Morgunblaðið - 08.05.1976, Side 2

Morgunblaðið - 08.05.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976 Islendingar hópast til suðurlanda 1 ár ALLAR horfur eru á því að fleiri íslendingar muni leggja leið sfna til Suðurlanda f sumar en f fyrra, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá ferðaskrifstofunum (Jrvali, Utsýn og Sunnu. Hefur bæði bókast fyrr f ferðir þeirra f sumar en f fyrra og betur bókað f ferðirnar yfir annatfmann en þá var. Að því er Ingólfur Guðbrands- son hjá Útsýn tjáði Morgunblað- inu er allt uppselt í ítalíuferðir skrifstofunnar allt frá byrjun og fram í septembermánuð. Svipaða sögu væri að segja um Spán en þangað væri að visu meira sæta- magn, svo að segja mætti að eigin- lega væru allar ferðir skrifstof- unnar suður á bóginn fullbókaðar fram f september — aðeins sæti og sæti á stangli i hverri ferð. Ingólfur sagði, að Utsýn væri með í kringum 50 leiguflugsferðir bæði tii Spánar og Italíu í sumar, þannig að sætaframboðið væri um 6000 sæti. Ingólfur kvað því allt útlit fyrir gott sumar frá sjónar- hóli ferðaskrifstofumanna, Ut- sýnarferðir seldust á vísu alltaf snemma en hefðu þó aldrei selst jafnsnemma og í ár. Pjetur Helgason hjá Úrvali tiáöi að íslendingar væru i verulegum ferðahug I sumar. Jón Guðnason hjá Sunnu sagði, að mjög gott útlit væri með ferðir Sunnu til suðurlanda í sumar, en skrifstofan verður alls með um 40 Framhald á bls. 18 Dúxinn var úr hópi kvenlögregluþjóna LÖGREGLUSKÓLANUM var slitið f gær og þaðan brautskráðir 36 lögregluþjónar úr framhaldsdeild. Höfðu lögregluþjónamir setið á skólabekk i 18 vikur. í hópnum. sem útskrifaðist í gær, voru 32 karlmenn og 4 konur og sló ein þeirra karlmönnunum alveg við og dúxaði. Var það Björg Jóhannes- dóttir, sem hlaut einkunnina 9,42. i öðru sæti varð Jónas Finnboga- son með 9,14 og þriðji hæstur Guðjón Einarsson með 9,12. Var myndin tekin af Björgu eftir skóla- slitin I gær, og með á myndinni er faðir hennar, Jóhannes Páll Jóns- son rannsóknarlögreglumaður I Hafnarfirði. Móðir Bjargar er Sól- veig Björgvinsdóttir. Björg hefur verið lögregluþjónn í tæp 2 ár og hefur hug á þvi að halda áfram i starfinu. Ljósm. Friðþjófur. Engar skemmdir í Lignano MARGIR Islendingar hyggja á ferð til Lignano I sumar og hafa eflaust velt þvf fyrir sér hvernig þessi ferðamannaborg hafi orðið úti I jarðskjálftunum I norðaust- urhéruðum ltalfu I fyrrinótt. Morgunblaðið hafði samband við Ingólf Guðbrandsson hjá Útsýn, sem skipuleggur þessar Italfu- ferðir, og spurði hann hvort hon- um hefðu borizt nokkrar fregnir þaðan. Ingólfur kvaðst hafa haft sam- band við Lignano í gærmorgun til að spyrjast fyrir um þetta og feng- ið þau svör, að jarðskjálftarnir hefðu ekki valdið neinum skemmdum þar á byggingum né valdið neinu raski. Hann kvað nokkuð hafa verið hringt til skrif- stofunnar fyrripart gærdagsins af væntanlegum Italíuförum til að spyrjast fyrir um þetta, en það hefði síðan alveg hætt eftir að nánari fregnir fóru að berast. Engir Islendingar munu nú vera í borginni, en fyrsta ferðin þangað á vegum Útsýnar verður 19. maí n.k. Akranes — 0,6% atvinnuleysi: Landflóttafrétt Þjóð- viljans tilbúningur DJÚÐVIUINN Föstudagur ;. m.l 197« — 41. árg. 9H. tbþ Hílfeívif ERU í MÐGERÐ 10 fjölskyldur af Akranesi hygfíjast Jlvtja til Svíþjóðar » Aðaláslœðan atvinnulpysi og slæm afkoma, segir einn þrirra sem liygf'st Jara utan LANDFLOTTENN HAFINNI Morgunblaðinu að mjög mikil að- sókn