Morgunblaðið - 08.05.1976, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976
Söfnuðu á þriðju milljón
til þjóðháttarannsókna
NOKKRIR stúdentar, '-.em hyggj-
ast starfa við heimildasöfnun um
þjóðhætti f sumar, héldu norður f
land um sfðastliðin mánaðamót
og sátu fundi með fjölmörgum
aðilum, sem sótt hefur verið um
fjárstuðning til f þessu skyni.
Undirtektir voru svo góðar, að
telja má nokkurn veginn vfst, að 6
til 7 stúdentar geti unnið að þessu
verkefni f 3 mánuði f sumar f
Norðurlandsfjórðungi. Talið var
að um 3 milljónir króna þyrfti til
þessa verkefnis og liggja nú 2,4
milljónir á borðinu f loforðum og
vilyrðum. Tæplega milljón hefur
borizt frá öðrum landshlutum
enn sem komið er.
Frá þessu er skýrt í fréttatil-
kynningu, sem Morgunblaðinu
hefur borizt frá starfshópi stúd-
enta um þjóðháttasöfnun. Þar
segir að forsaga málsins sé sú að
20 nemendur, flestir í sagnfræði
hafi fyrr i vetur skýrt frá því að
þeir áformuðu að vinna að þessu
verkefni í öllum héruðum lands-
ins. Slik söfnun hefur að vísu
farið fram á vegum Þjóðminja-
safnsins undanfarin 15 ár, eink-
um bréflega, en sú aðferð heldur
hvergi nærri í við hina hrað-
fleygu stund.
Allan síðari hluta vetrar hafa
stúdentarnir búið sig undir þetta
verkefni í sagnfræðideild Háskól-
ans, bæði með því að afla sér
lágmarksþekkingar á viðfangs-
efninu og þjálfunar í meðferð
hjálpartækja svo sem myndavéla
og segulbanda. Þá hafa verið út-
búnar spurningaskrár til að hafa
til hliðsjónar um nokkur atriði og
væntanleg er skrá yfir alla Islend-
inga 67 ára og eldri, sem raðað er
eftir upprunahéraði og núverandi
búsetu. Allt þetta starf hefur ver-
ið unnið í nánu samstarfi við þjóð-
háttadeild Þjóðminjasafnsins.
— Smábáta-
útgerð
Framhald af bls. 10
um. „Nei, nei. hann fór bara nokkuS
vel mefl mig, það gekk a8 visu ekki
alveg nógu vel fyrst en þetta hefur
veriB ágætt núna upp á slSkastið,
enda betra að slga á það, það er
alltaf betra svoleiðis."
Sigurbjom er 7—8 tonna trilla og
Ási segir að þeir tvlmenningarnir
hafi verið útbúnir með vatnsknúnar
handf ærarúllur. „Þetta eru mjög
flnar rúllur, ág hafði að vlsu áður
kynnzt rafmagnsrúllunum og þetta
er eiginlega alveg það sama, nema
hvað þessar eru knúnar áfram með
vatnsdælu sem gengur I gegnum
þær."
Er Ási mikill meistari á þessar
rúllur? „Maður verður að læra fljótt.
þegar fiskur er I boði," svarar hann.
En er hann þá jafn fiskinn núna og
hér áður fyrr? „Ég veit það ekki, ég
held nú að það breytist með þessum
tækjum svolftið — vélin sko tekur
llfsstrauminn af manninum ævinlega
nema auðvitað að ég hef mikinn
llfsstraum og það þarf mikla vél til
aðeyðileggja hann. Vatnsdælan hef-
ur ekki alveg getað yfirbugað hann,
rafmagnið hefði fremur verið til þess
fallið."
Ási kvaðst þannig vera I sjöunda
himni yfir hlutskipti slnu úti I Eyjum
að þessu sinni. „Ég er ráðinn hér
fram að lokum samkvæmt viðtali
eða til 10. svo að maður geti fengið
sér neðan I þvl þann 11. — þv! að
það er alveg ákveðið mál að við
Hilmar fáum okkur þá sénna
saman."
Hann segist ætla að sjá slðan til
hvað tekur við eftir vertlðarlokin.
