Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976
Týr á Berufírði, „Bigmouth”
eftir ásiglinguna
Freigátan Falmouth F-113 er nú á leið til Skotlands
stórlöskuð eftir árekstur við varðskipið Tý. Skipverjar
Týs hafa nú skírt freigátuna upp og kalla hana Big
Mouth — eða stóri trantur, þar sem stefni hennar er
allt opið. Myndin er tekin við miðlfnuna milli
Færeyja og lslands, er freigátan var á heimleið. Hana
tók Haraldur Friðriksson.
— Ekkert annað
skip en Týr . . . .
Framhald af bls. 32
Þegar skipstjórarnir töluðu heim
nutu þeir þjónustu íslenzkra
strandstöðva, ef þeir hefðu ekki
getað það, hefðu þeir ekki náð
heim.
Síðan leið nokkur stund, þar til
fyrsti togarinn setti veiðarfæri í
sjó. Statesman var látinn gæta
hans, en skipstjóri togarans sagð-
ist ekki vera að veiða fyrir heima-
markað heldur fyrir skip flotans á
fjarlægum miðum. Við létum
þennan togara í friði, enda hefði
ekki þýtt að koma nálægt honum.
Þegar leið á kvöldið fóru fleiri
að kasta og þá fórum við að hugsa
okkur til hreyfings og náttúru-
lega verndarskipin um leið.“
„Réðust freigáturnar strax á
ykkur?“
— Það má segja það. Freigát-
urnar Galathea og Falmouth voru
strax komnar sín upp að hvorri
hliðinni á Tý og dráttarbáturinn
Lloydsman var látinn vera fyrir
aftan okkur. Þegar þetta var vor-
um við 6—7 mílur frá næsta tog-
ara. Bráðlega ákvað skipherrann
á Galatheu sem er yfirmaður hér
á miðunum að fara og fylgdi
Lloydsman með en Falmouth varð
eftir hjá okkur. Litlu síðar snar-
beygði Falmouth inn á okkur og
slengdi skutnum á bakborðsbóg
varðskipsins. Urðu við það nokkr-
ar skemmdir m.a. kom um það bil
1 fermetra gat í bóginn.
Eftir þennan árekstur fórum
við að sex togurum, sem létu reka
í ró og spekt. Það var farið að
dimma og ég vissi um tvo togara,
sem voru byrjaðir veiðar og einn-
ig Ver en við komum að norðan.
Lloydsman og Galathea voru nú
farin að sinna Baldri og Óðni, og
því var ákveðið að Týr og Ver
færu að þessum togurum. Fyrst
komum við að tveimur togurum,
sem ekki voru að veiðum, og nálg-
uðumst aðra tvo, sem við vissum
ekki hvort væru að veiðum, en
þeir fóru frekar hægt.
— Falmouth hafði fylgt okkur
eftir eins og skuggi og allt í einu
vissi ég ekki fyrr en Falmouth
setur á fulla ferð, u.þ.b. 35 mflur
beygir snöggt í 30 gráður á okkur.
Þetta gerðist svo snöggt að ég
hafði ekki tíma til að hringja út.
Menn voru í kojum og 1. stýrimað-
ur, Ólafur Sigurðsson, sat t.d. í
rólegheitum niðri á bekk hjá sér.
Eins og hendi væri veifað kom
Falmouth á ógnarferð og lenti á
Tý aftan til við miðju síðu bak-
borðsmegin. Þegar þetta gerðist
vorum við á 19 sjómílna hraða.
Þegar freigátan lenti á okkur
reyndi ég að beygja frá, en tókst
ekki. Týr snerist bókstaflega 180
gráður á stefni freigátunnar og
allt þangað til hann losnaði.
SJÓR INN I
ÞYRLUSKÝLIÐ
Okkur telst nú til að varðskipið
hafði lagst í meira en 70 gráður á
stjórnborða. Sjó tók inn í þyrlu-
skýli, þar sem nokkrir menn voru.
Þeir vissu ekkert, fyrr en þeir
stóðu allt I einu í sjó upp undir
brjóst. Það hefði getað faríð illa
ef þessir menn hefðu ekki náð i
handfestu. Kokkurinn var þarna
einnig, en hann gat stungið sér
upp í gúmmíbát, sem var f þyrlu-
skýlinu og blotnaði minnst, en
þarna gat hann siglt um eins og
úti á sjó.
— Hvað gerðist þegar þið
losnuðuð frá stefnu Falmouth?
— Um leið og við losnuðum
runnum við aftur með hlið
freigátunnar. Við lágum það þétt
upp við hana, að ég hefði getað
tekið f hönd skipherrans. Það
kom í ljós, að bakborðsvél og
bógskrúfa höfðu stöðvast við
ásiglinguna. Sennilega hafa
skrúfurnar lent í stefninu á
Falmouth og við það fóru öll
skrúfublöðin af skrúfhausnum
þrjú að tölu. Einhver hluti skrúf-
blaðanna, er sennilega enn í
skrokk Falmouth á leið til
Englands.
