Morgunblaðið - 04.06.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.06.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 Verð landsins hækkaði meir en nam virði lands- ins sem fór undir veginn LANDEIGENDUR aðrir en Reykjavfk og Mosfellshreppur, er land áftu sem fór undir vegagerð við Vesturlandsveg, gerðu kröfur á hendur Vegagerð ríkisins um hætur fvrir það land, sem undir veginn fór. Vegagerð rfkisins áleit að þeir ættu ekki bætur skildar í samræmi við verð á lóðum — eins og landeigendurnir héldu fram, og að landeigendur hefðu ekki átt bótarétt, þar sem Pundið lækk- ar og lækkar London.júní. \TB. Houlor. ENN versnaði staða sterlings- pundsins á gjaldeyrismörkuðum í dag og þrátt fyrir viðleitni Denis Healeys fjármálaráðherra að endurvekja traust á gjaldmiðlin- um, stóð pundið í 1.7100 dollar þegar markaðir lokuðu. Pundið hækkaði örlftið fvrr í dag en síðan lækkaði það á ný. Hefur nú gildi sterlingspundsins lækkað um 41.4% gagnvart öðrum mikil- vægum gjaldmiðlum, sfðan f desember 1971. FUNDUR var í gær haldinn f utanrfkismálanefnd Alþingis og landhelgisnefnd. A fundinum kynntu þeir Einar Agústsson og Matthías Bjarnason samkomulag- ið, sem þeir gerðu við Breta f Osló f byrjun vikunnar. Samkvæmt upplýsingum Þórarins Þórarins- sonar, formanns utanrfkismála- nefndar, kom fram fyrirspurn á fundinum, hvort einnig hafi verið gerður leynisamningur við Breta, sem ekki hafi verið gert uppskátt um. Fyrirspurnin var borin fram af fulltrúa stjórnarandstöðunnar og svaraði Einar Ágústsson henni þannig, að enginn slfkur samningur hafi verið gerður. A fundinum kom fram, að það væri á valdi Alþingis, hvað við tæki eftir 1. desember, þar sem íslendingar hefðu með samningn- um öðlast algjört sjálfdæmi um framvindu mála. Aðspurður sagði Þórarinn Þórarinsson, að ekki hefði í gær verið haldinn fundur í þingflokki framsóknarmanna, þar sem þingfíokksfundurinn í síðustu viku hefði gefið ráðherr- um flokksins fullt umboð til þess að ganga frá samningum sem niðurstaða þeirra varð. A utanríkismálanefndarfundin- um í gær óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar eftir að fá bókað um afstöðu sína til sam- komulagsins við Breta. Bókunin er i fjórum eftirfarandi liðum: „1. Við teljum að samkomulagið FYRSTU 5 mánuði þessa árs var landað 45.054 lestum af fiski I Reykjavíkurhöfn. Munar þar mesl um loðnulöndun, en alls var landað í Reykjavík 30.941 lest af loðnu. Togaraafli í Reykjavfk var 10.863 lestir og bátaafli 3.250 lest- ir. Bátaaflinn, sion harst á land i Reykjavík, 3.2 n mu, kom úr 509 sjóferðum ihatsti hátur- inn var Asþór m-ö 759 lestir eða 23,4% af h< • la hátanna. Næsthæsti-báti .< -• i.cplega land þeirra hækkaði í verði við vegargerðina. Vegagerð þessi fór fram á árunum 1970 til 1973 og landeig- endurnir sem gerðu kröfur voru eigendur jarðanna Leirvogstungu og Blikastaða. Skipuð var mats- nefnd til þess að fjalla um þettá mál, en í henni voru Bjarni K. Bjarnason borgardómari og Einar B. Pálsson prófessor. Matsmennirnir töldu að taka bæri tillit til þeirra sjónarmiða landeigenda að ekki bæri að meta lönd þeirra með hliðsjón af þvi sem þau gefa af sér sem bújarðir — en það var ein af kröfum Vega- gerðar ríkisins. Matsmenn álitu að líta bæri á löndin sem þétt- býlissvæði. Þeir reiknuðu út að flatarmál þess lands sem fór undir veginn hafi verið 1,19% og 3,0% af heildarflatarmáli jarðanna. Töldu þeir að land land- eigendanna hækkaði það mikið við gerð vegarins að sú hækkun, sem af henni leiddi væri mun hærri en missir landsins undir veginn væri miðað við meðalverð jarðanna. Því töldu þeir ekki að landeigendurnir ættu rétt á sér- stökum hótum vegna vegagerðar- innar. beri tvímælalaust að leggja fyrir Alþingi áður en það tekur gildi. 