Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
Lúðrasveitartónleikar á
Akureyri með nýju sniði
LUÐRASVEIT Akureyrar heldur
sína árlegu vortónleika í Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 30. mai
n.k. kl. 4 sd. undir stjórn Roars
Kvam. Verða þessir tónleikar með
nokkuð öðru sniði en tónleikar
undanfarandi ára. Að þessu sinni
verða eingöngu flutt verk sem
samin eru fyrir blásarasveitir sér-
staklega. Ber þar fyrst að nefna
sinfóníu nr. 3 eftir franska tón-
skáldið Hector Berlioz. Þá
sinfóníu samdi hann árið 1840 og
var hún frumflutt á minningar-
hátíð um þá sem létu lifið í Júlí-
byltingunni frönsku.
Verk þetta Simphonie Funébre
et Triomphale (sorgar- og sigur-
sinfónía), sem lengi hefur verið
talið eitt merkasta og um leið
glæsilegasta verk sem skrifað
hefur verið fyrir blásarahljóm-
sveit, verður nú flutt í fyrsta
skipti hér á landi. Einleikari í
verki þessu er norskur básúnu-
leikari, Ole Kristian Hanssen,
sem verið hefur fyrsti básúnu-
leikari í Sinfóníuhljómsveit ís-
lands frá þvf f september s.l.
Lúðrasveit Akureyrar hefur
æft af miklu kappi i vetur, en þar
sem þau verk sem nú verða flutt
krefjast fleiri hljóðfæraleikara og
fjölbreyttari hljóðfæraskipunar
en lúðrasveitin hefur alla jafnan
ráð yfir, þá hafa nokkrir gamlir
félagar, sem búnir voru að leggja
hljóðfærin á hilluna, komið til
liðs við sveitina á ný og einnig
munu 15 hljóðfæraleikarar frá
Reykjavík koma norður og leika
með lúðrasveitinni, svo að sveitin
. verður skipuð yfir 40 hljóðfæra-
leikurum á þessum tónleikum.
Önnur verk sem flutt verða að
þessu sinni eru: Overture in C
eftir franska tónskáldið Charles
Simon Catel (1773—1830) og tvö
verk eftir hollensk nútimatón-
skáld: Vastenavondmusik (föstu-
inngangsmúsik) eftir Henk van
Lijnschoten og Divertimento op.
132 eftir Gerhard Boedijn. Vænta
lúðrasveitarmenn þess að Akur-
eyringar fjölmenni á tónleikana í
Akureyrarkirkju sunnudaginn
30. maí n.k.
Bókaklúbbur AB
gefur Papillon út
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka-
félagsins hefur nú gefið út bók-
ina PAPILLON eftir Henri
Charriere f þýðingu Jóns O.
Edwalds.
Bókin Papillon kom út fvrir
síðustu jól hjá bókaútgáfunni
Setberg. Samkomulag tókst um,
að hún kæmi einnig út á vegum
BAB og er þetta þvf I fvrsta skipti
sem félagsmönnum bókaklúbbs-
ins stendur til boða bók sem
hefur áður komið út á íslenzku.
Henri Charriére fæddist 16.
nóvember 1906 í Ardéche, nokkuð
afskekktu héraði í suðurhluta
Frakklands, en faðir hans var
skólastjóri í þorpsskóla þar.
Þegar Charriére hafði lokið her-
þjónustu í flotanum, hélt hann til
Parisar og varð brátt þekktur í
undirheimum borgarinnar. Þar
hiaut hann viðurnefnið Papiilon
eða Fiðrildið. Hann var glöggur á
iög og siðareglur undirheimanna
og fylgdi þeim stranglega. Þó var
hann enginn manndrápari en
hann komst í kast við lögregluna.
Þegar hann var svo tekinn fastur,
grunaður um að hafa drepið hór-
mangara, var hann dæmdur sek-
ur. Upploginn framburður eins
vitna ákæruvaldsins, tregar gáfur
kviðdómendanna og algjört
mannúðarleysi sækjandans,
ásamt óréttlátum dómi, urðu
honum tilefni sárrar gremju, því
að líkt og margir félagar hans, bjó
hann yfir miklu sterkari réttlætis-
kennd en algengt er meðal venju-
legra borgara. Auk þess var
dómurinn óvenjulega þungur.
Hann var dæmdur til ævilangrar
þræikunai í íangaiiýieiiúuiiiii í
Frönsku Guina án nokkurrar
vonar um styttingu refsingar-
innar. Þá var hann 25 ára gamall.
Hann sór þess dýran eið að
afplána þann dóm ekki og það
heit efndi hann. í þessari bók
segir hann frá síendurteknum
flóttatilraunum og flótta úr klóm
kerfis, sem var þó þekkt að því að
hafa haldið þúsundum harð-
svíraðra afbrotamanna.