Þegar ég var búinn að kanna
hvort skipið væri sjóklárt eftir
þetta áfall og hvort einhverjir
hefðu meiðst alvarlega, en svo var
ekki, þá setti ég á ferð aftur með
freigátunni. Nú hafði ég aðeins
stjórnborðsskrúfuna til að stjórna
skipinu og þegar okkur hafði loks-
ins tekist að klöngrast aftur fyrir
freigátuna, sá ég hvar togarinn
Carlisle GY-681 var að toga aðeins
í um 100 metra fjarlægð aftan við
okkur. Það stóðst líka, að þegar
við vorum alveg lausir við freigát-
una tókst okkur að laumast aftur
fyrir togarann og klippa á báða
víra hans. Annar togari var að
toga þarna rétt hjá, en vegna þess
hve svifaseinir við vorum, þar
sem aðeins önnur vélin var I
gangi, þá tókst okkur ekki að ná
beygjunni að honum.
— Þegar við höfðum klippt á
togvíra togarans, kallaði skip-
herra Falmouth á Lloydsman og
bað hann aðkomasértil aðstoðar.
Sjálfur ætlaði ég að forða mér
sem ég mest mátti til að kanna
bilanir og skemmdir. En þá kom
Falmouth allt í einu aftur á sömu
ferð og I fyrra skiptið. Eini
munurinn var að freigátan var nú
búin að missa stefnið. Freigátan
kom á okkur á sama stað og
áður. Eggatekki vikiðTý undan,
bæði var skipið svifaseint og
dráttarbátur var öðrum megin við
okkur. Höggið var álíka mikið og í
fyrra skiptið og hallinn á skipinu
70—80 gráður. I þessari ásiglingu
festust skipin saman I bókstaf-
legri merkingu, og var svo enn
þegar Týr var búinn að snúast um
180 gráður. Við vorum þarna eins
og hundur og tlk, þar til ég setti á
fulla ferð, þá loksins losnaði varð-
skipið frá freigátunni.
SKIPIN FESTUST SAMAN
— Hver var ástæðan fyrir þvf
að skipin festust svona saman?
— Stefnið á Falmouth — ef
stefni skyldi kalla — beit sig ofan
í þilfar Týs og gróf sig þar fast.
Við hefðum ekki losnað frá, nema
nota vélaraflið.
— Var skipherra Falmouth
ekkert að hugsa um að sigla á
ykkur í fjórða sinn?
— Nei, hann var alveg búinn
eftir þetta og fór. Skipherra Gala-
theu hvatti hins vegar Loydsman
og Statesman til að fullkomna
verkið. Statesman kom I veg fyrir
okkur á leið í land, en með
ýtrustu keyrslu tókst okkur að
komast frá honum, yfirleitt voru
ekki nema tvær skipslengdir á
milli skipanna og það var einnig
svo þegar hann sneri við.
— Urðuð þið strax varir við að
skrúfublöðin voru farin af?
— Nei, og á leiðinni I land,
þegar dráttarbátarnir áttu að
ganga frá okkur, lét ég setja bak-
borðsvélina I gang og sigldi um
tlma á báðum vélum án þess að
vita að skrúfublöðin væru farin.
Ég varð hinsvegar fljótlega var
við að skipið titraði mikið og
missti ferðviðþað aðsiglt var á
báðum vélum. Þá lét ég vél-
stjórann gera það sem er kallað að
fjaðra blöðin og minnkaði þá
titringurinn og við náðum 17
mílna ferð á ný, en hraðar
komumst við ekki á annarri
vélinni.
— Siasaðist enginn í þessum
látum?
— Það slasaðist enginn alvar-
lega, en margir okkar fengu smá
skrámur og sár. Menn urðu að
halda sér þar sem festu var að
hafa. Sá sem var við stýrið hélt
t.d. í það, en fæturnir stóðu beint
út i loftið á meðan skipið var á
hliðinni.
— Hafa freigátuskipherrarnir
fengið ný fyrirmæli?
— Það er enginnn vafi á því að
nýju fyrirmælin eru allverulega
harðari en þeir höfðu áður. Það
kom vel I ljós, að skipherra Fal-
mouth ætlaði að ganga frá okkur.
Hann tilkynnti eftir seinni
áreksturinn að Týr væri lekur, og
bauð aðstoð, sem var afþökkuð.
En síðar kom nú I ljós að það var
hans eigið skip sem var hriplekt
en ekki Týr. Þegar skipherrann
hafði tilkynnt að Týr væri lekur
laust hluti af áhöfn hans upp
fagnaðarópi. Það hefðu engin
skip önnur en Týr og Ægir þolað
þessi högg. Þar sem freigátan
lenti á okkur er 44 mm þykkt stál
f byrðingnum.
— Hvað er til ráða við þessum
geðveikislegu ásiglingum Breta?
— Ekkert annað en að vera
fljótir að gera við varðskipin og
koma þeim á miðin. Freigátunum
fjölgar ekki á meðan þær fara
laskaðar heim. Þ ö