Alþýðublaðið - 30.09.1958, Page 7

Alþýðublaðið - 30.09.1958, Page 7
‘f*riðjiidá£ur 30? sfept. '; 1953-: ' :V' A 11> ý 8 n b I a 8 I 9 'SUMER MENN hafa skilað svo mikln og margþættu afrvistarfi: á rúmlega miðjum aldri, að ó-' sjálfrátt finnst manni sem þeir | hafi starfað í meira en einn' mannsaldur. Þetta er því al- gengara þegar miklir breyt- inga- og byltinga-tímar ganga yfir þjóðirnar og nýjar félags- máiahreyfingar ryðja sér til rúms, þoka gömlu um set og byggja á nýjum grunni. Með- al þessara manna er Jón Axel Pétursson, einn af fremstu leið togum Alþýðuflokksins, en hann varð sextugur í gær. Jón Axel Pétursson er kom- inn neðan úr djúpinu, ef svo má að orði komast, og þar eru rætur hans. Foreldrar hans voru Elísabet Jónsdóttir og Pétur Guðmundsson kennari á Eyrarbakka. Pétur var mikill gáfumaður, frumherji í bind- indismálum þjóðarinnar, á- hugamaður um stjórnmál og var meðal annars í kiöri til Al- þingis, Hann aflaðisérmenntun ar hér og erlendis, þó að engin væru efnin og kom með nýjan anda til Eyrarbakka. Þá var þar að hefjast vakning meðal alþýðunnar og studdi Pétur að henni á margvíslegan hátt sagði Bjarni Eggertsson við mig, að hefðu þeir arnir ekki átt Pétur þá hefði róðurinn gengið verr fyrir ýmsurn hagsmuna- og velferðamálum fólksins — og nefndi hann þá oftast jarða- kaup hreppsins. Pétur lézt ár- áð 1922. Edísábet Jónsdóttir var og er stórbrotin gáfukona, skapstór og fylgin sér eins og hún á ætt til. Hún er vel hag- orð og hefur ritað allmargar folaðagreinar, sem allar bera vott um heilbrigða réttlætis- kennd og mikið viljaþrek. — Þau hjón voru alla tíð fátæk, og kjör þeirra sízt betri en verkafólksins á Eyrarbakka, þó að Pétur stundaði ekki erf- iðisvinnu, enda var ómegð þeirra mikil. Þaa eignuðust ellefu börn og var Jón Axel elztur þeirra. Saga Jóns Axels . í æsku er ekki frábrugðin sögu annarra alþýðuscna á þeirri tíð. Hann var sendur í sveit kornungur til þess að vinna fyrir mat sín- um og strax eftir ferminguna var hann sendur á sjóinn. Fór . foann til Þorlákshafnar og átti að vera landmaður, sjá um net- in og þess háttar, en vegna þess að einn hásetanna var svo sjó- veikur var Jón settur undir ári foans. Jón var að vísu líka sjó- , veikur, en hann beit á jaxlinn, kreppti höndunum um hlumrn- ana og lærði áralagið. Mörgum finnst þetta ef til vill hart nú, en Jóni finnst það ekki tiltöku- mál. Þetta var venjan — og eina lífsbjargarvonin. Hann ^var elztur systkina sinna, á honúifi ‘ hvíldi þá þegar þung ábyrgð að hjálpa til — og sjór og veður ægðu honum ekki, hvorki þá né síðar. Á næstu vertíð fór hann á vélbát, en þegar hann var fimmtán ára fór hann til Reykjavíkur einn síns liðs, vildi reyna að leita sér frama, en varð minna úr en ætlað var, komst í hafnargerðina og síðar um sumarið í símavinnu, en fór svo aftur heim um haustið og var á mótorbát. Hann vildi komast á skak og lét smíða sér forláta öngul, sem hann leit á sem mikið dýrmæti og gætti eins og sjáaldur auga síns, en fékk ekki fyrir föður sínum, sem tók boði skipstjóra