Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelEWr gST
Sigurður
Gunnarsson þýddi
rauninni hennar vegna? Já, hann vissi
það ekki, — en hann fann, að hann var að
því kominn af falla í öngvit. Sólin var
ekki lengur björt og heit, hún var svört
— kolsvört, og tungan var sár og hörð í
munni hans. Var einhver að
koma?
„Óskar, það má ekki líða yfir þig.“
Þeir hinir voru vanir þessum mikla
sólarhita og þoldu hann því betur. Þeir
sáu, að enn rauk úr brunarústum húss-
r —\
Það er pottþétt. Þú hefur aldrei séð myndir
af svona furðuskepnu, enda ekki að undra
því hún fyrirfinnst ckki. En teiknarinn bjð
nú þetta dýr til og gerði það þannig að skella
saman f þessari teikningu nokkrum dýra-
tegundum og fuglum. Þú átt að geta sagt til
um hvaða dýr og fugla um er að ræða.
I *
ins, sem Arabar höfðu kveikt í Líklega
var ekki nema um það bil kílómetri til
vina þeirra hinum megin við Jórdan, —
þar lágu þeir líka vopnaðir í felum og
biðu. .. Arabar höfðu náð nokkrum hluta
appelssínulundanna á sitt vald og virtust
ekki ætla að sleppa þeim. En hvað voru
óvinirnir margir? Voru þeir tuttugu, —
eða kannski tvö hundruð? Það vissi eng-
inn. Og voru þeir ef til vill með fallbyss-
ur? . . Það sást ekki nokkur sál á ferli á
þessum tíma.
Þeir gátu aðeins greint Djúpavatn. Á
þeim slóðum voru gæzlumenn Samein-
uðu þjóóanna, og nú höfðu þeir vafa
laust sent fregn til aðalstöðvanna um
það, að ófriður hefði brotizt hér út. En
var hér um að ræða minni háttar árás, —
eða var kannski hafin raunveruleg
styrjöld? Hver gat svarað því? Stundum
var sem vatnið logaói í ljósflóði sólarinn-
ar. Líklega mundi Óskar aldrei koma
þangað aftur.
En allt í einu gerðist eitthvað fjarska
undarlegt: Hendur hans urðu rauðar.
Hann starói á þær og ætlaði ekki að trúa
sínum eigin augum, — en þær stækkuðu
og urði sífellt rauðari og rauðari, eins
og... en hann heyrði aldrei neitt skot.
Einhver beygði sig yfir hann,.. það var
ekki Míron... það var víst... en svo varð
allt svart fyrir ásjónu hans.
Þegar hann vaknaði, heyröi hann, að
einhver sagði: „Nú eru þeir farnir, Ósk-
ar,.. þeir eru farnir.
Þú fékkst bara sólsting, það varð of
heitt hérna hjá okkur. Þeir eru farnir
aftur. Þú þekkir okkur, Óskar, — er það
ekki? Já, þeir eru farnir.. .“
„Hverjir eru farnir?“ spurði hann...
„Brytinn?“
„Arabar. . . þeir hörfuðu undan. Það
varð engin styrjöld að þessu sinni...
Þetta var aðeins árás til aö skaprauma
okkur.“
„Hvar er ég?“ spurði hann.
En áóur en þeir gátu svarað, kom hann
að fullu til sjálfs sín á ný. Hann var ekki
lengur í skotgröfinni, heldur undir fall-
egu appelsínutré. Jórdan rann fram hjá,
rétt fyrir neðan, einhver strauk mjúk-
lega yfir enni hans. Þaó var María. Hún
var alltaf svo nærgætin og hugsunarsöm.
En hvað var nú þetta? Var aftur að líða
yfir hann? Var þetta ekki allt um garó
gengió?
MORö-dKf
RAFr/Nd
Afbragðs ræða hjá for-
stjóranum, — leyfi ég mér að
segja.
Þú átt 14 daga sumarleyfi? —
Já, þá er þetta platan — 14
daga plata.
Eg held þú ættir að hætta
dýraveiðum. Þú ert ekki
lengur eins léttur á fæti.
