Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
31
Kveðja:
Olafur Eggert
Þorsteinsson
Magnús Vigfússon, húsasmíða-
meistari, varð bráðkvaddur að
heimili sínu hinn 9. þ.m. á 70.
aldursári, en hann hafði ekki
gengið heill til skógar síðustu
mánuði.
Magnús var fæddur 28. septem-
ber 1906 i Þorleifskoti í Flóa, býli
í Laugardælatorfu.
Foreldrar hans voru hjónin
Vigfús Jónsson bóndi og kona
hans, Sólveig Snorradóttir, og var
Magnús næst yngstur 7 systkina.
Náðu sex þeirra fullorðinsaldri og
af þeim lifa nú eftir þrjár systur
og elsti bróðirinn, Snorri. Yngsti
bróðirinn, Guðjón, bílstjóri og
sérleyfishafi, lézt af afleiðingum
bílslyss í nóvembermánuði 1961.
Var hann mikill öðlingur og
öllum harmdauði er honum
kynntust.
Magnús ólst upp í foreldra-
húsum og stundaði á yngri árum
algenga sveitavinnu og reri til
fiskjar á vertíðum frá Grindavík.
Innan við tvitugt hóf hann nám í
trésmíði hjá Ingibergi Þorkels-
syni, trésmíðameistara, og lauk
námi í húsasmíði í Reykjavík
1929. Húsasmíðameistari varð
hann 1931. Á næstu árum stóð
hann fyrir húsbyggingum í
Reykjavik, ýmist einn eða í félagi
við aðra.
Árið 1939 réð Jón Gunnarsson
framkvæmdastjóri Magnús til að
byggja síldarverksmiðju fyrir
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Raufarhöfn. Var þar við marga
örðugleika að etja, en með mikilli
fyrirhyggju, dugnaði og góðu
starfsliði tókst að koma hehni
upp. Var þessi verksmiðja allt þar
til síldveiðum lauk fyrir Norður-
landi drýgst til gjaldeyrisöflunar
allra sildarverksmiðja.
Á næstu árum vann Magnús
aðallega við nýbyggingar og
endurbætur á vegum Síldarverk-
smiðja rikisins á Siglufirði, en
1945 til 1946 hafði hann yfirum-
sjón með byggingu hinna miklu
síldarverksmiðja á Siglufirði og
Skagaströnd á vegum Nýsköp-
unarstjórnarinnar og var í bygg-
ingarnefnd þeirra verksmiðja,
skipaður af ríkisstjórninni. Voru
þetta mestu framkvæmdir sinnar
tegundar sem stofnað hafði verið
til hér á landi og óx afkastageta
síldarverksmiðja norðanlands um
meira en helming, en á næstu
árum þvarr veiði svo, að verk-
smiðjurnar nýttust ekki.
Er Magnús hafði lokið verk-
efnum sínum á Norðurlandi hóf
hann störf við byggingafram-
kvæmdir á vegum Sambands isl.
samvinnufélaga í Reykjavík, og
byggði þá m.a. míkla viðbyggingu
við Sambandshúsið við Sölvhóls-
götu.
Á vegum Sarnbandsins starfaði
Magnús til 1951, en frá þeim tíma
til 1955 hafði hann með höndum
byggingaframkvæmdir fyrir
Sameinaða verktaka á Kefla-
víkurflugvelli, Stokksnesi við
Hornafjörð og viðar.
Árið 1954 stofnaði Magnús
byggingafélagið Múr h/f ásamt
Guðjóni heitnum bróður sínum,
Einari heitnum Sveinssyni múr-
arameistara og fleiri iðnaðar-
mönnum. Veitti Magnús þvi fé-
lagi forystu lengst af, meðan það
hafði framkvæmdir með höndum.
Reisti félagið nokkur fjölbýlishús
í Reykjavik, en varð að hætta
starfsemi vegna ýmissa erfið-
leika, er á vegi þess urðu, m.a.
varðandi úthlutun lóða undir
byggingar. Á þeim tima er félagið
starfaði var þó víst, að engir aðrir
seldu vandaðri íbúðir á jafn lágu
verði, enda til þess tekið.
