Morgunblaðið - 26.03.1976, Side 31

Morgunblaðið - 26.03.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 31 Stórleikir í næstu nm- ferð bikarkeppni H.S.Í. DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið mætast í næstu umferð Bikarkeppni Handknattleikssam- bands íslands og er þar um að ræóa undanúrslit í kvennaflokki og 2. flokki karla og átta liða úrslit i meistaraflokki karla. Reyndar er ekki öllum leikjum fyrri umferðanna lokið, og því ekki með öllu ljóst hvaða lið það verða sem leiða saman hesta sína í næstu umferð. Þeir leikir sem eftir eru í meistaraflokki karla eru milli KR og Breiðabliks og Fram og KA. Sigurvegari í fyrr- nefnda leiknum á að leika við IR og sigurvegari í siðarnefnda leiknum á að leika við FH. Má líklegt téljast aó Framarar beri sigurorð af KA, jafnvel þótt vitað sé að Akureyrarliðið er erfitt heim að sækja, og verði það Fram og FH sem mætast í átta-liða úr- slitunum er óhætt að gera þvi skóna að þar verði um skemmti- lega og harða baráttu að ræða. Auk þeirra liða sem nefnd hafa verið leika Víkingur og Grótta og Valur og Fylkir eða Týr frá Vest- mannaeyjum saman i átta liða úr- slitunum. Má ætla að það verði Víkingur og Valur sem koma frá þeim leikjum sem sigurvegarar. í kvennakeppninni leika saman Fram og FH og Víkingur og Ar- mann, og má slá því föstu að leik- ur Fram og FH verður hinn at- hyglisverðasti. Framstúlkurnar stefna nú að tvöföldum sigri, i íslandsmótinu og í bikarkeppn- inni, en FH-stúlkurnar hafa sýnt það í vetur að þær eru til alls líklegar, og vilja örugglega gjarn- an flytja bikar þann, sem nú verð- ur keppt um, í fyrsta sinn til Hafnarfjarðar. í 2. flokki karla leika samah Breiðablik og FH og Fylkir eða Haukar og KR. Leikið í 3. deildinni KEPPNI i 3. deild íslandsmótsins í handknattleik verður fram haldið um helgina og þá leikið I riðli þeim er skipaður er utanbæjarfélögum. Verður leikið I Laugardalshötlinni á föstudag og laugardag og hugsan- legt er að úrslitaleikur deildarinnar fari svo fram n.k. mánudag. í riðli þeim er hér um ræðir leika lið Leifturs, UIA, ÍBÍ og Dalvíkur og verður þarna um að ræða seinni umferðina. Hafði ísafjarðarliðið forystu eftir fyrri hluta keppninnar. Það lið sem sigrar í riðli þessum leikur siðan við Stjörnuna til úrslita í deildinni, og sem fyrr qreinir kann svo að fara að sá leikur verði n.k. mánudag. Leikjafyrirkomulag 3. deildarinnar nú um helgina verður þannig að i kvöld kl. 20.45 leika i Laugardals- höllinni Leiftur og UÍA og kl. 22.00 leika ÍBÍ og Dalvik. Á morgun kl. 16.30 leika i Laugardalshöllinni Dal vík og Leiftur og kl. 17.45 leika þar UIA og ÍBÍ. Á sunnudag fara svo fram tveir leikir i Ásgarði i Görðum. Þar leika kl. 17.30* lið ÍBÍ og Leifturs og síðan lið Dalvikur og UÍA. Kna ttspyrnupunktar MYND þessi var tekin á Siglufirði um sfðustu helgi er þar áttust við lið TBR og TBS. Það er hinn efnilegi TBR-leikmaður, Ottð Guðjónsson sem þarna slær badmintonholtann. B-lið TBR í forustu Í FYRRAKVÖLD fór fram vin- áttulandsleikur i knattspyrnu milli Sovétríkjanna og Búlgaríu og var leikið í Sofia. Urslit urðu þau að Sovétmenn sigruðu með þremur mörkum gegn engu, eftir að staðan hafði verið 1—0 i hálf- leik. Mörk Sovétmanna skoruðu: Onishchenko, Minauev og Blokhin. Franska unglingalandsliðið í knattspyrnu sigraði unglingalið Möltu með einu marki gegn engu í leik liðanna sem fram fór í Metz í Frakklandi i fyrrakvöld, en leik- ur þessi var liður í UEFA- bikarkeppni unglinga. Frakkar unnu fyrri leikinn sem fram fór á Möltu 3—1 og komast því í loka- keppnina sem fram fer í Ung- verjalandi í mai. Rúmenía sigraði Frakkland 1—0 i leik liðanna i undankeppni Olympíuleikanna í knattspyrnu sem fram fór í Búkarest í fyrra- kvöld. Spánverjar hafa tryggt sér rétt til þess að leika í lokakeppni Ólympíuleikanna í knattspyrnu. Gerðu þeir markalaust jafntefli Miklatúnshlaup FYRSTA