Morgunblaðið - 22.05.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 22.05.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAI 1976 19 — Ragnhildur Helgadóttir Framhald af bls. 14 greinargerð þess er ekkert, sem segir til um það, hvað þetta á að kosta. Akvörðun um það er ein- faldlega lögð í hendur hæstvirts landbúnaðarráðherra. #RETTINDI ÞEGNANNA Það er ekki eitt, heldur næstum því allt, sem er að þessu frum- varpi. Þetta hvort tveggja var um viss atriði, sem varða þetta frum- varp nokkuð almennt vitt og breytt. Ég vil vfkja að öðru, sem líka varðar þetta frumvarp vítt og breitt, en felst þó fyrst og fremst í vissum ákvæðum þess. Það er pólitísks eðlis. Það er þess eðlis, að ég tel, að þeir stjórnmálaflokk- ar, sem fylgja jafnrétti þegnanna og þeir stjórnmálaflokkar, sem fylgja réttindum einstaklinga, geti ekki stutt þetta frumvarp. Þetta er frumvarp um misrétti þegnanna, þetta er löghelguð mismunun eftir stéttum og þetta gengur í berhögg við andann í mannréttindaákvæðum stjórnar- skrárinnar. Ég mun ekki sem sjálfstæðismaður geta stutt þetta frv. og ítreka það, sem ég sagði við 1. umr., að ég mun greiða atkv. gegn því. FRÁVlSUNARASTÆÐA OG STJÓRNARSKRA Eftir að eitt ákvæði þess, sem gekk í berhögg við stjórnarskrá hafði verið lagfært í Ed., þá sá ég, að eitt ákvæði annað gekk tvi- mælalaust í berhögg við stjórnar- skrá. Það var þess eðlis, að gert var ráð fyrir heimild til eignar- náms án þess að fullt verð kæmi fyrir, en eins og allir hv. þdm. muna, þá er í 67. gr. stjórnar- skrárinnar skýrt kveðið á um það, að engan mann megi skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsheill krefji, enda skuli það gert með 1. og fullt verð komi fyrir. Þetta er beinlínis verndað af stjórnarskránni, og stjórnar- skráin eru þau lög, sem þm. ber að hafa að leiðarljósi og þeir vinna eið að, þegar þeir taka við störfum sínum. Mér bar að mínu mati sem forseta að taka þetta mál ekki á dagskrá með því ákvæði eins og það var. Hv. ed. hafði þó hleypt málinu í gegn og mér er það alveg ljóst, að málið er svo stórt og margslungið, að það gat eins komið fyrir hv. þdm. þar eins og þá 5 lögfræðinga og þar af tvo fyrrum prófessora í stjórn- lagafræðum í hæstv. ríkisstj. að láta sér sjást yfir þetta, svo að mér fannst úr því sem komið var, að ég yrði að benda hæstv. land- brh. á þetta ákvæði og hann brá við skjótt og lagði fram brtt. um þetta atriði strax við 1. umr., þannig að það mátti líta svo á, að ekki væri lengur um frv. til stjórnskipunarlaga að ræða, og þess vegna taldi ég rétt að leyfa málinu að koma á dagskrá. Hitt er annað mál, að eftir standa i frv. ákvæði, sem að mínu mati stríða gegn anda stjórnarskrárinnar. Það er að vísu dálitið annað held- ur en skýlaust bókstaflegt brot, en það er nægilegt til þess að Alþ. á ekki að afgreiða slík lög, því síður að samþykkja þau. • IIVAÐER ALMENNINGSÞÖRF? Menn spyrja kannski, af hverju stendur hér 5. þm. Reykv., sem er forseti nd. og færir fram slík rök í stað þess að fara í forsetastól og visa málinu frá sem óþing- legu af þessum sökum, sem máli, sem ekki stenzt gagnvart stjórn- arskránni. Ég mun leitast við að svara því. Eg hef um helg- ina og í þeim fáu frístundum, sem gefizt hafa í seinni tíð setið yfir þeim lagabókum, sem mér hafa verið handbærar um þetta efni og ég hef fundið þar álit margra fræðimanna þess efnis, að þegar um er að ræða það skilyrði stjórn- arskrár, að almenningsþörf sé fyrir hendi til þess að eignarnám megi fara fram, þá sé það efni, sem löggjafinn á að