væri í ferðir skrifstofunnar suður á bóginn í sumar og útlitið því svo gott að það hefði aldrei verið betra. Hann sagði að yfir háannatímann — júlí, ágúst og september — hefði Urval aldrei bókað jafnmikið og nú. Hann kvað Úrval alls myndu fara 23 ferðir til Spánar í sumar oe í hverri ferð væri rúm fyrir 126 manns. Hann kvað fyrstu ferðina vera 14. maí og væru ekki nema sjö sæti laus í hana og kvaðst hann búast við að þau seldust. Þá kvað hann geysilega eftirspurn eftir Júgóslavíuferðum og þangað væru þegar fullbókað í fjórar ferðir af sex. Sömuleiðis væri mikil sala í allar ferðir Smyrils í sumar, og því benti flest til þess -i- 8 stig í gær + 10 stig í dag Siglufirði — 7. maf HÉR er blíðskaparveður, og 10 stiga hiti. Fólki er því vel heitt og kannski heitara en ella vegna þess að hérna var 8 stiga frost í gær og sannkallað vetrarveður. Svona getur stundum verið stutt milli vetrar og sumars. Fréitarítari. mwmm== = „Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn .. ÞJÖÐVILJINN birti I gær frétt með fyrirsögn yfir þvera forsíð- una „Landflóttinn hafinn“. Sagði í fréttinni að 10 fjölskyldur á Akranesi séu I þann veginn að flytja til Svfþjóðar eða séu að fhuga flutning þangað. Sagði blaðið að aðalástæðan væri at- vinnuleysi og slæm afkoma. Vegna Þjóðviljafréttarinnar hafði Morgunblaðið í gær sam- band við bæjarskrifstofurnar á Akranesi og spurðist fyrir um at- vinnuleysi á staðnum. Var því svarað til, að á atvinnuleysisskrá væru nú 19 manns, þar af 17 konur og 2 karlmenn og gæti sumt af þessu fólki ekki gengið f hvaða vinnu sem værí. Ennfrem- ur fékk Morgunblaðið þær upp- lýsingar að einstaklingar, sem greiddu skatt á Akranesi væru 2200 að tölu og Ifkleg tala þeirra, sem þægjulaun.væri um 3000. Ef sú tala stenzt, er atvinnuleysið á Akranesi nú um 0,6%. Þá grennslaðist Morgunblaðið enn- fremur fyrir um f jölskyldur, sem talið var, að ætluðu að flytja til Svfþjóðar. Gat blaðamaður haft upp á fjórum fjölskyldum. Ein þeirra reyndist ætla að flytja til Reykjavfkur en ekki til Svfþjóð- ar. Tvær fjölskyldur ætluðu að Sinfónían með barnatónleika í Háskólabíói I DAG kl. 13.15 efnir Sinfónfu- hljómsveitin til barnatónleika f Háskólabfói á vegum Fræðslu- skrifstofu Reykjavfkur. Eru þetta árlegir tónleikar fyrir yngstu deildir barnaskólanna f Reykja- vfk. A þessum tónleikum verður flutt hið vinsæla tónverk „Tobbi túba", en í því verki leikur Bjarni Guðmundsson einleik á túbu en Guðrún Stephensen segir söguna, leikin verða lög úr Kardimommu bænum. Einnig koma fram tvær litlar stúikur úr barnamúsikskól- anum og leika á fiðlu og selló, og síðast en ekki sizt fá tónleikagest- ir að syngja nokkur lög með hljómsveitinni. flytja til Svfþjóðar f 1—2 ár og hvorug vegna atvinnuleysis. I öðru tilfellinu ætlaði heimilisfað- irinn að vinna ytra. Fjórða fjöl- skyldan var óákveðin, en fjöl- skyldufaðirinn sagði við Mbi. að ævintýraþrá réði mestu um að fjölskyldan væri að hugsa um Svf- þjóðarför og ef það yrði úr, ætl- uðu þau sér að dvelja þar f 1—2 ár. ERÚEKKIAÐ FLÝJA ATVINNULEYSI Ólafur Oddsson járniðnaðar- maður er þegar farinn til Svíþjóðar. Morgunblaðið ræddi í gær við eiginkonu hans, Þórdísi Njálsdóttur, en hún fer siðar utan. Þórdís sagði að bæði hún og maður hennar hefðu haft góða vinnu á Akranesi og það væri ekki vegna atvinnuleysis að þau Framhald á bls. 19. Freigátumenn sáu undir kjölinn á Tý „Við storkum ekki neinum, en verjum