Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2R»r0unii{«ifcit>
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
LAUGARDAGUR 8. MAl 1976
Allar freigáturnar á
miðunum eru laskaðar
BREZKU freigáturnar héldu
áfram ásiglingartilraunum sfnum
á varðskip f gær, sem voru að
sinna skyldustörfum sfnum á
miðunum við Hvalbak. Freigátan
Gurkha F-122 sigldi f gær á bak-
borðshlið varðskipsins Óðins, er
gerði sig Ifklegan til að klippa á
togvfra togarans Ross Ramillies
GY 53. Litlar skemmdir urðu á
Óðni, en brúarvængur bevglaðist
nokkuð. Hins vegar urðu tals-
verðar skemmdir á freigátunni, þ.
á m. kom gat á bóg hennar ofar-
lega. Þar með eru allar freigátur
brezka flotans á Islandsmiðum
meira eða minna laskaðar, en Fal-
mouth F-112 varð að yfirgefa
miðin þegar eftir ásiglingu sfna á
Tý f fyrrakvöld. Skemmdir á Tý
við þá ásiglingu urðu ekki miklar,
nema á bakborðsskrúfu varð-
skipsins, en blöð hennar brotn-
uðu af.
Ásigling freigátunnar Gurkhu á
Óðin varð klukkan um 17 í gær.
Tvö varðskip voru að eltast við
togarahópinn, sem þarna var að
veiðum, 15 skip, og hifðu flestir,
er þau nálguðust. Varðskipunum
fylgdu tvær freigátur og þrfr
dráttarbátar, Er Óðinn nálgaðist
Ross Ramillies, sem var að hffa,
sigldi Gurkha á bakborðshlið
Óðins og beyglaðist brúarvængur
hans inn. Að öðru leyti urðu litlar
skemmdir á varðskipinu. Sam-
kvæmt upplýsingum Gunnars
Ólafssonar skipherra í stjórnstöð
Landhelgisgæzlunnar virtust tals-
varðar skemmdir verða á frei-
gátunni, m.a. myndaðist gat ofar-
lega á bógi þess.
eða minna opinn, enda hún mjög
djúpsigld að framan. Fór hún yfir
miðlinuna milli Islands og Fær-
eyja I gær um klukkan 13, en þá
var freigátan Lowestoft F-103 á
leið á tslandsmið til þess að leysa
hina löskuðu freigátu af.
Framhald á bls. 14
FALMOUTH
STÓRSKEMMD
Hinir hrottalegu atburðir, sem
gerðust á miðunum í fyrrakvöld
hafa nú að nokkru skýrzt. íslenzk-
ur blaðamaður varð vitni að aðför
Falmouth að Tý og er lýsing hans
birt á öðrum stað í blaðinu. Fal-
mouth hélt heim á leið skömmu
eftir ásiglinguna og hefur frei-
gáta ekki áður laskast jafn mikið I
þorskastríði. Allur neðri hluti
stefnis hennar er rifinn og meira
„Hélt að Tý
myndi hvolfa”
segir Jón Steinar Ragnars-
son sá eini sem meiddist
— VISSULEGA vorum við allir
hræddir um að Tý mundi
hvolfa, en menn reyndu að
leiða þá hugsun hjá sér, þvf
allir vita hvað gerst hefði, ef
það hefði orðið, sagði Jón
Steinar Ragnarsson vikapiltur
á Tý f samtali við Morgunblaðið
f gær, en Jón var sá eini af
skipshöfn Týs sem slasaðist f
ásiglingum Falmouth. Hann
kom til rannsóknar á sjúkrahús
f Reykjavík f gærkvöldi.
— Ég var í gættinni á þyrlu-
skýlinu þegar Falmouth kom
öslandi að okkur. Ég gætti ekki
alveg nógu vel að mér, þar sem
ég var að reyna að taka myndir,
og um leið og freigátan skall á
varðskipinu féll ég við og í sjó-
inn, og að líkindum hefði ég
lent útbyrðis ef kokkurinn
hefði ekki náð í höndina á mér
og dregið mig inn í þyrluskýlið,
sem var hálffullt af sjó. Þar
missti kokkurinn taki af mér og
ég sogaðist lengra inn i skýlið,
þar sem ég skall á einhverju.
í fyrstu hélt ég að allt væri í
lagi, en þegar ég fór niður til að
skipta um föt, fékk ég miklar
þrautir og um tíma gat ég ekki
stigið í annan fótinn, en brátt
gat ég rölt um.
— Þegar ég var búinn að
jafna mig tók ég til starfa við
mitt starf aftur og var að færa
loftskeytamanninum kaffi þeg-
ar freigátan sigldi á okkur aft-
ur. Kaffið fór að sjálfsögðu veg
allrar veraldar. Manni fannst
þetta óralöng stund, sem varð-
skipið lá á hliðinni, en þrátt
fyrir það voru allir rólegir og
enginn er hræddur við Bretann
fremur en áður.
