Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976 3
Ríkisútgáfa námsbóka:
Gamla stafsetningin
yrði dýrari en hin nýja
Þrennir burtf arar-
prófstónleikar
í Austurbæjarbíói
„ÉG HELD að það sé nokkuð
ljðst, að það verður töluvert
kostnaðarsamara fvrir Rfkisút-
gáfuna að þurfa nú að breyta öll-
um námsbókum með tilliti til
stafsetningarinnar frá 1929'beld-
ur en að halda sig áfram við nýju
stafsetninguna,“ sagði Sigurður
Pálsson hjá Ríkisútgáfu náms-
bðka, þegar Morgunblaðið spurði
hann hvaða áhrif hugsanlegt aft-
urhvarf til z-unnar og nýju staf-
setningarinnar hefði á útgáfuna.
í samtalinu við Sigurð kom
Skáksamband-
ið færir dr.
Max Euwe gjöf
SKÁKSAMBAND tslands hef-
ur látið útbúa gjöf handa dr.
Max Euwe, forseta Alþjðða
skáksambandsins, og verður
hún afhent á afmælishátfð,
sem haldin verður í tilefni 75
ára afmælis Euwes 22.—23.
maf n.k. Mun forseti Skáksam-
bandsins, Einar S. Einarsson,
afhenda gjöfin.
Er hér um að ræða islenzkan
gabbró-stein, 5 kg að þyngd,
undan Vatnajökli, náttúru-
smíð að öðru leyti en því, að
greiptir hafa verið f hann 2
minnispeningar Friðriks
Ólafssonar, úr silfri og bronsi,
og á steininn grafið nafn dr.
Max Euwe og afmæliskveðja
frá Skáksambandi Islands.
fram, að nokkuð er enn af náms-
bókum f notkun með gömlu staf-
setningunni, og sagði Sigurður að
það stafaði af því, að ekki hefði
verið látið breyta kennslubókum
þess námsefnis, sem verið væri að
vinna að endurskoðun á af hálfu
skólarannsókna eða yrði endur-
skoðað á næstu 3—4 árum.
Nefndi hann sem dæmi, að þann-
ig væri nú verið að endurskoða
líffræðina, sem aftur hefði í för
með sér að ekki væri enn farið að
hrófla neitt við kennslubókum í
náttúrufræði.
Sigurður sagði, að hins vegar
hefði Ríkisútgáfa námsbóka alls
látið breyta 35 kennslubókum frá
fyrri tíma yfir í nýju starfsetning-
una og allar nýjar bækur, sem
komið hefðu út frá því 1974 væru
með nýju stafsetningunni. Væru
það samtals um 80—100 titlar en
sumt af því reyndar litlir bækl-
ingar. Þá kvað Sigurður enn vera
nokkrar kennslubækur sem ekki
hefði verið hróflað við enn sem
komið væri vegna þess hversu
stór hluti af upplagi þeirra hefði
verið til er breytingin var gerð og
nefndi hann í því sambandi
kennslubók í stafsetningu fyrir
barnaskólana og auk þess væru
flestar móðurmálskennslubækur
barnaskólanna óbreyttar utan
ein. Nýjar bækur fyrir unglinga-
stigið i móðurmálskennslugrein-
Framhald á bls. 38
UM 200 manns sóttu ráðstefnu
um kjör láglaunakvenna, sem
haldin var að Hótel Loftleiðum sl.
sunnudag. Mikil og almenn þátt-
taka var ( störfum ráðstefnunnar,
að þvf er segir f fréttatilkvnningu
undirbúningsnefndar, og kom
greinilega fram, að sóknarhugur
er nú f konum. Segir f tilkynning-
unni, að þær geri sér stöðugt bet-
ur grein fyrir mikilvægi sfnu
fyrir þjóðarbúið, og vilji ekki
lengur sætta sig við að störf
þeirra og annarra láglaunahópa
séu vanmetin og réttur þeirra
fyrir borð borinn.
Fyrir hádegi voru flutt tólf
stutt framsöguerindi. Eftir
hádegi var unnið í 8 starfshópum
ÞRJAR ungar stúlkur Ijúka
brottfararprófi frá Tónlistarskól-
anum f Revkjavfk með einleiks-
tónleikum á þriðjudags-,
miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld. Þetta eru þær Inga Rós
Ingólfsdóttir, sellóleikari, Kol-
brún Hjaltadóttir, fiðluleikari, og
Hrefna U. Eggertsdóttir, pfanó-
leikari. Þessir tónleikar eru jafn-
framt sfðustu tónleikar skólans á
þessu starfsári en f vetur hefur
skólinn haldið 12 opinbera tón-
leika auk fjölda tónleika innan
skólans.
Tónleikar Ingu Rósar Ingólfs-
dóttur verða á þriðjudagskvöld í
Austurbæjarbiói og hefjast kl.
og síðan var haldinn sameiginleg-
ur fundur þar sem niðurstöður
starfshópanna voru ræddar. Ráð-
stefnunni lauk með því að konur
sungu Alþjóðasöng verkalýðsins,
Internationalinn.