Það er með óllkindum hve
mannlegir þeir eru.
Fyrir nokkrum árum birtist
eftirfarandi minningargrein f
amerfsku blaði:
— 1. desember lézt Tom
Jenkins hattagerðarmeistari f
hinni fullkomnu hattaverzlun
sinni nr. 3 við Broadstreet.
Hann var virtur vel af öllum,
sem honum kynntust og verzl-
uðu við hann. Hann var Ijúfur
í einkalffi og duglegur og
ódýr sem hattagerðarmað-
ur. Panamahattarnir hans
kostuðu aðeins 4 dali. Hann
lætur eftir sig ekkju, sem
grætur burtför hans, og fulla
búð af ágætishöttum, sem sclj-
ast með niðursettu verði. Hann
var á bezta aldri, og rétt áður
en hann lézt hafði hann keypt
ósköpin öll af hattaefnum svo
ódýrt, að ekkjan getur f náinni
framtfð selt hatta ódýrara en
nokkur annar hattasali f borg-
inni. Ættingjar hans halda
verzluninni áfram.
X
Friðrik litli: — Ef ég færi að
klifra upp f tré og dytti niður,
hvort væri þá betra, að ég rifi
buxurnar mínar eða fót-
brotnaði?
Mamma: — Það væri auðvitað
verra að þú fótbrotnaðir.
Friðrik: — Jæja, þá var ég
heppinn. Eg var nefnilega að
klifra upp f tré áðan, datt
niður og reif buxurnar mfnar,
en ég fótbrotnaði ekki,
mamma.
X
Dómarinn: — Hefur þér verið
refsað áður?
Öli: — Já, fyrir 10 árum var ég
sektaður um 1000 krónur fyrir
að ég fór f bað þar sem það var
ekki leyfilegt.
Dómarinn: — En sfðan?
Öli: — Nei, ég hef ekki baðað
mig sfðan.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevensor
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
59
aðinn þcnnan morgun eins og
venjulega. Eg fór þangað á
hverjum degi og daginn áður
hafði ég gengið framhjá Marcel
Carrier þar sem hann var á tali
við þýzkan herforingja. Það var f
raun ekkert við slfkt að athuga.
Faðir hans hafði viðskipti við
Þjóðverja og Marcel gerði mikið
af þvf að Iáta svo lfta út sem hann
væri f ágætum tengslum við her-
námsliðið. Hann sagðist gcra það
til að eiga auðveldara með að
blekkja þá. Og hvers vegna ekki?
Ef hann gat komizt upp með það
gaf það honum aukið vald. Það
jók á goðsögnina um hann að
strfðinu loknu. Það eina sem var
einkennilegt við þetta var kæru-
leysi það sem hann sýndi þennan
morgun. Annaðhvort stafaði það
af einberum hroka eða vegna þess
að þeir voru svo niðursokknir f
samtal sitt að þeir veittu mér ekki
athygli. Hvað sem þvf nú Ifður
hættu þeir ekki tali sfnu þegar ég
gekk hjá. Ég heyrði að vfsu
aðeins brot úr samtali þeirra.
Marcel sagði: „Þetta hús...
loksins," og Þjóðverjinn svaraði:
„Allt f lagi, en gættu þess þá að
láta ekki hremma þig þar.“
— Meira að segja ég áttaði mig
ekki á þessu fyrr en ég kom heim
úr verzlunarleiðangri mfnum
daginn eftir og heyrði þá fréttir
af fyrstu handtökunum. Þá rann
upp fyrir mér ljós — og reyndar
fleiri en eitt. Ég skildi þá hvers
vegna mörg áform Herault læknis
höfðu farið út um þúfur og ég
skildi lfka hvernig á þvf stóð að
Þjóðverjar höfðu iðulega komizt
á snoðir um aðgerðir andspyrnu-
hreyfingarinnar áður en þetta
kom til. Ég heyrði seinna að
ástæðan fyrir þvf að fjöldahand-
tökurnar voru ekki framkvæmdar
fyrr en þennan morgun voru að
það hefði ekki verið fyrr en
skömmu áður að Herault læknir
var farinn að treysta Marcel út í
æsar og hafði gert hann að trún-
aðarmanni sfnum f hverjum hlut.
