Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976
|:unn: :]
£*<«<****”’«!
Im'P^
5*$**iíd
!*•#.* **'*«»<
Píj’Wi
tevnisl
l»»v.*.y i».
kí»*> i * ♦
hu*.+ *•$♦
****n
■ -ssrss
\’ • ' " ^**""**^
s-‘-
SENDIHERRAHJÓN Bandaríkjanna á tslandi, Dor-
othy og Frederick Irving, eru á förum af landi brott,
þar sem sendiherrann hefur verið útnefndur aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna og mun fara með
hafréttarmál, umhverfis- og vísindamál. Hérlendis
hafa þau dvalizt í 3 ár og 7 mánuði og tekið að eigin
sögn miklu ástfóstri við tsland. Þá má þvf segja að
talsverður söknuður sé í hugum þeirra, er þau fara nú
af landi brott — „þótt auðvitað sé gaman að koma
heim á ný“ eins og sendiherrann sagði f stuttu spjalli
við Morgunblaðið. Óhætt mun einnig að fullyrða að
þau hjón eru með vinsælustu fulltrúum síns lands,
sem hér hafa verið, og eru þá engir aðrir lastaðir.
„Okkur hefur liöið einstak-
lega vel þann tíma, sem viö
höfum verið á Islandi," sagði
Frederick Irving. „Hér höfum
við komizt næst því að fá til-
finninguna sem værum við
heima af þeim löndum, sem við
höfum gist. Islendingar eru
frjálst fólk, sem alltaf er hægt
að vera hreinskilinn við og það
gerir lífið ánægjulegt. ls-
lendingar eru áhugasamir um
umhverfí sitt og stjórnmál —
eins og Bandaríkjamenn — og
það er gaman að tala viö þá. Viö
þá er unnt að tala um stjórnmál
án þess að þeir setji sig á háan
hest og segi að maður sé að
skipta sér af þeirra eigin mál-
um, en auðvitað gætir maður
þess sem diplómat að segja ekki
of mikið,“ segir sendiherrann
og hlær við.
F’rú Irving hefur notað
frístundir sinar á Islandi til
þess að læra íslenzku. Hún
sagði blaðamanni Mbl. að kenn-
arar sínir hefðu m.a. verið
krakkarnir í nágrenni sendi-
ráðsins. Og voru þeir góðir
kennarar: „Já, þeir eru alveg
frábærir. Það góða við krakk-
ana er að þeir eru alveg ófeimn-
ir við að leiðrétta mig í fram-
burði og hika ekki við það. Þau
sitja hér umhverfis þetta borð
— og sendiherrafrúin bendir á
lítið borð í stofunni á heimili
þeirra hjóna — og þar fer
kennslan fram. Ef ég skil ekki
eitthvað, sem þau segja, stinga
þau saman nefjum og bera
saman bækur sínar áður en út-
skýringar eru samþykktar. Hef
ég átt margar ánægjulegar
stundir með þessum vinum
mínum,“ sagði sendiherrafrúin.
En hvað hafa sendiherra-
hjónin ferðazt um landið? „Við
höfum ferðazt mjög víða,“ segir
sendiherrafrúin, en sendiherr-
ann bætir við: „Konan og börn-
in hafa ferðazt mun meira en
ég, því að ég er dálítið slæmur í
baki.“ „Já við höfum mikið
ferðazt og legið jafnan í tjaldi,“
heldur sendiherrafrúin áfram.
„Eitt sumarið fórum við um
Suðurland, þá um Austurland
og eitt sinn um Snæfellsnes. Þá
höfum við farið norður og eitt
sinn til Isafjarðar. Ég hefi haft
sérstakan áhuga á Islandssög-
unni og hefur mér þótt einkar
skemmtilegt að heimsækja
sögustaðina. Fyrsta sumarið fór
ég til dæmis um söguslóðir á
Suðurlandi, kom í Odda og í
Haukadal. I einni tjaldferðinni,
óveðursnótt, fauk tjaldið af
okkur um klukkan fjögur
og urðum við að taka það saman
og skríða upp í bílinn. Þá var
allt í einu bankað á gluggann í
bílnum, Þar var þá komin blá-
ókunnur Islendingur úr næsta
tjaldi við okkur með kaffibrúsa
og bolla. Þetta er sú hlýja og
það vinalega viðmót, sem brætt
hefur hjörtu okkar gagnvart
Islcr.dingum. Ég vcit ekki.
hvaða fólk þetta var, og get því
ekki þakkað því fyrir nægilega.
