Morgunblaðið - 08.05.1976, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976
23
Abígael Halldórs-
dóttir — Mumingarorð
Fædd 15. júll 1880.
Dáin 26. aprfl 1976.
Utför húsmóðurinnar að Litla-
bæ á Vatnsleysuströnd fer fram
frá Kálfatjarnarkirkju í dag 8.
maí.
Abígael Jóna Kristín hét hún
fullu nafni, f. 15.7. 1880 á Hóli á
Hvilftarströnd í Önundarfirði.
Voru foreldrar hennar hjónin á
Hóli, Halldór Halldórsson og Guð-
rún Jónsdóttir. Hafði Halldór ver-
ið ágætur smiður, eins og fleiri !•
þeirri ætt. Alveg framúrskarandi
vandvirkur. Guðrún myndar hús-
móðir, góðgerðarsöm, ekki sist við
börn/þótt efni væru lítil. 17 börn
fæddust þessum hjónum, en af
þeim stóra hópi komust aðeins 7
til fullorðins ára. Teljast þau í
aldursröð þessi: Friðrikka móðir
Sturlu Ebenesarsonar á Flateyri;
Júlíana, giftist ekki, hagleikskona
mikil; Halldór, smiður á Patreks-
fiirði; Guðmundur bóndi í Botni í
Súgandafirði; Bessabe, móðir
t
Elskuleg konan min og dóttir
ÍSABELLA THEODÓRSDÓTTIR,
Álftamýri 22.
andaðist 6 maí i Landspitalanum.
Fyrir hönd aðstandenda,
FriSgeir Eiriksson,
Stefania Guðmundsdóttir.
+
Móðir okkar
PÁLMÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Litla-Fjalli
andaðist 6 þ m Börnin.
t
Móðir okkar,
GUÐRUN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 80, Reykjavlk,
andaðist á Heilsuverndarstöðinni, 7. maí sl.
Böm hinnar látnu
t
Konan min, móðir okkar, tengdamóðir og amma
LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR.
Álfheimum 70
andaðist fimmtudagskvöldið 6. mai.
Eirlkur E. Kristjónsson,
Hervald J. Eiriksson. Kristrún Skúladóttir,
Guðrún R. Eiríksdóttir, Jónas A. Aðalsteinsson,
Trausti Eiríksson
og bamaböm.
t
ANNA ÞORVALDSDÓTTIR,
Miklubraut 56. Reykjavík.
lézt i Borgarspitalanum hinn 23. apríl s I Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu
Fjölskyldan.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
JAKOBS ÓLAFS JÓHANNSSONAR,
Árbæjarblett 33.
Steinunn Kristjánsdóttir, Hallveig Ósk Jakobsdóttir,
Anton Karl Jakobsson. Salome Kristín Jakobsdóttir,
Jón Pálsson og börn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi
ÞORVALDUR JÓHANNESSON
fyrrverandi starfsmaður B.S.A.B.
Kóngsbakka 2
Reykjavik
sem andaðist að heimili sínu þann 24. april s.l., verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu mánudaginn 10 maí n.k. kl. 13.30
Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á að láta
Hjartavernd njóta þess.
Elísabet Benediktsdóttir
Guðbergur Þorvaldsson
Benedikt Jónsson Hildur Eggertsdóttir
Jóhann Þorvaldsson Ósk Sigurðardóttir
Erla Þorvaldsdóttir Þórður Kristinsson
Ingibjórg Þorvaldsdóttir Bjami Sverrisson
og barnabörn
í.Wiá MÁlArÁK
U.Wv i c.tjV' fyr,
þeirra landskunnu Kirkjubóls-
bræðra; Abígael, sem hér er-
minnst og Guðjón járnsmiður á
Suðureyri í Súgandafirði.
Abígael ólst upp á Hóli. Mun
síðar hafa farið í vistir í Önundar-
firði og Súgandafirði. Komin hátt
áftrítugsaldur leitaði hún atvinnu
lengra burtu, var, að vitað er, í
kaupavinnu norður í Skagafirði.