ákveða. Það er löggjafans að ákveða, hvort al- mannaþörf sé fyrir hendi, segja margir fræðimenn, en þó ekki all- ir. Mér verður nú litið til míns gamla læriföður, hæstv. dóms- mrh., sem hér situr. Því að þannig er, að hann er ekki sammála í riti sínu Stjórnskipun Islands vissum öðrum fræðimönnum um þetta atr iði. Ég veit, að hér í sainum eru menn mér færari til að vitna í ýmis rit eða þá höfunda, sem ég var að fletta upp í, en engu síður er það nú svo, ef mér leyfist að vitna i þann danska lögspeking Alf Ross, þá heldur hann þvi fram, að löggjafinn eigi að ákveða, hvað sé almenningsþörf. Dómstólar munu að hans mati ekki telja sig bæra til að ákveða, hvað sé almenningsþörf. Þess vegna muni vafaatriði um það ekki valda þvi, að dómstóll skæri úr um þetta atriði. Sama segir prófessor Gaukur Jörundsson, ef ég man rétt, í sinni doktorsrit- gerð. Ef löggjafinn hafi ákveðið, að þetta atriði eða hitt sé almenn- ingsþörf, þá hljóti dómurinn að byggja sina niðurstöðu á því. Hins vegar segir prófessor Ólafur Jóhannesson, sem þá var, núv. hæstv. dómsmrh., að yngri fræði- menn margir haldi fram, að þessi kenning sé ekki rétt. Dómstólar eigi einmitt úrskurðarvald um það eða geti átt, hvað sé almenn- ingsþörf. Þetta segi ég aðeins mönnum tii athugunar, ekki af því að ég telji mig færa um að setja til um það, hvor kenningin sé réttari. Þetta segi ég aðeins til að undirstrika, hve geysiviðkvæm atriði við erum hér að fjalla um, og þegar löggjafinn tekur ákvörð- un um það i 1., hvað sé almenn- ingsþörf, þá er það tvímælalaust skylda, stjórnskipuleg og siðferði- leg að hafa það álit rökstutt skýrt og vandað. • HVER ÁKVEÐUR ALMENNINGSÞÖRF? í lögum um — nú man ég því miður ekki nákvæmlega nafnl., annaðhvort heita þau Byggingar- lög Kaupmannahafnarborgar eða Lög um byggingarsamþykktir Kaupmannahafnarbogar — er heimild til eignarnáms fyrir Kaupmannahafnarborg á lóðum í nágrenni mannvirkja borgarinn- ar, sem gæti taiizt nauðsynleg al- mannavaldinu frá sjónarmiði Kaupmannahafnarborgar. Það er sem sagt í 1. þessum heimild til að taka eignarnámi vissar lóðir og lendur, ja, við skulum segja í dag eða mjög fljótlega, ef Kaup- mannahafnarborg eða hennar yf- irvöldum sýnist, að þessar lóðir eða lendur muni geta orðið nauð- synlegar þvi borgarfélagi síðar. Ástæðan gæti verið sú, að viðkom- andi borgaryfirvöldum þætti lík- legt, að vegna framkvæmda borg- arinnar hækkuðu þessar lóðir eða lendur í verði og þætti sér þess vegna hentara að taka þær eignar- námi fyrr en síðar. Þessi lög fjalla að vísu um réttindi Kaupmanna- hafnarborgar einnar, en þau hafa verið látin gilda eða yfirfærð- á önnur sveitarfélög i Danmörku. Af þessu hafa risið alvarleg dóms- mál og svo að ég vitni enn til Alf Ross, þá rekur hann það, að und- irréttardómur hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að ákvæði sem þetta stríddi ekki gegn stjórnar- skránni, en aðrir hafa andmælt þessu áliti undirréttarins og halda þvi fram, að löggjafinn geti ekki falið sveitarfélögunum að ákveða, hvað sé almannaþörf. Það er löggjafans að ákveða hvað sé almannaþörf. Það skal tekið fram, að þessu máli var a.m.k. ekki, þegar sú bók var rituð, sem ég tala hér um, þá hafi því máli ekki verið vísað til hæstaréttar Dan- merkur, en miklir sérfræðingar nágrannaþjóða okkar um þessi efni eru ósammála niðurstöðu þessa undirréttardóms. Þetta rek ég hér vegna þess að hv. landbn. telur sig hafa gert bragarbót á 13. og 14. gr. frv., þar sem einmitt er fjallað um eignar- námsheimildir, sem eru vafasam- ar í meira