Morgunblaðið - 08.05.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 08.05.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 3 Siri Derkert. Carlo Derkert segir frá sýningunni f Norræna húsinu með leikhúslegri innlifun. „Það var viðfangsefni Siri“, var Carolo að segja þarna, „að fanga stemminguna, fanga taktinn og hljómfall Iffsins f mvnd“. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. „Að fanga taktinn” Yfirlitssýning á verkum Siri Derkert í Norræna húsinu LAUGARDAGINN 8. maf kl. 15:00 verður opnuð f Norræna húsinu yfirlitssýning á verkum eftir sænsku listakonuna SIRI DERKERT sem lézt árið 1973 85 ára að aldri. Það er „Ritsutstailningar" í Stokkhólmi, sem hefur sett upp sýninguna, og veg og vanda af því hafði Ragnar von Holten listfræðingur, í samráði við son listakonunnar, Carlo Derkert listfræðing. Sýningin, sem er farandsýning, hefur verið sett upp í öllum helztu borgum Sví- þjóðar og þegar henni er lokið hér, er ráðgert að setja hana upp vfðar á Norðurlöndum. Carlo Derkert og Ragnar von Holten komu báðir til landsins í boði Norræna hússins f tilefni sýningarinnar, og mun Carlo halda tvo fyrirlestra um sænska myndlist, jafnframt því sem hann mun kynna sýning- una og nota tímann til þess að kynnast sjálfur íslenzku þjóð- lffi og listalífi. Á blaðamannafundi í Nor- ræna húsinu kynnti Carlo sýn- inguna fyrir blaðamönnum og það er ekki að undra þótt Svíar fjölmenni á sýningar þar sem hann heldur fyrirlestra, því frá- sögn hans og túlkun er nánast leikhúsverk, lifandi og skemmtileg. Hann talar sænsku með þeim blæ að mjög auðvelt er fyrir Islendinga að skilja þótt þeir séu ekki vanir að hlusta á sænska tungu. Fyrirlestrar Carlo Derkerts verða sem hér segir: Þriðjudaginn 11 maí kl. 20:00: CARLO DEKKERT — Svensk konst I — Matsse — elever och kubister í svenskt máleri (siðan kynning á S.D.- sýningunni) Fimmtudaginn 13. maí kl. 20:00: CARLO DERKERT — Svensk konst II — X-et, Amelin och andra beráttare, samt nyrealist- erna pá 60-talet (sfðan kynning á S.D.-sýningunni) Siri Derkert er talin í röð fremstu listamanna Svía. Hún dvaldist á íslandi f 8 mánuði 1949—1950, ferðaðist þá víða, kynntist mörgum og mun víða hafa skilið eftir sig teikningar og frumskissur. Þessi íslands- ferð er talin hafa haft djúptæk áhrif á list hennar, og hafa sænsku listfræðingarnir mik- inn áhuga á að fá að sjá eitt- hvað af þessum myndum. Norræna húsið fékk styrk að upphæð 1 millj. króna, frá Lett- erstedtska föreningen í Stokk- hólmi, til þess að af þessari sýningu gæti orðið. Bjartar nætur FERÐALEIKHUSIÐ hefur tekið upp þá nýbreytni að halda léttar sumarkvöldskemmtanir fyrir Reykvfkinga að Hótel Loftleið- um, ráðstefnusal. Á efnisskrá eru 15 stutt skemmtiatriði svo sem 2 leikþættir, þáttur úr ferðabók Blefkens, grein úr Hádegisblað- inu eftir Stein Steinarr, vfsur eft- ir KN og örn Arnarson og á milli atriða skemmtir söngtrfóið „Við þrjú“. Jafnframt kemur á hverju kvöldi fram sérstakur gestur f heimsókn. Þess misskilnings hefur gætt, að álitið hefur verið, að sýning- arnar fari fram á ensku, en svo er ekki. Þessar skemmtanir eru ein- göngu ætlaðar islendingum. Ferðaleikhúsið setur upp sýning- ar, sem eru allt annars efnis fyrir erlenda ferðamenn á sumrin, þær sýningar sem nefnast Light Nights hefjast ekki fyrr en í júlí- mánuði. Næstu sýningar verða kl. 9 í kvöld og á morgun. Myndin er af leikkonunum Kristínu Magnús Guðbjartsdóttur og Þórunni M. Magnúsdóttur i hlutverkum sín- um í gamanleikþættinum VIÐ TJÖRNINA. Höfundur verksins er ónafngreindur. Yfir 300 hestar í firmakeppni Fáks Börn fá að skreppa á bak MARGIR glæsilegustu hestar höfuðborgarsvæðisins munu taka þátt f árlegri firmakeppni Fáks, ’sem haldin verður f dag á Vfði- völlum svæði Fáks efst við Elliða- árnar. Yfir 300 fyrirtæki og stofnanir taka þátt f keppninni, en dregið er um það, hvaða hestur keppir fyrir hvert fyrirtæki. Firma- keppninni er skipt í tvennt, ung- lingaflokk og flokk fullorðinna. Þrjú efstu fyrirtækin í hvorum flokki hljóta verðlaun. Efstu fyrirtækin tvö fá til geymslu annars vegar Sportstyttuna í ung- lingaflokknum og bikar frá Halldóri Sigurðssyni gullsmið í flokki fullorðinna. Auk þess fá Framhald á bls. 18 • Myndin er tekin af Fóstbræðrum f LlangoIIen f Wales árið 1972 er kórinn hlaut 2. verðlaun f alþjóðlegri samkeppni karlakóra þar. Fóstbræður sextíu ára KARLAKÓRINN Fóstbræður er 60 ára á þessu ári. t tilefni afmæl- isins mun kórinn efna til vfðtæks söngleikahalds hér f borg á næstu dögum. Heiðursgestur kórsins verður Erlingur Vigfússon óperu- söngvari, sem býr og starfar f Þýzkalandi við góðan orðstfr. Mun marga Reykvfkinga eflaust fýsa mjög að hlýða á söng Erlings, sem ekki hefur sungið hér f borg f nokkur ár. Erlingur mun koma fram á söngskemmtunum Fóst- bræðra, en f röðum þeirra hóf hann söngferil sinn, og auk þess mun hann halda sjálfstæða tón- leika. Afmælishátfð Karlakórsins Fóstbræðra hefst í dag með tón- leikum f Háskólabfói. Þar mun kórinn syngja nokkur lög, óperu- söngvararnir Sigríður E. Magnús- dóttir, Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson syngja einsöng og Erlingur og Kristinn dúetta úr óperum. Þá kemur fram hátfða- kór gamalla og ungra Fóstbræðra undir stjórn fimm söngstjóra, sem starfað hafa með kórnum undan- farin 25 ár. Þeir eru: Jón Þórar- insson, Ragnar Björnsson, Garðar Cortes, Jón Ásgeirsson og Jónas Ingimundarson. Sá söngstjóri sem lengst hefur starfað með kórnum, eða frá stofnun hans 1916 til árs- ins 1950 er hins vegar Jón Hall- dórsson. Hann er nú 87 ára að aldri. Framhald á bls. 18 Olífuollan í Palmolivesápunni og hið silkimjúka löður gefur húðinni mýkt og heldur útliti yðar ungu og fersku. Nyja Palmolivesápan heldur hútinni mjúkri og unglegri. Pabnolivesápan meö olífuolíu heldur húð yöar ungri á eötilegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.