Lesi þau þetta spjall okkar,
biðjum við fyrir kveðjur."
Þá barst talið að veðrinu á
Islandi. Þau væru víst góðu vön
frá Bandaríkjunum. Sendiherr-
ann sagði þá að þau kæmu frá
Rode Island og þar væri mjög
margbreytilegt veðurlag, rétt
eins og á Islandi. Sendiherra-
frúin skaut því þá að, að maður
kynntist ekki öllum veðrabrigð-
um þar á 20 mínútum eins og
komið gæti fyrir á íslandi.
„Nei,“ sagði sendiherrann, „en
við erum þó búin að vera nógu
lengi á Islandi til þess að geta
kvartað yfir veðrinu eins og
hverjir aðrir Islendingar. Við
gleðjumst líka yfir því, þegar
gott er veður og eitt er víst að
þegar sólin skín, erum við
þegar búin að gleyma um-
hleypingunum, rétt eins og þið.
Við höfum haft það fyrir sið á
hverjum degi — og þeir eru
ekki margir dagarnir, sem við
höfum misst úr — að ganga
einn hring í kringum Tjörnina.
Það hefur verið hressandi og
skemmtilegt, en stundum hefur
verið fjári kalt,“ segir sendi-
herrann og hlær við.
Ahugamál sendiherrafrúar-
innar hafa ekki einskorðazt við
sögu Islands og íslenzkuna.
Hún hefur einnig haft áhuga á
skólamálum, en sjálf er hún
kennari að mennt. Hefur hún
skoðað skóla og rætt við kenn-
ara og einnig hefur hún starfað
í kvennasamtökum Rauða
, ,Hér höfum
vlð komizt næst ]iví
að fá tilfimiim»una
— að \era heima”
Sendiherrahjón Bandarfkj-
anna, Dorothy og Frederick
Irving, á heimili slnu. Að
baki þeim eru myndirnar,
sem Irving málaði sjálfur og
getið er um I viðtalinu.
— Ljósm.: Ol. K. M.
krossins og fleiri félögum.
„Margir góðir vinir mfnir hafa
hjálpað mér mikið og fyrir það
verð ég ævinlega þakklát. Þetta
hefur allt ýtt undir þá tilfinn-
ingu að maður sé heima,“ sagði
sendiherrafrúin.
Börn sendiherrahjónanna
eru þrjú og hafa þau öll stund-
að háskólanám í Bandaríkjun-
um þessi ár, sem þau hjón hafa
verið á Islandi. En til Islands
hafa þau komið á sumrin og
m.a. unnið hér í fiski á Kirkju-
sandi. Elzta barn þeirra, Sue,
hefur nýlokið Ph.D.-prófi frá
Harvard og er nú ráðgjafi
Ribicoffs öldungadeildarþing-
manns frá Connecticut. Hún
kvæntist nú í febrúarmánuði
ungum lögfræðingi. Sonur
þeirra Rick er að búa sig undir
meistarapróf í þjóðfélagsfræð-
um við háskólann í Boston.
Hann er væntanlegur til
Islands nú í júní, þvi að hinn 5.
júní ætlar hann að ganga að
eiga dóttur danska sendiherr-
ans á íslandi. Gitfc Nielsen. oe
verða þau gefin saman í Mos-
fellskirkju í Mosfellssveit.
Munu sendiherrahjónin þá
koma til Islands til þess að
verða við brúðkaupið. Yngsta
barnið er svo Barbara, sem er á
þriðja ári í Wellesley College í
Massachusetts. Barbara hefur
oftast komið til Islands af þeim
börnum og talar dálítið
íslenzku.
Já, börnin hafa komið á
hverju sumri til Islands og ekki
nóg með það, heldur hafa vinir
og kunningjar komið með þeim.
