Morgunblaðið - 22.05.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976
15
Hðpur stuðningsmanna tslands í fiskveiðideilunni við Breta sést hér ganga
framhjá sendiráði Bandarfkjanna í Óslð síðdegis á fimmtudag, þar sem hvatt er
til að Bandaríkjamenn styðji málstað Islendinga.
„Fiskveiðideilunni
milli íslands og Bret-
lands var hreyft á ný
og rætt um hana”
— segir m.a. í lokayfirlýsingu Oslóarfundarins
Osló21. mai — Reuter.
0 ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ varaði í dag Sovétrfk-
in við því að þrátt fyrir áframhaldandi stuðning þess við
„detente44 stefnuna væri frekari jákvæð þróun í því efni
komin undir framkomu Sovétmanna um heim allan. t
lokayfirlýsingu fundar utanríkisráðherra bandalags-
landanna í Ósló, sem er 1500 orð, segir að virkileg og
varanleg slökun spennu sé aðeins hugsanleg ef öll
viðkomandi ríki komi fram af hófsemi og varkárni í
samskiptum sín í milli og í aðgerðum sínum annars
staðar í heiminum. „Nauðsynlegur trúnaður milli aust-
urs og vesturs kemst ekki á ef kreppur og viðkvæm
vandamál sem bægt er frá í Evrópu, skjóta síðan upp
kollinum annars staðar,“ segir í yfirlýsingunni.
Daily Telegraph í leiðara um þorskastríðið:
„Verndarstefna” Breta
óraunsæ og árangurslaus
Fréttin um hótun um úrsögn úr
NATO á forsíðum brezku blaðanna
London 21. maí Reuter — AP
VAXANDI óþolinmæði gætir nú
vegna „sýnilegs getuleysis brezku
ríkisstjórnarinnar til að hafa nýtt
frumkvæði" f fiskveiðideilu
Breta og tslendinga segir brezka
blaðið The Daily Telegraph í for-
ystugrein f dag. „Bandalagsþjóðir
Bretlands í NATO hafa hingað til
sýnt mikla þolinmæði og sýnt
verulega hlédrægni varðandi
þessa langvarandi deilu við
tsland. En,“ segir blaðið, „hin
óheimju kostnaðarsama og
fremur árangurslausa stefna að
senda frégátur af flota hennar
hátignar til að halda vörð og
vernda örfáa togara sem veiða
nokkur hundruð tonn af þorski,
er af bandalagsþjóðunum ekki
lengur talin raunsæ eða viðeig-
andi afstaða af hálfu Breta til
vandamálsins. Og það er hún
ekki.“
„Það sem grefur undan tiltrú á
„verndarstefnu" Breta er sú vissa
að mörg lönd eru i þann veginn að
taka upp 200 mílna mörkin, þ. á
m. Efnahagsbandalag Evrópu.
Þar við bætist að á meðan
„vernd" er haldið áfram er ætið
hætta á alvarlegum atburðum
sem gætu lyft deilunni á algjör-
lega nýtt stig.“
% Brottkvaðning
freigátna f athugun?
Öll helztu morgunblöð i dag
birta á forsíðum fréttina um hót-
un Einars Ágústssonar, utanríkis-
ráðherra, um hugsanlega úrsögn
íslands ú NATO ef deilan leysist
ekki innan sex mánaða. Haft er
eftir talsmanni utanrikisráðu-
neytisins í London að Bretar
„myndu að sjálfsögðu harma
mjög brottför íslands úr NATO.
Við vonum að unnt verði að ná
Framhald á bls. 31.
0 Stöðug aukning vfgbúnaðar Sovétríkjanna „umfram
það sem virðist réttlætanlegt fyrir markmið detente“ og
aðild Moskvustjórnarinnar að borgarastyrjöldinni í
Angóla voru með helztu viðfangsefnum utanrfkisráð-
herranna á fundinum. Þessi atriði voru þau einu sem
skýrt er um fjaliað í lokayfirlýsingunni. Önnur „innan-
húsmál“ bandalagsins eru aðeins reifuð fáum eða óljós-
um orðum í yfirlýsingunni, þótt þau hafi verið ítarlega
rædd bæði á hinum formlegu fundum og í einkaviðræð-
um ráðherranna. Þar á meðal er þorskastrfð Breta og
tslendinga, en umtalsverður árangur náðist í átt til
lausnar þvf, Ifkur á stjórnaraðild kommúnista á ttalfu
eftir kosningarnar 20. júní og spennan á milli Grikkja og
Tyrkja. Þá voru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
greinilega til umræðu milli ráðherranna.
Yfirlýsingin minnist aðeins óbeint á ttalfu, sem þó var helzta
umræðuefni manna f milli á fundunum. Án þess að minnast á Italíu
með nafni staðfesta ráðherrarnir stuðning rl'kisstjórna sinna við
„grundvallarreglur lýðræðis, virðingu fyrir mannréttindum, réttlæti
og félagslegum framförum sem eru leiðarljós bandalagsins og póli-
tfskar stofnanir aðildarrfkjanna og Iffshættir byggjast á.“ Þá segir:
„Þeir lýstu trausti sfnu á þvf að rfkisstjórnir aðildarlandanna geti — á
grundvelli þess öryggis sem bandalagið veitir — unnið bug á vanda-
málum sem þær standa frammi f.vrir nú og f framtfðinni."
Ekki er fjallað beinlfnis um deilur Tyrkja og Grikkja heldur aðeins
sagt að ráðherrarnir hafi fagnað þeim árangri sem náðst hafi um
varnarsamkomulag á suðausturhluta bandalagssvæðisins.