I nokkur ár rak Magnús bygg-
ingastarfsemi fyrir eigin
reikning og reisti þá nokkur fjöl-
býlishús fyrir Reykjavíkurborg
skv. tilboði. Um tíma hafði hann á
annað hundrað íbúðir í smíðum í
einu fyrir borgina og var því við
brugðið, hve allur frágangur
þeirra íbúða var til mikillar fyrir-
myndar.
Hin sióusiu ái vai Maguús eii.ii-
litsmaður þeirra bygginga, er Há-
skóli íslands lét reisa á sinum
vegum, en jafnframt þátttakandi
í stofnun nokkurra félaga á sviði
byggingariðnaðarins, er til fram-
fara horfðu. Má þar nefna hluta-
félagið Stálborg, er ætlað var að
vinna járnavinnu i byggingar á
einum stað, en hefur e.t.v. verið
stofnað til af of mikilli bjartsýni,
þar sem verkefni reyndust ekki
nægileg. Einnig byggingarfélagið
Einhamar s/f, sem nú byggir fjöl-
býlishús með mestum myndar-
brag hér í borg, en þar var
Magnús um tíma stjórnarfor-
maður.
Mjög kært var með Magnúsi og
systkinum hans alla tíð. Við frá-
fall Guðjóns heitins, bróður hans,
gekkst Magnús fyrir því ásamt
systkinum sínum að reist yrði
kirkja að Laugardælum, en þar
hafði þá verið kirkjulaust um
skeið. Sparaði hann hvorki fé né
vinnu til þess að kirkjan yrði sem
bezt að allri gerð. Þótt margir
aðrir legðu þar einnig hönd að
verki, var hlutur Magnúsar þó
langmestur. Ekki vildi hann
halda því á lofti fremur en öðru
því, er hann lét gott af sér leiða á
lifsferli sínum, en framlag þeirra
systkina var innt af hendi til
minningar um foreldra þeirra og
bróður.
Svo sem rakið hefur verið hér
að framan sér verka Magnúsar
víða stað. Sjálfur var hann fram-
úrskarandi duglegur og útsjónar-
samur og hafði jafnan mikla
dugnaðarmenn í vinnu, sem voru
samhentir við að koma verkum
fram. Störfuðu sömu menn hjá
honum árum saman og segir það
sína sögu. Öll verk Magnúsar voru
unnin af mikilli vandvirkni og
samvizkusemi og var metnaður
hans að hafa viðskiptavini sína
ánægða. Hann var allra manna
traustastur og kunni illa óorð-
heldni og smámunasemi.
Magnús vann alla tíð langan
vinnudag og hlífði sér hvergi. Var
hann hið mesta þrekmenni, mikill
að vallarsýn og vakti athygli hvar
sem hann fór, ekki aðeins fyrir
höfðinglegt og sviphreint yfir-
bragð, sterka og hljómmikla rödd,
heldur einnig fyrir það hve glett-
inn hann var og hnittinn í til-
svörum.
Magnús kvæntist hinn 11. októ-
ber 1930 eftirlifandi konu sinni,
Sólveigu Guðmundsdóttur frá
Indriðastöðum í Skorradal, Guð-
mundssonar. Eru börn þeirra
þrjú, Hólmfriður, læknir, gift
Grétari Clafssyni, lækni, Vigfús,
héraðslæknir i Vik í Mýrdal,
kvæntur Fanneyju Reykdal, og
Guðmundur Kristján, er nú er að
ljúka námi í stærðfræði við há-
skóiann í Árósum í Danmörku.
Bjó frú Sólveig manni sínum
vistlegt heimili, þar sem jafnan
hefur verið mjög gestkvæmt, ekki
sízt meðan heimili þeirra stóð að
Bókhlöðustíg 11 og börn þeirra
stunduðu nám við Menntaskólann
i næsta nágrenni. En á þeim árum
var Magnús oft við störf fjarri
heimili sínu langtímum saman og
var þá oft annríkt hjá frú Sól-
veigu. Vegna mikilla mannkosta
hennar og hjartahlýju hefur alla
tið laðazt að henni ungt fólk, sem
hún umgengst sem jafningja.