„Svo gestkvæmt hefur verið
hér á heimili okkar,“ segir
sendiherrann, „að hér hafa
menn orðið að sofa í flatsæng á
gólfinu, vegna þess að ekki
voru til nógu mörg rúm á
heimilinu. Ég er sannfærður
um að Flugleiðir munu sakna
okkar sárt, er við förum héðan,
því að þeir eru ófáir farseðlarn-
ir, sem þeir hafa selt vegna
þessa. Svo er konan mín eigin-
lega eins og gangandi ferða-
skrifstofa fyrir Island, því að í
hvert skipti sem við förum til
Bandaríkjanna, rogast hún með
mörg kg af túristabæklingum
til þess að gefa vinum og
kunningjum þar heima,“ og
Irving hlær við.
En hvað nú um.starf sendi-
íierrans hrji'i ng h^Jfí %r'»
Islandi? „Þetta hefur fyrir mig
verið mjög áhugaverður tími,“
segir Irving sendiherra, „en
hann hefur kannski að sama
skapi verið erfiður. Hálft þriðja
ár fór í samninga um nýjan
varnarsamning milli Banda-
ríkjanna og Islands. Þetta var
mér skemmtileg reynsla og þá
einkum vegna þess að allt fór
vel að Iokum. I upphafi urðum
við sammála um að finna atriði,
sem báðar þjóðir hefðu áhuga
og ábata af og það var skilning-
ur beggja aðila að við ættust
tvær sjálfstæðar og fullvalda
þjóðir. Þetta var góður grunnur
að því samkomulagi, sem síðan
náðist.“
„Hefur nýr sendiherra verið
útnefndur?"
„Nei, ekki enn og liklegast
mun taka um mánuð að útnefna
hann,“ sagði Irving. „1 fyrstu
var það ætlunin að við yrðum
hér fram á sumar, en það
breyttist svo vegna aukinna
anna í því starfi, sem ég tek við
og einkum vegna þess að þingið
krafðist þess að ég tæki fyrr við
stöðunni.“
„Dvölin hér á íslandi hefur
kannski stuðlað að útnefning-
unni í nýja embættið?"
„Hún vissulega gerði það og í
staðfestingunni fyrir veitingu
•• •-• einmitt sérstaklega
tekið fram þetta atriði. Þetta
nýja starf mitt fjallar einmitt
um fiskveiðar og þá útfærslu
fiskveiðilandhelgi Bandarikj-
anna. Þetta ásamt því verkefni
að koma á öryggiskerfi um
allan heim til varnar fram-
leiðslu kjarnasprengja eru
viðamestu vandamál, sem ég
mun fjalla um í nýja embætt-
inu. Kjarnorka er einn af orku-
gjöfum jarðar, en hún getur
einnig birzt í þeirri hræðilegu
mynd, sem kjarnorkusprengjur
eru. Við ætlum að vinna að því
verkefni að fá þjóðir, sem eiga
kjarnaofna, til þess að sam-
þykkja að framleiða ekki
kjarnorkusprengjur. Þá mun-
um við einnig vinna að því að
auka verndun náttúruauðæfa
og berjast gegn mengun um
allan heim. Hingað til hafa allt
of fá lönd samþykkt Vínarsam-
komulagið um bann við fram-
leiðslu kjarnorkuvopna, en tak-
markið er að fá öll lönd til þess
að sameinast um það. Þá má og
nefna að undir skrifstofu mína
í Washington heyrir einnig
samvinna Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna í geimnum. Á
skrifstofunni starfa um 120
manns, þ.á m. vísindalegir ráð-
gjafar í fiskveiðimálum, haf-
réttarmálum, mengunarmálum
og kjarnorkumálum. Auk þess
eru sérfræðingar í 25 löndum.
Spanna þeir einnig fleiri lönd,
þannig að við höfum yfirsýn
yfir allan heiminn.“
Heimili sendiherrahjónanna
er einkar skemmtilegt. Á ein-
um veggnum hanga fjórar litlar
olíumyndir, sem rammaðar eru
inn í sama rammann. Sendi-
herrann segir okkur að þetta sé
eftir hann sjálfan. Við spyrjum,
hvorl íiiiiíii si'lhvjið iif
að mála. „Nei,“ segir Irving,
,,en I fjölskyldu okkar er sá
siður, að þegar við gefum
hverju öðru jólagjafir, býr
maður þær til sjálfur. Eitt árið
var ég alveg hugmyndasnauð-
ur. Þá fann ég allt í einu olíuliti
Framhald á bls. 37
Spjallað við sendiherra-
hjón Bandaríkjanna, Dorothy
og Frederick Irving,
sem eru á förum