frá Eyrarbakka um pláss fyr- soninn ir somnn a flóabátnum Ing- ólfi, en hapn stundaði trans- port hér við flóanii, til Vest- mannaevja og Suðurnesja, Akraness, Borgarness og Akra. Þar undi harm sæmilega, en langaði annað. í þá daga þótti það mikil framavon að komast á skip Eimskipafélagsins. sem voru að koma til landsins, varla hægt að komast hærra, og Jón átti margar göngur til þeirra manna, sem þar réðu. Hann fékk og. vilyrði fyrir plássi á aði hann dag eftir dag, um borð Pg frá borði, leitaði skipsrúms en fékk ekki. Hann veifaði prófskírteini sínu frá skóian-: um í þeirri trú að ,það mundi hjálpa honum, en það fór víðs fjarri. Skipstjórunum leizt ekki á þennan lágvaxna mann með stýrimannsskýrteinið, sem leitaði eftir hásetaplássi. Loks komst hann þó á skip með nokkuð ævintýralegum hætti. Þetta skip var um tólf hundruð smálestir og sigldi til ýmissa Evrópuianda. Þar var hann framkvæmdastjóri' Alþýðusambandsins og Alþýðu flokksins. Þegar Bæjarútgerð; Reykjavíkur var svo stofnsett á'rið,1946 Jrar Jón Axel ráðinn anhár forstjóri hennar og því starfj gégnir hann enn. II. Þetta eru ytri línurnar í sögu Jóns Axels Péturssonar, en sagan er ekki nema hálfsögð. Þó sýna þessir fáu drættir, að maðurinn er þrekmikill, að hann bjó yfir ríkum vilja, miklu skapi — og naut trausts ' sem hann komst í kynni við. Jón Axel Pétu'rsson hajfði lítil kynni haft af þeim vísi að verkalýðshreyfingu, sem var að skjóta upp kollinum, áður en hann fór utan vorið 1920, en er hann kom út gekk hann í brezka sjómannasam- bandið. Þá voru launadeilur tíðar, atvinnuleysi meðal sjó- manna, verkföll og hrokafull andstaða atvinnurekenda. Þá kynntist hann náið sjónarmið- um hinnar alþjóðlegu verka- lýðsforeyfingar og jafnaðar- stefnu. Þegar hann svo kom heim áttu farmenn hvergi at- hvarf. Sumir, eða flestir, iutu dönskum farmannasamning- um, en hér var enginn aðili, sem lét málefni þeirra til sín taka. Fyrir atbeina Jóns og nokkurra félaga hans, tókust sérsamningar milli Emils Ni- elsens og þeirra um kaup og kjör farmanna hjá Eimskip, og þegar Jón kom næsf heim, sneri hann sér til Hásetafélags Reykjavíkur, brýndi fyrir stjórn þess nauðsyn þess að það tæki við hagsmunamálum farmanna eins og annarra sjó- manna, sem hún féllst á o§ afhenti félaginu þá samninga, sem þeir félagar höfðu gert. Og þar með voru örlög Jóns Axels ráðin. Hánn gerðist þá . þegar einn af forystumönnuua verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík og Alþýðuflokksins,’' var áratugum saman í nefnd- um hiá Sjómannafélaginu, fulltrúi þess og Stýrimannafé- lags íslands (en hann var og' formaður þess um margra ára skeið og er nú heiðursfélagi þar) á þingum Alþýðusam- bandsins og átti sæti í stjórn þess og þar með stjórn Alþýðu- flokksins, en þar á hann emi sæti. Hann varð fyrsti fram- kvæmdastjóri sambandsins og flokksins, árið 1937, en þá voru mestu og harðvítugustu baráttnár samtakanna og þá — og ekki sízt fyrir atbeina þessa harðduglega og skapheita manns, unnu samtökin þá sigra, sem þau hafa búið að síðan, þó