Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976 7 Enn um ný- sköpunarstjórn Hnotabit Tímans og Þjóðviljans um nýja ný- sköpunarstjórn heldur áfram í gær. Þá segir Þór- arinn Þórarinsson svo I leiðara: „Þjóðviljinn heldur áfram vandræðalegri við- leitni til að bera á móti því, að ýmsir leiðtogar Al- þýðubandalagsins hafa undanfarið haldið uppi samtölum við þá Björn Jónsson og Gylfa Þ. Gísla son um myndun stjórnar með Sjálfstæðisflokknum, sem leysi núverandi rikis- stjórn af hólmi fyrir eða eftir kosningar. Þjóðviljinn þorir þó ekki að bera á móti þvi að slik stjóra geti verið meira en hugsanleg, en segir hins vegar, að hún komi þvi aðeins til greina, að Sjálf- stæðisflokkurinn fallist á, að dregið verði úr völdum verzlunarauðvaldsins og verkalýðshreyfingunni tryggð aukin völd. Þetta stóð þó ekki i veginum, þegar nýsköpunarstjórnin sæla var mynduð á sinum tima og voru foringjar Al- þýðubandalagsins (Sósial- istaflokksins) þá sizt óske- leggari en núverandi for- ingjar þess. Þvert á móti hefur verzlunarauðvaldið aldrei safnað meiri gróða en á þessum árum, þegar verið var að eyða hinum mikilvægu gjaldeyris- birgðum, sem höfðu safn- azt erlendis á stríðsárun- um. Alþýðubandafagið myndi ekki frekar nú en þá, láta þetta valda ágreiningi, ef það ætlaði sér á annað borð að kom- ast í stjórn, eins og það hefur nú mikinn hug á. Það segir líka sina sögu, að I forystugrein Þjóðviljans í gær er tekið skýrt fram, að Alþýðu- bandalagsmenn hafi ekki neitt á móti þvi að vera i stjórn með þeim Geir Hall- grímssyni og Gunnari Thoroddsen af persónu- legum ástæðum. Og hvergi er minnzt á það Í forystugreininni, þótt löng sé, að varnarmálin geti verið þröskuldur i vegi slíkrar stjórnar." Sjónvarp á sveitabæi með aðstoð Byggðasjóðs Þorvaldur Garðar Krist- jánsson og sjö aðrir þing- menn Sjálfstæðisf lokks ins fluttu tillögu til þings- ályktunar á nýliðnu þingi, þess efnis, að Rikisstjórn- in skyldi hlutast til um, að Ríkisútvarpið komi upp endurvarpsstöðvum fyrir þá sveitabæi, sem nú njóta slæmra eða engra sjónvarpsskilyrða. í þessu skyni skal leita til Byggðasjóðs um óaftur- kræft framlag, en megin- hlutverk þess sjóðs er að tryggja sem jafnasta að- stöðu fólks i landinu, án tillits til búsetu (byggða jafnvægi). í augum þeirra, sem notið hafa sjónvarps um langt árabil, og lita á það sem sjálfsagðan hlut, eðli- legan frétta , fróðleiks- og af þreyingarmiðil, skiptir það máski litlu máli, þó 472 sveitabæir á landinu njóti slæmra eða engra skilyrða til móttöku á sjónvarpsefni. Þörfin fyrir þennan miðil er þó enn brýnni i strjálbýli, þar sem færri kosta er völ um tóm stundaefni. í greinargerð kemur fram að reisa þurfi um 150 endurvarpsstöðv- ar til að koma sjónvarps- efni til þeirra, sem af- skiptir eru, en kostnaður við hverja endurvarpsstöð sé að meðaltali 1 milljón króna. Ríkisútvarpinu er ætlað að standa undir stofn- kostnaði dreifikerfis sjón- varps af tolltekjum af sjónvarpstækjum. Þessar tolltekjur eru áætlaðar um 20 m.kr. Á þessu ári þarf 35—40 m.kr. í afborganir og vexti af skuldum, sem stofnað hefur verið til, vegna þessa dreifikerfis (er nema rúmum 100 m.kr.) Augljóst er þvi, að núverandi tekjustofn nægir ekki til að koma sjónvarpi á sveitabæi, sem enn liggja óbættir hjá garði í þessu efni. Ekki er því óeðlilegt að Byggða sjóður komi hér við sögu með óafturkræft framlag. Þessari þingsályktunar- tillögu var vísað til rikis- stjórnarinnar og fær þar væntanlega verðuga at- hugun. Nýja T-bleyjan MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER KOM- IN AFTUR SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA HEILDSÖLUBIRGÐIR: KAUPSEL S.F.. Laugavegi 25. SÍMI27770. iWcáöur á morgutt Guðspjall dagsins: Jóh. 16, 23.—30.: Biðjið f Jesú nafni. Litur dagsins er hvftur. Lit- ur gleðinnar. Bænadagurinn „Beðið fyrir giftu og góðum lyktum í landhelgismálinu” DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dómpróf. Messa kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen prédikar, séra Hjalti Guð- mundsson prófastur í Stykkis- hólmi þjónar ásamt honum fyr- ir altari. Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra flytur bæn, en frú Helga Pálsdóttir og cand. theol. Úlfar Kristmunds- son verzlunarskólakennari lesa pistil og guðspjall. NESKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Kvöldguðþjónusta kl. 8. Séra Frank M. Halldórsson. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Garðar Svavarsson. FELLA- OG HÓLASÓKN Guðþjónusta f Bústaðakirkju kl. 11 árd. Athugið breyttan messutíma. Séra Hreinn Hjartarson. ÁRBÆJARPRESTAKALL Guðþjónusta i Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. FRÍKIRKJAN f Reykjavfk Messa kl. 2 siðd. Séra Þorsteinn Björnsson. FlLADELFlUKIRKJAN Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. KIRKJA Óháða safnaðarins. Messa kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. BUSTAÐAKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 siðd. Jón JónsSon fiskifræðingur for- stjóri Hafrannsóknastofnunar- innar flytur ræðu. Séra Ólafur Skúlason. HATEIGSKIRKJA Lesmessa kl. 10 árd. Séra Arn- grimur Jónsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Þorvarðsson. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Messa ki. 2 síðd. Séra Karl Sigurbjörnsson. Lesmessa miðvikudag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Messa kl. 11 árd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. ELLI- OG hjúkrunarheimilið Grund. Messa kl. 10 árd. Séra Magnús Guðmundsson fyrrum prófast- ur messar. ASPRESTAKALL Messa kl. 11 árd. að Norður- brún 1. Séra Grímur Grímsson. GRENSÁSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Aðalfundur safnaðarins verður n.k. þriðju- dagskvöld kl. 8.30 i safnaðar- heimilinu. Messað verður í Borgarspítalanum kl. 09.45 árd. Séra Halldór S. Gröndal. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. LANGHOLTSPRESTAKALL Kirkjudagur safnaðarins: Kl. 10.30 árd. barnasamkoma. Séra Árelíus Nielsson. Kl. 2 síðd. Guðþjónusta, báðir prestarnir. Kl. 3 siðd. hefst kaffisala Kven- félagsins. Kl. 4 síðd. Hátíðarsamkoma: Ávarp Kór Langholtskirkju Ræða sra Jón Auðuns Ljóðalestur Helgistund sra Árelius Níels- son. Safnaðarstjórnin. DIGRANESLRESTAKALL Messa i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjáns- son. KÁRSNESPRESTAKALL Messa i Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Séra Árni Pálsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Garðar Þorsteinsson. KÁLFATJARNARKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. — Ferming. Séra Bragi Friðriks- son. NJARÐVÍKURPRESTAKALL Guðþjónusta i Innri- Njarðvikurkirkju kl. 11 árd. og í Stapa kl. 2 síðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVlKURKIRKJA Sunnudagsskóli kl. 11 árd. og guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. HVALNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Guð- mundur Guðmundsson. UTSKALAKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Séra Gúð- mundur Guðmundsson. GRINDAVÍKURKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Ferming og altarisganga. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Ferm- ing. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Kvöldbænir klukkan 9. Sóknar- prestur. ODDAKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Stefán Lárusson. REYNIVALLAPRESTAKALL Messa í Brautarholtskirkju kl. 2 síðd., að Saurbæ kl. 4 siðd. og að Reynivöllum kl. 9 siðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. AKRANESKIRKJA Messa kl. 10.30 árd. Þórarinn Jónsson kennari prédikar. Séra Björn Jónsson. Sýning — 1976 Við sýnum: Þýzka tjaldvagna Comptourist Ameríska tjaldvagna Steury Cavalier hjólhýsi Monza hjólhýsi JET hjólhýsi A-Line sumarhús Adapta verktakahús Einnig tjöld fyrir hjólhýsi, festingar tröppur, klósett, gaskassa og fl. og fl. Margar gerðir af kerrum bæði fyrir fólksbíla og Jeppa. Hvar: Hjá okkur í Sundaborg v.Kleppsveg Hvenær: Dagana 22 — 30. maí að báðum meðt. opið alla daga virka og helga frá 2 — 7. Gísli Jónsson & Co h.f., Sundaborg—Klettagörðum 11. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.