Það er kunnugt, að á þessum
árum, fóru ýmsir af þessu nú
nefnda Stór-Reykjavíkursvæði
um sumur í kaupavinnu norður í
land. Þar á meðal var Ingimundur
Guðmundsson á Bakka á Vatns-
leij>suströnd. En hann og systkini
hans Bjargmundur og Jódís —
systurnar Guðrún og Margrét þá
giftar og farnar að heiman —
bjuggu þar með móður sinni, Guð-
björgu Egilsdóttur, sem þá var
fyrir löngu búin að missa mann
sinn Guðmund Ingimundarson
frá Reykjavöllum I Biskupstung-
um.
Þegar Ingimundur á Bakka er
nýkominn heim úr kaupavinn-
unni haustið 1910, verður þess
vart að hann er nær jafnsnart
horfinn að heiman aftur. Hverju
sætti þetta, hvert hafði maðurinn
farið, var spurt og spáð. En brátt
skýrðist málið. Eftir furðu
skamman tíma er Ingimundur aft-
ur kominn heim, með hávaxna,
gjörvulega komu sér við hlið. Að-
dragandi þessa hafði ekki gerst I
danssölum né á baðströnd, heldur
þar sem þarfleg störf voru stund-
uð til nauðsynlegrar lífsbjargar.
Þau Abígael og Ingimundur eru
svo gift I Kálfatjarnarkirkju 30.
des. 1910. Ég sem þetta rita var
ásamt foreldrum mínum og mörg-
um fleirum þarna viðstaddur. Nú
er um breytt þar sem ég áður
verandi brúðkaupsgestur, mun í
dag verða viðstaddur útför brúð-
arinnar hvar hún er kvödd frá því
sama altari sem hún gekk að í sitt
hjónaband fyrir fullum 65 árum,
þá orðin fullra 30 ára.
Þau hjónin Abígael og Ingi-
mundur byrjuðu búskap að
Bjargi, næsta bæ við Bakka, vorið
1911 og þar fæddust þeim börnin
þrjú, Guðmundur, dó nýfæddur
hlaut aðeins skírn, Stefán f. 17.
des. 1913, giftur Guðríði Sveins-
dóttur Hábæ í Vogum og hefur
rekið verslun þar, og Guðrún
Halldóra f. 18. sept. 1918. Hún
giftist Samúel Eyjólfssyni á Þóru-
stöðum, en hann er nú látinn fyrir
allmörgum árum. Á þessu tíma-
bili tóku þau í fóstur tvo syni
Guðrúnar systur Ingimundar,
fyrst Steindór, sem dó innan við
tvítugt, þá fyrir nokkru kominn
til skósmlðanáms I Hafnarfirði.
Hafa þau þá þegar tekið áð sér
yngri bróður hins fyrri fósturson-
ar, Jóhann Ólaf Jónsson, sem nú
rekur, ásamt sonum sínum, véla-
verkstæði I Hafnarfirði. Hefur
^iann alltaf verið fósturforeldrum
sínum sem besti sonur.
Um mörg ár höfðu búið að
Fjósakoti, þarna skammt frá,
hjónin Bjarni Jörgenson og Mar-
grét Runólfsdóttir. Hafði Bjarni á
miðjum aldri orðið farlama af
gigt,. En svo lengi sem unnt var,
börðust þau við búskapinn og
reyndi þar ekki síst á dugnað
Margrétar til aðdrátta og allra
starfa jafnt utanbæjar sem innan.
En um síðir hlaut að draga til
uppgjafar. Þá tóku þau hjónin á
Bjargi Bjarna að sér til góðrar
ummönnunar á ævikvöldinu og
hjá þeim dó hann á áttræðisaldri.
Um tveggja ára skeið, eftir það
að við fóreldrar minir fluttumst
frá Litlabæ, nytjuðum við tún
og kálgarða þar. Þar eftir seldi
Helgi faðir minn Ingimundi I
hendur erfðafesturéttinn á býl-
inu. Og auðvitað notaði sá rétt-
indahafi það siðan.
Það verður svo 1934 að á sama
+
Útför
LÁRUSAR FJELDSTED
JÓSEFSSONAR.