okkur,,, segir Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar „VIÐ storkum ekki neinum, en við verjum okkur,“ sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelg- isgæzlunnar fviðtali viðMbl. f gær, er Morgunblaðið spurði hann um frásögn Óla Tynes, blaðamanns Vfsis, sem f fyrra- kvöld var um borð f Falmouth F-113, er hún réðst gegn varð- skipinu Tý. Óli segir þar að eitthvað hafi Guðmundur Kjærnested verið orðinn pirr- aður, þvf að tvisvar hafi hann gert atlögu að freigátunni, í annað skipti slegið til skutnum og hitt skiptið beygt að freigát- unni og bakkað. 1 bæði skiptin hafi Falmouth fært sig undan. Pétur Sigurðsson sagðist ekki vita nákvæmlega um atburð- arás í sambandi við þessi tvö atvik, en hann sagðist geta full- yrt að í slfkri orrahrfð, sem var á miðunum þetta kvöld, gerðu varðskipin ekki ásiglingartil- raunir. „Hins vegar höfum við okkar ákveðnu störfum að gegna og ef menn geta ekki liðið þau, verðum við að verja okkur. Þessir menn eru ljóst og leynt að sigla á okkur og við verðum að verjast," sagði Pétur Sigurðsson. Óli Tynes blaðamaður, sem verið hefur um nokkurt skeið um borð I freigátunni Gurkha R-122 en fluttist yfir í Fal- mouth í fyrradag, skýrir frá því að eftir þessi viðskipti, sem hér að ofan er lýst, hafi harka færst í viðureign Falmouth og Týs. Hann lýsti viðureigninni: „Skömmu siðar færðist svo harka í leikinn. Týr var að fara að togara og bæði skipin voru á fullri ferð. Þegar var stutt á milli skipanna og þau voru bæði í beinni stefnu. Ég heyrði, að skipherrann á Falmouth gaf skipun um að beygja 30 gráður á stjórnborða, sem var bein ásiglingarstefna. Freigátan lenti á Tý aftan til og skipið hallaðist svo ofboðs- lega, að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Brezkur foringi, sem var með í brúnni hrópaði upp yfir sig: „Guð minn góður, guð minn góður, hann er að fara yfirum!" Það var allt útlit fyrir það, þvi að mér datt ekki í hug að skipið myndi rétta sig af eftir þetta. En Týr snerist við stefnið á freigátunni og rétti sig hægt við. Ekki virtist þetta hafa hrætt Guðmund Kjærnested ýkja mikið, því að hann setti á fulla ferð og hélt aftur að togara. Freigátan endurtók þá leikinn og sigldi á fullri ferð á bak- borðshlið varðskipsins, sem aft- ur hallaðist mjög mikið yfir á stjórnborða. Þá var tilkynnt um hátalara- kerfi freigátunnar: „Týr er mikið skemmdur. Það er komið gat á hann og hann kann að þarfnast aðstoðar." Þá var rek- ið upp fagnaðaróp viða um skipið. Skipherra Falmouth sendi út aðvörun til Týs og sagði að hann skyldi láta togarana vera ef hann vildi ekki eiga á hættu frekari alvarlegar skemmdir. Hann spurði Tý, hvort hann Þyrfti aðstoð, en Týr hafnaði því og kvaðst ekkert hafa með hans aðstoð að gera.“ Óli Tynes lýsir því einnig, að Týr hafi hallazt um það bil um 70 gráður, en Gunnar Ólafsson, skipherra hjá Landhelgisgæzl- unni, sagði að Guðmundur Kjærnested hafi skýrt frá því að halli skipsins hafi í báðum árekstrunum orðið um 60 gráð- ur en nýjustu mælingar sýndu að það var nær 75 gr. Óli kallar ásiglingu Falmouths „hrikaleg- ustu ásiglingu þorskastriðsins til þessa og hafi Týr snúizt í 180 gráður, þ.e. í hálfhring. Hann segist hafa séð skrúfu Týs koma upp úr sjónum og skip- verjar freigátunnar hafi horft beint undir kjöl hans. Þyrluskýlið hafi áreiðanlega hálffyllzt af sjó, því að hann hefi séð háseta um borð í Tý ausa út úr því á eftir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.