Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976 Helgi Olafsson kennari frá Sólvangi - Mhming Eitt sinn skal hver deyja, og enginn veit með vissu, hvenær komið er að þessum margum- töluðu og dularfullu landa- mærum lífs og dauða. Vafalítið valda dauðsföll ýmsum breytingum hjá aðstand- endum hins látna, sorgin setur svip sinn á lifið, söknuðurinn er sár, — en það er til að milda þann söknuð, þegar vitað er, að sá látni á sér góða heimkomuvon, allt hans lif var á eina hók lært, guðs- ótti og góðir siðir settu mark sitt á lif hans. Fyrir fáum dögum heimsótti ég tengdaföður minn Helga Ólafsson kennara, þar sem hann lá á Land- spítalanum, æðrulaus að vanda, sama rósemin einkendi hann, hann virtist engu kviða, talaði við okkur aðstandendur sína, sem komnir vorum í heimsókn til hans, og þótt við vissum, að hann var mikið veikur, datt okkur sízt í hug þá, að dauðinn væri svo nálægur, eins og reyndist, þvi að þremur dögum síðar var Helgi Ólafsson látinn. Andlát hans bar að kvöldi fimmtudagsins 13. maí s.l. Helgi Ólafsson fæddist 10. október 1899 og var því að 77. aldursári, þegar hann lézt. Helgi var Skag- firðingur að ætt og uppruna. Fæddist hann að Keldum í Sléttu- hlíð, sonur hjónanna Guðlaugar Guðnadóttur og Ólafs Jóhanns- sonar. Olafur var sonur Jóhanns bónda Ólafssonar í Háagerði Þor- kelssonar, Ólafssonar br.vta á Hólum en móðír Ólafs var Guðrún Magnúsdóttir frá Reykjarhóli en foreldrar Guð- laugar voru Guðni bóndi Guðna- son í Villinganesi og Ingiríður Eiriksdóttir frá Breið í Lýtings- staðahreppi. Guðlaug, móðir Helga, var kunnur hagyrðingur, og kom út eftir hana kvæðakverið Veikir þræðir, 1960 og í aukinni útgáfu 1968 og 1969 í sambandi við 90 ára afmæli hennar. Guðlaug og Óiafur kynntust í Sléttuhliðinni, þegar Guðlaug fór þangað að Bræðraá til náms í saumaskap. Ólafur var námfús, og var langdvölum hjá séra Einari Jónssyni í Felli. Fékk hann þar góða undirstöðumenntun í ensku og dönsku. Eftir nokkra dvöl á Siglufirði við verzlunarstörf og sjósókn, gerðist hann á vetrum farkennari á ýmsum bæjum í Sléttuhlíð. Gat hann sér hið bezta orð sem kennari, og ekki siður sem sjómaður. Um tvítugt réðst hann i það fyrirtæki ásamt öðrum manni að kaupa danskt eikarskip, sem hét Svanurinn, og var það gert út á handfæraveiðar fyrst út af Vest- fjörðum og var Ólafur skipstjór- inn. Guðlaug og Ólafur bjuggu á Keldum 1899—1901 og þá fæddist sonur þeirra Helgi. Siðan fluttust þau að Gilsbakka í Austurdal, og loks að Hryggjum í Göngu- skörðum, en hið mikla fellisvor 1906 varð til þess, að þau misstu flest fé sitt, og ákváðu þau þá að bregða búi og flytjast til Sauðár- króks, en þar stundaði Ólafur kennslu og sjóróðra, og eignaðist bátinn Grána, og sóttu þeir feðgar Helgi og Ólafur sjó saman á hon- um. Leið Helga lá svo suður til Reykjavíkur til náms í Kennara- skólanum, og lauk hann þaðan kennaraprófi árið 1923. Var hann síðan og allt til ársins 1931 heimiliskennari i Staðar- hreppi í Skagafirði. Hinn 16. maí árið 1926 kvæntist Helgi eftirlif- andi konu sinni, Valý Ágústsdótt- ur bryta og húsgagnasmiðs í Reykjavík, Benediktssonar og konu hans Halldóru Halldórs- dóttur. Valý og Helgi höfðu átt saman langan hjúskap sem bæðí var farsæll og gleðiríkur a fjöl- mennu heimili þeirra. Árið 1931 flytjast þau svo til Akureyrar, þar sem Helgi gerðist barnakennari við Barnaskóla Akureyrar og mátti segja, að þar hafi hann innt af höndum lffs- starf sitt, því að hann var þar kennari, þar til hann flyzt búferl- um til Reykjavikur. Hann var einnig formaður barnaverndar- nefndar Akureyrar um skeið. Á Akureyri byggði hann sér snoturt timburhús, sem stóð ofan- vert við lystigarðinn, nefndi það Minning: Laugardaginn 15. maí fór fram frá Stafholtskirkju í Borgarfirði útför Pálminu Sigríðar Guð- mundsdóttur, fyrrum húsfreyju að Litla-Fjalli í Borgarhreppi. Hún var fædd 26. mars 1890 að Hvallátrum á Skógarströnd, dótt- ir hjónanna Hugborgar Magnús- dóttur og Guðmundar Ikaboðsson- ar sem þá bjuggu þar. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum suður i Dalasýslu, að Vatni í Haukadal, og dvaldist hjá þeim þar til 1910 að hún giftist Hirti Þorvarðarsyni frá Leikskálum. Þau hófu búskap að Litla-Fjalli og eignuðust sjö börn, misstu tvö þeirra i frumbernsku en foreldra sína lifa Anna, Guðmundur, Hug- borg, Guðrún og Emil, öll búsett í Reykjavik nema Anna sem býr á Stokkseyri. Hjörtur dó 1937, aðeins 59 ára að aldri, og skömmu síðar flutti Pálmína til Reykja- víkur og átti þar heimili upp frá því, að nokkru í skjóli barna sinna og ættmenna, sem virtu hana og elskuðu. Sársaukalaust mun það ekki hafa verið fyrir sveitakonu á góð- um aldri að flytja á mölina en um þetta leyti felldi mæðiveikin fé borgfirskra búenda og ég hygg að Sólvang og var siðan jafnan kenndur við Sólvang, jafnvel fjöl- skyldan öll kölluð Sólvangsfjöl- skyldan. Með þeim hjónum fluttust líka I foreldrar Helga, og bjuggu á Sól- | vangi. Ólafur andaðist 1941, og eftir það bjó Guðlaug móðir hans i skjóli þeirra, þar til hún andað- ist í hárri elli í Reykjavík. 1 Reykjavík hafa þau lengst af áttheimaað Langholtsvegi 149, og eigi nokkurt heimili skilið að heita gestrisið, þá var það heimili þeirra Helga og Valýjar. Þangað voru allir velkomnir, fyrst allir sveitungar þeirra, meðan þau áttu heima fyrir norðan, og ekki síður hafa gestakomur verið tíðar að norðan á Langholtsveginn, fyrir utan alla vinina hér syðra. Helgi og Valý eignuðust 8 börn, svo að einhvern tíma hefur verið þröngt á þingi þar á Sólvangi, því að fyrir utan börnin og foreldra Helga, þá höfðu þau lengi vel vetrarmenn til að hjálpa til við búskapinn, en Helgi drýgði kennaralaunin með allmiklum búrekstri, og mun hann hafa haft í fjósi 12 mjólkandi kýr, þegar flest var, auk þess um 70 kindur. En eins er ógetið um fjölda heimilismanna á Sólvangi á vetrum, en það voru skólapiltar við Menntaskólann á Akureyri, sem voru þar i fæði og húsnæði, enda stutt að fara í skólann. Mér er kunnugt um það, að þessir skólapiltar létu mjög vel af þessu heimili og héldu tryggð við fjöl- skylduna, löngu eftir að skóla- námi þeirra lauk, en margir þessara pilta eru nú meðal merkismanna íslendinga. Hefur það vafalaust ekki verið ónýtt að vera i vist á slíku skóla- heimili, sem Sólvangur var. Fjöl- skyldan var einstaklega samhent, einmitt það, ásamt öðru, hafi valdið því að hún hætti búskap. Þá erfiðleika, ástvinamissi, veik- indi eða annað það sem mótdrægt var, bar Pálmína Guðmundsdóttir ekki á torg, aldrei heyrði ég hana kvarta eða vorkenna sjálfri sér. Illt umtal var henni fjarri skapi en það sem vel var gert og gladdi hana talaði hún gjarnan um. Hún unni landi sínu og þjóð, smáferða- lag um Island, heimsókn upp í Borgarfjörð eða austur fyrir Fjall var henni yndisauki, enda var hún mannblendin félagshyggju- kona. Áhugi hennar fyrir frændfólki og vinum var heill og einlægur, hún gladdist yfir velgengni þeirra en var þeim líka mikils virði á erfiðum stundum. Þegar ég kynntist henni var hún þegar nokkuð við aldur og ég minnist þess er hún kom fyrst á heimili mitt með gjöf frá sér og börnum sínum. Frá þeirri stundu hefur hún verið mér kær, svo sterkur var persónuleiki hennar. Pálmína dvaldi síðustu ár ævi sinnar á Hrafnistu, þreytt og far- in að heilsu. Þá var oft erfitt að tjá sig en með ögn af þolinmæði skildum við hvor aðra. Síðast er og þar var mikið sungið, enda sum barnanna lærð á píanó og önnur hljóðfæri. Hvort sem það nú hefur verið nábýlið við Menntaskólann sem olli því, að öll börnin gengu menntaveginn, sum urðu stúdentar og héldu síðan áfram námi, en börn Helga og Valýjar eru þessi, talin hér í aldursröð: Ágúst Hörður læknir í Houston í Texas, kvæntur Marjorie, enskri konu, Herdís, gift séra Ragnari