Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 45

Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976 45 VELVfiAKAIMOI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- ‘ dags. 0 Ófriður af mótorhjólagæjum. Ein reið skrifar: Tilefni þess að ég tek mér penna I hönd er út af svokölluð- um mótorhjóla „gæjum“. Þar sem ég bý er ekki stundlegur friður fyrir þeim, ekki einu sinni á næt- urnar. Þeir æða um á ógnarhraða og hvar sem er, jafnvel inn á lóð hjá manni. Ég hélt að það væri til einhver lög um skyldunotkun hjálma en svo virðist ekki vera. Eitt sinn þegar ég var úti að ganga með dóttur mína sem er á öðru ári, þá keyrðu þrir idjótar á mótorhjól- um sinum á ofsahraða með ær- andi hávaða fram hjá okkur. Greybarnið varð dauðhrætt og fór að hágráta og það tók langan tíma að róa það. Mér finnst að hámarkshraði mótorhjóla ætti að vera 35 km á klst! Síðan ætti að vera algjör skylda að hafa hljóðkúta undir þeim. Ég skora á alla mótorhjóla- eigendur að gefa orðum mínum gaum. Með þökk fyrir birtinguna. 0 Lög um loðnuveiðarnar Guðmundur Valur Sigurðsson skrifar: Rammagreinar Mbl. undir heit- inu: „Ilvað er að heyra?“ með viðtali víð Pál Heiðar Jónsson út- varpsmann er tilefni þessa bréfs. Sagði Páll m.a. að reynt væri að bregða upp líflegri mynd af veiði- ferð. Inn á milli yrði leikin sjó- mannamúsík, en Páll sagði að það væri galli að atómskáldin okkar væru ekki farin að semja neitt um loðnuveiðarnar. Lög fjölluðu öll um síldina. Þetta síðastnefnda er nefnilega ekki alveg rétt hjá Páli. Ég get upplýst hann um að út- varpið á lag sem Haukur Mortens og hljómsveit hans sundu inn á „band“ fyrir tveimur loðnuvertíð- um. Lagið heitir „Loðnuvalsinn" og varð eiginlega til fyrir marg ítrekaðar áeggjanir morgunþula útvarpsins og Svavars Gests i sin- um þætti fyrir nokkrum árum. Þeir töluðu um að skáldin settust nú niður og gerðu lag og texta um loðnuævintýrið, sem þá var svo til nýkomið i fullan gang. Einnig hafði svipuð ósk heyrst frá stjórn- anda Óskalagaþáttar sjómanna. 0 Bara draga fram segul- bandið Við Jónatan erum ágætir vinir og oft, er við hittumst, er hann að fala hjá mér texta. Eitt sinn hitt- umst við á Laugavegi og barst Hún varð meira segja að fá föður sinn til að segja honum það. Það verður ekki af neinni gift- ingu... dðttir mín vill ekki gift- ast yður, sagði hann. Og svo var þessi leiðindaatburður þarna f Herault húsinu. Marcel sagðist ekki taka ákvörðun hennar sem góða og gilda vöru, hann vonaðist til að geta talið henni hughvarf. Læknirinn var veikgeðja maður. Hann vppti bara öxlum og sagði Madeleina vrði að ákveða sjálf hvað hún vildi. Og árangurinn varð eftir þessu: hann með sína fáránlegu ástriðu og hún með þvermóðskuna. Og endirinn varð sá að Herault læknir varð að banna honum að koma á heimilið. En þeir unnu saman í and- spyrnuhreyfíngunni, skaut David inn í. Hún vppti öxlum. — Það var seinna. Madeleine var ekki nema sautján ára þegar hann bað hennar í fyrsta skiptið. Hann hafði lært betur að stilía tilfinningar sínar { stríðinu. Það var voðalegur tími og fólk af öll- um manngerðum varð að vinna saman. Hún þurrkaði sér um munninn með dúknum og sneri sér sfðan loðnulagið í tal. Endaði með því að ákveðið var að ég hnoðaði sam- an vísum, sem hann ætlaði svo að reyna að gera lag við. Ég átti að minnsta kosti vísi að texta um þetta, hafði um síðir uppi á þeim, og lauk svo þessu í fljótheitum. Ég kom þeim til Jónatans og var hann ánægður með textann. Fá- einum dögum síðar hríngdi hann í mig og kvaðst vera búinn að gera lagið. Hann var einnig búinn að ræða við Hauk Mortens, sem þá skömmu seinna átti að leika og syngja með hljómsveit sinni, um að hann æfði og flytti loðnuvals- inn þá. Siðan var