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 1 0 maí kl. 3 e.h.
Erla Lðrusdóttir,
Þorvaldur Lárusson.
Hjördís Jósefsdóttir,
Elís Hallgrlmsson,
Herborg Hallgrlmsdóttir
og ættingjar.
1,1 i t i ,13,1; ,U, I ,
stað þar sem torfbær okkar og
siðar timburhús stóð, byggir Ingi-
mundur steinhús. Þar með flyst
fjölskyldan frá Bjargi að Litlabæ.
En ekki eru búsetuflutningar
Ingimundar um langa vegu, því
bæirnir Bakki, Bjarg og Litlibær
gátu vel staðið allir innan eins
hektara. I þessu húsi sem látið er
halda gamla bæjarnafninu búa
svo þessi blessuð hjón til hinstu
stundar. Fengu þar að sofna
svefninum langa Ingimundur 27.
okt. 1972 og Abigael 26. apr. 1976.
Eins og hér sést hafði Abigael
misst ástvininn sinn úr jarðvist-
inni fyrir hálfu f jórða ári. En það
sem meira og sárar tók á, var,
þegar sonurinn Stefán var burt
kvaddur réttum þremur mánuð-
um áður en hin háaldraða móðir
fékk kvaðningu til vistaskipt-
anna.
Enn gerðist það í Litlabæ, sem
áður á Bjargi, að tekið var gamal-
menni til vistar á æfikvöldinu.
Margrét Magnúsdóttir hafði allt
frá unglingsárunum verið á
Minnivatnsleysu vinnukona hjá
þeim foreldrum Aúðuns Sæ-
mundssonar og síðar honum og
konu hans. En þegar þau fluttust
þaðan var Margréti komið að
Litlabæ. Var henni þá hjáliðinn
margur langur vinnudagur á
margmennu heimili, aldurinn
orðinn hár og kraftarnir að
þverra. GVeðilegt er þegar trúi
þjónninn þreyttur orðinn, kemst i
góðra manna umsjá er liður að
lokadegi. En svo vitum við sem til
þekktum að verið hafi hj^i þeim
Litlabæjarhjónum. Aldrei höfðu
þau Abígael og Ingimundur stórt
bú. Enda skilyrði til slíks lítil á
Vatnsleysuströndinni. Þarna var
löngum lifað á bjargræði úr sjó og
af landi auk þess leitað atvinnu í
sveit á sumrum. Það gerðu þau
hjónin eitthvað fyrstu búskapar-
árin. Þarna var kona sem vel
kunni að beita sveiflum og átök-
um hafandi í höndum orfhæla eða
árarhlumm. Þó voru sist afrækt
hin síþörfu innanbæjarsrörf og á
seinni árum prýddu heimilið vel
gerð handaverk eftir húsmóður-
ina. Svo er ótalið það um Ingi-
mund, frá því að ég fyrst man, að
vegna þess að hann var smiður
góður, var svo þráfalt til hans
leitað af nágrönnum og jafnvel
lengra að, til smærri eða stærri
verka. Var það því að svo bóngóð-
ur maður vann marga stundina
utan heimilis.
Að síðustu minnist ég samveru-
fundar í Litlabæ með þeim nán-
ustu og mörgu vinafólki hinnar
látnu. Þar sem lokið var góðum
umbúnaði um það forgengilega í
hinsta hvílurúmi. Þarna var
einkadóttirin, tengdadóttirin og
móðir hennar, fóstursonurinn,
kona hans og þeirra börn og
margir fleiri i ættartengslum og
utan þeirra. Þar er ein sem síst
má gleymast, Elin Björg
Gisladóttir. Hún hefur verið
heimilishjálpin góða hjá þeim
Litlubæjarhjónum í 36 ár.
Og við þverrandi krafta þeirra
annast þau sem góð dóttir
til siðasta andvarps. Á þessari
samverustund, þótt svona væri
orðið um likama þessarar
kæru burtkvöddu konu og móður.
fannst mér sem sál hennar fyllti
húsið og snerti okkar innri kennd-
ir í hugljúfum minningum. Já,
einkadótturinni og okkur öllum
megi til blessunar verða þær góðu
minningar.
