Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRIL 1976 17 I»etta gerdist líka .... Guðsmaðurinn og gullið Klerkur, hálsbindaframleiSandi og bústjórinn á minkabúi eru nú fyrir rétti I Varsjá sakaSir um að hafa smyglað óbætanlegum listaverkum vestur fyrir tjald, tekið greiðslu í gulli og smyglað þvf síðan til baka til Póllands. Mál þeirra hefur verið í rannsókn um þriggja ára skeið og alls eru þremenningarnir taldir hafa komið 103 málverkum og öðrum lista- verkum úr landi og þegið fyrir þau og annað „tilfallandi" þýfi hvorki meira né minna en tólf tonn af gulli! Klerkurinn er talinn hafa verið iðnastur við kolann og raunar ekki vílað fyrir sér að dunda líka við sölu á fölsuðum listavérkum. Þá á hann ennfremur að hafa feðrað tvíbura og er það einn liður ákærunnar á hendur honum, þó að ekki komi fram, hvernig það megi varða við lög. Pólitík og pgndingar Lögregla Smlth stjórnarinnar { Rhodeslu heldur nú yfir 1200 pólitiskum föngum { fangelsum sinum og þar af einum sjö hundruB, sem hvorki hafa verið opinberlega ðkærSir né leiddir fyrir rótt. Amnesty International upplýsir að í örvæntingu sinni beiti yfirvöld þama nú pyndingum sem „kerfisbundnum, sjálfsögð- um hlut". Amnesty fullyrSir ennfremur, að hin ólöglega stjórn Smiths hafi á undan- fömum tiu árum látið hengja yfir 60 blökkumenn fyrir „andófsstarfsemi" af ýmsu tagi. Fulltrúar stjórn- valda hétu þvi a8 visu opin- berlega í desember 1974 að hætta að beita hengingarólinni sem póli- tisku vopni. En loforðið dugði skammt og böðlarnir hafa aftur fengið nóg að starfa. Skrúfað fgrir í Chile Stjómvöld I Chile létu um siðastliðin mánaðamót loka útvarpsstöð einni i Santiago fyrir að útvarpa „umdeilanlegum" fréttum sem gætu haft „óæskileg áhrif á lög og reglu. verðlag og efnahagslegt jafnvægi." Útvarpsstöð þessi er i eigu kristilegra demokrata, sem nú hafa „gert hlé á starfsemi sinni", eins og það heitir nú opinberlega á þessum slóðum þegar flokkar hafa verið bannfærðir. Og hvað hafði stöðin nú brotið af sér, sem gæti haft jafn voveiflegar afleiðingar og stjórnvöld fullyrða? Jú, hún hafði i fréttasendingu dirfst að gefa I skyn, að i landinu riki alvarlegur sykurskortur! r Abatasamar mannaveiðar Tuttugu og einn maður var i höndum italskra mannræningja við síðustu talningu, þar á meðal einn af þingmönnum kristilegra demókrata, sem hefur verið saknað siðan 4. nóvember. Allar likur eru þó taldar á að tiu hinna týndu séu látnir, þótt lausnargjald þeirra hafi i sumum tilvikum þegar verið greitt. — Mannrán er orðin hin arðvænlegasta „atvinnu- grein" á ítalíu. Sextiu og fimm var rænt þar svo vitað sé á siðastliðnu ári og lausnargjaldið fyrir þá, sem heimtir voru lifandi, nam að minnsta kosti hálfum fjórða milljarða króna. Yfirvöld hugleiða nú að gera hvað þau geta til þess að beita sér fyrir banni við greiðslum til mannræningjanna og telja það einustu leiðina til þess að komast fyrir þennan faraldur. Lög eru þegar til, sem beita mætti i þessu skyni, en aðferðin er umdeild sem vonlegt er. Hún getur af augljósum ástæðum samsvarað dauðadómi yfir hinu saklausa fórnarlambi. r Arar illa í Sovét Sovétmenn sýnast hafa gripið til „kapitalistiskra" aðferða til þess að bjarga því sem bjargað verður i sambandi við uppskeruhorfur hjá þeim i ár, sem eru enn hinar iskyggilegustu. i Georgiu, þar sem landbúnaður stendur alla jafna með mestum blóma i Sovétrikjunum, sýnist nú vist. að uppskeran verði langt undir meðallagi, eftir einn harðasta vetur sem menn muna á þessum slóðum. — Eduard