lagið æft og leikið inn á band fyrir útvarpið, sem lék það laugardaginn siðast- an í þorra fyrir tveimur árum. En þegar til kastanna kom, þá stöð allt gikkfast! Hljómsveitin eins og reyndar aðrir sem vinna fyrir út- varpið, þurfti nefnilega að fá kaup fyrir sína vinnu, eins og gengur og gerist. Einnig þurfti að greiða að minnsta kosti tveimur hljóðfæra- eða hljómlistasam- böndum. Og hvernig gátu menn búist við þvi að Utvarp Reykja- vík, þessi bláfátækasta stofnun allra fátækra stofnana landsins — gæti náð einu lagi út af segul- bandi? Mjög gaman hafði ég af því að minn gamli vinur og félagi og formaður Knattspyrnufélagsins Vals og jafnvel makker minn í keppnum i Bridgefélagi Reykja- vikur á þeim gömlu og góðu árum, Gunnar Vagnsson, sem nú stjórn- ar fjármálum útvarpsins (væntanlega á einhver konar fá- tækrastyrk), hann þyrfti bara að kalla á einhvern „segulbandingj- ann“ og láta hann leysa frá skjóð- unni. Gunnar þyrfti ekki að svara þessu i blöðum, hann gæti bara hringt i mig. 0 Lofsvert framtak Valrós . Tryggvadóttir á Akureyri skrifar: Fyrir allnokkru kom i sjónvarp- inu mjög athyglisverð frétt en jafnframt gleðileg. Á ég þar við það framtak 12 ára barna í nokkr- um skólum í Reykjavik, þar sem þau hyggjast leggjast gegn tóbaksreykingum og fræða sér yngri börn um skaðsemi tóbaks- ins. Það er ekki á hverjum degi, sem svo jákvæðar fréttir birtast okkur á sjónvarpsskerminum. Nú gæti manni dottið í hug, að slík mynd sem þar var upp brugðið hafi rótað við okkur hinum eldri sem sek erum um notkun hins slynga eiturs. Ég átti von á, að skjótt yrði stungið niður penna til að lofa framtak barnanna, en svo varð þó ekki. Loks miðvikudaginn 17. marz s.l. birtist i Velvakanda grein undir fyrirsögninni „Veitið unglingum hjálparhönd". Skyldi ekki vera tími til kominn að rétta út hjálparhönd þeim ungu, sem e.t.v. eru búin að fá sig fullsadda á tóbaksvenjum heimila sinna. Hvar eru mæður, ömmur og önn- ur skyldmenni ungmennanna. Er- um við svo samdauna ósómanum, að við höldum að okkur höndum og látum allt reka. Ég skora á allar konur og menn, sem vilja heilshugar styðja við bakið á ung- mennum þjóðarinnar, leiða þau á réttar og heilbrigðar brautir, við- urkenna viðleitni þeirra og á all- an hátt koma til móts við þau i þeirri baráttu, sem þau eru að leggja út í, við þessi vesalmenni, sem eru eins og eiturspúandi verksmiðjur framan í börnin allt frá fæðingu þeirra. Nú er tími okkar kominn til að taka höndum saman. Við höfum ekki rækt skyldur okkar gagnvart ungmennum þeim, sem okkur hefur verið trúað fyrir, enda við ramman reip að draga, þar sem vega salt tízkan og tálbeitur sölu- mennskunnar, sem draga að sér alla þá, sem veikastir eru fyrir og þeir eru allt of margir. Nú hafá rannsóknir leitt i ljós skaðsemi reykinga fyrir mannslíkamann; vísa ég þar til athyglisverðrar greinar sem birtist í blaðinu „Fréttabréf um heilbrigðismál" 4. tölublað 1975, eftir Bjarna Bjarnason lækni. Ber greinin yf- irskriftina: Reykingar eru ekki lengur einkamál þeirra sem reykja. Þar er bent á að einnig þeir sem eru lausir við reykinga- hlekkina verði fyrir umtalsverðri ertingu af þvi einu að draga að sér hið reykmettaða loft frá tóbaksþrælunum. Að lokum þetta: Heilshugar samtakamáttur áorkar miklu. Sýnum þann mátt með þvi að sam- einast ungmennunum i baráttu þeirra gegn reykingum. HOGNI HREKKVISI „Tréö í garðinum heima hlýtur að duga þér.“ SERVERSLUN MED SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447 O J NYJUNG í BRAUÐSÖLU: 3 hveitibrauð frá SAFA í EINUM PAKKA Leyfilegt verð kr. 255,- Hagkaupsverð kr. 215. Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs SVGGA V/CJGA £ \tLVt%AK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.