Alfaðir blessi henni ástvina-
fund í eilífðarheimkynnum.
Jón Helgason frá Litlabæ.
Minning:
Sigríður Júlí-
ana Jónsdóttir
Fædd 30. maf 1885.
Dáin 30. aprfl 1976.
í dag verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni i Hafnarfirði Sigríður
Júlíana Jónsdóttir frá Bárugerði
á Miðnesi.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðlaug Jónsdóttir og Jón
Magnússon er bæði voru komin af
Skaftfellskum ættum.
Þau eignuðust fimmtán börn,
en af þeim náðu tíu fullorðins-
aldri, en fimm þeirra létust í
æsku. Til að koma svo stórum
barnahóp á legg og framfleyta svo
miklu heimili sem þetta hefur
verið, hefur ótvírætt reynt á
þrautseigju og dugnað jafnframt
hagsýni foreldranna.
Jarðir þar syðra voru ekki stór-
ar og bústofninn að sjálfsögðu að
sama skapi frekar lítill, lífsviður-
værið þurfti því að verulegu leyti
að sækja til sjávarins og hefur sú
lifsbjörg vissulega verið harðsótt
og oft torsótt við þær aðstæður og
með þeim skipakosti sem þá tíðk-
aðist og þeir sem nú eru á yngri
árum, gera sér vart grein fyrir
hve frumstætt það var, borið
saman við þá miklu tækni og öru
þróun i fiskveiðum sem rutt
hefur sér til rúms á síðustu ára-
tugum.
Þau Bárugerðishjón voru ann-
áluð fyrir dugnað og ráðdeildar-
semi í hvivetna og bjargaðist
þetta allt vel þrátt fyrir þennan
stóra barnahóp, enda kappkostað
að ávallt væri nægjanlegt til fæðis
og klæðis.
Júlíana ólst upp í þessum stóra
systkinahóp og vandist eins og
þau öll fljótlega til allra verka
sem þá tiðkuðust á slíku heimili
og kom það fljótlega í ljós að hún
var i þeim efnum síst eftirbátur
hinna hvað atorku og dugnað
snerti, hefur svo verið alla
hennar tið og allir sem til þekktu
útfaraskreytlngar
blómouol
Gróðurhúsið v/Sigtun simi 36779
til þess tekið hve starfslöngunin
og skylduræknin hefur verið snar
þáttur i öllu hennar lífi.
Þegar hún var þriggja ára
veiktist hún af heilahimnubólgu
og dregur það úr andlegum
þroska hennar, sem hún náði ekki
eftir það. Þrátt fyrir það áfall átti
hún því láni að fagna að vera
líkamlega hraust það sem eftir
var af hennar löngu æfi, og naut
hún því hins daglega starfs af
sannri ánægju. Það má segja að
henni félli vart starf úr hendi,
þegar útistörfum var lokið var
sest inn við prjónana en þá hafði
hún oftast á milli handanna þegar
ekki var eitthvað annað við að
vera, var eftirtektarvert og
raunar furðulegt hve afköstin
voru mikil og þá sér í lagi þegar
hún var á sinum yngri árum, enda
eru þeir ótaldir bæði skyldir og
vandafausir sem hafa notið skjóls
í hlýjum prjónafatnaði úr hennar
höndum. Ekki skal þá gleymt
börnunum sem nutu í svo ríkuni
mæli trygglyndis hennar og ástúð-
ar enda hændust börnin ávallt að
henni sökum þessara góðu eigin-
leika sem hún hafði til að bera.
Júlíana var gædd slíkri mildi og
hlýju í viðmóti ásamt sínu góðlát-
léga brosi sem varö til þess, að
verma þá um hjartarætur sem
voru í návist hennar. Skapið var
Framhald á bls. 30
■t I .C.l.J ( , . . I V , t • t I. ll'.Vít , |l ■. U'. i
.5:11 T (, 1 ’• I. ’ 1 • v1 i/. i T’l1 Il.'l * ■ ' íil’J'llC' 'fi‘, .'Of.k j
tii-lr
Ú.VvU
II