Minnstu munaði að fjórir menn hrykkju fyrir borð:
„Ekkert annað skip
hefði þolað þvílíkt
— ÞETTA hefði enginn
gert nema vitstola maður,
skipherrann á Falmouth
hélt áfram að keyra á
fullri ferð í síðu Týs eftir
að skipið var komið á hlið-
ina. Ég hef lent f 16
árekstrum frá því 29. des-
ember síðastliðinn, en
þessi sló allt út. Ég get líka
sagt það, að svona högg
hefði ekkert annað skip
þolað á íslandi, nema þá
Ægir, sagði Guðmundur
Kjærnested skipherra á Tý
í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins um borð f
Týr, þar sem varðskipið lá
á Berufirði f gær. Þar voru
skipverjar önnum kafnir
við að gera við til bráða-
birgða þær miklu skemmd-
ir sem urðu á varðskipinu
er Falmouth sigldi þrisvar
á það í fyrrakvöld.
— segir Guðmund-
ur Kjærnested
ÞESSI teikning sýnir 75 gráða |
halla á skipi, en slfkan halla
fékk Týr á sig f tveimur I
árekstrum af þremur í fyrra-
kvöld. Af teikningunni má sjá
að það er ekki að undra, að
menn hafi ákallað æðri máttar-
völd um borð f freígátunnf.
— Slagurinn f fyrrakvöld byrj-
aði ekkert öðruvisi en vant er.
Það var ekkert við að vera og við
lónuðum á svæðinu við Hvalbak,
sagði Guðmundur. — Síðan var
það um kl. 17 að skipstjórarnir
fengu skeyti við tilmælum sínum
um aukna vernd og skaðabætur.
Fyrst í stað urðu skipstjórarnir
æfir. — Þetta var ekki nóg. Þeir
neituðu að hefja veiðar nema fá
ákveðið svar um bætur. Eftir
MARGIR brezku togaraskipstjór-
anna létu reka í gær að sögn
Landhelgisgæzlunnar og stund-
uðu alls ekki veiðar. Samkvæmt
upplýsingum frá Hull, voru skip-
stjórarnir í allan gærdag að
bræða það með sér, hvort þeir
ættu að sigla á brott. Ástæðan var
sár óánægja þeirra með að brezka
ríkisstjórnin svaraði alls ekki
kröfum þeirra um skaðabætur
fyrir aflamissi. Að öðru leyti voru
en Týr
nokkurt þref fór fram atkvæða-
greiðsla. Sex eða átta neituðu að
hefja veiðar, þrfr eða fjórir sögð-
ust ætla að veiða, en þrír skip-
stjórar svöruðu ekki f talstöðvun-
um. Að þessu loknu ræddu nokkr-
ir skipstjóranna við útgerðarfyr-
irtæki sín í Bretlandi. Kom í ljós
að sum útgerðarfyrirtækin ætla
að tryggja sjómönnunum bætur
vegna veiðitaps en önnur ekki.
Framhald á bls. 14
togaraskipstjórarnir mjög ánægð-
ir með hertar varnargerðir frei-
gátanna og skipstjórinn á Ross
Orion H-235, Alf Ostler, sagði i
gær, að skipstjórarnir væru hrifn-
ir af aðgerðum freigátanna í
fyrrakvöld. „Þetta var einmitt
það sem þurfti til þess að sýna
Landhelgisgæzlunni hvað brezki
flotinn getur gert,“ sagði skip-
stjórinn.
Ljósm. Mbl : RAX
HÉR sjást þeir Guðmundur
Kjærnested skipherra og Þðr
Steingrfmsson 1. vélstjóri á Tý á
afturþilfari varðskipsins f gær.
Þá var búið að gera við skipið til
bráðabirgða og standa þeir Guð-
mundur og Þór á þeim stað, þar
sem stærsta gatið var. Til að loka
þvf, tóku vélstjórar skipsins til
bragðs að taka þykka stálhurð úr
vélarrúmi skipsins og sníða hana
sfðan f gatið, þar sem hún var
soðin kyrfilega niður.
Geirfinnsmálið:
Einn maður
í viðbót í
varðhald?
SAMKVÆMT upplýsingum,
sem Morgunblaðið aflaði sér f
gærkvöldi, mun maður einn
hafa verið handtekinn vegna
Geirfinnsmálsins sfðdegis f
gær. Byrjuðu rannsóknar-
lögreglumenn að svipast um
eftir manninum snemma f
gærmorgun og höfðu upp á
honum sfðdegis. Var farið með
hann rakleitt f Sfðumúla-
fangelsið og eftir þvf, sem
Mbl. komst næst, var hann þar
ennþá seint f gærkvöldi. Full-
trúi sá hjá Sakadómi, sem
stjórnar rannsókninni, vildi
ekkert um málið segja í gær-
Framhald á bls. 19.
Fara þeir eða ekki?