Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976 Guðmundur E. Sigvaldason: Takmörkun frelsis til bflaum- ferðar um öræfin eina lausnin VEGNA umræðna I Mbl. á sunnu- dag, þar sem sjö menn ræða um náttúruvernd og umferðar- mennsku á öræfum f framhaldi af grein Guðmundar E. Sigvaldason- ar um það efni, hafði Morgun- blaðið samband við Guðmund, sem I eftirfarandi svargrein legg- ur m.a. fram tillögur til kerfis- bundinnar stefnumörkunar um öræfaferðir. Lítill greinarstúfur, sem ég rit- aði fyrir tæpu ári, umkringdur erlendum öræfatúristum í litlum fjallaskála og birti í Morgunblað- inu þann 12. maí, hefur vakið umræðu um mál, sem mér lá á hjarta. Sá var tilgangurinn. Sjö menn leggja orð í belg, allir gagnkunnugir málinu og hafa hver um sig mikilsverð gögn fram að færa með og móti þeim þönk- um sem settir voru fram i grein- inni þann 12. maí. Vegna þess, að sumir þessara manna fara nokkuð út fyrir það efni, sem ég hafði ætlað að vekja máls á, er rétt að skilgreina umræðuefnið nánar. Það sem ræða skal er umferð vélknúinna farartækja um ís- lenzk öræfi. Staðreyndir málsins eru í fyrsta lagi gífurlegur flutn- ingur á útlendingum um öræfin í stórum langferðabílum og í öðru lagi þung umferð Islendinga og útlendinga um hálendið í litlum torfærubifreiðum. Ég vil slá fram þeirri spurningu hvort þetta ástand sé æskilegt eða óæskilegt. Svarið verður að sjálfsögðu að taka mið af mörgum hliðum máls- ins, bæði jákvæðum og neikvæð- um. Jákvæðar hliðar eru t.d. þær, að með opnum bílaleiðum til feg- urstu og sérkennilegustu staða hálendisins gefst öllum, sem áhuga hafa á, tækifæri til skoðun- ar. Hitt verður einnig að teljast jákvætt, að hægt er að veita auknu peningastreymi inn í efna- hagslífið með því að laða að er- lenda ferðamenn til þessara staða. Áþreifanlegir ókostir eru fyrst og fremst spilling lands vegna þess að á hálendi hangir allt líf á veikum þræði. Btllinn er hrjúft tæki, skemmir og auðveld- ar frekari skemmdir af vindi og vatni. Þetta á einkum við um smærri torfærubíla, sem allt of oft fara langt út fyrir troðnar slóðir flytja mannsöfnuð til við- kvæmra gróðurvinja, þar sem stöðugt traðk getur ekki endað með öðru en algerri auðn. Þessu er hægt að lýsa með ljótum dæm- um. Ferðalög útlendra og inn- lendra um byggðir þjóðgarða i byggð og friðlýst útivistarsvæði eru þessu máli óviðkomandi. Af ummælum þeirra sex manna, sem voru svo vinsamlegir að leiða hugann að þessu máli má ráða tvennt. 1 fyrsta lagi eru allir á einu máli um það, að náttúru hálendis-1 ins sé hætta búin og hana beri að vernda. I öðru lagi að finna verði leiðir að þessu marki án þess þó að til komi skerðing á frjálsræði til bilaferðalaga um öræfin. Þetta er sú lausn, sem gerir alla ánægða. Ég hygg hins vegar að þetta sé óframkvæmanlegt. Lítum fyrst á hópferðirnar. Öllum ber saman um, að átroðningur á við- kvæmum gróðurvinjum sé þegar orðinn úr hófi. Náttúruverndar- ráð og Ferðafélag tslands hafa komið upp vörzlu á þeim stöðum, sem eru í mestri hættu en síaukin umferð vex öllum slíkum aðgerð- um yfir höfuð. Nokkrir tala um að takmarka þurfi ásókn ferða- manna til þessara staða, og þvi er rétt að íhuga þann möguleika nánar. Takmörkun þýðir skerð- ingu á frelsi. Hverjir eru hinir útvöldu, sem fá leyfi til að ferðast með hópa um hálendið og hvað segja hinir, sem er synjað um slikt leyfi? Það er upplýst i þess- ari umræðu (Kastljós 14. maí) að verulegur hluti hópferða um há- lendið eru