Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976
Hliðskjálf — sjóður
til styrktar Gæzlunni
HELGA Larsen á Engi og barna-
barn hennar Helga Bergman eru
stofnendur sjóös til styrktar
Landhelgisgæzlunni erbernafnið
Hliðskjálf. Stofnfé sjóðsins er
þrjátiu og sex þúsund krónur.
Markmið hans er að stuðla að
aukinni menntun allra land-
helgisgæzlumanna í gæzlu- og
björgunarstörfum og stuðla að
bættri aðstöðu og tækjum fyrir
Landhelgisgæzluna.
Stjórn sjóðsins hefur verið
kosin og er formaður Selma
Júlíusdóttir, varaform. Óskar Ind-
riðason, ritari Sveinbjörg Guð-
marsdóttir, gjaldkeri Guðmunda
Helgadóttir og meðstjórnandi
Bára Þórðardóttir.
í skipulagsskrá sjóðsins segir
að verði hann leystur upp skuli
fjármunum hans varið til sjó-
mannaheimilis í Reykjavík, skv.
ákvörðun sjóðsstjórnar. Stjórnar-
menn taka við framlögum í sjóð-
inn og þeim er einnig veitt mót-
taka í Sparisjóði Vélstjóra.
Helga Bergman, annar stofn-
andi sjóðsins, er dóttir Sigurðar
Bergmans, háseta á varðskipinu
Tý.
Þá segir í skipulagsskrá sjóðs-
ins að tekjur hans verði frjáls
framlög og hafi sjóðsstjórn sam-
starf um fjáröflunarleiðir hverju
sinni með hjálp landsmanna.
Samtök astma- og ofnæmissjúklinga:
Færa Landspítalanum tölvu
í fréttatilkynningu sem Mbl.
hefur borist frá skrifstofu rfkis-
spitalanna kemur fram að samtök
astma- og ofnæmissjúklinga af-
hentu Landspítalanum fyrir
skömmu mjög fullkomna tölvu að
gjöf. Verður tölvan notuð í rann-
sóknastofu í lungnafvsiologiu og
er verðmæti hennar um 500 þús-
und krónur.
Tölva þessi auðveldar mjög
mikið útreikninga á flóknum tölu-
legum formúlum í sambandi við
rannsóknir sem varða nákvæma
greiningu á þýðingarmiklum
atriðum við ákvarðanir um heilsu-
farsástand lungnasjúklinga.
Magnús Konráðsson, formaður
LAUFAS
FASTEIGNASALA
L/EKJARGATA 6B
3:15610 &25556.
astma- og ofnæmissjúklinga, og
stjórnarmeðlimirnir Ingihjörg
Jónsdóttir, Hjördís Þorsteinsdótt-
ir og Orla Nielsen afhentu gjöf-
ina, en Tryggvi Ásmundsson
læknir og Georg Lúðvíksson tóku
við henni fyrir spítaians hönd.
Kökusala
í dag
KÖKUSALA verður að Hall-
veigarstöðum á morgun og
hefst kl. 2 e.h. Það er Félag
einstæðra foreldra sem að
kökusölunni stendur og hefur
sami háttur verið á hafður og
sfðast þegar FEF hélt slíka
sölu, að hópur félaga bakaði f
hópvinnu kynstur af kökum af
ýmsu tagi. Einnig hefur fjöldi
annarra félagsmanna veitt að-
stoð með framlögum sfnum.
Fjáröflunarnefnd FEF hef-
ur einnig byrjað á ný trefla-
sölu á knattspyrnuleikjum f 1.
deild tslandsmótsins eins og
gert var f fyrra. Eru prjónaðir
treflar í litum 1. deildar liða
og að sögn forráðamanna FEF
fékk þetta framtak góðar
undirtektir f fyrrasumar.
Slaufusala á vegum FEF verð-
ur síðan laugardaginn 12. júnf
n.k.
Skrifstofuhusnæði óskast
Höfum kaupanda að góðu skrifstofuhúsnæði
sem væri helst nálægt miðbænum.
Heil húseign kemur til greina.
Fasteignasalan Bankastræti 6
Hús og Eignir.
sími 28611 utan skrifstofutima 1 7677.
Lúðvík Gizurason hrl.
Sveinspróf í húsgagnasmíði
Sveinspróf í húsgagnasmíði í Reykjavík 1976
verður haldið eftir miðjan júní vegna breytinga
á fyrirkomulagi prófanna, verður haldinn
fundur í Iðnskólanum mánudaginn 24. maí kl.
16. með væntanlegum próftökum. Eru við-
komandi minntir á, að senda umsóknir um
sveinspróf til undirritaðra sem fyrst.
Prófnefnd.
Fyrirtæki og fasteignir s.f.
Fyrirtækja og fasteignasala,
Skipholti 37, sími 38566.
Til sölu nýlenduvöruverzlun með söluturni
Til sölu ersöluturn í eigin húsnæði.
Höfum kaupendur að söluturnum eða litlum
veitingastofum i Reykjavík og nágrenni.
Höfum til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir í Hraunbæ
Höfum kaupendur að raðhúsum, einbýlishúsum og
2ja—4ra herb. íbúðum.
Okkur vantar fyrirtækí og fasteignir á söluskrá.
