Morgunblaðið - 22.05.1976, Side 10

Morgunblaðið - 22.05.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22, MAt 1976 Nokkrir kórfélaga að koma á æfingu. Sigrfður Elia er fremst til hægri. Skólakór Menntaskólans í Kópavogi: Söngglatt fólk þar 1 listasprang sem allir þekkja alla 1 Eftír { V Árna Johnsen SKÓLAKÓR Menntaskólans í Kópavogi hefur starfað í þrjá vetur með miklum blóma og það söngglaða fólk sem þar er heimsóttum við eitt kvöldið á æfingu í Kársnesskóla, en kór- inn var þar að æfa undir stjórn Sigríðar Ellu Magnúsdóttir fyr- ir skólaslit menntaskólans, sem verða í Kópavogskirkju laugar- daginn 22. maí kl. 14. Þar mun kórinn syngja stúdentastöngva og ættjarðarlög. 1 skólakór Menntaskólans í Kópavogi eru um 30 söngvarar, en alls eru um 260 nemendur í menntaskólanum. Söngstjóri fyrstu tvö árin var Ólafur Þórð- arson, en í vetur hefur Sigriður Ella óperusöngkona æft kórinn. Við tókum tali nokkra af þeim kórfélögum sem hafa verið í kórnum frá upphafi og fer spjallið hér á eftir. „EITT OG ANNAÐ UR SÖNGFLÓRUNNI“ „Ég er að klára skólann", sagði Tryggvi Magnús Þórðar- son nemandi í 4. bekk, „en ég hef verið með í kórnum frá upphafi. Gagn af því starfi hef ég haft mikið, maður er ekki eins feiminn að taka lagið með þegar svo ber undir á skemmt un eða við önnur tækifæri þeg- ar ættjarðarlögin eru tekin af mikilli innlifun. Maður verður líka öruggari í öllum söng eftir að starfa í slikum kór og að auki er kórinn sjálfur hinn ágætasti félagsskapur. Það er Sigrfður Ella stjórnar með mik- illi innlifun. mjög góður andi í kórnum, hæfilegt stríð á milli radda og skemmtilegheit. Einhver rödd- in lærir ef til vill sérlega vel sína rödd í hvelli og gerir svo óspart grín að hinum. Þessu hefur verið þannig háttað í vetur að karla- og kvennaraddir hafa æft sér auk þess að æfa á sameiginlegum æfingum, en Sigríður Ella hef- ur jafnframt kennt okkur radd- beitingu og sitthvað annað sem betra er að kunna skil á í sam- bandi við þessi hljóð sem mað- ur er að gefa frá sér. Venjulega höfum við æft einu sinni i viku saman auk einnar raddæfingar, og svo hefur Iagaval okkar farið eftir því hvernig landið hefur legið, um jólin tókum við t.d jólajass og svo höfum við tekið fyrir eitt og annað úr söngflór- unni.“ „GETUM AÐEINS STATAÐ AF SÖNGGLEÐINNI" Þær stöllur Guðrún E. Gunn- arsdóttir og Sigrún Magnús- dóttir voru að spjalla saman þegar við tókum þær tali. Guð- rún er í 4 E og Sigrún í 4 M og báðar hafa verið í kórnum frá upphafi. ,,Mér finnst gaman að syngja," svaraði Guðrún bros- andi, „og það er þess vegna sem ég er að því, jöfnum höndum á víðavangi sem í sturtu, en auð- vitað kann maður ekkert að syngja." „Það kunna allir að syngja," skaut Sigrún inn í. Arni Harðarson undirleikari kórsins. „Allavega misjafnlega mik- ið,“ hélt Guðrún áfram. „Félagsandinn? Hann er góð- ur í kórnum," svaraði Sigrún,“ viö erum það fá að hann hlýtur að vera góður, reyndar eins og hann er í skólanum sjálfum. Við erum ekki nema rúmlega 200 og það þekkja allir alla.