Fyrir ráðstefnu um kjör lág-
launakvenna stóðu auk Rauð-
sokkahreyfingarinnar eftirtalin
verkalýðsfélög á Reykjavikur-
svæðinu: Iðja, félag verksmiðju-
fólks, Starfsstúlknafélagið Sókn,
Verkakvennafélagið Framsókn,
Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur, Verkakvennafélagið Framtið-
in í Hafnarfirði, ASB, félag af-
greiðslustúlkna i brauð- og
mjólkurbúðum, Starfsmanna-
7.15. Undirleik á píanó annast
Lára Rafnsdóttir og flytja þær
sónötur eftir Bach og Beethoven.
Elegíu eftir Milhaud og sónötu
eftir Debussy.
Á miðvikudagskvöld verður
Kolbrún Hjaltadóttir, fiðlu-
leikari, á ferðinni á sama stað og
sama tíma en undirleikari hennar
verður Svana Víkingsdóttir. Þær
flytja verk eftir Bach, Saint-
Saéns, Bloch og Grieg.
Á fimmtudagskvöld leikur
Hrefna U. Eggertsdóttir á píanó
verk eftir Rosenberg, Bach,
Debussy og Brahms, og þeir tón-
leikar verða einnig í Austur-
bæjarbfói og hefjast kl. 7.15.
félag ríkisstofnana og Ljósmæðra-
félag Islands.
Öðrum stéttarfélögum og
félagasamtökum, sem hafa marg-
ar konur innan sinna vébanda,
var boðið að senda fulltrúa til
ráðstefnunnar og mættu margir
fulltrúar þeirra, bæði frá Reykja-
vik og Akranesi, Stokkseyri,
Borgarnesi, Akureyri, Siglufirði
og Selfossi. Auk þess sótti ráð-
stefnuna margt annað áhugafólk.
Á ráðstefnunni var gerður
fjöldi samþykkta um ýmis hags-
munamál og var ýmsum áskorun-
um beint til verkalýðsforustunn-
ar.
Arnór Hanni-
balsson hlýtur
NATO-styrk
ATLANTSHAFSBANDALAG-
IÐ úthlutaði nýlega fræði-
mannastyrkjum fyrir skólaárið
1976—1977. Einn íslendingur,
dr. phil. Arnór Hannibalsson,
hlaut styrk bandalagsins til að
vinna að rannsóknarefni sem
fjallar um stefnu Sovétríkj-
anna gagnvart þeim Norður-
löndum sem eru aðilar að
Atlantshafsbandalaginu.
Styrktímabilið er að jafnaði
2—4 mánuðir.
Styrkirnir eru veittir í því
skyni að stuðla að námi og
rannsóknum á ýmsum sviðum,
er varða aðildarriki Atlants-
hafsbandalagsins og samstarf
þeirra.
Jakob Jónsson
sýnir í Bogasal
JAKOB Jónsson, listmálari,
opnaði sl. laugardag sýningu i
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Mun hún standa fram til nk.
laugardags og er opin daglega
frákl. 2—10.
Jakob sýnir 17 olfumálverk,
5 gouache-myndir og 2 teikn-
ingar, og eru flestar mvnd-
anna til sölu.
Jakob er fæddur á Bfldudai
1936 en stundaði mvndlistar-
nám f Ny Carlsberg Glvpotek f
Kaupmannahöfn og hjá Kon-
unglegu listaakademfunni á
árunum 1965—71.
Mikil þátttaka í ráð-
stefnu láglaunakvenna
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI._
Bretlandsferö
— brottför 11. júní. —
11 dagar
Ekið um marga fallegustu staði Eng
lands og Skotlands og sögufrægar
slóðir skoðaðar
Meðal viðkomustaða eru: York,
Bawtry, Cambridge, wíndsor,
Oxford, Shottery, Stratford-
on-Avon, Warwick, Chester,
Bowness-on Windermere, Carlisle,
Gretna Green, Edinborg. (Gististaðir
eru undirstrikaðir)
Einnig dvalið 5 nætur I London þar
sem kostur gefst á skoðunarferðum
um borgina og nágrenni hennar
Flogið er til — og frá — Glasgow
íslenskur fararstjóri
Spyrjist fyrir um þessa sérstæðu
ferð
DUSSELDORF
Interocean
76
Ódýr vikuferð
Brottför 14. júni
Sjórinn—Tœkifæri framtíðarinnar
Fiskveiðitæki og -tækni, hafnar
framkvæmdir, og rannsóknir á sjáv-
arefnum og vinnsla þeirra o.fl.
photokino
World Fair of Photography
Brottför 9. sept.
Ódýru
Spánarferðirnar
Costa Blanca,
Benidorm.
2ja og 3ja vikna ferðir
ialltsumar. Fjölskylduafsláttur.
íslensk hjúkrunarkona og barnfóstra.
Brottfarardagar:
31. maí 16. ágúst
14. júní 23. ágúst
28. júní 30. ðgúst
19. júll 6. sept
2. ágúst 13. sept
9. ágúst 20. sept.
Odýrar Noröurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla með öllum
flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.