Shevardnadze, aðalritari flokksins i Georgiu, ræðir I þessu sambandi um „óskaplegar" horfur i sumum héruðunum. Að vanda er talað um að embættismenn verði að beita meiri „aga", þótt það sé vandséð. hvernig það megi bliðka veðurguðina. En að auki er i ráði að gripa til aðferða „frjálsa framtaks- ins", nefnilega að greiða landbúnaðarverkamönnum launabætur ef þeir standi sig nú. Okristilegt hugarfar? Forystulið kirkjunnar á Bretlandi hefur vaxandi áhyggjur af þvi hve stórlega hefur dregið þar úr sölu á kristilegum blöðum og timaritum. Samkvæmt opinberum skýrslum hefur lesendum tíu stærstu vikuritanna, sem fjalla um kirkjuleg málefni, fækkað um þriðjung á siðastliðnum tíu árum. Sömu sögu er að segja af mðnaðarritum og dagblöðum þeirra kirkjumanna. Dæmi er tekið af Church Times, sem er áhrifamesta blaðið þeirra og það kunnasta. Upplagið var 60.000 eintök 1965. en er nú komið niður i 46.000. Geimskot og glappaskot Talsmenn bandarísku leyniþjónust- unnar hafa opinberlega látið þá skoðun í Ijós, að geimferðaáætlun Sovétmanna sé nú nánast „i rúst" eftir mikil og margskonar áföll sem dunið hafi yfir á siðustu mánuðum. Leyniþjónustan þykist meðal annars vita með vissu hvernig hvert geimskotið af öðru þeirra Sovétmanna hafi mistekist. Ein af leiðingin er sú. segja CIA-menn enn, að sovéskir visindamenn virðast i bráð hafa gefist upp á því að gera það eftir Bandarikjamönnum að senda mannað far til tunglsins. Sitt lítið af hverju Sextiu og fjögra ára gömul bóndakona bresk var fyrir skemmstu dregin fyrir rétt og sökuð um býsna óvenjulegt athæfi. Hún hafði semsagt auglýst eftir uppgjafarhermanni í þvi augnamiði að fá hann fyrir þóknun til þess að lúskra á bónda stnum... Árshátið slökkviliðsmanna i bæ einum I Júgóslavíu varð dálitið endaslepp þegar kviknaði i húsinu þar sem skemmtunin fór tram. Slökkvilið nágrannabæjarins Subotica var kvatt á vettvang og réð niðurlögum eldsins. . . Tónlistardeilu tveggja nábýlis- manna i Wimbledon í Englandi er nú lokið með því, að John nokkrum Livington, sem býr á neðri hæðinni, hefur verið harðbannað með dómi að þeyta lúðurinn sinn i húsinu. Það var fjölskyldan á efri hæðinni sem stefndi, og aumingja Livington var að auki dæmdur til að greiða málskostnað beggja aðila — litlar 660.000 krónur! PLÁGUR Sveitamenn í Kentucky og Tennessee i Banda- ríkjunum eiga í örvæntingafullri baráttu við fugla. Er ekki enn svnt, hvorir muni hafa betur. Fuglarn- ir eru svartþrestir mestan part. Þeir flykkjast að bæjum, éta korn af ökrum bænda og sýkja búpen- ing. Skipta fuglarnir mörgum milljónum. Bændur hafa reynt að drepa þá í stórum stíl, en fuglarnir eiga sér öfluga bandamenn þar sem eru náttúru- og dýraverndarmenn, og hefur heldur hallað á bænd- ur í stríðinu fram að þessu. Bændur eru náttúru- verndarmönnum auðvitað ævareiðir fyrir vikið. Þess má geta, að náttúruverndararnir eru borgar- búar. Bændur segja sem svo, að því yrði trúlega vel tekið, eða hitt þó heldur, ef þeir heimtuðu, að nátt- úruverndarmennirnir hættu að drepa rotturnar heima hjá sér. Fuglarnir háfast við í furuskóg- um i Kentucky og Tennessee vest- anverðum. Er haldið, að þeir séu einar 80 milljónir talsins. Þeir eyða ekki einungis ökrum, eins og fyrr var sagr, heldur dreifa þeir lungnasjúkdómi hvar, sem þeir fara, svo og sýki nokkurri, sem fer í svín og strádrepur þau. Mikil svínarækt er á þessum slóðum og hafa sumir bændur. misst allan svínastofn sinn af völdum fugl- anna. Fuglunum fjölgar heldur en hitt. Bæði hafa fuglavinir staðið í málaferlum og rekið mikinn áróð- ur þeim til varnar, og svo hafa fuglarnir llka reynzt ótrúlega líf- seigir. Ýmsar morðaðferðir hafa verið reyndar á þeim. 1 fyrra sett- ust u.