Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUÐAGUR 4. JÚNI 1976
17
Unnið að þvf að setja upp sögulega sýningu á fslenzkri grafik, sem
verður f austursal Kjarvalsstaða.
Sérkennileg sýning Dunganons
sagt tillögur, sem aldrei voru
framkvæmdar.
SÖGULEG SÝNING
Agrafik
Félag íslenzkra grafiklista-
manna efnir nú í fyrsta skipti
til yfirlitssýningar á íslenzkum
grafiklistaverkum frá byrjun
og fram að okkar tíma. Frétta-
manni Mbl. var sagt að elzta
myndin mundi vera Kjarvals-
mynd frá 1919. Hefur verið
lögð mikil vinna i að safna sam-
an grafikmyndum, enda -er
þetta í fyrsta skipti sem reynt
er að koma upp slikri sögusýn-
ingu um þessa listgrein á ís-
landi. En mikil vakning iiefur
orðið á þvi svíði á undanförnum
árum
Þarna verða nokkrar myndir
til sölu, m.a. eftir Jón Engil-
berts og einnig eftir yngri
myndlistarmenn.
UTISÝNING í
AUSTURSTRÆTI
Myndhöggvarafélagið stend-
ur fyrir útisýningu á högg-
myndum í Austurstræti, þar
sem 20 verkum verður komið
fyrir. Þetta er önnur högg-
myndasýningin, sem þar er sfð-
an göngugatan var gerð. En
þessar sýningar eru í rauninni
framhald á sýningunum fimrrí,
sm efnt var til á Skólavörðu-
holti.
Á sýningunni eru myndir úr
margs konar efni, svo sem
steinsteypu, málmum, plasti
o.fl, og mjög fjölbreyttum form-
um. Níu félagsmenn i Mynd-
höggvarafélaginu eiga þarna
verk og að auki sjö gestir, m.a.
nemendur, sem eru að ljúka
námi. Myndhöggvararnir 16
eru: Ölöf Pálsdóttir, Sigrún
Guðmundsdóttir, Magnús H.
Árnason, Ragnar Kjartansson,
Níels Hafstein, Þorbjörg Páls-
dóttir, Ingvar Valgarðsson,
Baltasar, B. Samper, Ingi Hrafn
Hauksson, Sverrir Ólafsson,
Árni Ingólfsson, Þór Elís Páls-
son, Astríður Ólafsdóttir, Vign-
ir Jóhannsson og Sigurður
Sveinsson.
DUNGANON í
BOGASAL
í Bogasal Þjóðminjasafnsins
verður sýning á myndum, hand-
ritum og skjölum Dunganons,
sem hann arfleiddi íslenzka rík-
ið að við andlát sitt. Björn Th.
Framhald á bls. 29
r — j
Þessar myndir voru teknar í
Bogasal, þar sem búið er að
koma f.vrir mjög sérkennilegri
sýningu á verkum, handritum
og skjölum Dunganons. Ljósm.
Emilfa.
hann fór að læra á fiðlu. Aðferðin
er kennd við Japana að jafni
Suzuki, en hún miðast við það að
móðir barnsins lærir fyrst að
leika á hljóðfærið og hún fær
tilsögn i því að kenna barninu.
Barnið er látið hlusta á leik
móðurinnar fyrst í stað. Svo
kemur að því að það vill fara að
herma eftir móðurinni og þá fyrst
er kominn timi til að það fari að
meðhöndla hljóðfærið. Eins og
gefur að skilja er ekki um neinn
hljóðfæraleik að ræða fyrst í stað,
en sonur minn er nú farinn að
geta leikið talsvert á fiðluna sína.
Leikir hans eru flestir tengdir
tónlist og eftirlætisiðja hans er
hljómsveitarstjórn á pianóbekkn-
um heima i stofunni hjá okkur.
Hann óskapast og leikur öll hlut-
verkin. Það er gaman að fylgjast
með þessu, en þetta þýðir samt
ekki það, að við viljum að hann
verði tónlistarmaður. Þegar þar
að kemur velur hann sjálfur hvað
hann gerir að ævistarfi sinu, en
við teljum þetta mikilvægan þátt i
uppeldinu, hvert svo sem áfram-
haldið verður. Siðan drengurinn
var fjögurra mánaða hefur hann
farið með okkur á tónleika og nú
er svo komið að við förum ekki
öðruvísi en að taka hann með
okkur.
