Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
Minning:
Eiríkur Þorsteinsson
fyrrv. alþingismaður
Minning:
Magnús Vigfússon
húsasmíðameistari
Fæddur 16. febrúar 1905
Dáinn 8. maf 1976.
Eiríkur Þorsteinsson, fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri og alþingis-
maður, andaðist hér i Reykjavík
laugardaginn 8. maí, 71 árs að
aldri.
Þegar Eiríkur er kvaddur
hinsta sinni koma í hugann mynd-
ir og minningar löngu liðinna ára.
Þær eru tengdar persónuleika
hans og starfi, eiginkonu hans og
hörnum þeirra. Aðeins örlítið
hrot þessara mynda er unnt að
festa á blað, en vinarkveðju vil ég
koma á framfæri við þetta tæki-
færi.
Hann var venjulega nefndur
Eiríkur á Þingeyri. Hinn ungi
maður, sem kom þangað 1932 og
var kaupfélagsstjóri þar til ársins
1960 átti ekki gilda sjóði eða
veraldarauð. Hann var þó ríkur
að einu leyti. Mcð honum kom hin
unga eiginkona hans, Anna
Guðmundsdóttir frá Syðra-Lóni á
Langanesi, og þeirra fyrsta barn.
Ekki átti kaupfélagið hús fyrir
kaupfélagsstjóra sinn. Eitt af
Eiriks fyrstu verkefnum var því
að byggja hús fyrir heimíli sitt.
Þetta hús átti eftir að verða nokk-
urs konar miðstöð Dýrafjarðar.
Þangað komu menn úr öllum átt-
um, úr öllum flokkum og þar voru
mál rædd og skoðuð. Þar ríkti
enginn drungi eða lognmolla því
hispurslaus skoðanaskipti og
leiftursnöggar athugasemdir voru
húsbóndanum tamar. I húsi kaup-
félagsstjórans ríkti hamingja og
gleði.
Eiríkur hélt áfram að byggja
alla þá tið sem hann var kaup-
félagsstjóri á Þingeyri. Fyrst
beindust kraftarnir að því að
byggja kaupfélagið upp. Það
gerði hann ekki eingöngu með því
að byggja sláturhús, verslunar-
hús, frystihús og önnur mann-
virki. Það gerði hann einnig með
því að hvetja og styðja bændur til
framkvæmda og sjálfur var hann
myndarlegur bóndi og ræktunar-
maður. Jafnhliða sókn og upp-
byggingu á búnaðarsviði hvatti
hann einnig til dáða og hafði for-
göngu um nýja sókn í sjávarút-
vegi Dýrfirðinga. Var þó í því efni
á brattann að sækja og þótti
stundum góðvinum hans of djarf-
lega sótt fram. En það var einn
rikasti eðlisþáttur Eiríks, að hann
hafði ánægju af því að glíma við
lausn erfiðra vandamála og bera
þau fram til sigurs.
Eiríkur var dýravinur. Hann
hafði unun af þvi að ferðast um
vegi og vegleysur og fór ekki
alltaf troðnar slóðir. Áhugi hans
fyrir því að endurbæta vegakerfi
Vestfjarða kom snemma í Ijós.
Hann átti ríkan þátt i nýjum átök-
um og framkvæmdum á sviði
vegamála, bæði sem oddviti Þing-
eyrarhrepps og forystumaður í
framfarasveit, og sem alþingis-
maður frá 1952 til 1960 fékk hann
aðstöðu til að fylgja enn fastar
eftir framförum á þessu sviði. Þá
munaði um liðsinni hans við
endurbyggingu héraðsskólans að
Núpi, en í skólanefnd var hann
allmörg ár. Það kom í hlut Núps-
manna að taka á móti Eiriki þegar
hann ungur kom til Kaupfélags
Dýrfirðinga. Þeir tóku honum vel
og stóðu fast við hlið hans í upp-
byggingarstarfi félagsins. Og ég
veit að Eiriki þótti það ánægju-
legt verkefni að geta lagt hönd á
plóginn og stuðlað að og flýtt fyrir
uppbyggingu skóla séra Sigtryggs
og sem raunar í mínum huga er
einnig skóli Kristins Guðlaugs-
sonar, sem var formaður kaup-
félagsstjórnarinnar í áratugi.
Þegar Eirikur Þorsteinsson og
fjölskylda hans flutti frá Dýra-
firði eftir 28 ára kaupfélagsstjóra-
starf, kvaddi hann blómlegt
byggðarlag. Þegar hann kom var
kaupfélagið lítils megnugt, en
þegar hann fór var viðhorfið gjör-
breytt. Eiríkur hafði verið að
byggja öll sín ár. Hann skilaði
kaupfélaginu vel í stakk búnu til
þess að vera áfram í forystu og
um margra ára bil, áður en hann
kvaddi Dýrafjörð, var svo komið
að félagið var með í spili, þegar til
nýjunga var stofnað.