„Ég er ævinlega með eitthvað I
kollinum sem ég þarf að koma á blað
— og ég kom nú hingað meðal
annars til að rifja allt upp hérna, þvl
að ég er alltaf með I blgerð stórverk
um stað sem þennan, er búinn að
vera að vinna að þvi I mörg ár. Þetta
er þess vegna svona eins konar
endurhæfing," sagði Ási. „Það sem
upp úr þessu er að hafa peningalega
er mér þannig ekki allt. þvf að þó
þessi sjómennska m!n sé ekki merki-
leg, þá er hún nokkuð erfið fyrir mig,
þar sem ég er á trélöpp. En maður
lætur sig hafa það, þvl að ég endur-
nýjast allur á llkama og sál. og helzt
þarf ég að komast tvisvar á ári 1 — 2
mánuði I senn I þennan hasar til að
haldaáriðút." bv/Sigurgeir
sumarHARtízkan
í Sigtúni sunnudaginn 9. maí kl. 3.
TÍZKUFATNAÐUR, KARONSAMTÖKIN
Samband hárgreiðslu- og hárskerameistara
+ ÁGÓÐINN AF ÞESSU
HAPPDRÆTTI RENNUR
ÓSKIPTUR TIL
RAUÐAKROSSSTARFSEMI
INNANLANDS, SEM FRAM FER
Á VEGUM DEILDA RK-i., UM LANO ALLT
ROWENTA
djúpsteikingapottar
SMAMIÐAHAPPDRÆTTI
FYRIR 100 KR.
SKATTFRJALSIR
30
ROWENTA
gufuburstar
600
MUSK
jlmvatnssett
200
LAMY
pennasett
45
ADLER
vasatölvur
SMAMIÐAHAPPDRÆTTI RAUÐA KROSSINS
— Minning
Rannveig
Framhald af bls. 2?
ættingjar. En Rannveig var ekki
þeirrar gerðar að vilja vera upp á
aðra komin, hvorki skylda né
vandalausa, og því háði hún sitt
aðdáunarverða lifsstríð.
Eftir stendur óhjákvæmilega að
geta áratuga sambýlis Rannveigar
við Magndísi systur sína og fjöl-
skyldu hennar. Magndís hafði
snemma misst mann sinn
voveiflega frá tveim kornungum
börnum þeirra hjóna, en barizt
áfram af óvenjulegum dugnaði,
þrautseigju og fórnfýsi, og sjálf
komið myndarlegum börnum
sínum til manns á hinn lofsverð-
asta hátt. Síðar munu svo barna-
börnin hafa átt í henni, og eiga,
óbrigðulan hauk i horni.
í þessari lifsaðstöðu bjuggu
þær systur saman, hvor annarri
til stuðnings, deildu kjörum og
létu eitt yfir báðar ganga. Var
ávallt reisn og eftirtektarverður
myndarbragur yfir sambýli
þeirra. Mun enginn sem heimsótti
þær, nokkru sinni hafa haft
ástæðu til að ætla, að þær skorti
neitt af neinu. En hvaða þrek-
virki og manndómur lá að baki, er
ékki víst, að margir hafi hugsað
i't í. Aldrei munu þær systur hafa
írið út i ágreining eða meting
um, hvað frá hvorri kom í þeirra
lífsafkomu. Mun leitun á svo
óeigingjörnu og kærleiksríku
samstarfi i langri og allharðri lífs-
baráttu, enda vart hugsandi án
mikilla mannkosta, og áttu þær
ekki langt að sækja þá, slíkar önd-
vegismanneskjur sem foreldrar
þeirra voru.
Alla tíð frá því við vinur minn
Albert, bróðir þeirra systra,
kynntumst sem ungir menn —
fyrst í Núpsskóla og litlu siðar
betur í Samvinnuskólanum, var
ég tíður gestur á Sveinseyrar-
heimilinu og eins hjá þeim systr-
um hér syðra — að ógleymdum
langdvölum í Eyrarhúsum hjá
Albert sjálfum og konu hans
Steinunni Finnbogadóttur. Ég
hefi því margs og góðs að minnast
í sambandi við þetta fólk, en
finnst nú, að samverustundirnar
hefðu mátt vera fleir. Það tjóar
þó ekki að sýta, en ég minnist
genginna gleðistunda þakklátum
huga. Klassísk samlíking Séra
Garðars Svavarssonar í snjallri
útfararræðu yfir Rannveigu fær
fullvel staðizt — um fjóluna bláu,
sem fellur án fyrirgangs og
hávaða, en
„ilmur horfinn innir fyrst,
hvers urtabyggðin hefir misst."