Við spyrjum Freeman hvort
hann hafi leikið jazz, en hann
segir:
— Nei, það hef ég ekki gert.
Þegar ég var ákveðinn i þvi að
gera tónlistina að starfi mínu fór
óskaplega I taugarnar á mér, að
þeldökkir tónlistarmenn voru um-
svifalaust og óhjákvæmilega
bendlaðir við jazz. Þetta olli því,
að ég fékk andúð á þeirri tegund
tónlistar og lagði áherzlu á að
koma fólki f skilning um að ég
kæmi ekki nálægt henni. Þetta
ástand stóð í mörg ár, en eitt sinn
var ákveðið að ség stjórnaði hljóm
sveit i Noregi og á efnisskránni
var píanókonsert eftir Gershwin.
Þegar á hólminn kom og ég var
farinn að æfa með hljómsveitinni
laukst upp fyrir mér, að hún lék
nákvæmlega eins og um væri að
ræða verk eftir Beethoven eða
Mozart. Það vantaði allt kryddið í
flutninginn, — alla hreyfinguna,
sem er ómissandi þáttur í verkum
Gershwins. Þá tók ég við mér og
áður en ég vissi af var hljómfailið
orðið allt annað. Síðan hef ég ekki
haft þessa fordóma, heldur hef ég
gaman af jazz. Þótt ég ætti lífið að
leysa gæti ég ekki dansað eftir
valsatónlist Strauss, heldur þykir
mér langskemmtilegast að dansa
eftir jazztónlist.
—A.R.
Skáldavaka
á listahátíð:
Skáldin
lesa upp
Ijóð sín
Á listahátíð verður eins og
f.vrr efnt til Skáldavöku, sem
Rithöfundasamband tslands
efnir til á Kjarvalsstöðum
sunnudaginn 13. júnf. Þar
munu 30—40 skáld lesa ljóð
sfn og eru það í þetta sinn allt
Ijóð, sem ekki hafa birzt á bók.
Skáldin lesa sjálf Ijóð sfn og
hafa upp f hámark 15 mínútur,
en geta að sjálfsögðu haft
minni tíma, og lesið eitt Ijóð.
Skáldavakan hefst kl. 2
sunnudaginn 13. júní og verð-
ur lestri haldið áfram þannig,
að skáldin lesa í stafrófsröð.
Sagði Ingimar Erlendur Sig-
urðsson, varaformaður sam-
bandsins, Mbl. að dagskráin
væri þannig samansett að þar
væri að finna eitthvað fyrir
alla. Þarna væru þekkt ljóð-
skáld og rithöfundar, sem lum-
uðu á Ijóðum. Og væri þar f
hópi að finna óvænt númer.
Þar væru listaskáldin vondu
og að sjálfsögðu listaskáldin
góðu.
Nöfn skáldanna fara hér á
eftir, og má listinn heita end-
anlegur. Þó hefur ekki tekizt
að ná sambandi við fjögur
ljóðskáld, sem vonazt er til að
verði einnig með
Baldur Oskarsson, Blrgir Sigurdsson,
Birgir Svan Sfmonarson, Kinar Bragi.
Einar Ólafsson. Elfas Mar, Erlendur
Jónsson. Filippfa Kristjánsdðttir
(Iliigrún), (ludbergur Bergsson, Guórún
Jaeobsen, Gunnar Dal, Hilmar Jónsson,
Hjiirtur rálsson, Hrafn Gunnlaugsson,
Ingimar Erlendur Sigurðsson, Ingólfur
Jónsson frá Prestsbakka, Sóra Jakob
Jónsson, Jenna Jensdóttir, Jón frá Pálm-
holti, Kristinn Beyr. Kristján Röðuls,
Nfna Bjiirk Arnadóttir Njörður P. Njarð-
vfk, Pótur Hafstein Lárusson. Rósberg G.
Snædal, Sigurður A. Magnússon, Sigurð-
ur Pálsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Thor
Vilhjálmsson, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þorsteinn frá Hamri, Þiffunn Elfa Magn-
úsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdótlir
'
SLATTUVÉLAR
Það er leikur einn að
slá grasflötinn með Nórlett
Nú fyrirliggjandi margargerði
á hagstæðum verðum.