Morgunblaðið - 04.06.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976
29
— Hafa
kommúnistar
Framhald af bls. 14
stefnu sína og óstöðugleika, jafnt heima
fyrir og meðal bandalagsþjóða.
Kjarnyrtar yfirlýsingar Fords forseta
og Kissingers að undanförnU, um að
lýðræðinu á Vesturlöndum stafi nú sí-
vaxandi ógn af kommúnistum og
„détente" hafi verið misheppnuð til-
raun, hafa vakið mikla athygli, með til-
liti til fyrri stefnu þeirra.
Hvað sem um Ford og Kissinger má
segja, þá bendir framkoma Sovét-
stjórnarinnar ekki til þess að hún ætli að
slaka á, hvorki á alþjóðavettvangi né
heima fyrir. Þvi er jafnvel haldið fram,
að Sovétstjórnin hafi aldrei ætlað sér
annað með „détente" en að geta komið
ár sinni betur fyrir borð erlendis, eins og
eftirminnilega hefur komið í ljós í
Angóla.
Tvístirnið Ford og Kissinger á sér
marga gagnrýnendur um þessar mundir.
Hægri armur Repúblikanaflokksins
undir stjórn Ronalds Reagans lætur þar
ekki sitt eftir liggja, og velgengni
demókratans Henry Jacksons í forkosn-
ingum fyrir forsetakosningarnar, sem
fram fara i Bandaríkjunum i haust,
bendir til þess að stefnufesta i utanríkis-
málum höfði nú til kjósenda i auknum
mæli.
AÐVARANIH
SOLZHENITSYNS
Sovézki útlaginn og Nóbelsverðlauna-
hafinn Alexander Solzhenitsyn hefur
verið einn helzti andstæðingur
„détente"-ævintýrsins. Að undanförnu
hefur hann hvað eftir annað varað við
afleiðingum andvaraleysis Vesturlanda
gagnvart útþenslustefnu Sovétríkjanna.
Ljóst er, að Solzhenitsyn hefur áhrif á
skoðanir fjölda mannna um heim ailan.
Það hefur ekki farið, eins og ýmsir
spáðu er hann var rekinn í útlegð fyrir
tveimur árum, að hann mundi senn
gleymast þegar mesta nýjabrumið væri
af dvöl hans á Vesturlöndum. Þvert á
móti er greinilegt, að á hann er hlustað,
ekki sízt þegar gagnrýni hans beinist að
Vesturlöndum.
Solzhenitsyn hefur það fram yfir flesta
stjórnmálamenn, að honum er lagið að
setja skoðanir sínar fram umbúðalaust.
Hann fjallar um flókin máléfni á þann
hátt, að almenningur skilur hann milli-
liðaiaust. Nýlega deildi hann mjög á
Henry Kissinger og las honum lexíuna
svo skorinort, að ekkert var um að
villast.
ÞÝÐIR VAXANDI
FYLGI KOMMÚNISTA,
AÐLYÐRÆÐI SÉ
A UNDANHALDI?
Fljótt á litið kann að virðast svo sem
vaxandi áhrif kommúnista á Vesturlönd-
um sé ótvirætt merki þess að lýðræðið sé
á undanhaldi. Þetta þarf þó ekki endi-
lega að vera. Skýringin getur lika verið
sú, að þróunin sé afleiðing lýðræðisins,
og sé jafnvel sigur þess þjóðfélagskerfis,
sem rikir á Vesturlöndum. Þannig, til
dæmis, að kommúnistaöflin hafi orðið að
varpa einræðiskenningunum fyrir róða
og hafi skilið það um síðir, að ekki væri
hægt að koma á sósíalisma nema í sam-
ræmi við lýðræðislegar leikreglur. Það
er staðreynd, að sú kynslóð, sem hreifst
af kenningum og hugsjónum kommúnis-
mans um og eftir 1920 og kynntist heims-
kreppunni miklu af eigin raun, er nú
senn að liða undir lok, — og sú kynslóð,
sem nú hefur mest áhrif er raunsærri og
siður háð tilfinningum.
Ný viðhorf leiða af sér ýmsar spurn-
ingar um vöxt og viðgang alheims-
kommúnismans:
Er harðstjórnin í Sovétríkjunum, al-
ræðisvaldið, gulag- og geðveikrahæla-
kerfið, einangrað sovézkt fyrirbirgði,
eða er þetta rökrétt og óhjákvæmileg
afleiðing af grundvallarkenningum
kommúnismans?
Er hugsanlega til einhvers konar
sósíalistiskt eða marxistískt kerfi, sem
hægt er að samræma lýðræðislegu þjóð-
félagskerfi á Vesturlöndum?
Yrðu örlög hugsanlegrar rikisstjórnar
kommúnista á Ítalíu þau sömu og örlög
stjórnar Allendes i Chile?