að mörg aldan ill hafi skollið á fleyinu. Árið 1934 var Jón kosinn í bæjarstjórn og sat hann þar og í bæjarráði í samflþytt tvo áratugi, lengst af sem aðalleið- togi og fyrirsvarsmaður flokks- ins. Hér er ekki hægt að rekja öll þau mörgu mál, sem Jón Axel átti frumkvæðið að inn- an samtakanna og í bæjar- . stjórn Reykjavíkur, en þau rista djúpt og þeirra sér ví‘3a ^ merki. En stærst þessara máia ' er bæjarútgerð Reykjavíkur. ! Hann var helzti baráttnmaðvif . þess máls næstum því frá því , hann var kosinn í bæjarstjórn, | en þá vakti fyrst og fremst fyr- . ir mönnum að stofna til slíks Framhald á 8. síðu. Kveðja til Jóns Axels Péturssona Gullfossi, en varð að gæta þess | að missa sem minnst úr og þó að varast að vera úti í sjó þeg- j ar Gullfoss kæmi. Hann sagði' því upp á Ingólfi, settist á stein eða rölti um bryggjuna og beið eftir skipinu. Og loksins kom það og Jón var ráðinn sem há- seti. En Jóni fannst þetta ekki nóg. Hann ætlaði að verða sjó- maður og ekki aðeins háseti. Hann innskrifaðist í Stýri- mannaskólann haustið 1918 og hóf skólanám, en þá skall spánska veikin á borginni, skólinn starfaði skemur en venjulega og Jón var þar að- eins einn mánuo og fór aftur á Gullfoss. Haustið 1919 fór hann enn í skólann og lauk far- mannaprófi næsta vor. Jón Axel var þá tuttugu og eins árs og óróleiki í blóðinu. Hann vildi læra meira, kynn- ast öðrum siglingaþjóðum, læra tungumál og sjá heiminn. Hann og einn skólabróðir hans, ákváðu því að freista gæfunnar erlendis. Þeir fengu far til Englands með enskum togurum. Jón kom til Fleet- wood með eitt hundrað krón- úr í vasanum og. hélt þaðan til Liverpool, brennidepils hins mikla siglingaflota. Hann fékk sér herbergi á sjómannaheim- ili og hélt svo niður í dokkurn- ar. Sagt er að hafnarbakkarn- ir í Liverpool séu þrjátíu og sex km. að léngd og þá þramm- voru margir Arabar og reynd- ust þeir hinir ágætustu félag- ar. Á þessu skipi var hann í eitt ár, en síðan á nokkrum enskum skipum og loks á norsku skipi sem annar stýri- maður. Var þá ætlun Jóns að taka norskt skipstjórapróf og j leita sér frama á norska sigl-j ingaflotanum, en þar kunni j hann vel við sig, en annað j snerist fyrir hann. Honum barst skeyti um það að heim- j an, að faðir hans væri látinn. Hann vissi sem var, að þörf j var fyrir hann heima, sagði! því upp starfi • sí«u, sendi það heim, sem hann hafði ætlað að nota til skólans '— og hélt til Kaupmannahafnar peninga- laus. Hann komst fljótlega á skip hingað heim og varð svo heppiim að fá hásetapláss á leiðinni. Um haustið flutti móðir Jóns hingað til Reykja- víkur með öll börn sín, sem mörg voru nú komin á legg og farin að hjálpa til. Jón fór þegar að leita sér vinnu og vann um skeið við að mála reykháfa á togurum, en fór svo á síldveiðar og hafði lítið í aðra hönd. Um haustið réðist hann aftur á Gullfoss og var á honum í hálft þriðja ár. Árið 1925 var hann ráðinn hafnsögumaður og gegndi hafnsögumannsstöríýim 1 í tvo áratugi, að undanskyldu rúmu ári, sem hann fékk frí, én þá JÓN AXEL PÉTURSSON varð