Eftir að Eiríkur flutti til
Reykjavíkur með sína stóru og
myndarlegu fjölskyldu árið 1960
starfaði hann hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og
fyrirtækjum, sem því voru tengd
uns heilsa hans bilaði. Þá varð
hann að hægja ferðina hvort sem
honum var það ljúft eða leitt.
Eiríkur átti marga vini og
einnig ákveðna andstæðinga.
Hann var ráðhollur þeim sem til
hans leituðu og rétti mörgum
hjálparhönd, en ekki var honum
um það gefið, að slíkt væri í há-
mælum haft. Persónuleiki Eiríks
var sérstæður og eftir honum var
tekið hvar sem hann fór. Hann
var kappsamur og einarður í
framgöngu og fylgdi fast eftír
málstað sínum og skoðunum.
Honum var tamt að vitna til Is-
lendingasagna og kunni vel að
meta hetjudáðir kappanna og
karlmennsku þeirra.
En þótt hann væri baráttu-
maður og hefði gaman af að ganga
til orrustu ef honum þótti ástæða
til, þá er mér hugstæðast hve
hann var heimakær og lét sér
annt um heimili sitt og fjölskyldu.
Það er komið að leiðarlokum.
Ég hefi ástæðu til að þakka
margra áratuga vináttu. Eg, kona
mín og börn, hugsum til Önnu og
barna þeirra hjóna. Eins og segja
má að Eiríkur hafi verið fáum
mönnum líkur á það hið sama við
um Önnu Guðmundsdóttur. Slíkt
samferðafólk er minnisstætt og
gefur lífinu aukið giidi.
Hjörtur Hjartar.
S. Helgason hf. STEINIÚJA
Fæddur 28. september 1906.
Dáinn 9. maí 1976.
Magnús Vigfússon, húsasmíða-
meistari varð bráðkvaddur að
heimili sínu, Stigahlíð 42, hinn 9.
maí s.l., á 70. aldursári. Magnús
rakti ætt sína til Snorra rika,
útvegsbónda og skipasmiðs í
Engey, sem varð mjög kynsæll.
Snorrí andaðist 1851.
Magnús var hraustmenni, en
eftir langa og erilsama ævi tók
heilsa hans að bila fyrir nokkrum
árum, einkum síðustu mánuði.
Magnús var einn þeirra manna,
sem vann í þeim anda, að árangur
af starfinu yrði sem beztur. Hitt
var aldrei tilgangur hans að
„græða“ sem mest á þeim bygg-
ingaframkvæmdum, sem hann
annaðist fyrir sjálfan sig eða aðra.
Allt skyldi vanda sem bezt og
gæta þess að ekki yrði um leynda
galla að ræða er kæmu í Ijós eftir
á, til tjóns fyrir þá; sem keyptu
eða trúað höfðu honum fyrir
framkvæmdum.
Magnús varð húsasmíða-
meistari í Reykjavík 1931. Smíðar
hafði hann numið hjá Ingibergi
Þorkelssyni, trésmíðameistara frá
Smjördölum í Sandvikurhreppi í
Flóa.
Árið 1931 kynntust þeir
Magnús og Jón Gunnarsson, verk-
fræðingur, sem þá kom heim til
Islands að loknum glæsilegum
námsferli í verkfræði í Noregi og
Bandaríkjunum.
Þeir Magnús og Jón voru báðir
fæddir í sveit og ólust upp með
foreldrum sínum og systkinum. í
bernsku og æsku hófst lífsbarátta
þeirra við íslehzkt veðurfar í
bliðu og striðu. Mun ekkert upp-
eldi hollara æskumönnum, né
sýna betur að uppskeran fer eftir
því sem til er sáð og að nýgræð-
ingnum hlúð.
Framangreind kynni hinna
ungu manna i upphafi sjálfstæðs
starfs beggja urðu sfðar til mik-
illa heilla fyrir land og þjóð.
Þegar endanlega hafði verið
ákveðið að reisa sildarverksmiðju
á Raufarhöfn með 5000 mála
afköstum á sólarhring, réð Jón
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
S.R., Magnús Vigfússon til þess að
reisa hina nýju verksmiðju ásamt
hafskipabryggju, stórri mjöl-
skemmu og öðru, sem fylgja þarf
síldarverksmiðju.
Bygging síldarverksmiðjunnar
á Raufarhöfn var framkvæmd á
árunum 1938 til 1940. Jón
Gunnarsson var gerður út af örk-
inni I ágústmánuði 1939 ásamt
Ásgeiri Ásgeirssyni bankastjóra,
síðar forseta, til þess að festa
kaup á vélum i verksmiðjuna með
sérstökum lánskjörum, sem látin
voru í té af norska ríkinu til
styrktar útflutnings síldar-
vinnzluvéla frá Noregi. Þessir
samningar tókust fljótt og giftu-
samlega.
Styrjöldin braust út 1. sept.
1939. Á næstu vikum tókst SR að
selja þann hluta lýsisframleiðslu
verksmiðjanna, sem óseldur var,
á meira en þreföldu verði.
Keypti J.G. þá heilan skipsfarm
af timbri og öðrum byggingavör-
um í Noregi með greiðslu út i
hönd.