skipulagðar af útlend- ingum. Eigum við að banna þeim, en leyfa okkar mönnum? Hætt er við að það yrði léleg landkynning, og enginn bannar íslenzkum hóp- um að leigja sér bíl til ferðalaga erlendis. Hér verður eitt yfir alla að ganga. Takmörkun frelsis til bílaumferðar um öræfin er eina haldbæra lausnin og að sjálfsögðu verður að kalla til völdustu menn á borð við Guðmund Jónasson og Úlfar Jacobsen til að vega og meta hvernig bezt verði að slíkum takmörkunum staðið, en þar eiga hagsmunir náttúrunnar að sitja í fyrirrúmi. Bezt er að gera sér grein fyrir málinu ef ákveðnar tillögur eru bornar fram: 1. Allar hálendisleiðir skulu lokaðar umferð bifreiða til 15. júli ár hvert eða lengur ef aur- bleyta er enn i jörð á þeim tíma. (Verstu skemmdirnar verða á vorin, þegar bílar festast I blaut- um slóðum og margfaldar slóðir eru eknar hlið við hlið til að forð- ast verstu pytti.) 2. Fjallvegirnir um Kjöl og Sprengisand skulu greinilega merktir og lagfærðir að því marki, að þeir séu færir öllum bílum um hásumarið. Akstur á slóðum, sem liggja frá þessum meginleiðum verði stranglega bannaður öllum bílum og án til- lits til erindis, hvort heldur er túrismi eða rannsóknir, nema líf liggi vió. (Með þessu móti er öll- um gefinn kostur á því að ferðast á auðveldan hátt um hálendið, án þess að nota torfærubifreið.) 3. Fjallvegirnir frá Hrossa- borg á Mývatnsöræfum að Linda- horni (ekki í Lindir) og frá Möðrudal í Kverkfjöll verði greinilega merktir og opnir um- ferð bifreiða. Vegurinn frá Lind- arhorni til Herðubreiðarlinda verði aflagður og ófær ger öllum farartækjum. 4. Fjallabaksleið verði greini- lega merkt og lagfærð að þvf marki að leiðin verði fær öllum bifreiðum um hásumarið. Akstur á slóðum, sem liggja frá þessari meginleið verði stranglega bann- aður öllum bílum án tillits til er- indis, nema líf liggi við (þar með talinn vegur til Landmanna- lauga). Austari hluti leiðarinnar frá Kýlingum til Skaftártungu verði ekki opnuð fyrr en tryggt er að jörð sé þurr og gildi um þetta strangara eftirlit en á öðrum leið- um. 5. Allar aðrar bílaslóðir en þær, sem hér voru taldar skulu aflagðar, nema veigamikil rök mæli á móti þvf. Flutningur efnis til byggingar og viðhalds göngu- skála skal fara fram á snjó að vetri til. Sú meginregla skal gilda um bílaumferð á hálendi, að ein- ungis þær leiðir séu opnar, sem unnt er að komast á venjulegum fólksbíl. Með þessum tillögum er komið til móts við óskir hópferðamanna að mjög verulegu leyti. Það, sem kann að vera þeim þyrnir í aug- um, er lokun þvertengingar milli Sprengisandsleiðar og Herðu- breiðalinda, en hér tel ég að eigi að vera nokkurs konar friðlýstur þjóðgarður, sem nái um allt Ódáðahraun. Á þessu svæði verði reistir gönguskálar með þægilegu millibili. Á hinn bóginn ganga tillögurn- ar í þveröfuga átt við þá stefnu, sem Nattúruverndarráð hefur markað og byggist á dreifingu umferðar til að létta á viðkvæm- ustu stöðunum. Ástæðan fyrir því að ég get ekki fallizt á sjónarmið Náttúruverndarráðs er annars- vegar sú, að með dreifingu um- ferðar er hætta á nýjum vanda- málum og hins vegar er þensla ferðamálaiðnaðarins það hröð, að þrátt fyrir dreifingu umferðar- straumsins verður ætíð um yfir- mettun að ræða á þeim stöðum sem eru hvort tveggja í senn við- kvæmir og eftirsóttir. Á hitt ber að líta að komi þessar Framhald á bls. 29 Verksmidju — utsaía Álafoss Opió þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsolunm: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT Til stúdenta- gjafa Stúdentastjarna. 