Miklatúnshlaup Ármanns á þessum vetri fer fram n.k. laugardag og hefst kl. 14.00. Hefst hlaupið á sama stað og und- anfarin ár og verður með svipuðu sniði og áður. Keppt verður í drengja- og stúlknaflokkum. Skiðamótí Hveradölum Skíðamót fyrir börn 12 ára og yngri fer fram við Skíðaskálann i Hveradölum laugardaginn 27. marz og hefst það kl. 14.00.Nafna- kall fer fram kl. 13.00. Skíðafélag Reykjavíkur sér um mótið. við Tyrki i leik sem fram fór i Adana í Tyrklandi í fyrrakvöld. Notuðu Spánverjar atvinnumenn sína í leik þessum, en forráða- menn tyrkneska liðsins lýstu því yfir að leik loknum, að þeir myndu ekki kæra Spánverjana fyrir það. Austur-Þýzkaland sigraði Aust- urríki með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna i undankeppni Ólympíuleikanna í knattspyrnu sem fram fór í Vín í fyrrakvöld. Staðan í hálfleik var 1—0. Mörk Austur-Þýzkalands gerður þeir Riediger og Löwe. Argentína sigraði Pólland 2—1 f vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór i Varsjá i fyrra- kvöld. Öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Urðu Pólverjar fyrri til að skora og var þar Kmiecik að verki, en Scott jafnaði fljótlega fyrir Argentínumenn og Mario Kempes skoraði síðan sig- urmarkið með skalla Hollendingar sigruðu Ira 1—0 i leik liðanna i bikarkeppni UEFA fyrir unglingalandslið, en leikið' var í Breda i Hollandi i fyrra- kvöld. Mark Hollendinganna skoraði Wouters. Það sem af er vikunni hafa eft- irtaldir leikir farið fram i knattspyrnunni: í brezku England 1. deild: Derby — Stoke 1 — 1 England 2. deild: Bolton — Blackburn 0—1 Charlton — Orient 1 — 1 Sunderl. — Bristol City 1 — 1 England 3. deild: Aldershot — Peterbor. 1—0 Sheff. Wed.—Chesterfield 1—3 Colchester — Millwall 0—1 Halifax — Southend 1—0 Undanúrslit Bikarkeppni Wales: Cester — Cardiff 0—0 Hereford — Shrewsbury 1—1 ÞRJÚ lið hafa nú unnið sér rétt til þess að taka þátt í úrslitakeppni í neðri- flokknum f liðakeppni Badmintonssambands ts- lands. Eru það B-lið KR og TBS og lið íþróttabanda- lags Akraness. Sigruðu lið þessi í sfnum riðlum og keppa sfðan sín á milli um sæti f efri flokkunum. I 1. riðli í neðri flokknum léku lið Vals, Badmintonfélag Hafnar- fjarðar, C-lið TBR og B-lið KR. Urðu úrslit þau að B-lið KR sigraði. Hlaut 3 stig fyrir 3 leiki og vinningatala liðsins var 27:12. C-lið TBR varð í öðru sæti með 2 stig fyrir 3 leiki og vinningatöl- una 23:16. Lið Vals varð í þriðja sæti með 1 stig fyrir 3 leiki og vinningatöluna 19:20 og lið BH varð í fjörða sæti, hlaut ekki stig, en vinningatalan var 9:30. Fimm lið kepptu i öðrum riðli. Þar sigraði ÍA sem hlaut 4 stig og var með vinningatöluna 45:7. C- lið KR varð í öðru sæti með 3 stig og vinningatöluna 27:25. 1 þriðja sæti varð lið Vikings með 2 stig og vinningatöluna 22:30. Gerpla varð í fjóröa sæti með sömu stigatölu og sömu vinninga og Víkingur, en UMFN varð í fimmta sæti, hlaut ekki stig og vinningatala liðsins var 14:38. 1 þriðja riðlinum voru aðeins tvö lið, B-lið TBS og lið frá Akureyri. Sigraði Siglufjarðarlið- ið með 8 vinningum gegn 5. I efri flokknum er slaðan sú, aö B-lið TBR hefur þar forystu með 3 stig og vinningatöluna 26:13. A-lið TBR er i öðru sæti með 2 stig og vinningatöluna 18:21. KR- ingar eru i þriðja sæti, hafa ekki hlotið stig, en vinningatala þeirra er 17:22 og í fjórða sæti er svo A-lið TBS sem hefur leikið einn leik, ekki fengið stig, en vinn- ingarnir eru 4:9. íþróttamiðstöð I.S.Í. Laugarvatni Frestur til að skila umsóknum um dvöl i íþrótta- miðstöð I.S.I., Laugarvatni á n.k. sumri, rennur út n.k. mánudag. Reykjavík26. marz 1976 íþróttasamband íslands. Heiðursleikur Joe Kinnears: Brighton — Tottenham 1—6 Mikið úrval af flaueli og terelyne ný komið Einnig mynstrað bómullarefni Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d S-86 113 &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.