Verksmiðjusmíðin hjá Magnúsi
Vigfússyni og mönnum hans
tafðist þvi ekki, vegna efnis-
skorts. Nýja verksmiðjan tók til
starfa í byrjun vertíðar 1940.
Vann hún það sumar úr um 212
þúsund málum síldar, og gamla
verksmiðjan á Raufarhöfn úr um
48 þúsund málum. Magnús Vig-
fússon var byggingameistari við
endurbætur á verksmiðjunum I
Siglufirði á styrjaldarárunum og í
styrjaldalokin.
Verksmiðjan á Raufarhöfn
reyndist sú alsnægta Gróttu-
kvörn, sem malaði landsmönnum
meira gull en nokkur önnur
sildarverksmiðja, meðan sild-
veiðar vöruðu fyrir Norðurlandi,
Austfjörðum og á djúpmiðum allt
norður til Svalbarða.
í öðrum eftirmælum, sem birt-
ast í blaðinu í dag, er starfsferill
Magnúsar rakinnl'og skal það því
ekki endurtekið hér.,
Bygging sildarverksmiðjunnar
á Raufarhöfn fór að mestu leyti
fram á árunum 1939 og 1940 og
endurbætur á verksmiðjunum í
Siglufirði á stríðsárunum og í
stríðslokin.
Á fyrstu styrjaldarárunum
vakti enginn hershöfðingi jafn-
mikla eftirtekt fyrir sigra sína og
framgöngu sem skriðdrekaforing-
inn sigursæli, Edwin Rommel,
sem barðist bæði i Evrópu og
Afríku. Fyrir frábæran dugnað
var Magnús Vigfússon kallaður
Rommel, bæði á Raufarhöfn og í
Siglufirði.
Magnt's hafði þá þegar safnað
liði ágætra starfsmanna um-
hverfis sig. Voru þar fremstir í
flokki bræður hans, Guðjón bíl-
stjóri og Snorri smiður, Járna-
Magnús (Magnús Jónsson) og
margir fleiri afbragðs verkmenn.
Svo góður starfsvilji var í liði
Magnúsar, að ef úrtölumenn eða
drusilmenni slæddust í liðsveit-
ina, þá var þeim ekki vært i
liðinu, nema þeir bættu ráð sitt,
það sá einvalalið Magnúsar um.
Magnús var röskur með afbrigð-
um, úrræðagóður og vel metinn af
öllum sem honum kynntust. Hann
var mikill maður að vallarsýn og
þreklega vaxinn, glaðsinna og
glettinn. Hann greiddi götu ótal-
margra, enda mjög vinsæll.
Við fráfall hans hafa margir
misst hauk úr horni, og fjölskylda
hans heimilisföður, sem ekki
getur betri.
Fyrir hönd frændfólks og vina
Magnúsar votta ég konu hans,
öðrum ástvinum og ættingjum
innilega samúð við lát hins mæta
manns.
Sveinn Benediktsson.
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Laugaveg 139,
andaðist á Grensásdeild Borgarsjúkrahússins aðfaranótt 1 7 maí
Stefán P. Bjömsson. Gisli Bjömsson.
+ Móðir okkar og tengdamóðir
INGIGERÐUR DANIVALSDÓTTIR
andaðist að Hrafnistu laugardaginn 1 5 mai.
Þormóður Torfason Sigríður Sandholt
Sigurrós Torfadóttir Þorsteinn Björnsson
Torfi Torfason ÁstriSur Ólafsdóttir
Jóhann Guðmundsson Sigrfður Árnadóttir
Svandfs Guðmundsdóttir Walter Hjaltested.
Eiginmaður minn +
AÐALSTEINN JAKOBSSON,
Langholtsvegi 200.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20 maí kl 1 30
Lilja Magnúsdóttir.
Jarðarför systur okkar,
ÁSU B. ÁSMUNDSDÓTTUR
fyrrv. Ijósmóður I Reykjavfk.
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 9 mai kl 3 e.h Þeim sem
vildu minnast hinnar látnu er bent á barnauppeldissjóð Thorvaldsensfé-
lagsins
Fyrir hönd vandamanna, Arnfríður Kristinsdóttir,
Guðbjörg Kristinsdóttir
ilnholti 4 Símar 26677 og 14254
+
Móðir mín,
MARGRÉT ODDSDÓTTIR COLLIN,
Laugarnesvegi 34,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 19 þ.m. kl. 3
síðdegis
Kristin Collin Guðmundsdóttir.
+
Konan mín og dóttir
ÍSABELLA THEODÓRSDÓTTIR,
Álftamýri 22,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19 mai kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið.
Friðgeir Eiríksson,
Stefanfa Guðmundsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sendu samúðarkveðjur og sýndu
hlýhug við andlát og jarðarför manns míns, föður og tendaföður okkar,
BJÖRNS SIGFÚSSONAR.
Þóra Kristjánsdóttir, Pétur Bjömsson,
Kristjana Kristjánsdóttir