“ „Við spurðum þær hvað tæki við á námsferlinum að loknu stúdentsprófi. „Ég er að hugsa um að fara að læra söng i tónlistarháskóla í útlöndum, líklega í Austurríki eða Þýzkalandi," svaraði Sig- rún og Guðrún sagði: „1 háskól- ann, líklega í læknisfræði eða líffræði." í rabbi um kórstarfið sögðu þær stöllur að i fyrstu hefði kórinn mest sungið dægurlög í sérlega útsettum stíl, fremur léttmeti, þjóðlög og ýmislegt, en í vetur hefði efnisvalið verið meira blandað. Þær nefndu að kórstarfið í Menntaskólanum í Kópavogi væri áhugamanna- starf, en til dæmis væri kór- starfið í skólakór Menntaskól- ans í Hamrahlíð hluti af náms- efninu og nemendur sem syngju í kórnum fengju eink- unn fyrir. „Við getum aðeins státað af sönggleðinni, engum punktum fyrir starfið," sögðu þær stöllur og hlógu. Að lokum. Hvað skyldu þær stöllur ætla að vinna í sumar? Sigrún: Við gestamóttökuna á Hótel Garði. Guðrún: Á hóteli á Jótlandi. Og svo ómaði ísland ögrum skorið á æfingunni, því það verður að sjálfsögðu sungið við skólaslitin í Kópavogskirkju. Tryggvi Magnús Þórðarson. Sigrún Magnúsdóttir og Guðrún E. Gunnarsdðttir. Garðabær: Selja jurtir til að byggja sundlaug í DAG, sunnudaginn 23. maí, verður Kvenfélag Garðabæjar með blóma- og flóamarkað i Barnaskóla Garðabæjar kl. 2.00 e.h. Þarna verður ýmislegt á boð- stólum, s.s. úrval af fjölærum jurtum, og gefst þeim gott tæki- faéri, sem eru að ganga frá lóðum sínum, að koma og skoða úrvalið. Einnig verða á boðstólum ýmsir aðrir munir s.s. fat'naður, leikföng o.fl. o.fl. Allur ágóðinn rennur til sundlaugarbyggingar i Garðabæ, en þetta er eitt brýnasta verkefni, sem kvenfélagið vinnur að um þéssar mundir. Sundlaugar- sjóðurinn var stofnaður árið 1968 og hefur áhugi íbúa í Garðabæ verið mikill fyrir þessu verkefni og ýmis félög f byggðarlaginu heitið að leggja málinu lið. Skæðadrífa af nöglum og spýtum í kirkjugarðinum Njarðvfkum. 19. maf. MIKILL áhugi er hér meðal Ytri- Njarðvikinga að ljúka við sóknar- kirkjuna, sem hefur verið i smið- um s.l. 6 ár. Undanfarna daga og kvöld hafa sjálfboðaliðar starfað kröftuglega við að rífa timbur ut- an af þeim byggingaráfanga sem nú þegar er náð. Félagar i ný- stofnuðu Bræðrafélagi kirkjunn- ar voru hvatamenn að þessu starfi, en fleiri en þeir hafa þó sannarlega lagt lið. Fjöldi kvenna hefur unnið við naglhreinsun og voru þær svo aðsópsmiklar að karlmönnum þótti vart vært i námunda við þær. Spýtur og naglar flugu sem skæðadrífa um kirkjugrunninn. Einn bræðranna fór heim og náði sér i hjálm. Börn og unglingar hafa og sýnt undra- verðan áhuga fyrir þessu starfi og til marks um dugnað þeirra var talað um það í hreinsunarhópnum að staðarklerkur þætti tæplega hálfdrættingur á þau minnstu. Stefnt er að því að gera kirkjuna fokhelda fyrir haustið og til þess að svo megi verða hefur verið ráðinn flokkur trésmiða, sem hefjast mun handa við siðasta áfanga kirkjunnar í næstu viku. Kirkja þessi verður hið fegursta hús og kemur til með að setja mikinn svip á Njarðvíkurbæ, ásamt Stapa, barnaskólanum og íþróttahúsinu, sem eru nánast öll á sama svæði. Áfram verður haldið með sjálfboðaliðastarfið og verða laugardagarnir helztu vinnudagar. — Páll Þórðarson. Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda AÐALFUNDUR Félags fslenzkra rithöfunda var haldinn að Hótel Esju sl. tniðvikudagskvöld. Jenna Jensdóttir var endurkjörin for- maður félagsins. Ritari, GIsli J. Ástþórsson, baðst undan endur- kjöri, og var Indriði G. Þorsteins- son kosinn I hans stað. Að öðru leyti er stjórnin nú þannig skipuð að Indriði Indriða- son er gjaldkeri en meðstjórnend- ur Sveinn Sæmundsson og Ragnar Þorsteinsson og vara- menn þeir Jón Björnsson og Þor- steinn Thorarensen. Jenna Jensdóttir. Fermingar á morgun Ferming í Gríndavfkurkirkju, 23. maf, 1976, klukkan 2 e.h. Stúlkur: Björk Sverrisdóttir, Heiðarhrauni 45. Erla Bragadóttir, Staðarhrauni 6. Ingibjörg Karen Matthíasdóttir, Borgar- hrauni 12. Kristfn Þorsteinsdóttir, Hvassahrauni 9. Ólafía Kristfn Jensdóttir, Staðarhrauni 8. Svandfs Þóra öjversdóttir, Mánagötu 15. Vigdís Ingíbjörg Helgadóttir, Staðarvör 3. Drengir: Birgir Pétursson, Hvassahrauni 1. Bragi Jónsson, Túngötu 5. Einar Sævar Einarsson, Heiðarhrauni 49. Jakob Einarsson, Heiðarhrauni 60. Kristinn Þór Runólfsson, Dalbraut 3. Ólafur Viðar Gunnarsson, Vfkurbraut 5. Sigurður Björn Alfreðsson, Norðurvör 5. Þórhallur Kristinsson, Sunnubraut 6. Þór Sveinsson, Heiðarhrauni 7. Ferming f Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 23. maf, kl. 2 e.h. Birna Rut Þorbjörnsdóttir Vogagerði 11, Vogum. Ragnheiður Reynisdóttir Hafnargötu 28, Vogum Magnea Sigrún Sfmonardóttir, Neðri-Brunnastöðum, Vatnsle.vsustr. Davfð Snæfell Helgason Aragerði 7, Vog- um. Sveinn Sfmonarson Hólabraut 14, Hafnar- firði Sæmundur Kristinn Egilsson, Egilsgötu 6, Vogum. Ferming f Landakirkju í Vest- mannaeyjum, sunnudaginn 23. maf, kl. 10.30 ár. Drengir: Adólf Adólfsson Heiðarvegi 7 Árni Guðjón Hilmarsson Wsturvegi 23B Benóný (ifslason Faxastfg 47 Birgir Runólfur Ólafsson Fjólugötu 11. Bjarni Ólafur Magnússon Fjólugötu 25. Guðjón Kristinn Matthíasson Heiðarvegi 28 (iunnar Hreinsson Ásavegi 7. Jón Hlöðver Hrafnsson Höfðavegi 11. (Heiðartún) Jón Freyr Jóhannsson Vestmannabraut 42. Karl Björnsson Vallargötu 18. Sigbjörn Þór Óskarsson Skólavegi 27. Sigurjón Ingvarsson Brimhólabraut 9. Stúlkur: Anna Dóra Jóhannsdóttir Höfðavegi 34. Bára Sveinsdóttir Brimhólabraut 17. Bertha Sigrfður Eronsdóttir Heiðarvegi 44. Bylgja Sigurjónsdóttir Hólagötu 4. Guðrún Erlingsdóttir Höfðavegi 36. Hafdfs Sigurðardóttir Heiðarvegi 58. Júlfanna Theódórsdóttir Hólagötu 24. Margrét Elísabet Kristjánsdóttir Skóla- vegi 19. Nanna Gunnarsdóttir Heiðarvegi 42. Rósa Katrfn Gunnarsdóttir Vesturvegi 25. Sigurlaug Grétarsdóttir Heiðarvegi 45. Ferming kl. 2 síðd. Drengir: Ágúst Vilhelm Steinsson Brimhólabraut 26. Andrés Þorsteinn Sigurðsson Bessa- hrauni 22B Benedikt Þór Guðnason Illugagötu 65. Garðar Rúnar Garðarsson Illugagötu 50. Kári Þorleifsson Hólagötu 41. Kristinn Guðni Ragnarsson Hátúni 2. Marteinn Unnar Heiðarsson Faxastfg 25. Ófeigur Grétarsson Vallagötu 4. Ólafur Óskar Stefánsson Höfðavegi 30. Samúel Grytvik Faxastfg 78. Sigurbjörn Arnason Sóleyjargötu 3. Sigurður Friðrik Karlsson Strembugötu 25. Sigurður Ómar Ólafsson Helgafellsbraut 20. Valgeir Valgeirsson Helgafellsbraut 18. Stúlkur: Asdís Sævaldsdóttir Hólagötu 30. Dagmar Óskarsdóttir Hásteinsvegi 40. Dóra Kolbeinsdóttir Túngötu 27. Elfsa Harpa Grytvik Faxastíg 78. Iðunn Lárusdóttir Brimhólahraut 29. Ingibjörg Þórhallsdóttir Illugagötu 17. Jónfna Hallgrfmsdóttir Heiðarvegi 56. Lilja Björk Ólafsdéttir Heiðarvegi 68. Rut Ágústsdóttir Bröttugötu 45. Sigrún Hjörleifsdóttir Bröttugötu 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.