Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
27
Sjónarmið stjórnarandstöðu:
Innviðir stjórnarsamstarfs
voru feysknir og
hafa fúnað síðan
MORGUNBLAÐIÐ hefuj óskað eftir því við Magnús
Torfa Ólafsson, að birta ræðu hans í útvarpsumræðum sl.
fimmtudagskvöld í því skyni að kynna lesendum blaðsins
sjónarmið eins talsmanna stjórnarandstöðunnar í þess-
um umræðum. Fer ræða Magnúsar Torfa Ólafssonar hér
á eftir í heild:
Frést hefur, að þegar embættis-
menn og forustumenn stjórnar-
flokkanna tóku á sinum tíma að
ráðgast um fjáröflunarleiðir til að
mæta þörfum landhelgisgæslunn-
ar, hafi einn embættismannanna
stungið upp á þvi að fjárins yrði
aflað með álagi á tekjuskatt, sér-
stökum landhelgisskatti yrði bætt
á greiðendur tekjuskatts. Hermt
er að við þessa uppástungu hafi
stjórnmálamennirnir fórnað
höndum og sagt, að allt annað
teldu þeir æskilegra við fjáröflun
til landhelgisgæslunnar, og
reyndar annarra þarfa ríkissjóðs
sem um var fjallað, en slíkan
tekjuskattsauka.
Eins og mönnum ætti að vera i
fersku minni varð niðurstaðan sú,
að stjórnarflokkarnir ákváðu
álögur í ýmsum myndum til að
afla vænnar fúlgu til ríkisþarfa.
Uppistaðan i þeirri skattheimtu
er innflutningsgjald á tæpan
helming vöruinnflutnings og
nokkrar innlendar framleiðslu-
vörur. Vörugjaldið átti sam-
kvæmt því sem ríkisstjórnin hafði
áður boðað að lækka á árinu niður
í sex af hundraði, en rýkur nú í
þess stað upp i 18 af hundraði, og
slagar þvi hátt upp i söluskattinn
þar sem það kemur niður.
Afleiðingarnar af þessari skatt-
heimtu eru svo aukin dýrtið og
magnaðri verðbólga. Er gert ráð
fyrir að framfærsluvísitala verði
einkum sökum þess að vörugjald
hefur verið hækkað að minnsta
kosti tíu stigum hærri, en orðið
hefði ef vörugjaldið fengi að
lækka eins og til stóð.
Mestallan þennan verðbólgu-
vöxt og þá keðjuverkun á fjármál
og atvinnumál sem af honum
hlýst hefði mátt forðast, ef fært
hefði þótt að leggja á landhelgis-
skatt eftir sömu reglum og tekju-
skatt og i viðbót við hann. En sú
fjáröflunarleið þótti ekki skoð-
unar verð, heldur var hafnað
þegar i stað. Ástæðurnar fyrir
þeirri afstöðu segja mikla og
ófagra sögu um það ástand sem
ríkir i fjármálum Islenska ríkisins
og gjaldheimtu þess af lands-
mönnum.
Grundvöllur heilbrigðs og virks
skattakerfis er jöfnuður í inn-
heimtunni, að gjaldþegnarnir geti
treyst því að gjöldin sem þeim er
gert að greiða i sameiginlegan
sjóð gangi jafnt yfir eftir þeim
reglum sem gilda um hvert og
eitt. Stighækkandi tekjuskattur á
samkvæmt þvi að leggjast á eftir
tekjum og hafa áhrif til tekjujöfn-
unar í þjóðfélaginu.
Alræmt er orðið, að þessu ,er
síður en svo að heilsa hér á landi.
Við hverja álagningu kemur skýr-
ar og skýrar í ljós að tekjuskattur-
inn er fyrst og fremst, og að
sumra dómi næstum einvörðungu
orðinn launamannaskattur. Dæm-
in sanna að fyrirtæki og einstakl-
ingar sem hafa rekstur með hönd-
um sleppa með lítinn skatt eða
engan, og ranglætið í skattheimt-
unni er orðið slíkt að launafólk i
heilum byggðarlögum hefur risið
upp og krafist alisherjar
athugunar á skattarangsleitninni,
sem blasir við augum.
Þegar ófremdarástand sem
þetta ríkir, telja þeir sem ábyrgð
bera á fjármálum ríkisins, að
ógerlegt sé með öllu að afla fjár
með tekjuskattsálagi, enda þótt
þarfirnar sem uppfylla á séu
brýnar og viðurkenndar af öllum.
Gjaldheimta sem hlýtur að verka
eins og olíugusa á verðbólgubálið
er tekin fram yfir álag á þann
tekjustofn rikisins, sem ef rétt
væri á haldið ætti þó að tryggja að
framlögum til sameiginlegra
þarfa sé dreift eftir greiðslugetu
gjaldenda, án þess að óheillavæn-
leg keðjuverkun breiðist um hag-
kerfið allt.
Nú er svo komið, að allir viður-
kenna að við svo búið má ekki
lengur standa, skattamisréttinu
verður að linna, ef ekki á að
stefna í algert óefni. En raunhaef-
ar aðgerðir láta á sér standa.
um við önnur lönd. Erlendar
skuldir til skamms tíma og langs
hrúgast upp og er nú svo komið að
fyrirsjáanleg greiðslubyrði á
næstu árum nemur fimmta hluta
af líklegu aflafé þjóðarinnar í við-
skiptum við útlönd.
En þessi geigvænlega mynd af
stöðu þjóðarbúsins segir aðeins
hálfa sögu. Það er ekki nóg með
að bundnir hafa verið firna-
þungir greiðslubaggar, sem axla
verður í náinni framtið. Þar á
ofan blasir við að möguleikar
þjóðarinnar til að rýmka hag sinn
með því að ganga i helstu auðs-
uppsprettu íslands að fornu og
nýju, sjávaraflann á miðunum
umhverfis landið, virðast alls
engir allra næstu ár. Ástand fisk-
stofna helstu nytjafiska er svo
herfilegt að hrun þeirra vofir yfir
nema dregið sé úr sókn veiði-
flotans í þessa stofna.
Því er það, að hagstæð þróun
verðlags á útflutningsmörkuðum
okkar, sem hingað til hefur orðið
til bjargar að loknu verðfalls- og
sölutregðutímabilum sem yfir
hafa gengið, og leyst þjóðarhag úr
skulda- og samdráttarkútnum,
getur ekki gegnt slíku hlutverki i
nándarnærri sama mæli og oft
áður við þau skilyrði sem nú
ríkja. Þótt fiskverð hækki og
eftirspurn fjörgist, er okkur ekki
lengur stætt á að hagnýta þann
bata i viðskiptakjörum með þvi að
herða sókn og auka útgerð til
ábata af hagstæðri markaðs-
sveiflu. Við ríkjandi aðstæður
væri það að fórna framtiðarmögu-
leika þjóðarinnar til að sjá sér
farborða fyrir stundarhag.
Nú er því svo komið, að greiða
verður niður skuldasafn halla-
sagði Mag
Olafsson í
nús Torfí
útvarpsumræðum
Skömmu eftir að vinstri stjórnin
tók við völdum 1971, hófst endur-
skoðun á tekjuöflun hins opin-
bera og tillögugerð um úrbætur í
skattamálum. Heildstæðar tillög-
ur lágu fyrir skömmu áður en sú
ríkisstjórn missti starfhæfan
þingmeirihluta, en voru illu heilli
ekki lagðar fram, þar sem von-
laust þótti um samþykkt þeirra
eins og komið var.
Núverandi rikisstjórn tók við
þessum tillögum og hefur marg-
sinnis noðað umbætur í skatta-
málum, en athafnir dragast enn á
langinn. Ég fullyrði að voði er á
ferðum, ef lengur er látið reka á
reiðanum i þessum efnum. Fyrsta
og árangurríkasta skrefið til að
koma einhverju lagi á ríkisfjár-
mál og gera tekjuskiptingú í þjóð-
félaginu viðunandi er að afnema
óþolandi skattamisrétti.
Ekki fer milli mála, að það sem
tafið hefur og tefur enn
leiðréttin'gu á þvi hróplega mis-
ræmi að launatekjur eru skatt-
lagðar en rekstrarhagnaður og
sölugróði sleppur litt skattlagður
eða ekki, er sérhagsmunir og
málafylgja þeirra sem hafa meiri
eða minni hag af ríkjandi ójafn-
aðarkerfi. Þar á ofan bætist að
innan launþegahópsins gætir
einnig mismunandi hagsmuna,
eftir því hvort menn hafa aðstöðu
til að notfæra sér handahófs-
kenndar frádráttarreglur i ríkum
mæli eða litlum.
Þótt svo sé í pottinn búið, er ég
þess fullviss að yfirgnæfandi
meirihluti landsmanna af öllum
flokkum skipar sér í þá fylkingu,
sem krefst að gefin fyrirheit um
gagngerða endurskoðun skatta-
laga með jafnrétti gjaldþegnanna
fyrir augum verði efnd undan-
bragðalaust og án frekari tafar.
Sýnt er að það gerist ekki á þessu
þingi, þvi miður, en skattamálin
hljóta að verða höfuðviðfangsefni
næsta þings.
En reynsla síðustu missera
vottar að kerfisbreytingar eru
orðnar aðkallandi á fleiri sviðum.
Rikisstjórn undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins, flokksins sem
fyrir síðustu kosningar kvaðst
hafa á takteinum samræmdar að-
gerðir í efnahags- og fjármálum
til að kippa í lag þvi sem þyrfti i
þjóðarbúskapnum, hefur nú setið
að völdum í þrjú misseri og haft
við að styðjast rúmlega tvo þriðju
hluta Alþingis. Hún hefur af-
greitt tvenn fjárlög og sérstakar
efnahagsaðgerðir oftar en tölu
verður á komið. Og hver er árang-
urinn? Halli rikissjóðs á síðasta
ári nam metfjárhæð. Fjár-
festingarsjóðir stóðu fyrir útlán-
um langt umfram áætanir á síð-
asta ári, með þeim afleiðingum að
ströng takmörk á útlánum sjóð-
anna í ár koma þeim mun harðar
niður. Þrátt fyrir samdrátt neyslu
á síðasta ári tókst ekki að rétta við
geigvænlegan halla á viðskipt-
tímabilsins af þjóðartekjum sem
ekki er lengur verjandi að auka á
hefðbundinn hátt með þvi að
draga fleiri fiska úr sjó. Skulda-
greiðslurnar verða að koma af lítt
breyttum þjóðartekjum, komi
ekki aðrar atvinnugreinar til og
taki við af útgerðarafrakstrinum.
Þar staðnæmast menn helst við
möguleika iðnaðai ins, en hann er
frá fyrri tíð hornreka um
rekstrarkjör og fjármagnsútveg-
un miðað við hina hefðbundnu
atvinnuvegi.
Þessar stórbreytingar á grund-
vallaraðstæðum í þjóðarbúskapn-
um blasa nú við og hafa gert um
nokkurt skeið, en ekki örlar enn á
neinum viðhlítandi viðbrögðum
til að mæta aðsteðjandi erfiðleik-
um á nokkurn þann hátt sem ætla
má að bægi frá stórfelldum háska.
Umhugsunarfresturinn er ekki
langur, mér er nær að halda að
hann sé þegar úti og nú sé
óhjákvæmilegt að hefjast handa,
ef ekki á illa að fara.
I sem fæstum orðum sagt
virði.st mér, að islenska þjóðin sé
að reka sig óþyrmilega á takmörk
hagvaxtarins. Það er ekki hlut-
skipti okkar einna á þessum
tímum, ýmsar aðrar þjóðir eru
síst betur eða jafnvel mun verr
settar, og er þetta meginundirrót-
in að því samdráttatimabili sem
nú ríkir um mikinn hluta heims.
Áhrif hins tæknivædda fram-
leiðslukerfis á náttúruna og
búsetuumhverfi manna eru orðin
svo gagnger og yfirþyrmandi að
tæknivæðingin er á tilteknum
sviðum hætt að skila ábata,
heldur veldur meira tjóni og
erfiðleikum en arðurinn af starf-
seminni fær bætt.
Verkefni islenskra stjórnvalda
sem vilja heita verki sínu vaxin
væri að réttu lagi flestu fremur
að leggja á ráð um stefnumótun
sem koma má að gagni til að
bjarga þjóðinni yfir á nýtt skeið
framleiðslukjara og lífshátta við
breyttar aðstæður með sem
minnstri röskun á högum manna.
En það er öðru nær en núverandi
stjórn hafi gripið á þessu vanda-
sama en veglega verkefni að
nokkru gagni. Að sumu leyti ráða
því aðgerðaleysi ytri aðstæður
sem við fáum ekki við ráðið. Þar
ber hæst ofsafengnar tilraunir
breskrar togaraútgerðar og
breskra stjórnvalda til að ryðja
togaraflota Bretlands braut í of-
veidda fiskstofna á Islandsmiðum
með fallbyssukjöftum og flug-
vélasprengjum.
En það sem ég vil vekja athygli
á, er að þeir sérstöku erfiðleikar
sem eru á að sinna brýnum fram-
tiðarverkefnum vegna utanað-
komandi aðstæðna réttlæta
hvergi nærri hve litið er aðhafst.
Ekki skortir vitneskju, því að-
varanir eru nægar. Það skortir
getu til að láta yfir hið viðara svið
frá verkefnum líðandi dags. Ekki
stafar þessi deyfð gagnvart ör-
lagamálum lands og þjóðar af því
að ráðherrar og aðrir forystu-
menn stjórnarflokkanna viti ekki
betur eða geti ekki gert betur.
Meinið felst í því að innviðir
stjórnarsamstarfsins voru
feysknir í öndverðu og hafa fúnað
siðan. Rangt væri að halda því
fram að forystumenn og þinglið
stjórnarflokkanna hafi ekki í önd-
verðu gert sér grein fyrir, hvað
þeir færðust í fang, hversu erfið
viðfangsefni þeir tóku að sér. En í
stað þess að í fyrirrúmi sitji
viðureignin við brýn hagræn
úrlausnarefni og sambúðarvanda
þjóðfélagsins, hefur valdabrölt og
hagsmunatogstreita innan
stjórnarflokkanna hvors um sig
og milli þeirra sett svip sinn á
stjórnarsamstarfið, þótt um þver-
bak hafi keyrt frá síðustu áramót-
um. Komið hefur ótvirætt í ljós að
harðskeytt valdabarátta fer fram
innan Sjálfstæðisflokksins, og
lenda högg og lög í þeirri hrið
einatt á áhrifamönnum í Fram-
sóknarflokknum.
Hér á Alþingi er ástandið þann-
ig þessa dagana, að ráðherra telur
sig verða að snupra formenn sem
stjórnarflokkarnir hafa sett yfir
þingnefndir fyrir að leggjast á
mál sem ráðherra telur hin
brýnustu og vill fyrir hvern mun
fá afgreidd. Einmitt i dag varð
ljóst í neðri deild, að forseti henn-
ar teflir i tvisýnu vænni kippu af
stjórnarfrumvörpum í þvi sk.vni
að knýja i gegn á sem skemmstum
tima þingmannafrumvarp tveggja
ga>ðinga sinna, sem lagt hafa i það
metnað sinn að koma móðurmáls-
kennslu skólanna á ringulreið
með því að kollvarpa með laga-
setningu þriggja æva gömlum
stafsetningarreglum. Myndi slikt
frumhlaup valda glundroða sem
seint yrði bættur i málræktar-
starfi skólanna.
Þau vettlingatök sem
núverandi ríkisstjórn hefur tekið
viðfangsefni sem mörg hver
munu ráða miklu um hag þjóðar-
innar um ófyrirsjáanlega framtið,
þurfa að taka enda, áður en
óbætanlegur skaði er skeður.
Fólkið i landinu þarf að láta
hevra frá sér. veita það aðhald
sem dugir.
Þökk þeim sem hlýddu.