Engan skal þvf furða þó að Marc-
el hafði verið svona kjarkmikill.
Hann vissi að hann var á grænni
grein af þvf að hann hafði gert
samninga víð Þjóðverjana og
hann var þeim of verðmætur til
að þeir færu að skerða hár á hans
höfði. Hann hafði einu sinni verið
handtekinn og þá hafði hann sam-
ið við þá um að miðla þeim upp-
lýsingum og eftir það hafði hann
svo leikið ‘tveimur skjöldum. Til
að bjarga sfnu eigin skinni sveik
hann alla sfna víní.
— Eg hraðaði mér aftur heim f
Heraulthúsið, en Þjóðverjar
höfðu lokað mörgum götum og ég
varð að gæta mfn mjög. Ég komst
að húsinu og þegar ég var að fara
inn eldhúsmegin sá ég Marcel
koma þjótandi út úr húsinu.
Hann var náföiur f andliti. Hann
skalf og nötraði og sagði við mig:
„Farðu ekki inn. Flýttu þér f
burtu. Allt er um seinan.“ Og að
svo mæltu hraðaði hann sér á
braut eins og djöfullinn sjálfur
væri á hælum hans.
— Ég kom að þeim f skrifstofu
læknisins. Simone hafði einnig
komfzt heim en hún hafði verið f
erindagjörðum fyrir lækninn og
það hafði verið koma hennar sem
gerði það að verkum að Marcel
hætti þeirri iðju sem hann hafði
verið upptekinn við — að nauðga
Madeleine Herault. Lfk lan Rich-
ardsson lá á gólfinu. Madeleine
kraup við hliðina á honum og hélt
báðum höndum utan um brjóst
hans, stff og köld sem liðið Ifk.
Við urðum að beita valdí til að
slfta hana frá Ifkinu.
— Við gáfum henni konfak og
hún fór að tala — æst og f svo
hræðilegu uppnámi að ég glevmi
þvf aldrei. Hún hafði verið ein í
húsinu og hafði verið að bíða eftír
boðum. Faðir hennar, Ian og
Marcel höfðu allir verið f burtu
um nóttina til að bfða eftir pen-
ingasendingunni sem átti að láta
sfga niður f fallhlff. Þeir voru
seinir að skila sér heim. Hún var
farin að óttast um þá þegar Marc-
el kom inn. Hann hafði lagt vöru-
bflnum f hliðargötu og hann kom
inn og hélt á Ian Kichardsson f
fanginu. Hún sagði að hann hefði
hent honum á gálfið eins og hann
væri dýrshræ og sagt við hana:
„Hann er dáinn. Þjóðverjarnir
biðu eftir okkur.“
— Henni varð ólýsanlega mikið
um. Hún henti sér yfir Ifkama
ástvinar sfns og hrópaði upp yfir
sig að hann væri ekki dáinn, hún
myndi ekki afbera að missa hann
og svo allt f einu æpti hún yfir
sig, að hann væri ekki dáinn, hún
fyndi hjartslátt. Það væri þá hægt
að bjarga honum. ög þá — ýttf
Marcel henni frá, tók byssu upp
úr vasanum og skaut hann f hjart-
að. Og sfðan — sagði Madeleine
rólega — nauðgaði hann henni.
— Við höfðum skiljanlega eng-
an tfma til að sinna Madeleine á
þessari örlagastundu eins og
hefði þurft. Við höfðum heidur
ekkert svigrúm til að hugsa um
hvað við gætum gert til að koma
fram hefndum á Marcel. Simone
og ég vissum að það gat skipt
mfnútum ef við kæmust ekki taf-
arlaust á brott. Við vissum að
Þjóðverjar gátu komið á hverri
stundu. Við áttum ekki annarra
kosta völ en skilja lan eftir á
gólfinu og við ne.vddum Made-
leine með hörku til að koma með
okkur. Okkur tókst að brenna