Ég kynntist Magnúsi fyrst á
Siglufirði fyrir rúmum þrjátíu
árum og leiddu þau kynni til ein-
lægrar vináttu hin siðari ár milli
fjölskyldna okkar, er nú, við frá-
fall hans, hafa búið undir sama
þaki á tveimur stöðum i Reykja-
vík rúm tuttugu ár.
Sendum við frú Sólveigu og
öðrum aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur.
Kristinn Baldursson.
Kveðja frá landeig-
andafélagi Mosfellssveitar.
1 dag kveðjum við einn aðal-
hvatamann að stofnun félags
okkar, en hinn 21. mai 1968
komum við saman að Hlégarði
mikið til að undirlagi Magnúsar
og Eliasar Hannessonar, sem líka
er látinn fyrir ekki alllöngu. Var
þar ákveðið að stofna félagið og
voru báðir kjörnir í stjórn. Ekki
vantaði verkefnin, enda félagið
ekki stofnað af ástæðulausu.
Margt þurfti að gera og fá leiðrétt
og ekki létu þeir Magnús og Elías
á ser sianua. Unnu þeir öiuiiega
að framgangi félags okkar og mál-
efnum þess.
Er við á þessari stundu lítum á
þetta tímabil er við nutum sam-
starfs þessa aldna, trausta félaga
okkar, minnumst við með hlýju
hans glaðværu og glettnu fram-
komu. Er heilsan fór að gefa sig
Framhald á bls. 29
Síðbúin kveðja.
Okkur systkinin langar að setja
á blað nokkur kveðjuorð um hann
afa okkar. Hann hefði sjálfsagt
látið sér fátt um finnast, svo hóg-
vær sem hann var. En oft vill það
verða að þeir menn sem vinna
störf sín í kyrrþey, hljóta ekki þá
viðurkenningu sem þeir eiga
skilið, oft er þessum mönnum
gleymt. Afi var ætíð hlýr og giað-
legur í viðmóti, hlýtt var handtak
hans og traust. Afi var næst
yngstur sex systkina, foreldrar
hans voru Sigurlína Ölafsdóttir
og Þorsteinn Þorsteinsson, en
hann lést þegar afi var um ferm-
ingaraldur. í blóma lifsins var
amma okkar Baldina Kristjáns-
dóttir, kölluð burt frá afa, en hún
lést á Vífilsstöðum 1939. En lífs-
viðhorf afa voru svo jákvæð, hann
tók lífinu eins og það er og var
ekkert að vila eða vorkenna sér.
Mikið yndi hafði afi af dýrum, og
oft var hann með kindur, þó fáar
seinni árin, enda ærið nóg að gera
hjá honum sem verkstjóra hjá
Akranesbæ. Gaman var að koma
til afa, þó einkum á vorin, þegar
litlu lömbin voru að koma.
Minnisstæð er okkur ferð í Sæ-
dýrasafnið einn fagran sumardag,
með pabba, afa og Lárusi bróður
afa. Hve afi var viljugur að svara
og segja okkur frá dýrunum. Já,
mikil var alltaf tilhlökkun okkar
þegar afi kom í heimsókn. Seint
gleymast þær góðu samveru-
stundir og gleði er rikti í nærveru
hans. Guð gefi afa fagrar stundir i
hópi horfinna ástvina hans.
Ina, ÓIi, Oddgeir.
■
■
■
■
■
■
Nú er hver
síðastur
að tryggja
sér Skoda.
Síðustu sendingarnar
á hinu einstaklega lága
afmælisverði eru
að verða uppseldar.
SHODH
TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
■
A ISLAIVUI M/h
AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SlMI 42600
AKUREYRI:
SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI Hlf. OSEYRI 8
EGILSTAÐIR:
VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR.