Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 30

Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976 Einn afúrslitaleikjum 1. deildarinnar í dag er Valurmœtir Víkingi LIÐ Vfkings og Vals virðast til alls líkleg um þessar mundir og margir spá þessum liðum tveimur efstu sætum í tslandsmótinu í ár. Vfk- ingur sigraði Val 2:1 1 úrslitaleik Revkjavíkur- mótsins fyrir nokkru síðan, en Valsmenn hafa fuilan hug á að snúa dæminu við er þeir mæta Vfkingunum á Laugardalsvellinum f dag kl. 14. Viðureign þessara liða er tvfmælalaust leikur helgarinnar f 1. deildinni, en auk þess leika FH — Akranes, Fram — KR og loks Þróttur — IBK f 1. deildinni um helgina. — Þetta er tvímælalaust einn af úrslitaleikjunum í mótinu og ég hef trú á að þessi tvö lið verði i tveimur efstu sætunum þegar upp verður staðið i lok mótsins, sagði Dýri Guðmunds- son nýskípaður fyrirliði Vals- manna er við ræddum við hann í gær. — Mér finnst þessi lið hafa sýnt beztu knattspyrnuna í vor og t.d. stórsigur Keflvík- inga yfir mínum fyrri félögum í FH hold ég að hafi að talsverðu leyti ver o heppni. Pirfitt or að s^gja hvað lið eins og Fram og IA gera, en ég held þó að þau standi bæði á nokkrum tíma- mótum og verði því ekki efst á toppnum í sumar eins og í fyrra. — Ef aðsta'ðurnar verða góðar í dag þá er ég. nokkurn veginn viss um að við vinnum, sagði Dýri. — Víkingarnir verð- skulduðu fyllilega sigurinn i Reykjavikurmótinu, en þá var Hka leikið á möl í hífandi roki.‘ Við ætlum okkur að snúa dæm- inu við í dag og ég held að með góðum leik eigi okkur að takast það. Ekki var Gunnlaugur Krist- finnsson hinn stöðugt vaxandi tengiliður Vikingsliðsins á sama máli, að sjálfsögðu ekki. — Þetta verður erfiður leikur tveggja sterkra liða, sagði Gunnlaugur. — Við ætlum okk- ur að sjálfsögðu að endurtaka sigurinn frá því í Reykjavíkur- mótinu og vonandi tekst það. Víð vorum nokkuð ánægðir með leikinn á móti Fram sið- asta sunnudag, en þó er alltaf eitthvað sem fer úrskeiðis og höfum við rætt þau atriði og reynt að iaga það sem miður fór. Við förum inn á völlinn í dag með eitt stig og ætlum okkur út af honum með tvö stig tii góða, sagði Gunnlaugur að lokum. Leikur Fram og KR á Laugar- dalsvellinum annað kvöld gæti einnig orðið skemmtilegur, leikir þessara gömlu fjenda úr Reykjavikurknattspyrnunni eru það yfirleitt. FH-ingar ætla sér stærri hlut frá leiknum við ÍA á morgun en þeir uppskáru gegn ÍBK síðasta laugardag. Skagamenn þurfa líka að standa sig vel i dag, mun betur en gegn Þrótti á dögunum er þeir skoruðu heppnismark og kræktu i 2 ódýr stig gegn Þrótti. Siðastnefnda liðið verð- ur svo í sviðsljósinu á mánudag- inn er liðið leikur gegn IBK, en Breiðablik á frí um helgina. Aðeins einn leikur verður í 2. deild um helgina, en keppnin í 3. deild og 1. deild kvenna hefst á morgun: Knattspyrnuleikir helgarinn- ar verða að öðru leyti sem hér segir: 1. deild, Laugardalsvöllur kl. 14 á laugardag VALUR — VlK- INGUR 2. deild, Vestmannaeyjar kl. 14 á laugardag ÍBV — VÖLSUNG- UR 3. deild a, Hellu kl. 16 á laugar- dag HEKLA — HVERAGERÐI 3. deild c, Háskólavöllur kl. 16 á laugardag, ÍR — BOLUNG- ARVlK 1. deild Kaplakriki kl. 16 á sunnudag, FH — IA 1. deild Laugardalsvöllur kl. 20 á sunnudag FRAM — KR 1. deild konur, Stjörnuvöllur kl. 14 á sunnudag, STJARNAN — VtÐIR 1. deild, Laugardalsvöllur kl. 20 á mánudag, ÞRÓTTUR — tBK Úrvalið átti í brösum SUÐVESTURLANDSÚRVALIÐ, sem landsliðsnefndin í handknattleik tefldi í gær fram á móti bandaríska landsliðinu, lenti í hinum mestu erfiðleikum með Bandaríkjamennina og það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem landinn tryggði sér fjögurra marka Fyrri hálfleiknum lauk 10:10 og voru Bandarikjamenn fyrri til að skora framan af leiknum. í seinni hálfleiknum náði íslenzka liðið svo forystunni og varð hún mest þrjú mörk, en bandariska liðið minnkaði þann mun niður I eitt mark, 20:19, Firmakeppni á skíðum Firmakeppni Skíðaráðs Reykja- víkur fer fram í Bláfjöllum í dag. Nafnakall verður klukkan 12, en keppnin sjálf hefst klukkan 14. Allgott skiðafæri er nú i Bláfjöllum og ekki ama- legt að dvelja þar efra þessa dagana. sigur, 