Og sé hver sinnar gæfu smiður —
þegar allt kemur til alls — efast
ég ekki um hamingju Rannveigar
Guðmundsdóttur að leiðariokum.
Hún gekk með horskum huga
sinn þyrnum stráða æviveg; allt
fram að hinzta vetri.
„Þú veizt, að eftir vetrar stranga hríð,
fer vor í hönd með sólarblíða tíð.“
Öllum gleðilegt sumar!
I lok 1. viku sumars.
Baldvin Þ. Kristjánsson.
— Minning
Sigríður
Framhald af bls. 23
slíkt að til eftirbreytni mætti
verða fyrir okkur er kynntumst
henni nokkuð náið. Frá henni féll
aldrei styggðaryrði til nokkurs
manns og þvi hlaut hún að verð-
leikum traust og góðvild frá
öðrum og mat hún það vissulega
mikils.
Guðlaug móðir hennar lést árið
1908 og bjó Jón faðir hennar eftir
það með börnum sínum, en eftir
að hann hætti búskap tók Hans
Wium bróðir hennar við Báru-
gerði og dvaldi hún hjá þeim
hjónum og börnum þeirra mörg
ár þar á eftir. Hún lá allan
þennan tima ekki á liði sínu að
heimilinu mætti vel farnast og
naut hún umhyggju þeirra allra
enda mátu þau störf hennar í
þágu heimilisins mikils.
Hún minntist oft á seinni árum
veru sinnar þar og ávallt með
hlýju og þakklæti til þeirra og
allra sveitunganna sem hún hafði
haft svo náin og góð kynni af allt
frá barnæsku.
Fyrir um það bil þrjátíu árum
flyst hún svo til systra sinna,
Jónu og Guðbjargar sem búsettar
eru í Hafnarfirði og Katrínar sem
búsett var í Reykjavik en nú er
látin fyrir nokkrum árum.
Á heimilum þeirra systra dvaldi
hún upp frá því I senn þrjá
mánuði hjá hverri í einu, þannig
fluttist hún á milli þeirra með
nokkuð jöfnu tímabili. Hún var á
hverjum stað einkar kærkomin
þegar hennar var von og ég
fullyrði að hún undi hag sínum
mjög vel enda féll henni þá sem
fyrr sjaldnast verk úr hendi því
hún var ávallt með prjónana og
nutu börnin á heimilunum þar
góðs af ásamt fleirum.
Júlíana hafði siðastliðin fimm
ár dvalið á Sólvangi, við sérstak-
lega góða umönnun og hafði
ávallt fótavist og ærið að starfa
við sitt hæfi. Hún lést þann 30.
apríl s.l. eftir fárra daga legu tæp-
lega 91 árs að aldri.
Eg kveð svo þessa trygglyndu
frænku mína með söknuði og mun
geyma um hana margar hugljúfar
minningar.
Systrum hennar og ættingjum
votta ég samúð mína og bið henni
velfarnaðar á nýrri vegferð.
Guðlaugur B. Þórðarson.
Munið uppboðs- og skifta
fund
Myntsafnarafélagsins
í Templarahöllinni laugardaginn 8. maí kl.
2.30.
Vor-
kappreiðar
Hinar árlegu vorkappreiðar Fáks verða haldnar
sunnudaginn 16. maí og hefjast kl. 15 á
skeiðvelli félagsins að Víðivöllum (við Selás)
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Skeiði 250 m.
Stökki 250 m, 350 m., og 800 m.
Þá verður keppt í 1 500 m stökki og 1 500 m
brokki ef næg þátttaka fæst.
Skráning kappreiðahesta fer fram á skrifstofu
félagsins næstu daga og á firmakeppni félags-
ins, laugardaginn 8 maí. Skráningu lýkur
mánudaginn 1 0. maí kl. 17.
Hestamannafélagið Fákur.