2. Við gerum því kröfu um, að Alþingi verði kallað saman og málið lagt fyrir það. 3. Við erum andvígir samkomu- laginu við Breta og vísum til fyrri yfirlýsinga okkar um einstök efnisatriði. 4. Af samkomulaginu við Breta leiðir, að áður gerður samningur við Vestur-Þjóðverja, — en af honum stendur enn eftir veiði- heimild sem nemur um 90 þúsund tonnum, — heldur áfram gildi, í stað þess að réttu lagi átti hann að falla niður." Lögmæt í Eyjum ATKVÆÐI í prestkosningu í Vestmannaeyjum, sem fram fór sunnudaginn 30. maí, voru talin í biskupsstofu í gær. Einn umsækj- andi var í kjöri, séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, settur sóknar- prestur i Vestmannaeyjum. Umsækjandi hlaut 1.321 at- kvæði af 1.324, en tveir seðlar voru auðir og einn ógildur. Á kjörskrá voru 2.547. Var kosning því lögmæt. 402 lestum minni afla. Skipstjóri á Ásþór er Þorvaldur Árnason. Togaraaflinn í Reykjavík varð þessa fyrstu 5 mánuði 10.863 lest- ir og fékkst hann í 72 löndunum. Til samanburðar má geta afla í höfnum suður með sjó. Tölurnar, sem hér fara á eftir eru þó yfir hálfum mánuði skemmri tíma eða til 15. maí. 1 Keflavík höfðu borizt á land 6.990 lestir í 1.425 sjóferðum, í Sandgerði 8.385 lestir í 1.579 sjó- ferðum og í Grindavík 19.236 lest- ir í 3.006 sjóferðum. Lenti með fót- inn í snigli og missti 3 tær VINNUSLYS varð í Vestmanna- eyjum f gær. 14 ára piltur fór með hægri fótinn f snigil með þeim afleiðingum að hann missti 3 tær og framan af hinum tveimur. Pilturinn var strax fluttur á sjúkrahúsið f Eyjum, þar sem átti að freista þess að græða tærnar á aftur en þegar Morgunblaðið ræddi við lögregluna í Vest- mannaeyjum um kvöldmatarleyt- ið, lá ekki ljóst fyrir hvernig það myndi takast. Piúurinn var við vinnu í is- geymslu Fiskiðjunnar hf. Snigill- inn var í gólfinu og yfir honum rist. Var pilturinn að ryðja isnum að sniglinum en einhverra hluta vegna fór hann með hægri fótinn niður um ristina með þeim afleiðingum sem að framan greindi. — Getum aukið Framhald af bls. 2 gær flutti Geir Hallgrímsson for- sætisráÓherra ræðu um samning- ana við Breta, málflutning and- stæðinga þeirra og viðhorf að samningunum loknum og verður birt frásögn af ræðu forsætisráð- herra í Mbl. á morgun. Jóhann Hafstein, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti stutta ræðu og bað hann fundarmenn rísa úr sæt- um og hylla alla þá, sem fremst hefðu staðið í baráttunni við Breta. Risu fundarmenn úr sæt- um og tóku undir orð Jóhanns Hafstein með lófataki. Fundar- stjóri var Ragnar Júlíusson en aðrir, sem töluðu og báru fram fyrirspurnir voru Pétur Guðjóns- son, Ingólfur Möller og Guttorm- ur Einarsson. — Fagnar sigri Framhald af bls. 2 ábyrga forystu ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra við lausn þessarar erfiðu deilu, þar sem tryggður er fullur sigur hins fslenzka málstaðar. Þá þakkar fundur- inn starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar ötula og giftu- drjúga baráttu i þágu lands og þjóðar og flytur aðstandendum þeirra heilla- og hamingjuósk- ir með það að friður er feng- inn.“ ...♦ ----- - Minnispeningar Framhald af bls. 2 þrjár gerðir af peningunum. Upp- lag peninganna er mjög lítið og er hver peningur tölusettur. Af gull- peningunum verða gefin út 40 stk. og kostar hvert eintak 50.000 krónur, upplag silfurpeninganna er 300 stk. og kostar hver 12.000 krónur en upplag bronspening- anna er 400 stk. og kostar eintakið 5.000 krónur. — Tollverðir Framhald af bls. 40 RÚMIR TVEIR KASSAR ÁFENGIS Sakadómur Reykjavíkur lét í gær fara frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu um tollmálið: „Að undanförnu hefur farið fram rannsókn i sakadómi Reykjavíkur og hjá rannsóknar- lögreglunni varðandi ætlaðan ólöglegan innflutning áfengis af hálfu eins skipverja á millilanda- skipi og þriggja tollvarða i Reykjavík. Samkvæmt frásögn skipverjanna keypti hann á s.l. vetri tvo kassa áfengis fyrir einn tollvarðanna og afhenti honum þá með tilstyrk annars tollvarðar, sem hafi rofið innsigli birgða- geymslu eftir að skipið var tollaf- greitt. Jafnframt hafi hann í sama skipti selt öðrum hinna tveggja tvær flöskur áfengis og gefið hin- um tvær. Ennfremur kveðst hann nú nýlega hafa afhent sömu tveimur tollvörðum tvær flöskur áfengis hvorum, þ.e. selt öðrum og gefið hinum, svo og selt hinum þriðja tvær flöskur, en sá toll- vörður hefur neitað slíkum við- skiptum. Hinir tollverðirnir tveir hafa viðurkennt framangreindar afhendingar áfengis þótt þeir hafi ekki í öllu staðfest magnið. I framhaldi þessa og að gefnu tilefni hefur rannsókn beinzt að því að upplýsa hvort þessir og aðrir starfsmenn tollgæzlunnar hafi i öðrum tilvikum og í ríkari mæli gerzt brotlegir um svipað atferli. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið, en málið verður fljótlega sent ríkissaksóknara til meðferðar. Þeir þrir menn, sem verið hafa í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar hafa nú allir verið látnir lausir.“ RANNSÓKN EKKI LOKIÐ Eins og fram kemur í fréttatil- kynningunni, er rannsókn máls- ins ekki lokið, og á eftir að kalla fyrir fleiri menn að sögn Har- aldar Henrýssonar. Er þess að vænta að fleiri skipverjar verði kallaðir fyrir, en maður sá sem fyrst var tekinn, er eini farmaður- inn, sem kallaður hefur verið til yfirheyrslu. — Við færum út Framhald af bls. 1 þjóðarflokksins sagði að ríkis- stjórnin gæti ekki setið aðgerðar- laus meðan ásóknin á norsk fiski- mið færi stöðugt vaxandi. Finn Gustafsen leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins sagði að aðild Norðmanna að NATO hefði niður- lægt norsku stjórnina og að hún hefði af þeim sökum látið undir höfuð leggjast að tryggja lífshags- muni Norðmanna í sambandi við fiskveiðar. Þingmenn allra flokka fögnuðu samkomulagi Breta og tslendinga og fékk Knut Frydenlund utan- ríkisráðherra mikið hrós fyrir sinn þátt i að koma samkomulag- inu á. Sagði Erlend Steenberg þingflokksleiðtogi Miðflokksins að samkomulagið myndi hafa á- hrif á stöðu norsku samninga- mannanna um hafréttarmál. — Njósnamál Framhald af bls. 1 andi höfðu aðgang að einhverjum ríkisleyndarmálum. Buback lofaði dugnað vestur- þýzku leyniþjónustunnar og sagði að frammistaða hennar í þessu máli hefði verið til fyrirmyndar. Mikið af skjölum og plöggum hefði fundist hjá þessu fólki við handtöku að sögn saksóknarans. Þetta er þriðja meiri háttar njósnamálið sem upplýsist i Vest- ur-Þýzkalandi á skömmum tíma. 1 blaðafréttum um málið í dag sagði Die Welt að kona sem hefði verið deildarstjóri félagsmála- deildar varnarmálaráðuneytisins hefði verið náinn samstarfsmaður núverandi kanslara, Helmut Schmidt, þegar hann var varnar- málaráðherra árin 1969 til 1972. Samkvæmt blaðamannafundi sak- sóknarans virðist þó ekki sem kona sú sem nafngreind hefur verið og heitir Renate Lutze hafi verið svo hátt sett í ráðuneytinu og er ekki talið að frásögn blaðs- ins sé alls kostar áreiðanleg, hvað þetta atriði snertir. — „I vasa