24:20. þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru eign íslenzka liðsins, sem þá skoraði 4 mörk á móti 1 og vann 24:20. Þeir Viðar Símonarson og Geir Hallsteinsson voru burðar- ásarnir i leik islenzka liðsins, en mörkin dreifðust á flesta leikmenn þess. Bandaríska landsliðið heldur heimleiðis i dag eftir viku dvöl hér á landi, sem notuð hefur verið til æfinga og leikja á hverjum einasta degi. Léku Bandarikjamennirnir 6 leiki I ferðinni. unnu 4 og töpuðu 2. Er greinilegt að bandaríska landsliðið er á hraðri uppleið, þó svo að enn hafi það lítið að gera í islenzka handknattleiks- menn í toppþjálfun. tFrslit leikja Bandarikjamannanna i ferðinni urðu sem hér segir IR — Bandaríkin 16:18 FH — Bandaríkin 18:20 Fram — Bandaríkin 19:25 Víkingur — Bandaríkin 28:32 Þróttur — Bandarikin 26:21 Suðvesturlandsúrval — Bandaríkin 24:20 I bandaríska landsliðinu eru flestir sömu leikmennirnir og leikið hafa með því hér á 1 andi undanfarin ár. Þó má geta þess að í liðinu nú voru tvíburabræður og voru þeir meðal sterkustu manna liðsins. Hafa þeir æft handknattleik í sex mánuði að því að sagt er, leikið 10 leiki i bandariska meistaramótinu og tvo lands- leiki fyrir Bandaríkin á þeim stutta tima sem þeir hafa stundað iþróttina. Dýri Guðmundsson fyrirliði Vals gaf sér tfma til að llta upp frá skólabókunum — og gosdrykkjunum — er RAX Ijósmyndari birtist á lesstofu viðskiptafræðinema f gær. Vfkingarnir Gunnlaugur Kristfinnsson og Róbert Agnarsson brúna- þungir við afgreiðslustörf f Sportval f gær. Örnggt hjá Ármanni á Selfossi Armenningar áttu f litlum erfiðleikum með Selfyssinga er liðin mættust f 2. deildinni á fimmtudaginn. Þó svo að leikurinn færi fram á Selfossi þá voru Ármenningar mun sterkari aðilinn og skoruðu 4 mörk gegn 1. Fyrsta mark leiksins gerði Sumarliði Guðbjartsson fyrir heimamenn, en sfðan skoraði Birgir Einarsson og var staðan 1:1 f leíkhléi. 1 seinni hálfleiknum léku Armenningar undan golunni og skoruðu þeir Magnús Þorsteinsson, Sveinn Guðnason og Birgir Einarsson þrjú mörk fyrir liðið. Baristum fjóra bik- ara á sundmóti KR ÞAÐ verður eflaust hart barist á Sundmóti KR, sem fram fer f I.augardalslauginni á sunnu- daginn. Keppnin hefst klukkan 15 og allt bezta sundfólk landsins að Guðmundi Ólafs- syni undanskildum verður meðal kcppenda. Keppt verður f 12 greinum og m.a. barizt um f jóra veglega bikara. I 400 metra skriðsundinu verður keppnin liklegast á milli þeirra Sigurðar Ólafssonar, Árna Eyþórssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Sá sem sigrar í þessari grein fær bikar sem Sundsambandið gaf KR í tilefni 50 ára sunddeildar KR fyrir nokkrum árum. í 200 m fjórsundi karla verða sömu menn að teljast líklegastir til sigurs og sá sem sigrar fær Sindrabikarinn. 1 100 m skriðsundi kvenna verður keppt um Flugfreyju- bikarinn og loks fær sá ein- staklingur sem vinnur bezta afrek mótsins Afreksbikar SSÍ til varðveizlu i eitt ár. Höggleikur hjá GR GORLFKLÚBBUR Reykja- víkur gengst fyrir innanfélags- móti i Grafarholti í dag og hefst keppnin klukkan 10. Keppt verður í höggleik og verða veitt þrenn verðlaun með forgjöfum en ein verðlaun án forgjafar. Keppendum er heimilt að taka með sér gesti, en keppnin er liður i stigakeppni GR. 7"/c fÆ,f/i - h Lfl Cs/DA /JoTA'þl HAtj/J si&o>TJ T'u H f) STY/>/r4 : . éíSQj/y- Horo* S/C/lAf '' o* H*€ /Y / 9 dn oaif*9J/1. Jt'£viu-ic>N~-ava*\ studios í-OO/1 ( /TA HA-// þA »<!/- Töflý qi> STo/ P/A G/ltl/<J 5 T Jo/t /tA// O/aJA Jr/'J- l/Ot 1/o/lJT.l. Óní'/ p/1 t UA-1 7" o tf- Uo/°- Peu- æut - Í-AA C T . 'p/ltd t/qo t AAt-etÍT />• £*/// /t*a /n///SA'1 i J/Y* H,r//\ i//Y/yJ /idfrJ cr/l/JJ U/l /l P///J yo>4( d/t./Y e ÆCLYMPÍULEI %-J/ s, /Jii of/t r flo ue/t/A/icí,/ þflSflTTt SflANAflc/efl S/itsu } fnir/p. /J€tja Uo*i P’/tA/A A STÓ/r/i/isJii>/d r /?es»J HtAJpt $*V7*/>oV COU/t FYSLS 7dA- f '•7/f/ltt, TAÝUT-\ 0 GAiSUd A Up/l T tr//yd/L/*/ ,/\ A/e UaCtt/ TJF//Z ‘PA/r/Jryt S7 Jfl<Jd J/t tfO/SJ/YCjSTdHU/Y// / ° * HÍdi//£ HU/§> Ho//d/* . Vegna sérstakra ástæðna óskar Ung- mennafé/ag Grinda- víkur eftir að ráða Þjálfara í knatt- spyrnu í sumar. Upp/ýsingar í síma 92-8090 og 8390.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.