitið að Callag- han sé liklegastur og flestir eru enn þeirrar skoðunar að hann verði fjórði forsætisráðherra Verkamannaflokksins. — Sjónvarp Framhald af bls. 11 börn úr Barnamúsíkskólan- um og hljómsveit. Síðast á dagskrá á gamlárv dag 1970. 19.00 Enska knattspyrnan 11 lé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kjördæmin keppa 2. þáttur. Reykjavík:Vestur- land Lið Revkjavíkur: Berg- steinn Jónsson, sagnfræð- ingur, Sigurður I.índal, pró- fessor, og Vilhjálmur Lúð- víksson, eðlisfræðingur. Lið Vesturlands: Sr. Hjalti Guðmundsson, Stvkkis- hólmi, Jón Þ. Björnsson, kennari, Borgarnesi, og sr. Jón Einarsson, Saurbæ á Hvalf jarðarströnd. 1 hléi svngur Arni Helgason frá Stykkishólmi frumsamið ljóð, „A fögru kvöldi I sveit“, við undirleik Grettis Björnssonar. Stjórnandi er Jón Asgeirs- son, en dómari Ingibjörg Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.00 Læknir til sjós Breskur gamanmvndaflokk- ur. Drós er dánumanns vndi Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.25 Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) Bandarisk biómynd frá árinu 1940, byggð á sögu eftir Jane Austen. Handritið sömdu Aldous Huxley og Jane Murfin. Aðalhlutverk Laurence Olivier ogGreer Garson. Mvndin gerist í smábæ á Englandi. Bennett-hjónin eiga fimm gjafvaxta dætur, og móður þeirra er mjög í mun að gifta þær. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.30 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.