mínum” Framhald af bls. 3. eru meginuppistaða verka málarans, eru einnig sýnd grafíkverk en eftir 1970 hefur Hundertwasser í æ ríkara mæli snúið sér að grafíklist og gefur á sýningunni að lita hin ýmsu afbrigði þeirrar listar s.s. stein- prent, raderingu, silkiþrykk auk þess nýmælis að nota upphleyptar mislitar málmflög- ur og lýsandi liti. Japönsk tré- skurðarlist á einnig fulltrúa á sýningunni. Einnig sýnir Hundertwasser myndvefnað auk nokkurra líkana, sem málarinn hefur unnið í tengsl- um við baráttu sína fyrir betra og mannlegra umhverfi. Meðan sýningin á verkum Hundertwassers stendur yfir í Listasafninu verður daglega sýnd þar kvikmynd um ævi og starf málarans. Mynd þessi tekur 40 mínútur í sýningu en sýningartimi hennar verður nánar auglýstur siðar. — Prescott Framhald af bls. 1 náðst undir vernd 13 freigátna. Samtökin ættu einnig að gefa opinbera yfirlýsingu þar sem sú staðhæfing væri rökstudd að níu þúsund menn myndu missa at- vinnu sína og þeir ættu einnig að rökstyðja 30 milljón punda skaða- bótakröfuna. Prescott spurði hvort i þessum 30 milljónum punda fælust bætur og umfram- greiðslur til handa þeim sem misstu atvinnu sína og bætur fyrir skip sem senn yrðu hvort eð væri tekin út af skipaskrá. Slíkar fébætur ættu aðeins að koma til ef þær væru í beinum tengslum við atvinnumissi eða áætlanagerð um aðgerðir í at- vinnumálum og ekki til þess eins að bæta tjón atvinnurekenda. — í lágflugi yfir Beirut Framhald af bls. 1 fundi að herinn myndi rísa önd- verður gegn hernámi, hvaðan svo sem liðið væri komið. A1 Khatib varpaði fram þeirri hugmynd að Líbanir færu í mótmælagöngu til Bekaadalsins þar sem sýrlenzkir herflokkar hafa nú búið um sig. Aftur á móti sagði í fréttum frá Líbanon í dag aðtiltölulega kyrrt hefði verið víðast hvar í landinu í dag, og aðeins hefði komið til skotbardaga milli Palestinu manna sem eru á móti íhlutun Sýrlendinga og skæruliðaher- manna sem styddu aðgerðir þeirra. Alexei Kosygin forsætisráð- herra Sovétríkjanna sem er i heimsókn i Damascus sagði í dag að hann styddi heilshugar að- gerðir Sýrlendinga og óskaði for- ystumönnum þess að þær bæru tilætlaðan árangur á þessum rauna- og erfiðleikatímum eins og Kosygin orðaði það. Kosygin kom til Sýrlands á þriðjudag og bar komu hans upp á þann hinn sama dag og Sýrlend- ingar sendu vopnað lið inn i Líbanon. Enda þótt kyrrt hafi verið að kalla í Beirut í dag rikir þar hið mesta hörmungarástand, þar sem mikill hluti borgarinnar er raf- magnslaus og óttast er að mat- vælaskortur taki senn að gera vart við sig. Þá segir i fréttum frá Paris um heimsókn sýrlenzka utanríkisráð- herrans þar, að hann hafi lýst því yfir að herlið Sýrlendinga yrði dregið til baka jafnskjótt og öryggi Líbanons leyfi slfkt. Khaddam ræddi við ýmsa ráða- menn i París í dag og einnig við sendiherra lands sfns í ýmsum Evrópulöndum, sem komu þangað til fundar við hann. — Kamp mann Framhald af bls. 1 þá sögu fyrr og síðar. í handritablaði Mbl. sem kom út 21. apríl 1971 er fyrstu handritin voru flutt til íslands var viðtal við Kampmann, þar sem hann sagði frá þætti sínum að handritamálinu. Hann sagði þá með- al annars. „Sem stjórnmálamaður vann ég að mörgum málum, en ég held að þáttur minn í handritamálinu gleðji mig mest. Það hlýtur alltaf að vera ánægjulegt fyrir norrænan stjórnmálamann að miðla vináttu milli Norðurlandaþjóða og þannig lft ég á lausn handrita- málsins.“ Samningarnir til umræðu í utanríkismálanefnd Aflinn í höfuðborginni: 45.054 lestir fyrstu 5 mánuði ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.