Óslóarræða Kissingers vekur mikla athygli:
Líðum ekki hugmyndafræS-
lega útþenslu Sovétríkjanna
RÆÐA Henry Kissingers, utanríkisráðherra Bandarfkjanna, á
fundi utanrfkisráðherra NATO-rfkjanna f Ósló á fimmtudag, þar
sem hann varaði m.a. Sovétrfkin við þvf að Bandarfkin myndu ekki
láta það viðgangast að Sovétmenn reyndu að þröngva hugmynda-
fræði sinni upp á hinn vestræna heim, hefur vakið mikla athygli, en
ræðan er flutt fyrir luktum dyrum og liggja þvf nákvæmar upplýs-
ingar um efni hennar ekki fyrir. En bandarfskur embættismaður
sagði, að Kissinger hafi lýst þeirri skoðun sinni, að hugmyndafræði-
leg árásarstefna og friðsamleg sambúð gætu ekki lifað hlið við hlið.
I ræðu sinm, sem tók um
hálftfma, sagði Kissinger enn-
fremur utanríkisráðherrunum
að grundvallarútlínur banda-
rískrar utanrikisstefnu yrðu
óbreyttar burtséð frá því hvaða
forseti sæti i Hvíta húsinu. Að
sögn embættismannsins ræddi
Kissinger um hlut utanrikis-
mála í kosningabaráttunni í
Bandaríkjunum nú, einkum
með tilliti til stefnunnar gagn-
vart Sovétrikjunum, og sagði
hann að þar væri ekki um nein-
ar hugmyndir uppi sem væru
gjörólíkar stefnu núverandi
stjórnar.
Diplómatar sem hlýddu á
ræðuna segja að hún hafi verið
tilraun til að sýna fram á það að
næsti Bandaríkjaforseti —
hvort sem um verður að ræða
repúblikana eða demókrata —
myndi fylgja slökunarstefnu
sem fylgt yrði eftir með hernað-
arstyrk en fæli í sér vilja til að
gera tvihliða samninga um tak-
markanir á vígbúnaði.
MINNTIST KISSINGER A
ITALIU EÐA EKKI?
Ræða Kissingers snerist fyrst
og fremst um samband austurs
og vesturs, en drap einnig á
Afríku og önnur heimsmál.
Heimildum ber ekki saman um
umfjöllun Kissingers á þeim
möguleika að kommúnistar taki
sæti i rikisstjórn á Italíu. Sam-
kvæmt einni heimild — áreið-
anlegum eimbættismanni sem
þó vill ekki láta nafns sins getið
— ræddi Kissinger um þetta
atriði í meir en tvær minútur
unz Joseph Luns, framkvæmda-
stjóri bandalagsins, greip fram
í fyrir honum og sagði að um
þetta atriði ætti ekki að fjalla.
Þá brosti Kissinger og sagði að
fyrst svo væri þá hefði hann
ekkert sagt. Bruno Bottai, hátt-
settur embættismaður i ítalska
utanrikisráðuneytinu, kallar
hins vegar þessa frásögn „hel-
beran uppspuna" og bandarisk-
ur talsmaður segir að Kissinger
hafi ekki minnzt á Italiu. En
annar embættismaður, sem
einnig vill ekki láta nafns síns
getið, staðfestir að þetta atvik
hafi átt sér stað og bætir við að
Mariano Rumor, utanríkisráð-
herra Ítalíu, hefði skrifað Luns
fyrir fundinn og beðið hann um
að koma i veg fyrir að itölsk
stjórnmál yrðu rædd á fundin-
um. Það er venja innan NATO
að ræða ekki innanríkismál að-
ildarlandanna. Eftir fundinn
hittust Rumor og Kissinger, en
að sögn bandarískra heimilda
var ekki rætt beinlínis um
hugsanlega stjórnarþátttöku
kommúnista.
Samkvæmt bandariskum
heimildum lagði Kissinger
áherzlu á tvö atriði í umfjöllun
sinni um samband austurs og
vesturs. 1 fyrsta lagi geta
Bandarikin eða NATO lítiðgert
til að hafa áhrif á aukningu
Henry Kisslnger utanrfkisráðherra Bandarlkjanna og Robert
Strauss-Hupe ganga hér með Norðmann einn á milli sln sem bar
lepp fyrir auga og gekk við hækjur. Þetta gerðist þegar Kissinger
fór úr boði f konungshöllinni f fyrrakvöld. Sjónarvottar segjast ekki
hafa orðið varir við frekari mótmælaaðgerðir en maðurinn kvaðst
vera fulltrúi þeirra sem barizt hefðu og særzt f Vfetnam.
herstyrks og efnahagsstyrks
Sovétríkjanna. Vesturlönd geta
aðeins verið vel á verði. 1 öðru
lagi gætu og ættu bandalags-
þjóðirnar að hafa áhrif á það á
hvern hátt Sovétríkin beita
styrk sinum og valdi. Fall
Angóla í hendur öflum sem
njóta stuðnings Sovétríkjanna
og Kúbu hefði ekki verið afleið-
ing getuleysis Bandarikjanna
heldur viljaleysis til að spyrna
gegn valdatökunni. I þessu
samhengi væru hugmynda-
fræðilegar ákvarðanir Sovét-
ríkjanna til pólitískrar ásælni
um heim allan árás á Vestur-
lönd.
Samkvæmt annarri banda-
rískri heimild sagði Kissinger
ennfremur að Sovétmönnum
yrði að gera Ijóst að þessar við-
varanir yrði að taka alvarlega
vegna þess að þeim væri tamt
að starfa silalega. Þ.e. að þegar
ákvörðun um t.d. ihlutun i
Angóla hefur verið tekin er
rússneska skriffinnskubáknið
svo hægfara að það á i mesta
basli með að breyta um stefnu.
— AP