þ.b. fimm milljónir fugla að utan við Fort Campbell í Ken- tucky. Eftir mikið málastapp við fuglavini fékkst leyfi til þess að úða eitri nokkru yfir fuglana úr þyrlum. Atti eitrið að leysa upp fituna, sem fugl- arnir hafa sér til skjóls og þeir síðan að drepast af kulda. En til þess þurfti að rigna, svo að fitunni skolaði af fuglunum. Leið nú og beið, en aldrei rigpdi. Þá var það tekið til bragðs að dæla vatni úr brunaslöngum yfir fuglana í trjánum. Drapst talsvert af fuglum. En hinir voru ekki af baki dottnir. Þeir komu aftur ári seinna og voru nú sýnu fleiri. Þá komu þeir að vlsu ekki til Fort Cempbeil — heldur settust að fyrir utan næsta bæ, Hopkinsville. Ibúarnir I Hopkinsville urðu skelfingu lostnir. Ætluðu þeir að fara á stúfana og úða fuglana og þeim. En þá ruku fuglavinir upp til handa og fóta og fengu því framgengt, að Náttúruverndarráð bannaði, aó fuglarnir yrðu úðaðir. Hopkinsville- menn stofnuðu þá sjóð til útrýmingar fuglum og auglýstu eftir skynsamlegum og áhrifaríkum fugla- drápsaðferðum. Tillögur tók óðara að drífa að. Þær voru misjafn- lega skynsamlegar, eins og vænta mátti; báru marg- ar þvi vitni, að fuglarnir höfðu valdið Hopkinsville- búum miklu hugarvíli.Ein var á þá leið að hleypa rafstraumi I trén, þar sem fugl- arnir höfðust við. Einhver lagði til, að gömlum bílum yrði lagt hér og þar um skóginn, vélarnar látn- ar ganga og fuglarnir kæfðir þannig með útblásturslofti. Einn lagði til, að fuglarnir yrðu veiddir og soðnir niður I dósir. Aðrir lögðu til, að keramikköttum, gúm- snákum og pappírsuglum yrði dreift um skóginn. Loks var feng- inn sérfræðingur. Hann kom með einhvers konar fuglaorgel, sem gaf frá sér græðilega óhljóð. Atti það að skjóta fuglunum þviHkan skelk I bringu, að þeir létu niður hjá sér og færu og kæmu aldrei aftur. Fyrir þetta vildi sérfræð- ingurinn fá 10 þúsund dollara (rúm 1700 þús ísl. kr.). Því miður kom á daginn, að fuglarnir kunnu vel að meta tónlistina og sátu þeir sem fastast. Næst var einhverju klístri úðað á trén. Attu fuglarnir að festast I þvi og drepast á skömmum tíma. En fuglarnir fest- ust ekki við fuglalimið, þótt þeir sætu fast eftir sem áður. Loks var Hopkinsvillebúum nóg boðið. Þeir buðu út jarðýtuher og ruddu skóginn, þar sem fugiarnir bjuggu. Það dugði. Enginn fugl drapst þó. Þeir flugu bara upp og tóku strikið til næsta bæjar . . . En nú eftir áramótin rofaði svolítið til fyrir sveitamönnunum. Öldungadeildarþingmenn Ken- tucky og Tennessee fengu því framgengt i janúar, að frumvarp var samþykkt um þaó, að úða máetti eitri yfir fugla, þar sem sérstök hætta þætti stafa af þeim. En hver veit nema fuglarnir sjái við því.. ? —WAYNE KING. Hinn ódrepandi (og óalandi) svartþröstur Þær eru margar tegundirnar af svartþrestinum að fjöl- fræðibækur herma, en þessi kvað vera algengust vestur í Bandaríkjunum. VIGBUNAÐURI Alltaf fleygir tækninni fram og ekki sízt í hergagnaiðnaði. Búast má við stórfelldum breytingum í hernaði áður en langt um líður. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn vinna kappsamlega að smíði nýrra vopna, miklu nákvæmari og öflugri, en þeirra, sem áður þekktust. Tækni^ramfarir hafa jafnan verið nokkru örari í vísinda- skáldsögum en vopnasmiðjunum En nú eru vopnasmiðirnir að ná skáldsagnahöfundunum Langt er frá þvi, að skáldsagnahöfundar fundu upp byssu, sem skaut „dauðageisla' Það kom í Ijós, að svona geisli var til i raun og veru, Það var lasergeislinn. Þegar hann fannst var ekki fullljóst til hvers hann væri nýtur Fljótt varð þó vist, að ýmislegt gagn mátti hafa af honum. Laserinn getur sent frá sér mikinn hita af mikilli ná- kvæmni um langa vegu — samkvæmt kenningunni Og þar er kominn „dauðageislinn” úr visindaskáldsögunum Meinið var, að tæknin var ekki lengra á veg komin en svo, að orkan, sem þurfti til þess að skjóta dauðageisla var ekki í neinu skynsamlegu hlutfalli við árangurinn. Gefur auga leið, að margir hernaðarspekúlantar hafa beðið þess með óþreyju, að þessi vandi yrði leystur, svo að þeir gætu farið að hagnýta sér lasergeislann í striði Eins og fyrr var sagt, vinna Rússar og Bandaríkjamenn nú báðir að smíði laservopna Þessi iðja fer náttúrulega leynt, en líklegt þykir, að höfuðáherzla sé lögð á það að leysa vandann um hlutfallið milli orkunnar, sem þarf til að skjóta geislunum og árangursins af þeim Ef tekst að leysa það mál verða laserbyssur væntanlega einhver hin ægilegustu vopn í sögunni Geislarnir úr þeim munu eyða öllu, sem fyrir þeim verður. ískyggilegt er lika, Framhald á bls. 38 Og þá erpað dauðageislinn LASER-BYSSAN — Dýrt verkfæri . . og ennþá æðT fyrirferðarmikið. „FJOLMIÐLAR' I A Italíu hefur þotið upp aragrúi ólöglegra útvarpsstöðva á undan- förnum mánuðum. Eru þær tald- ar 250, eða allt að því. Þær eru flestar i stórborgunum. Til dæmis eru 40 í Mílanóborg einni. Stöðvarnar eru til húsa á hinum ólíklegustu stöðum; t.d. er vitað um tvær í Hiltonhótelinu í Mílanó. Dagskrár flestra þessara út- varpsstöðva eru helgaðar popp- tónlist. Sumar eru þó i höndunum á kvenréttindaflokkum eða vinstrimönnum nema hvort tveggja sé; þær stöðvar útvarpa hugsjónum þeirra hreyfinga. Þaó er við því að búast, aö ein- hverjir árekstrar verði í loftinu, þegar svo margar útvarpsstöðvar senda út efni í einu. Er stutt frá þvi, að forráðamenn útvarpsins i Páfagarði lögðu formlega kvörtun fyrir stjórnvöld um það, að ólög- legar útvarpsstöðvar boðuðu sín fagnaðarerindi á sömu bylgju- lengd og páfi. Það er eðlilegt, að þeir í Páfagarði vilji fá sæmilegt hljóð, þegar þeir taka til máls. En fyrir skömmu kom dálitið fyrir „í ljósvakanum“, sem verður að telj- ast alvarlegra, en truflanir á boð- skapnum úr Páfagarði. Það kom i ljós, að einhver ólögleg útvarps- stöð I Róm sendi rangar lend- ingarleiðbeiningar til flugvéla, sem lenda áttu á Rómarflugvelli. Sá, sem samdi þessar leiðbein- ingar kunni góð skil á flugi og flugstjórn. Stórslys hefðu getað orðið af þessu, ef flugstjórar hefðu ekki borið leiðbeiningarnar undir flugumferðarstjóra áður en þeir lentu vélunum. Lögreglunni var strax sagt frá þessum hættu- lega leik. Hún ákvað að halda málinu leyndu fyrst um sinn, og vænti þess, að þá yrði hægara að hafa uppi á útvarpsstöðinni, sem um var að ræða. Lögreglunni hefur þó ekki orðið að þeirri von. Það er ekki ljóst enn, hvað gert verður við þessum ólögiegu út- varpsstöðvum á Italiu. Ekki leik- ur vafi á því, að þær eru ólögleg- ar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu nýlega, að ítalska rikisútvarpið hefði einkarétt á öllu útvarpi á ltaliu. Það, sem svo verður gert fer eftir geðþótta póststjórnarinnar. Og hún hefur ekkert gert enn. Ekki er þó ótrú- legt, að hún fari að bæra á sér úr þessu, þvi væntanlega félli ein- hver ábyrgð á hana, ef slys hlyt- ust af útsendingum ólöglegu stöðvanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.