Bókín er hörð ádeila á sam-
félag, sem hefnir sin á afbrota-
mönnum með því að steypa þeim í
algjöra niðurlægingu og vonleysi,
lætur loka þá niðri í steyptum
brunnum, sem eru lokaðir með
járngrindum, lætur þá hírast þar
í algjörri þögn og draga fram llfið
á sultarfæði þar til þeir grotna
niður, verða að líkamlegum flök-
um og deyja. Hræðileg en sann-
færandi frásögn af margra ára
einangrun hlýtur að snerta hvern
mann.
Þó að Papillon hafi strokið,
verið gripinn aftur og strokið enn
á ný og þó að hann hafi verið á
skrá yfir „mjög hættulega fanga“,
tókst honum að strjúka frá sjálfri
Djöflaeyjunni. Þá fór hann langa
leið um opið haf til meginlands
Suður-Ameríku á t'veim striga-
pokum fullum af kókoshnotum.
Hann komst til Venuzuela og að
því kom að Venezuelabúar gáfu
honum tækifæri. Hann varð ríkis-
borgari í Venezuela og settist að í
Caracas.
Þar rakst hann á bókina
l'Astragale eftir Albertine Sarra-
zin í franskri bókabúð. Hún hafði
þá verið gefin út í 123 þúsund
eintökum. Papillon fannst bókin
góð, en taldi, að þar sem unnt
væri að selja 123 þúsund eintök af
bók, sem, eins og hann sagði sjálf-
ur, lýsti flótta úr einum felustað I
annan með brotinn fót, þá ætti
hann að geta selt þrisvar sinnum
fleiri eintök af frásögn af 30 ára
reynslu sinni. Hann keypti sér
ivær siíiabækur og tveim úögum
seinna voru þær útskrifaðar. Þá
keypti hann ellefu í viðbót og
fyllti þær lika á tveim mánuðum.
Nöfnum á persónum hefir verið
breytt, þar sem bókinni er ekki
ætlað að vera árás á tiltekna
menn, heldur að lýsa tilteknum
manngerðum í vissu samfélagi.
Framhald á bls. 33
Sigmar B. Hauksson.
Sigmar B.
og Fleksnes
í skemmti-
þætti saman
SIGMAR B. Hauksson dag-
skrárgerðarmaður með meiru
lék fyrir skömmu í sjónvarps-
þætti með hinum kunna norska
leikara sem hér á landi er
þekktastur undir nafninu
Fleksnes, en heitir Rolf Wesen-
lund.
Á Norðurlöndum hefur um
árabil verið talsverður skortur
á léttu skemmtiefni fyrir sjón-
varp og m.a. hafa danskir og
sænskir sjónvarpsmenn farið
út fyrir landamærin til að leita
fanga í sérstöku efni fyrir
Norðurlandamarkað. Danska
sjónvarpið hefur t.d. beðið
brezka þáttahöfundinn Dave
Allen að skrifa þætti fyrir
danska sjónvarpið og sænska og
norska sjónvarpið höfðu sam-
vinnu um að biðja tvo Breta,
Ray Galton og Allan Simpson,
að skrifa 6 þætti sérstaklega
fyrir Rolf Wesenlund. Þættirn-
ir voru teknir upp fyrir
skömmu i Gautaborg á sviði, en
atriði utan sviðs eru klippt inn í
og áhorfendur eru í öllum þátt-
unum.
1 einum þessara 6 þátta lék
Isgmar eitt af aðalhlutverkun-
um ásamt „Fleksnes" og þegar
við inntum hann eftir því
hvernig það hefði atvikazt svar-
aði hann: „Það var einfaldlega
þannig að góð-kunningi minn,
Bo Hermannsson, sem stjórnaði
upptöku þáttanna, bað mig að
leika f einum þættinum sem
fjallaði um loftskeytaáhuga-
menn. Þar lék ég ýmsa aðila,
íslenzkar týpur, Júgóslva og
fleira sem til féll. Það var mjög
skemmtilegt að vinna með
Fleksnes í þessari upptöku.
Hann breytir óhikað setningum
og jafnvel köflum i hándriti og
ósjaldan talaði hann gamal-
norsku með -ur endingum
þannig að íslenzkur blær sveif
yfir vötnum og þetta hljómaði
svona eins og svokallaða gamal-
islenzkan i Noregi. Það
skemmtilegasta við Fleksnes
(Rolf Wesenlund) er hvernig
hann gerir skemmtilegheit úr
einfaldleikanum."
listasprang
Eftir { V Arna Johnsen
Sunnukór-
inn á suðurleið í söngför
- til Reykjavíkur, Keflavíkur og AkranesS|
„Sunnukórinn leggur upp
suðurferð um hvítasunnuna,
sagði Hjálmar Helgi Ragnars-
son stjórnandi Sunnukórsins á
Isafirði í spjalli við okkur um
væntanlega söngferð Sunnu-
kórsins til Reykjavikur, Akra-
ness og Keflavíkur.
„Já, við ætlum að taka hvita-
sunnuna í þetta,“ hélt Hjálmar
áfram, „en auk tónleika á þess-
um þremur stöðum hefur verið
rætt um að við flyttum verk við
messu í kirkju f Reykjavík, en
það er þó ekki að fullu afráðið
ennþá. Þetta verk er eftir Jónas
Tómasson yngri og heitir Missa
Brevis. Tónverkið tekur um 20
mín. i flutningi en það var
frumflutt á föstudaginn langa á
ísafirði um síðustu páska, text-
inn er hefðbundinn kirkjutexti,
sá sami og Baeh notaði í óratórí-
una. Það var skemmtilegt að
vinna að þessu og slík ný verk
hafa ekki fyrr verið flutt úti á
landi af kórum.“
I Sunnukórnum eru nú um 60
söngvarar. Undirleikari á píanó
er Sigríður Ragnarsdóttir og
Jónas Tómasson á flautu.
Aðspurður svaraði Hjálmar
þvi til að á efnisskrá kórsins í
suðurferðinni væru lög sem
kórinn hefði verið að syngja í
vetur og undanfarin ár. „Þetta
eru íslenzk þjóðlög,“ sagði
hann, „og erlend, tónlist frá 15.
og 16. öld og 20. öld t.d. Pola-
vetskir dansar eftir Borodin, 15
min. verk, og sitthvað fleira er
til f pokahorninu. Kórstarfið
hefur verið mjög blómlegt að
undanförnu, mikill áhugi og
m.a. stóðum við fyrir skömmu
að tónleikum með Kammer-
sveit Vestfjarða á ísafirði í
marz.
Við erum spennt að koma
suður og taka lagið fyrir fólk á
þessum stöðum.“
Hjálmar Helgi Ragnarsson söngstjóri.
Happdrætti safnaðar-
heimilis Laugarneskirkju
ÞAÐ MÁ með sanni segja að ekki
sé bætandi á þau mörgu happ-
drætti, sem hér eru sífellt á ferð-
inni. En áhugamenn um hin ýmsu
velferðar- og menningarmál kom-
ast víst ekki hjá að leita einnig
eftir þessari leið.
Laugarneskirkja forna, sem
stóð í Laugarnesi, var lögð niður
4/4 1794. Laugarneskirkja nýja
var vígð rúmum 150 árum síðar
cöd pdiin 18. úea. 1349 — íy í síd
kirkjan á eftir dómkirkjunni inn-
an núverandi þjóðkirkjusafnaða i
Reykjavík.
Bjarni Pálsson og Eggert Ólafs-
son gáfu Laugarneskirkju fornu
altaristöflu. Þeir höfðu sótt þang-
að kirkju úr Viðey, þar sem þeir
dvöldu þá um hríð við rannsóknír
sínar, og auðsýndu á þann hátt
þakklæti sitt. Sú tafla er geymd í
Þjóðminjasafninu.
Þegar Laugarneskirkja nýja er
byggð eru safnaðarheimili óþekkt
á íslandi. Nú fylgir safnaðarheim-
ili hverri nýrri kirkju, sem byggð
er í þéttbýli. Hið lifandi safnaðar-
starf er orðið ómissandi þáttur i
kirkjulífinu.
Hjá okkur í Laugarnessókn eru
safnaðarfélögin þrjú. Kvenfélagið
33 di d, Biceui diéidgiu 23 ái a ug
Æskulýðsfélagið 22 ára.
Kvenfélagið hefur reglubundna
mánaðarlega fundi yfir vetrar-
mánuðina, auk námskeiða og
sumarferða. Það hefur m.a. líkn-
armál á stefnuskrá sinni. Hefur
starfað mikið fyrir eldra fólkið í
sókninni og hefur vikulega fóta-
aðgerðir fyrir það í kjallara kirkj-
unnar. Hyggst það efla líknar-
starf sitt til fleiri sviða með nýju
húsrými. Það gefur nú út myndar-
legt blað í tilefni 35 ára afmælis-
ins.
Bræðrafélagið heldur að jafn-
aði 3 fundi hvern vetur. Eru þá
fengnir fyrirlesarar, ekki sízt um
þjóðleg fræði og íslenzka menn-
ingar- og kristnisögu liðinna alda.
Æskulýðsfélagið hefir fundi
hálfsmánaðarlega yfir vetrarmán-
uðina. Ungmenni skipa stjórnina
og leggja efnið að mestu fram
sjálf. Fundirnir aðeins auglýstir í
forstofu Laugalækjarskóla, sam-
kvæmt leyfi skólastjóra. Þarna er
vi\m pi cúikdó meó sceíuin ulóum,
heldur reynt að gefa mannbæt-
andi verðmæti í listnautn og list-
sköpun unglinganna sjálfra: Smá-
leikþættir, látbragðslist, tónlist og
fl. Þannig er reynt að skila kristn-
um menningararfi ekki síður
óbeint en beint.
Allt félagsstarfið hefur farið
Framhald á bls. 33