Morgunblaðið - 04.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JUNI 1976
33
+ Þessi kona, Bettv Aniek að
nafni, er sú manneskja sem
lengst hefur lifað með hjarta
annars manns í brjósti sér.
Betty sést hér gera daglegar
æfingar á reiðhjóli en læknir
hennar hefur ráðlagt henni að
grennast um 5 kfló. Betty þá
hjarta sitt frá 30 ára gömlum
manni sem lézt í október árið
1968.
innblásin leikkona”
+ „Hún verður aldrei leik-
kona,“ sagði enski ieikarinn
Miehael Redgrave um dóttur
sína Vanessu þegar hún var
ung stúlka. „Það er líklega be/.t
að setja hana f málanám. þá
getur hún alltaf fengið sér ein-
hverja vinnu...“ Og Vanessa
Redgrave getur vissulega valið
úr störfunum þegar henni
þóknast — sem mesla leikkona
sinnar kynslóðar. Vanessa, sem
er 39 ára gömul, bláevg og
hávaxin, kemur nú fram á
Breiðgötu í New York í ieikriti
eftir Ibsen. „Eg sóttist eftir
þessu hlutverki," segir
Vanessa, „það er svo stórfeng-
legt.“ Michael faðir Vanessu
hefur nú þetta að segja um
dóttur sína: „Hún er óð, guð-
dómlega óð.. . innblásin leik-
kona.“
+ V-þvzka leikkonan Romv
Sehneider fær um 30 milljónir
kr. fyrir hlutverk sitt í kvik-
mvnd sem verið er að gera eftir
einni bóka rithöfundarins
Henrichs Bölls. Leikstjóri
mvndarinnar verður Júgóslav-
inn Alexander Petrovic. Laun
Romv verða um einn sjötti af
öllum kostnaði við mvndina.
Blindur maður lýkur lœknisprófi
+ David Hartman er fyrsti
blindi maðurinn í 104 ár sem
lýkur læknaprófi við banda-
riskan skóla. Hartman, sem er
26 ára, útskrifaðist frá Temple-
háskólanum i Fíladelfíu og hef-
ur i hyggju að sérhæfa sig í
sállækningum og endurhæf-
ingu. Hinn annar sem lokið
hefur prófi i lækni.sfræðum
blindur var Robert Babcook
sem lauk námi við skóla í
Chicago árið 1872. Babcook var
reyndar alsjáandi þegar hann
hóf nám sitt en missti sjónina
meðan á því stóð. Fyrir nokkr-
um árum var gerð kvikmynd
sem byggði á ævi Hartmans og
nefndist hún „Journey Into
Darkness" eða Inn i myrkrið.
;-V:y v.; -;
David Hartmarf' ásamt móður sinni er hann útskrifaðist
f ■<
Skrifstofuhúsnæði
Óskum eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði 3
til 4 hérbergi, helzt nálægt miðbænum. Þriggja
til fjögurra herbergja ibúð kæmi vel til greina.
Góð leiga í boði fyrir rétt húsnæði. Tilboð
sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt skrif-
stofuhúsnæði 4800 fyrir miðvikudagskvöld.
V_____________________________________
Körfugerð
Ingólfsstræti 1 6
Framleiðir nýtisku körfuhúsgöng, stóla með
púðum og borð með hillum Mest er selt af
barnavöggum, brúðuvöggum og ýmsum körf-
um sem blindir menn framleiða Látið islenzkt
fyrirtæki ávallt sitja fyrir kaupum á körfum og
körfuhúsgöngum.
Blindra Iðn, Ingólfsstræti 16
HVÍTASUNNU
FÖTIN
á alla fjölskylduna
HEIMA
OG AÐ HEIMAN
Opið
til 10 í kvöld og
hádegis á morgun
SKEIFUNNI 15
SIMI 86566