sextugur í gær. í áratugi hefur hann verið einn helzti for vígismaður Alþýðuflokksins hér í Reykjavík, sat í bæjar- stjórn í meira en tuttugu ár, og lengi í bæjarráði, hefur átt sæti í miðstjórn Alþýðuflokks- ins ennþá lengur og var um skeið framkvæmdastjóri flokks Ins. Hann var einn af braut- ryðjendunum í samtökum ís- lenzkra sjómanna, og nú urn nokkurra ára skeið hefur hann gegnt einu umsvifamesta fram kvæmdastjórastarfi í íslenzkri útgerð. Ungur gekk Jón Axel í Al- þýðuflokkinn og skipaði sér undir merki jafnaðarstefnunn- ar og verkalýðshreyfingarinn- ar. Jafnaðarstefnan er ofin úr ýmsum þáttum. Sumum er hún aðallega hugsjón um réttlátari heim, betri og fegurri. Öðrum er hún fyrst og fremst tæki til að flýta framförum, auka hag- sæld, skapa ný stórvirki með skipulögðu átaki. Ég býst við, að flestir muni telja Jón Axel hafa orðið jafnaðarmann eink- um út frá síðara sjónarmiðinu. Hann er framkvæmdamaður og 1 framfaramaður, það hefur allt- i af gerzt eitthvað, þar sem hann hefur verið, og það mun alltaf verða líf og starf í kringum | hann. Þau stóru framfaraspor, | sem stigin hafa verið í íslenzk- um sjávarútvegi á fyrra helm- j ingi þejsarar aldar hafa, öilu j öðru fremur, orðið undirstaða þeirrar gerbyltingar, sem gerzt hefur á högum og kjörum þjóð arinnar. Jón Axel Pétursson er e nn þeirra manna, sem stýrt hafa sókn íslendinga fram á við á þessu sviði. Frá unga aldri hefur hann verið tengdur mál- efnum íslenzks 'sjávárútvegs, og það er áhugi og bjartsýni, — stórhugur og framsækni manna eins og hans, sem á drjúgan þátt í því undri, er orðið hefur í atvinnusögu þjóðarinnar á þessu skeiði. Flestum mun Jón standa fyr- ir, sem ég þekki. Viðmót slíkra kvæmdamaðurinn, atorkumað- urinn. Hinir beztu í hópi slíkra manna hafa gjarnan einn kost: Þeir eru hreinir og beinir, þeir segja skoðun sína fljótt og hik- iaust, já þernra þýðir já og nei — þeirra nei, ekkert hik, engin undirmál. Þessum kosti er Jón Axel gæddur í ríkum mæli, i ríkara mæli en flestir menn aðr ir, sem ég þekki. Viðmót slíkra manna getur orkað nokkuð ó- líkt á þá, sem eiga við þá sam- skipti. Sumir virðast þeir hrjurf ir, öðrum hressandi. En öllurn, sem hafa haft náin kynni af Jóni Axel ,er áreiðanlega ljóst, að hann er hreinskiptinn vegna þess eins, að hann er drengskap armaður. Hann er vinur vina sinna, hvergi hálfur, alls staðar heJl. Þeir, sem þekkja hann bezt, vita, að hann er ekki að- eins dugmikill forstjórj, held- ur einnig hjartahlýr maður, — sem jafnan ieggur gott til mála og er altlaf fús til þess að hjálpa þeim, sem hann getur. Það, sem gert hefur hann í æsku að góðum jafnaðarmanni, hefur á- reiðanlega ekki aðeins verið trú á nýjar framfaraleiðir, heldur einnig ósk um aukið réttlæti. Alþýðuflokkurinn á Jóni Ax- el Péturssyni mikið að þakka. En starf Jóns Axels hefur ekki aðeins verið flokki hans mikils virði heldur einnig bæ hans og landi. Hann og fjölskylda hans fann það í gær, að það er mik- ils metið. Gvlfi Þ- Gíslason.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.