Fjalar Lárussyni, sóknarpresti i Hallgrímsprestakalli, Ólafur Haukur, kennari, ókvæntur, Halldóra, gift Friðrik Sigur- björnssyni lögfræðingi, Guð- laugur, flugstjóri hjá Loftleiðum, kvæntur Ernu Kristinsdóttur, Anna, gift Pétri Baldurssyni, verkstjóra Akranesskaupstaðar, Hálfdán kennari, kvæntur Hjör- dísi Magnúsdóttur og Gizur Isleif- ur kennari, kvæntur Maríu Svein- björnsdóttur. Svo þarf ekki að taka það fram, að barnabörnin eru orðin fjöl- mörg og nokkur barnabarnabörn. Helgi afi var í miklu afhaldi hjá yngri kynslóðinni. Þau kunnu að meta rólega framkomu hans, þetta jafnlyndi, sem hann var þekktur fyrir. Helgi var elskur að náttúrunni. Á skólaárum sínum safnaði hann fjölda af plöntum, og átti stórt og vandað grasasafn, enda held ég, að hann hafi þekkt velflestar plöntur íslenzkar. Helgi var vel á sig kominn líkamlega, svipfallegur og afrendur að afli,-og kom slíkt vel fram, þegar hann stundaði sjóróðra, eða fór til lunda í Drangey. Hann var þá líka stakur reglu- og bindindismaður. Þegar hann var heimiliskennari i Staðarhreppnum, átti hann unnustu sína á Sauðárkróki, en Valý var alin upp hjá séra Hálf- dáni Guðjónssyni vígslubiskupi og konu hans Herdisi. En þá var fátt um bílferðir, en Helga var ekki að skapi aó láta það á sig fá, heldur gekk út á Krók lengst framan úr Staðar- hreppi, eða þá hann spennti á sig skauta, og fór á skautum eftir fsilögðu Miklavatni til að hitta sína heittelskuðu að loknu dags- verki hverju. Hann var mikill göngumaður og er mér í minni ferð á Súlur við Akureyri sem við fórum tveir einir. I fyrstu var ferðinni heitið inn að Lambárdalsjökli á Glerár- dal til að hyggja að steingerving- um, sem þar áttu að finnast. En svo fannst okkur ekkert muna um, að skreppa á Súlur í leiðinni. Okkur sóttist ferðin vel, Framhald á bls. 23 ég sá hana minnti hún mig á lítið barn, svo hreinn og bjartur var svipur hennar og tillit augna hennar var jafn hýrt og áður. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst slíkri konu sem Pálmína Guð- mundsdóttir var og stolt yfir að hafa eignast vináttu hennar. Blessuð sé minning hennar ætt- ingjum, tengdafólki og vinum. O.J. Úlfaraskreytingar blómoual Groðurhusið v/Sigtun simi 36779 + Hjartkær sonur okkar INGVAR KOLBEINN INGASON Austurbrún 6 lézt af slysförum 20 þ m Jóhanna Kolbeínsdóttir, Ingi Ólafsson + Eigmmaður mmn, SIGURJÓN JUNÍUSSON, Gnoðarvogi 22, andaðist á Borgarspitalanum 21 mai Fyrir hönd vandamanna. Hallbera Sigurðardóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar. JÓNAS BJORGVINSSON. Furugrund 38, Akranesi. lézt í Landspítalanum, aðfararnótt 20 mai sl Rannveig Guðmundsdóttir og böm. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁGÚST HALLDÓRSSON, Sólmundarhöfða, Akranesi, andaðist að kvöldi 20 maí Ingibjörg Ingólfsdóttir, Ingunn Ágústsdóttir, Ingólfur Ágústsson, Marfa Ágústsdóttir, Huldar Ágústsson, Lára Ágústsdóttir, Asmundur Pálsson, Ólöf Magnúsdóttir, Arnór Ólafsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Hafsteinn Sigurbjörnsson, Sigurlaug Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar VALGEROAR GUÐRÚNAR HJARTARDÓTTUR, Safamýri 44, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25 maí kl 1 3 30 Blóm vmsamlegast afþökkuð. þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir Ingólfur Guðmundsson. Móðir okkar og tengdamóðir INGIGERÐUR DANIVALSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24 maí kl 1 5 00 Þormóður Torfason Sigrfður Sandholt Sigurrós Torfadóttir Þorsteinn Björnsson Torfi Torfason Ástríður Ólafsdóttir Jóhann Guðmundsson Sigrfður Árnadóttir Svandís Guðmundsdóttir Walter Hjaltested + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR, málara Margrét Jósefsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Lúðvík Fahning Hansson og barnabörn. Pálmína Sigríður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.