Morgunblaðið - 04.06.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.06.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNI 1976 Ljósm. Mbl. ihj. Sverrir, Runólfur. Eyþór or Axel með fallega laxa og Siguróur f Ferjukoli slendur á milli þeirra. ,,Ivf liúr er lax að fá næ ég ’onum” Dagstund við Norðurá,„fegurstu áa” eftir Ingva Hrafn Jónsson ÞAÐ var glaólegur hópur sem var aó setjast aó malarborðinu í veióihúsinu vió Noróurá á þriðjudaginn er undirritaóur renndi þar í hlaó. Austangolan lék vió vangann og júnfsólin skein f heiði. Dagurinn vareins unaóslegur og fslenzkur sumar- dagur getur orðió og einn slíkur virðist ætfð gæddur þeim töframætti aó fá menn sem eru reiðir út í veturinn og hans veóravíti til að gleyma þeirri reiói. Hópurinn við Noróurá var búinn að fvrirgefa Vetri konungi enda laxveiói- tíminn loksins byrjaður og 10 silfurgljáandi fiskar komnir f kælinn. Frá lokum laxveiðitímabils að hausti til opnunarinnar vor- ið eftir líður heill meðgöngu- tími, sem mörgum reynist erfiður. Það er alltaf verið að tala um það að karlmenn skilji ekki hvað það sé að ganga með i 9 mánuði. Það kann að vera að einhverjir slíkir karlmenn fyrirfinnist en óha'tt er að full- yrða að í þeim hópi er enginn laxveiðimaður, því að þeir vita hvað það er að ganga með eitt- hvað í maganum í 9 mánuði. Það var stjórn. varastjórn og framkvæmdastjóri Stangveiði- félags Reykjavíkur ásamt eigin- konum, sem átti því láni að fagna að opna laxveiðitímabilið í ár í Norðurá, ..Fegurstri áa" eins og Björn vinur minn Blöndal skýrði bók sína, sem út kom í haust laxveiðimönnum til ánægju á löngunt vetrarkvöld- um. Stangveiðifélagið hefur nú haft Norðurá á leigu í 40 ár, og þaö er jafngömul hefð að stjórnarmenn opni tímabilið Þeir félagar höfðu tekið ljúf- mannlega beiðni minni um að fá að koma í heimsókn og buðu mig velkominn í hópinn. Flestir þeir, sem gera grín að laxveiðimönnum fyrir delluna, gera sér ekki grein fyrir því að stærsta gleði hins sanna veiði- manns er að fá að dvelja við ána sína í fögru umhverfi og góðum félagsskap, og nái menn að slæða nokkrum löxum á land er það bai a eins og punkturinn vfir 1-ið \fir borðhaldmu skiptust menn « veiðisögum nýjum og gömlum og hlátrasköllin ómuðu um allt húsið. Það var varafor- maður félagsins, Magnús Ólafs- son læknir, sem hafði fengið fyrsta lax sumarsins, hann tók hjá honum á slaginu 8 á maðk, en Sverrir Þorsteinsson í Hliða- grilli átti heiðurinn af fyrsta flugulaxinum kl. 08.05 og var flugan túba, sem heitir Skrögg- ur. BYRJAÐAEYRINNI Það varð úr að ég fengi að slást í hópinn með Sverri og Eyþóri Sigmundssyni br.vta í Utvegsbankanum, sem áttu að veiða á Eyrinni fyrir neðan Laxfoss, en hinum megin á Skerjunum þeir Runólfur Hey- dal og Axel Aspelund. Mikið vatn var í ánni og ekki hægt að vaða fyrir ofan eða neðan foss- inn og því urðum við Sverrir og Eyþór að róa yfir fyrir ofan Laxfoss. Þeir hafa lengi veitt saman, enda báðir brytar og með sérstakt próf í matreiðslu fyrir menn og laxa. Blaða- maðurinn tók að sér að róa vfir og gekk það vonum framar þótt ekki væri skektan til mikilla stórræða, en sá sem hefur róið fullhlöðnum báti út i hólmann milli Kistukvíslar og Stórafoss í Laxá i Aðaldal á fjöru kallar ekki allt ömmu sína. Þegar við voru.m búnir að koma okkur niður undir Eyrina urðum við að kasta mæðinni og Evþór landar-laxi á Brotinu. fækka við okkur flikum því að gangan frá veiðihúsinu og róður í yfir 20 stiga hita og skínandi sól sagði til sín. Sverrir varð fyrstur til að gera sig kláran og hann byrjaði að kasta flugunni. Skröggur var tvisvar búinn að hitta vatnsflöt- in er stöngin kengbognaði og hann var á. Við sáum strax að hér var vænn fiskur á ferðínni, þvi að hann strikaði strax niður flúðina. Sverrir f.vlgdi honum eftir og fór að öllu með gát. notaði fingurinn léttilega til að halda við línuna. Laxinn tók nú á rás upp flúðina og lagðist siðan á tökustaðinn. Eftir smá- þóf fór hann að gefa sig enda líklega göngumóður. Neðst á Eyrinni kemur smá- vík inn í hana og þangað nudd- aði Sverrir laxinum. Komið var að leikslokum og eftir 5 mínút- ur tók Sverrir hann sporðtaki og lyfti honum örugglega á land. Þetta var 15'h pd silfur- gljáandi hrygna komin beint úr sjó og hefur líklega losað sig við síðustu lúsina i slagnum. Sverrir var að vonum lukku- legur enda þriðji flugulaxinn, sem hann fékk þann daginn. A I ÖÐRU KASTI. Eftir að hafa óskað félaga sinum til hamingju fór Eyþór með fluguna á sama stað og byrjaði að kasta, en greinilegt var að eitthvert rót hafði komið á staðinn því að laxinn fékkst ekki til að taka. Þá sögðu þeir félagar blaðamanninum að taka maðkinn og gáfu honum upp- skrift af hinni girnilegustu beitu til að freista laxins. Hann var á í öðru kasti og ég fann hvernig adrenalínið streymdi út í æðarnar er laxinn þreif fær ið og rauk með það út í straum- inn. Og nú var að rifja upp í skyndi eftir hvaða kúnstarinnar reglum skyldi farið og eftir því sem leið á leikinn kom hin þægiiega til- Framhald á bls. 23 'Sverrir Þorsteinsson kastar flugunni og brátt er leiknum lokið. Sjáðu lúsina á honum! og ‘ann er á f Eiginkonurnar komu færandi hendi með kaffi og meðlæti. Magnús Ólafsson rennir á Bryggjunum, en hann varð hæstur hollinu með 7 laxa og Eyþór með 6. Alls fékk hollið 31 lax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.