14 k. gull. Verð 4.800 - Stúdinan hálsmen. stúdentinn bindisprjónn. Við viljum einnig minna á hið glæsilega úrval okkar til stúdentagjafa Fagur gripur er æ til yndis. &iflnuin4M«a Iðnaðarhúsið v/1 ngólfsstræti. I S FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Einbýlishús — Eigna- skipti Til sölu einbýlishús í Garðabæ 180 fm. 6 — 7 herb. tvöfaldur bílskúr. Falleg og vönduð eign. Ræktuð lóð. Skipti á einbýlishúsi æskileg. Upplýsingar á skrif- stofunni, ekki í síma. Eignaskipti 4ra herb. ibúðir við Eiriksgötu og í vesturborginni i skiptum fyrir 2ja og 3ja herb. ibúðir. Sér hæð A Seltjarnarnesi með bilskúr. Vönduð ibúð. Einstaklingsibúð Við Ránargötu, sér hiti, sér inn- gangur. Hveragerði Einbýlishús i smiðum 5 herb. bilskúrsréttur. Útb. 700 þús. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali kvöldsimi 211 55. 19070 5 herb. ibúð á 4. hæð á bezta stað i Háaleitis- hverfi til sölu. Samliggjandi stof- ur, 3 svefnherbergi, þvottahús og búr innaf eldhúsi. Sér- geymsla, sameiginlegt þvottahús og vagnageymsla i kjallara. Góð eign með'óvenjulegu útsýni. Út- borgun 7,5 milljónir, sem geta skipzt. Verð 10,5 milljónir — eða tilboð. Óttar Yngvason hdl., Eiriksgötu 19, sími 19070. Smálönd Litið einbýlishús við Hitaveitu- veg. Húsið skiptist þannig: Stofa, eldhús, snyrtiherb. hol, 2 svefnherb. Bílskúr. Verð 4.5 millj til 5 millj. Útb. 2.5 til 3 millj. Urðarstigur 3ja herb. íbúð um 75 fm. íbúðin er á 1. hæð i steinhúsi. Heimahverfi Góð 4ra herb. ibúð við Álfheima. íbúðin er á 3. hæð i fjölbýlishúsi. Tvö- fallt verksmiðjugler. íbúðin getur verið laus fljótlega. Álftahólar Úrvals góð 4ra herb. ibúð um 105 fm. Suður svalir. Bilskúrs- réttur. íbúðin skiptist þannig: Rúmgóð stofa, 3 svefnherb. eld- hús og bað. Mikið skáparými. íbúð og stigar teppalögð. Sam- eign frágengin. Rauðilækur 5 til 6 herb. íbúð um 135 fm í fjölbýlishúsi. íbúðin skiptist þannig: Rúmgóð stofa, eldhús, 3 svefnherb. og bað á sérgangi ásamt forstofuherb. íbúðin er teppalögð emeð tvöföldu verk- smiðjugleri. Laus fljótlega. Mosfellssveit 2ja herb ibúðarhús i smiðum við Merkjateig. Húsið skiptist þannig: Á efri hæð er 4ra til 5 herb. íbúð um 140 fm. Bilskúr fylgir. Á neðri hæð er 2ja herb. ibúð um 70 fm. Húsið selst fokhelt eða lengra komið eftir samkomulagi. Mosfellssveit Byggingarlóð á góðum stað i Helgarfellslandi. Álfaskeið Sérstaklega vönduð 3ja herb. ibúð um 90 fm. Þvottaherb og geymsla á hæðinni. Bílskúrsrétt- ur. Þverbrekka 3ja herb. ibúð i háhýsi. íbúð i góðu standi. Asparfell 3ja herb. ibúð um 87 fm. Stofa, 2 svefnherb. eldhús og bað. Ibúðin er teppalögð með vönduðum innréttingum Blikahólar 3ja herb. ibúð um 97 fm. íbúðin er ekki fullfrágengin. Útb. um 4 millj. Mávahlið 4ra herb. risibúð um 125 fm. íbúðin er í góðu standi. Skipti möguleg á minni íbúð. Nýbýlavegur 5 herb. sérhæð um 145 fm ásamt geymslu og herb. i kjallara. Bilskúr. Hringbraut Hf. 4ra herb. sérhæð um 1 15 fm ásamt bilskúr. Sérgeymsla. Þvotta- og þurkherb. í kjallara. í smiðum Einbýlishús um 186 fm ásamt bílskúr á Seltjarnarnesi. Húsið selst fokhelt með gleri. Ein- angrað og fullfrágengið að utan. Uppl. aðeins í skrifstofunni. Selfoss Einbýlishús um 130 fm. ásamt 48 fm bílskúr. Húsið er frá- gengið að mestu. Kópavogur 2ja herb. íbúð á jarðhæð. íbúðin er fokheld. Útb. um 2 millj. sem má skipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.