Höfum opið laugardag og sunnudag kl. 2—4
íslenzk nytjalist
á listahátíð
Þekktum
finnskum
hönnuðum
boðið
I sumar verður í fyrsta sinn á listahátíð sýning
á listiðnaði. Nefnist sýningin Islenzk nytjalist og
verður í Norræna húsinu. Slík nytjalist er nú
mjög að hasla sér völl hér á landi, en á Norður-
löndum og einkum kannski i Finnlandi hefur
hún verið i hávegum höfð. Og því mun auk
fslenzku þátttakendanna tveimur þekktum
finnskum listhönnuðum verða boðið að taka þátt
í sýningunni, hjónunum Vuokko og Antti
Nurmesniemi. Að sýningunni stendur félagið
Listiðn, sem fær stuðning bæði frá Felagi ísl.
iðnrekenda og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins.
En Norræna húsið hefur boðið erlendu gestun-
um.
Jón Ólafsson húsgagnaarkitekt, sem er for-
maður sýningarnefndar, sagðí fréttamanni
Morgunblaðsins, að samtökin Listiðn hefðu ver-
ið stofnuð 1974 og efnt til fyrstu sýningarinnar
1975. í félaginu eru skráðir 70 félagar. Það eru
hönnuðir, sem starfa ýmist sjálfstætt eða hjá
öðrum. Samstarf hönnuða og framleiðenda fer
vaxandi um ýmisskonar verk, þó það sé ekki
eins mikið og víða annars staðar. Þegar hefur
félagið haldið 4 sýningar á nytjalist á 2 árum
og er þetta sú fimmta. Þátttaka í sýningunni
er opin þeim, sem starfa á listiðnaðarsviðinu,
svo sem félögum Listiðnar, útflytjendum
nytjalistar og öðrum þeim, sem flokka má
undir þetta sérsvið. Sérstök matsnefnd
velur sýningarmunina. I framkvæmdanefnd eru
auk Jóns Hilmar Sigurðsson, teiknari FÍT, Ottó
Ólafsson teiknari FÍT, Ulfur Sigurmundsson,
hagfræðingur, Hrafn Gunnlaugsson, fram-
kvæmdsstjóri Listahátiðar, og Þóra Kristjáns-
dóttir, fulltrúi Norræna hússins. Sagði Jón að
ýmisskonar listiðnaður yrði á sýningunni í
Norræna húsinu, svo sem tauþrykk, keramik,
silfursmíði og ýmisskonar ullariðnaður og fata-
iðnaður. Og verður gaman að sjá þennan nýja
þátt á Listahátíð.
Finnsku gestirnir Vuokko og Antti
Nurmesniemi eru kunnir listahönnuðir, bæði í
heimalandi þeirra Finnlandi og erlendis og hafa
hlotið margskonar viðurkenningu fyrir störf sín
m.a. í fataiðnaði og fyrir keramik, húsgagna- og
gleriðnað, og því mikill fengur að fá þau. Þau
eru væntanleg hingað 1. júní og munu halda
fyrirlestra fyrir almenning þá daga, sem þau
verða við að setja upp sýninguna. 2. júní verður
fyrirlestur um hönnun í finnsku atvinnulífi,
samvinnu framleiðenda og hönnuða og 4. júní
verður væntanlega fyrirlestur um þátt innan-
hússarkitektsins í finpskum arkitektúr og sýn-
.ingarhaldi, og þá sérstaklega boðið félögum í
félögunum FtT, Aí og FHÍ. 5. júní opnar sýning-
in.
Vuokko Eskolin-Nurmesniemi er upphaflega
leirkerasmiður frá listiðnaðarskólanun í
Helsingfors og vann í fyrstu mest að leir- og
glermunum, starfaði m.a. hjá Arabia. En nú á
seinni árum hefur hún aflað sér meiri frægðar
fyrir hönnun á vefnaði og tízkufatnaði. Hefur
t.d. haft mikil áhrif á Marimekkofatnaðinn
gegnum störf hjá PrintexOy. Glóandi litasam-
setning hennar hefur haft mikil áhrif á norrænt
litaskyn í listiðnaði. 1965 stofnaði hún sitt eigið
Vuokko-fyrirtæki og teiknar þar bæði kjóla og
efni. T.d. efni sem eru eins báðum megin.
Hún hefur farið í kynningarferðir til fjöl-
margra landa, svo sem Bandaríkjanna, Mexíkó,
Indlands, Thailands, Egyptalands, Japans,
Balieyja og Ástralíu. Maður hennar er Antti
Nurmesniemi og starfa þau saman í Studio
Nurmesniemi.
Antti Nurmesniemi er að fagi
husgagnaarkitekt frá Listiðnaðarskólanum í
Helsinki. Hann hefur starfað með mörgum
arkitektum i Finnlandi og Mílanó og einnig sem
sjálfstæður sýningararkitekt. Að auki hefur
hann unnið að hönnun á glermunum, teppum,
vefnaði og emaleruðum munum og teiknað járn-
brautarvagna og svifflugvél. Og sem húsgagna-
arkitekt hefur hann haft mikil áhrif á nýsköpun
í formum finnskra húsgagna. Lengi var hann
formaður félags finnskra innanhússarkitekta.
Þessi frægu finnsku hjón verða gestir á sýn-
ingunni í Norræna húsinu.
Vuokko Eskolin Nurmesniemi.
Finnski hönnuðurinn Antti
Nurmensniemi.
Antti Nurmesniemi hefur m.a. hannað vagna fyrir finnsku
neðanjarðarbrautina.
Kjóll, teiknaður af Vuokko.