Eða stenzt kenningin um það, að
kommúnistar séu og verði kommúnistar,
og hið nýstárlega yfirbragð þeirra sé
aðeins gríma, sem falli þegar þeir hafa
náð undirtökunum?
— A R
(Heimildir: Observer, Newsweek,
Weekendavisen)
— Kvenna-
skólinn
Framhald af bls. 18
dóttir. Verðlaun fyrir bezta
frammistöðu í heilsufræði og
hjúkrun hlutu Anna Lisa
Kristjánsdóttir og Jóhanna
Jóhannesdóttir. Verðlaun úr
minningarsjóði um Rannveigu og
Sigríði Þórðardætur, fyrir bezta
teiknikunnáttu hlaut Ása
Jóhannsdóttir 2. bekk Z.
Að lokum þakkaði forstöðukona
skólanefnd, kennurum og stjórn
nemendasambandsins ánægjulegt
samstarf og óskaði stúlkunum
sem brautskráðust allra heílla á
komandi árum.
— íþróttir
Framhald af bls. 89
um liðum erfiðir í sumar og getur
ekkert lið bókað sér sigur gegn
þeim og allra sist á Húsavík. Hinn
ungi og bráðefnilegi Helgi Helga-
son var besti maður Völsunga að
þessu sinni. Það er knattspyrnu-
maður sem á framtíðina fyrir sér.
Þá var Guðmundur Jónsson sterk-
ur að vanda.
AUÐVELDARA
GETUR ÞAÐ
EKKI VERIÐ,,,
Murray mótorsláttuvélin slær
auðveldlega allar grasflatir og
hin framúrskarandi hönnun
gerir stjórnun auðvelda,
jafnvel á erfiðustu stöðum.
/
^unnca Sqfizehbbon h
Suðurlandsbraut 16. Reykjavik Glerárgötu 20 Akureyri
t
EINNIG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM UM LAND ALLT
Austurstræti 17 starmýri 2
Rafn Hjaltalín dæmdi leikinn
og var afar smásmugulegur í dóm-
gæslu sinni, án þess þó að á öðru
liðinu bitnaði fremur en hinu.
Rafn væri án efa dómara bestur á
íslandi, ef hann legði þessa lands-
frægu, leiðinlegu „stæla“ niður.
Sigb. G.
— Listahátíð
Framhald af bls. 17 .
Björnsson og Steinþór Sigurðs-
son hafa sett sýninguna upp og
kennir þar margra grasa.
Dunganon lést 1972, 75 ára
gamall, í Kaupmannahöfn, þar
sem hann átti sitt lögheimili.
En hann fór víða, var á Spáni, i
Frakklandi, í Berlín á stríðsár-
unum, I Briissel og heima á
Íslandi. Og allan tímann var
hann að skapa þessa hluti, sem
nú eru sýndir.
Á sýnunginni getur m.a. að
líta myndir hans „Oracles af St.
Kilda“, sem er 300 mynda
flokkur. Þeir Björn og Steinþór
hafa valið úr skjölum hans,
handritum, alls konar skilrikj-
um, bæði rétt og rangt feðruð-
um o.s.frv. Dunganon orti mik-
ið af glasakvæðum, i formi alls
kyns vínglasa, koníakskvæði,
sherrykvæði o.s.frv. og eru
þarna sýnishorn af þeim. Einn-
ig eru þarna riddaraljóð. Og
meðan á sýningunni stendur
eða út mánuðinn, verður flutt á
hverjum klukkutíma tónlist eft-
ir Dunganon og söngur hans af
bandi, en hann er fluttur á ís-
lenzku, ensku og St. Kildamáli,
sem er týnt mál, sem hann hef-
ur endurvakið.
Sýningin er semsagt hin for-
vitnilegasta og skemmtileg.
- Junior
Chamber
Framhald af bls. 15
viðhöfð í brezka þinginu. Á
hverju ári halda islenzku félögin
keppni á milli sín í rökræðum og
er þar um útsláttarkeppni að
ræða. Lokakeppnin fer siðan
fram á ársþinginu, en að þessu
sinni vann JC Hafnarfjörður úr-
slitakeppni á móti JC Borg í
Reykjavík.
Hugmynd okkar er sú að koma
þeim námskeiðum sem við bjóð-
um upp á til afnota fyrir aðra en
okkur, þau félög, skóla eða ein-
staklinga sem hug hafa á.“
ASÍMINN KK:
22410
2n*r)junbiabib
Að mörgu er aö hyggja,
er þú þarft að tryggja
f ~
Brunar og slys eru of tíóir vióburöir í okkar þjóófélagi. Þegar
óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá
fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé bongió.
Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu.
SJÓVÁ tryggt er vel tryggt
SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500