Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 5

Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAI 1976 5 Rússar neita að tefla 1 Israel Moskva21. maí Reuter. Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, á tali við Einar Ágústsson, K. B. Andersen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Max van der Stoel í veizlu, sem Ólafur Noregskonungur hélt utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins á fimmtudag. Gefur Kennedy kost á sér? New york 21. maí. Reuter. ÖLDUNGARDEILDARÞING- MAÐURINN Edward Kennedy neitaði þvf I kvöld að nokkuð væri hæft f þeirri frétt stórblaðsins New Vork Daily News að hann væri reiðubúinn að fara f fram- boð fyrir demókrata f forseta- kosningunum f nóvember, yrði óskað eftir þvf. Kennedy sagði, að afstaða sfn væri óbreytt með öllu og fréttin hefði þar af leiðandi ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vfsaði Kennedy til yfirlýs- ingar sem hann gat f september f fyrra þar sem hann segir það „endanlega og skilyrðislausa ákvörðun að sækjast hvorki eftir útnefningu sem forsetaefni eða varaforsetaefni". Engu að síður hefur frétt blaðs- ins vakið mikið umrót í búðum demókrata og einkum og sér í lagi meðal frjálslyndra í þeirra röðum um að „gulldrengurinn þeirra" muni dragast á að taka við til- nefningu ef samkomulag tekst ekki á flokksþinginu i júlí. I blaðinu The New York Daily News var þessu slegið upp og frá- sögnina ritaði James Weighart, yfirmaður fréttadeildar blaðsins í Washington. Þar segir, að Kennedy muni nú telja sig þess albúinn að taka útnefningu flokks síns, svo fremi Hubert Humphrey verði varaforsetaefni. Hann geti sömuleiðis vel sætt sig við að verða varaforseti ef Humphrey gefi kost á sér á flokksþinginu. Fljótlega eftir að blaðið kom út neitaði talsmaður Kennedy þessu harðlega. Ritstjóri blaðsins kvaðst þó mundu standa við fréttina vegna þeirra öruggu heimilda sem hann hefði fyrir henni. Sið- degis kom svo neitunaryfirlýsing frá Kennedy, en ritstjóri blaðsins kveðst þó í engu víkja. Weighart er vinur Kennedys og vitað er að þeir hittust í gær. í fréttum frá New York og Washington segir að margir Edward Kennedy demókratar hafi tekið þessari frétt fagnandi þar sem margir úr hópi frjálslyndra telji höfuðnauð- syn að stöðva framgang Jimmy Carters. Þá er og bent á, að stuðnings- menn Humphreys hafi tilkynnt i gær að þeir muni setja á stofn sérstaka nefnd til að vinna að því að Humphrey verði valinn for- setaefni flokksins, enda þótt hann hafi fyrir nokkru greint frá því að hann muni ekki sækjast eftir út- nefningu. Hins vegar muni hann taka henni ef flokkurinn óskar eftir því. Sérfræðingar í New York segja, að ekkert sé eðlilegra en að Kennedy neiti þessari frétt i upp- Rógi hnekkt 1 DAGBLAÐINU Tímanum síð- astliðinn fimmtudag er látið að því liggja og í Þjóðviljanum fullyrt í tvo daga, að ég hafi kosið lista Alþýðuflokks í kosn- ingum til húsnæðismálastjórn- ar á Sameinuðu Alþingi. Hafði ég þó í minum þingflokki staðið að samkomulagi um annað. Jafnframt er látið að þvi liggja, að hér hafi verið um atkvæða- kaupskap að ræða milli mín og Alþýðuflokks. Stuðningur Alþýðuflokks við tillögur mínar I öðrum málum þennan sama dag átti að mati greinarhöf- unda og heimildarmanna þeirra að sýna fram á réttmæti þessa álits þeirra. Skrif þessi segja sína sögu um siðferði höf- undanna. Af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins fer ekki fram slik verzlun. Á þingflokksfundi Sjálfstæð- ismanna var þennan dag gerð sérstök samhljóða samþykkt um, að allur þingflokkurinn kysi A-lista, sameiginlegan lista stjórnarflokka og I Sjálfstæðis- flokknum er staðið við slíkt samkomulag. Á fundinum var einnig upplýst, að samstarf Sig- urðar Guðgeirssonar og sjálf- stæðismanna í húsnæðismála- stjórn væri með ágætum. Mér er ekki kunnugt um, að þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafi brotið þessa samþykkt. Ég hef vanizt því í þeim flokki, að menn geti í hreinskilni rætt mismunandi afstöðu sina til manna og málefna. Hafi ég aðra afstöðu en minn flokkur i ein- hverju máli geta flokksmenn mínir borið um að það fer ekki milli mála og þeir eru látnir af því vita. Ég uni þvi illa þeim dylgjum, sem i nefndum grein- arkornum felast, sérstaklega því, sem i blaði samstarfsflokks sjálfstæðismanna Tímanum birtist. Hitt hvað Þjóðviljinn skrifar og fullyrðir, má mér fremur i léttu rúmi liggja. Það tekur enginn heiðarlegur mað- ur mark ^hinum rætna rógi og persónuníði þess blaðs hvort sem er. 21. maí 1976. Ragnhildur Helgadóttir. SOVÉZKIR skákmenn munu ekki taka þátt í Ölympfumótinu í skák né heldur sitja fund Alþjóðaskák- sambandsins ef ákveðið verður að velja tsrael sem mótsstað, en það hefur verið í bígerð. Talsmaður sovézka skáksambandsins sagði í yfirlýsingu, að núverandi ástand í Israel tryggði hvorki öryggi skák- mannanna né eðlilega framvindu mótsins og þingsins. Hvatt var til, að Alþjóðaskáksambandið endur- skoðaði afstöðu sfna og veldi annan stað. Þá var í yfirlýsingunni notað tækifærið til að ráðast á „yfir- gangsstefnu ísraela gegn Aröbum og kúgun þeirra á íbúum hernumdu svæðanna". Það bryti í bága við hinn olympíska anda að halda mótið i sliku andrúmslofti. hafi, þar sem hann vilji þreifa fyrir sér og kanna viðbrögð við henni meðal þorra manna áður en hann kveður upp úr með það hvort hann býður sig fram. Þá er og vakin athygli á að þessi frétt komi einmitt í kjölfar þess að Jimmy Carter hefur átt við erfiðleika að etja i síðustu for- kosningum, og trú ýmissa á hugsanlegt framboð hans og síðan sigur hefur veikzt mjög undan- farna daga. Carter hefur i þeim forkosning- um sem fram hafa farið tryggt sér stuðning um 700 fulltrúa af 1505 sem hafa seturétt á flokksþing- inu. Sérfræðingar segja einnig að fari svo að Kennedy og Humphrey gefi kost á sér muni margir snúa baki við Carter og telja vænlegra að styðja framboð þeirra. Mao lifir Peking21. maí. Reuter. OPINBER talsmaður kínversku stjórnarinnar sagði í dag, að frétt- ir f erlendum fjölmiðlum þess efnis að Mao formaður væri lát- inn eða fárveikur væru „upp- spuni frá rótum“. Talsmaðurinn hafði ekkert um þær fréttir að segja, sem ganga fjöllum hærra í Peking að meiri- háttar fundur kinverskra leiðtoga sé á næsta leiti. Blað Alþýðunnar birti nýlega mynd af Mao hvar hann sat í stól er hann heilsaði erlendum gest- um sínum, en áður var Mao jafn- an myndaður standandi er hann þrýsti hendur gesta sinna. Páll páfi ræðst gegn kommúnistum Páfagarði 21. mai — Reuter. PÁLL páfi sagði i dag, að það væri óþolandi að rómversk- kaþólskir menn styddu komm- únista ( þingkosningunum á ítalíu I næsta mánuði. 1 ávarpi slnu á biskupaþingi í Páfa- garði kvaðst páfinn staðfesta yfirlýsingu forseta þingsins, Antonio Poma, kardinála á þriðjudag, sem túlkuð var sem viðvörun til kaþólikka, sem eru í framboði fyrir kommún- ista um að þeir ættu á hættu bannfæringu kaþólsku kirkj- unnar fyrir vikið. Síðar sögðu embættismenn i Páfagarði, að kardínálinn hefði átt við mildari refsingu — ekki bannfæringu. Um 12 kunnir þakólikkar hafa til- kynnt að þeir muni verða í framboði fyrir kommúnistá i kosningunum. Páfi sagði, að marxismi, sem hann nefndi ekki með nafni, væri þrátt fyr- ir yfirlýsingar um hið gagn- stæða „andtrúarleg, andklerk leg og loks andmannleg" kenn- ing og það væri óþolandi að kaþólikkar styddu „einkum opinberlega stjórnmálaskoðan ir sem eru í grundvallaratrið- um í andstöðu við trúarlegar lifshugmyndir okkar“. morgu Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu. SJÓVÁ tryggt er vel tryggt SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI 82500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.