lagi. Hv. landbn. hefur lagt til, að inn i þessar greinar verði skeytt setningunni „ef hags- munir sveitarfélaga krefjast" og telur sig þar með hafa gegnt sinni skyldu að því er þetta varðar. Ef niðurstaða þeirra fræðimanna, sem ég gat hér um áðan, er rétt, þá getur þetta ekki staðizt. Með þessu er löggjafinn að veita sveit- arfélögum almennt úrskurðar- vald um það, hvað séu almanna- hagsmunir. Það er ekkert tekið fram um það, hvers konar hags- munir sveitarfélags, heldur al- mennt hagsmunir sveitarfélags, þetta er svo teygjanlegt og óljóst, að Alþ. getur ekki látið slíkt frá sér fara. • FRIÐHELGI EIGNARÉTTAR Svo að ég víki nánar að 13. og 14. gr. þessa frv., þá var aðalatrið- ið það, að þar er einstaklingum gefin eignarnámsheimild. Ég vitnaði til þessarar 1. umr. máls- ins og ég ætla að gera það aftur, að í stjórnskipunarrétti sínum segir fyrrum prófessor Ólafur Jó- hannesson, núv. hæstv. dómsmrh., að hagsmunir einstakl- ings mundi ekki verá talinn nægi- legur grundvöllur eignarnáms. Skilyrði stjórnarskrárinnar er al- menningsþörf. Hitt er svo annað mál, að löggjafinn getur leiðzt út á þá glapstigu að telja, að ein stétt í þjóðfélaginu sé svo miklum mun rétthærri en aðrar stéttir, að henni beri heimild til þess að taka eignarnámi eigur annars fólks í þjóðfélaginu. Það er stefnan í þessu frv. Landbúnaður er merki- leg atvinnugrein. Það er sjávarút- vegur ekki siður, það er iðnaður, það er verzlun. Ég skil ekki, að menn sjái ekki út á hvaða braut Alþ. fer með því að samþykkja slíkar heimildir. Er það raunveru- legu svo, að hv. þm. komi ekki auga á það fordæmi, sem gefið er með þessu? í áhuga sínum fyrir eflingu landbúnaðarins og yfirgengilegri umönnun liggur mér við að segja, hafa höfundar þessa frv. látið sér detta i hug að semja slík ákvæði eins og þetta. En einungis með þessu að einn maður fái i atvinnu- hagsmunaskyni að leysa til sín eign nágranna síns, þótt svo að hann kaupi hana fullu verði, — það er ekki alltaf, sem menn vilja selja eigur sínar. Þá erum við að lögleiða mikið misrétti í þjóðfé- laginu. • FER EIGNARRÉTTUR EFTIR BtJSETU? Ef þetta frv. verður samþ., þá er þar með verið að sporna gegn þvi, að aðrir en þeir, sem land- búnað stunda í skilningi hættv. landbrh. geti átt eignir utan kaup- staða og skipulagðra kauptúna. Hvað segðu menn nú, ef Alþ. sam- þykkti lög um það að þeir, sem eiga lögheimili utan kaupstaða og utan skipulagðra kauptúna mættu alls ekki eiga fasteignir i kaupstöðum eða skipulögðum kauptúnum? Hvað segðu menn, ef það væri ákveðið með I. á Alþ., að þeir, sem landbúnað stunda, mættu ekki eiga fasteignir í Reykjavík. Reykvíkingar hafa nóg við sínar fasteignir að gera, það skortir oft húsnæði í Reykja- vík. Það gæti vel farið svo, að mönnum dytti í hug að setja lög um það, að þeir sem eiga heima utan Reykjavíkur, mættu ekki eiga þar ibúðir, a.m.k. að það væri svo, að Reykvíkingar mættu leysa þær til sin, mættu kaupa þær, hvort sem eigandanum, utanbæj- areigandanum sýndist svo eða ekki. Það væri sambærilegt við þetta frv. Ég held, að ef þetta frv. verður samþykkt, þá reisi það því- líka öldu af mótmælum, ekki sízt í Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöð- um, að rikisstj. eigi eftir að iðrast þessa verks sárlega, ef samþ. verður. í»etta er liínr náttúruimar — til eldliúsnotkmiar Atlas Golden Linc Eldavélar, uppþvottavélar, eldhúsviftur, kæliskápar, frystiskápar, sambyggðir kæli- og fyrstiskápar. ATLAS Vörumarkaöurinn hf. Armúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.